Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 27. ágúst 196S % Uraþjófurinn ætlaöi að setjast aö i Ástralíu Sveik fé út úr banka með falskri ávísun, opnaði síðan ávísanareikning undir fölsku nafni, og falsaði ávísanir úr þeim reikning t Á DAGtNN hefur nú komið að piltur sá, sem uppvís varð að úraþjófnaðinum mikla í Úra- og skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar, hafði í hyggju að fara með þýfið úr landi og setjast að í Ástraliu ásamt konu sinni, sem er er- lend. 1 því augnamiði keypti hann m. a. ferðatöskur marg- ar fyrir falsaða tékka, og er pilturinn var tekinn var hann með flugfarseðla til Bretlands í vasanum. Urðu þeir honum m. a. að falli. Ýmislegt er nú að sjá dagsins ljós í yfirheyrsl um og við rannsókn málsins, m. a. að pilturinn opnaði ávís- anareikning í banka í Reykja vík og greiddi tilskildar 2000 kr. með falsaðri ávísun og lét bankann greiða sér 5000 krón ur til baka af henni. Rann- sókn málsins erhvergi nærri lokið enda er það hið um- fangsmesta, og verður eigi annað sagt en að afbrot á fs- Iandi séu farin að verða æði heimsborgaraleg. Fréttamaður Mbl. átti f gær tal við Ingólf Þorsteinsson, yfirvarðstjóra í rannsóknar- lögreglunni, sem stýrir rann- sókn þessa .mesta þjófnaðar- máls á íslandi. Sagði hann að á miðvikudagskvöld í sl. viku hefði verið hringt frá banka einum hér í borg, og tilkynnt að i uppsiglingu væri mikið ávísunarfölsunarmál. í bank- anum hefði verið opnaður ávísanareikningur, undir fölsku nafnr (Ólafur Jensson) og nú streymdp inn falsaðar ávísanir úr því tékkhefti, sem viðskiptavininum hefði verið látið í té. ic Falskar ávísanir streyma inn Strax á fimmtudagsmorgun voru nokkrar af þessum ávís- unum komnar til rannsóknar- lögreglunnar og síðar þann dag kom þangað Bragi Ragn- arsson, sonur eiganda Lamp- ans á Laugavegi og kærði yfir því að maður hefði greitt vör ur í verzluninni með falsáðri ávísun. Hefði stúlka afgreitt manninn og teldi hún sig mundu þekkja hann aftur. Ingólfur bað þá Braga að brýna fyrir stúlkunni, Sigrúnu Ólafsdóttur, að hafa augun opin, og láta þegar vita ef hún sæi manninn. Aðeins nokkrar klukkustundir liðu þar til Sigrún sá manninn ganga fyrir gluggann á verzl- uninni, en hún var þar ein og átti ekki auðvelt með að fylgja honum eftir. Skömmu síðar kom Bragi, og í félagi leituðu þau mannsins í Mið- bænum. Var hann handtekinn af götulögreglunni eftir tilvís un Braga. Var síðan hringt af- lögreglustöðinni til Ingólfs og bað hann að maðurinn yrði tafarlaust færður til sín í yfir heyrslu. ic Með farseðla í vasanum Maðurinn, sem er 18 ára gamall, meðgekk að heita strax að hafa falsað allmarg- ar ávísanir. Þótti*Ingólfi það ' skrítið og bjóst við að ástæð- an fyrir því hve játning fékkst fljótt væri sú, að mað- urinn byggi yfir einhverju v.erra, sem hann þyrfti að dylja. f vasa hans fundust einnig flugfarseðlar til Bret- lands, en rannsóknarlögregl- an vissi að þýfið mundi senni- lega ekki verða selt Hérlendis, og hefur því verið fylgst með utanferðum manna að undan- förnu, ef vera mætti að ein- hverjir, sem ástæða væri til þess að gruna, tækju sig upp og hyggðu á utanför. Fékk Ingólfur húsleitarúr- skurð og tilkynnti piltinum fyrirfram að leitin yrði gerð, og jafnframt hvernig á henni st'æði. Var piltur þá fljótur til svars og sagði að heima hjá sér væru fjögur úr, sem hann hefð keypt af sjómanni. Við húsleitina fundust hins vegar átta úr, en enn hélt pilt ur fast við framburð sinn, og neitaði að eiga nokkurn þátt í þjófnaðinum, þótt hann sæti yfir döpru spili er hér var komið sögu. Var hann síðan settur í gæzluvarðhald um nóttina. í yfirheyrslum morguninn eftir viðurkenndi pilturinn hinsvegar þjófnaðinn, og vís- aði á þá staði, sem hann hafði falið úrin, .flest undir gólffjöl- um á heimili hans og í gjá á Þingvöllum. Þennan sama dag fór Ingólf ur ásamt Nirði Snæ- hólm rannsóknarlögreglu- manni, sem mikið vann að því að upplýsa málið, með piltinn til Þingvalla, þar sem hann vísaði þeim á þann stað, sem hann fleygði hluta úranna. Voru það allt úr, sem verið höfðu til viðgerðar hjá Jóni Sigmundssyni. Gjóta þessi var mjög þröng, alveg niður við vatnsborð Þingvallavatns í Vatnsvík, og var því vatn á botninum. Ekki var unhí nema fyrir mjög grannan mann að skríða þar inn, og varð úr að Njörður aíklædd- ist og smeygði sér inn í gjána. Tókst honum að ná úrunum, en þá var svo komið að aðeins iljar hans sáust. Eins og fyrr getur er piltur- inn kvæntur erlendri konu. Vissi hún ekkert um atferli hans, en hann sagði henni að úrin hefði hann keypt af sjó- manni, sem hann væri í sam- bandi við. Líklegt er tálið að þetta muni vera ástæðan til þess að pilturinn kastaði not- uðu úrunum í gjána; hann hafi ekki viljað að konan vissi hið sanna, og notuð úr á heim ilinu myndu vekja grunsemd- Ingólfur Þorsteinsson, yfirvarðstjóri, með bunka ai ávísunum og skýrslum varðandi málið fyrir framan sig. Ekki munu all- ar hinar fölsuðu ávísanir komnar til skila. (Myndirnar tók ijósm. Mibl. Sv. Þ.). ir hennar um að ekki væri allt með felldu, því að sjálf- sögðu selja sjómenn ekki not- uð úr í tugatali. í Þingvallagjánni voru 20 notuð úr, en hin fundust falin heima hjá piltinum, og hefur konan sjálfsagt ekkert vitað um þau þótt hún vissi um hin Wi Ragnar og Sigrún í Lampanum úraþjófurinn var handtekinn. í gær. Þau urðu þess nýju. Enn ber að minna á að konan er erlend og kann ekki orð í íslenzku og hefur því ekki vitað um hinn mikla úra þjófnað af blaðafregnum. ic Sveik fé af hanka til að opna ávísanareikning í gærmorgun komu enn ný atriði málsins fram við yfir- heyrslu er pilturinn rakti sögu ávísanafals síns. Játaði hann þá að hafa opnað ávís- anareikning í Búnaðarbankan um, en til þess að opna slíkan reikning verða menn að greiða inn á hann 2000 krónur í byrjun. Gerði pilturinn það með liðlega 7000 króna ávís- un, útgefna á Landsbankann, og fékk endurgreiddar rúm- lega 5000 krónur. Ávísunin, sem pilturinn opnaði reikninginn með, var fölsuð á all sérstæðan hátt. Hafði pilturinn stolið ávísun- inni nokkru áður, og nam hún þá liðlega 400 krónum. Breytti hann síðan upphæð- inni í rúmar 7000 krónur, en Framh. á bls. 15 FRÉTTAMAÐUR Mbl. leit í gær inn í verzlunina Lamp- ann við Laugaveg og hitti þar að máli Sigrúnu Ólafsdótt ur, Bjarnhólastíg 7, Kópavogi og Braga Ragnarsson, Löngu- hlíð 15, en þau áttu mestan þátt í því að þjófur sá, er rændi verzlun Jóns Sigmunds sonar á Laugavegi, var hand- samaður. Skýrði Bragi frá at- vikum. Bragi var í mat ásamt föður sínum, Ragnari Jóhannessyni, eiganda Lampans. Var Sigrún eln í búðinni og sá þá mann- inn, sem selt hafði hina í þessar töskur átti að setja farangurinn til Ás tralíufarar. Þær voru keyptar fyrir falskar avisanir. Skyggði þjófinn niður Laugaveg Stúlkan þekkti manninn aítur af klæðaburði fölsku ávísun, ganga fyrir gluggann. Ekki gat hún lokað og veitt honum eftirför, en nokkrum mínútum síðar komu þeir feðgar í verzlun- ina . Varð Ragnar eftir þar en Bragi og Sigrún óku niður Laugaveg í leit að manninum. Óku þau um í nálega 10 mín- útur, þar til þau sáu hann aftur, við skóbúð Péturs Andréssonar á Laugavegi. Var maðurinn að fara þar inn ásamt konu sinni. Bragi lagði þá bílnum á næsta bílastæði og skildi Sig- rúnu þar eftir, þar sem að maðurinn mundi vafalaust laust bera kennsl á hana aft- ur. Engan lögregluþjón var að sjá í grenndinni, svo að Bragi „skyggði“ manninn eða elti í hæfilegri fjarlægð niður Laugaveg og Bankastræti. Námu hjónin staðar víða og litu í búðarglugga, eða fóru inn í verzlanir. Er niður á Lækjartorg kom sá Bragi lögregluþjón í Hafn- arstræti, tók hann tali, benti á manninn og greindi frá málavöxtum. Eftir að málið hafði verið skýrt handtók lög reglumaðurinn manninn og færði á lögreglustöðina. Ekki vildi Sigrún ræða mál þetta mikið við fréttamann Mbl. Þó sagði hún að hún hefði einkum þekkt manninn aftur af klæðaburði hans. Hefði hann yerið klæddur ljót um, brúnum molskinnsbux- um, bláum jakka og dökk- blárri peysu. Bragi tjáði fréttamanninum að hin falsaða ávísun, sem maðurinn hefði borgað með, hefði verið að upphæð kr. 2.700. Þar af hefði hann keypt vörur fyrir 1974, nuddpúða, gufustraujárn og brauðrist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.