Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORGUNBLAÐID 23 — Afvopnubu Framh. aí bls. 1 Var það í fyrsta sinn sem bein- línis er ráðist á herverðina. Flótti ungu mannanna þriggja var mjög vel undirbúinn. Þeir klæddust verkamannafötum, er þeir fundu í skúr rétt hjá múrn um — stóðu siðan lengi og spjölluðu við hina vopnuðu her verði, sem ekki uggðu að sér. Skyndilega réðust piltarnir á verðina, afvopnuðu þá og stukku yfir mörkin til V-Ber- línar. Einn hervarðanna náði fljótlega í skammbyssu sína og skaut á. eftir þremenningunum, en þeir voru þá komnir vest- ur yfir. Mennirnir voru fluttir í sjúkrahús í skyndi, þar sem þeir höfðu skrámazt allilla við að ryðjast gegnum gaddavírs- girðinguna. Enginn þeirra meidd ist þó alvarlega. í Neðra Saxlandi flúðu níu Austur Þjóðverjar yfir til V- Þýzkalands fyrr í vikunni, þar á meðal tveir bræður, er voru herverðir a-þýzku stjórnarinn- þessum og mætti þess vænta, að sitthvað merkilegt kæmi í ljós á næsta sumri, þegar rannsóknum verður haldið áfram. — Dóttir brezka Framh. af bls. 24 — Varð ykkur ekkert um þetta — Nei, ég er bara svolitið þreytt. Annars er allt í la.gi með okkur. — En hvernig var með kletta- veggínn. Er hann hár — Já, við reyndum að klifra upp eða réttara sagt strákarnir reyndu það, en það tókst ekki. — Hvenær fundust þið svo? — Við sáum bjarma af vasa- ljósum kl. 2 um nóttina, og viss- um þá að verið var að leita að okkur. Við hrópuðum og menn- irnir heyrðu til okkar. Það var maður látinn síga niður á reipi til okkar. Við kiifruðum svolítið á móti honum, því þá var að byrja að fjara. Hann fór svo á undan okkur, því hann þekkti leiðina, fyrst eftir strönd inni og síðan leið eftir klettun- Séð yfir hina nýju ullarþvóttastöð á Álafossi. Vélin er 38 metrar á- lengd og ullin er liðlega stundarfjórðung að fara gegnum hana. Hún kemur skraufþurr úr vélinni, og í framtíðinni verður henni blásið tun stokk 300 metra vegalengd í hið nýja verksmiðjuhús. (Ljósm. Sv. Þ.j. Ný þvottastöð og verzlun tekin í notkun á Álafossi Fleiri breytingar á döfinni Drengurinn litli, sem fyrr er frá sagt kom einn yfir landa- mærin og fannst á ráfi rétt vestan við mörkin. Segir v- þýzka lögreglan augljóst, að hann hafi reikað að heiman frá sér í óvitaskap. Hefur austur- þýzku lögreglunni verið til- kynnt um barnið og hún beð- in að láta foreldrana vita. Geta þau vitjað barnsins við landa- mærin. Er sögð hreinasta mildi, að barnið skyldi komast heilu og höldnu yfir sprengjubeltið, en þar hafa margir fullorðnir látið lífið. — Fornleifafundur Framh. af bls. 24 að merkasta, en gerir sér góðar vonir um að margt merkilegt kunni að koma þarna í ljós, þeg- ar rannsóknum vindur fram. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). Þór Magnússon skýrði Mbl. svo frá í gær, að baðhús þetta væri hið eina sinnar tegundar, sem "fundizt hefði hérlendis, og að. öllum líkindum hið elzta. Bað húsið er sjálfstæð bygging, en áður hafa fundizt hér baðhús áföst öðrum byggingum, svo sem í Gröf í öræfum og á Reyðar- felli í Hvítársíðu. — Þór kvað margt enn ókannað í rústum um. — Hefurðu verið á íslandi? Áttu íslenzka vini? — Já, marga. Ég kom til ís- lands á jólunum og á páskunum, segir Evelyn að lokum, og biður fyrir kveðju til vina sinna. — Viefnam Framh. af bls. 1 ar handteknir í Saigon. Er sagt, að einhverjum þeirra hafi tekizt að lauma bréfi til Henry Cabot Lodge, sendiherra, þar sem m.a. segir, að stúdentar feli honum í hendur forystuna í baráttunni við Diem, forseta. Orðrómur er uppi um, að for- setinn sé að missa öll völd í hend ur bróður sínum, Ngo Dinh Nhu, sem sagður hefur verið að- al hvatamaður aðgerðanna gegn Búddatrúarmönnum. Það styrk- ir þennan orðróm, að í dag voru víða í Saigon teknar niður mynd ir af fórsetanum, en í staðinn hengdar upp myndir af bróðurn- um klæddum einkennisbúningi öryggislögreglunnar, sem hann er sagður stjórna. Sagt er í Saigon, að forsetinn vilji gjarn- an láta lausa nokkra munka nunn ur og stúdenta til þess að lægja öldumar. Á hinn bóginn sé hug- myndin að skrásetja flesta stúd- entana í herinn. SÍDASTLIÐINN laugardagur var stór dagur í rekstri ullar- verksmiðjunnar Álafoss en þann dag var opnuð ný deild í verzl- uninni að Þinglioltsstræti 2 og tekin í notkun ullarþvottastöð á Álafossi. Ennfremur er ná langt komið að reisa 2800 fermetra stóra verksmiðjubyggingu, sem er fyrsti áfangi nýs verksmiðju- húss, og stendur það á melun- um nokkur hundruð metra sunnan við gömlu verksmiðju- bygginguna. Ásbjörn Sigurjónssön, fram- kvæmdastjóri Álafoss, bauð í þessu tilefni gestum að skoða hinar nýju framkvæmdir og bera þnr saiman við aðstöðu þá, sem áður var fyrir hendi. Fram á þennan dag hefur ull- in frá Álafossi verið þvegin í mjög frumstæðum tækjum, en hinar nýju vélar em þannig úr garði gerðar, að ekki þarf að snerta við ullinni frá því hún er gæðaflokkuð þar til hún er komin í hið nýja verksmiðjuhús um 300 metra frá þvottastöðinni. Ekki reyndist hagkvæmt að flytja þvottastöðina upp á mel- ana vegna vatnsnotkunarinnar, en á hinn bóginn mun ullinni verða blásið um stokk beint úr ullarþurrkaranum í þvottastöð- inni upp í nýja verksmiðjuhúsið á melunum. Til samanburðar má geta þess, að'áður þurfti að láta ullina í poka 16 sinnum, bæði blauta og þurra, áður en sjálf vinnslan gat hafizt. í nýja verksmiðjuhúsinu, sem verið er að reisa og er teiknað og skipulagt af belgískum sér- fræðingum, verður komið fyrir fullkomnum ullarvinnsluvéium frá Belgíu. „Við erum þeirrar skoðunar", sagði Ásbjörn, „að þessi verksmiðja verði með þeim fullkomnustu sem til eru,- þótt hún verði ekki ýkjastór." Gert er ráð fyrir að taka þann áfanga, sem nú er í smíðum í notkun innan árs. Nú, þegar verzlun Álafoss í Þingholtsstræti hefur v e r i ð stækkuð, verða þar á boðstólum allar framleiðsluvörur verk- smiðjunnar. í nýju deildinni verða seld teppi og ábreiður, en teppin hafa áður verið seld í verzluninni Teppi í Austur- stræti 22. Verða þau framvegis seld á báðum stöðunum. Ásbjörn Sigurjónsson ásamt syni sínum við Álafoss, sem verk- smiðjan hefur hlotið nafn af, en sem verksmiðjubygigingarnar fela nú fyrir vegfarenduni. Hugheilar þakkir til allra fjær og nær sem sýndu okkur hjálp og vináttu við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ÞÓRÐARSONAR frá Rauðnefsstöðum. Jósefína Njálsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÁSTU GUNNARSDÓTTUR Gunnarshúsi, Eyrarbakka. Vandamenn. ÍÞRÖTTAFRÉTTIR MORGUllAOSINS — Bezta knatt- spyrnuliðið Framh. af bls. 22 og Einar fékk ekki vörnum við komið. Leikufinn varð öllu rólegri eft ir þetta en í fullu jafnræði beggja liða. Akureyringar fengu mark- tækifæri en hættan varð þó ekki mikil að sinni. ■jc Jafnað Á 22. mín. fá Akureyringar hornspyrnu frá hægri. Páll Jóns- eon framkvæmdi hana mjög vel og það var þvaga í teig KR og Heimir fór á móti Steingrími miðherja sem hafði knöttinn fyr ir miðju marki. Steingrímur fékk notað heldur slæmt færi og kom knettinum yfir Heimi, undir þverslá og inn. Jafntefli 1—1. lAr Beztl kafli Akureyringa Næstu mínútur áttu Akureyr- ingar sízt minna í leiknum, en leikurinn var þófkenndur og lítið um góða knattspyrnu. Tauga- spenrtan hafði aftur tekið völdin og mótaði leikinn. rA Úrslitin ráðin En það stóð aðeins 6 mín., því á 27. mín. náði KR aftur forystu. Sigurþór lék upp vinstri kantinn og gaf langa sendingu inn í teiginn. Þar var heldur klaufalega staðið að vörn af hálfu Akureyringa og Gunnar Guð- mannsson fékk knöttinn rétt inn an við vítateigslínu o>g fékk skor að. Eftir þetta átti KR aftur held- ur undirtökin í leiknum og sögu legast var skot Ellerts sem Ein- ar varði laglega í horn og síðan komst Sigurþór í færi en skaut utanvið. Síðari hálfleikurinn var allur slappari og sást nú fátt gott. Akureyringar voru mjög nærri því að skora er Heimi mistókst illa við úthlaup. En varnarmenn KR voru komnir í röð á mark- línu og fengu stöðvað knöttinn sem dansaði á línunni. Ekki sízt miðað við þetta tækifæri hefði jafntefli verið réttlátt. Á Liðin KR-ingar mótuðu leik sinn mjög af því takmarki að það eitt nægði að tapa ekki ieiknum. Oft drógu þeir framverði og inn- herja til varnar — og slíkt sleit sóknina að sjálfsögðu. Enginn KR-inga átti þarna sinn bezta leik, en enginn brást heldur í ætlunarverkinu. Hjá Akureyringum var lang- bezti maður leiksins — og á vell- inum Jón Stefánsson. Hann stöðv aði ótal sinnum sókn KR og án hans hefði sennilega illa farið. Guðni, KárTog Haukur reyndust og hinir traustustu þó oft hafi þeir betur gert. Dómari var Baldur Þórðarson og dæmdi veL — A. St. — di Stefano Framh. af bls. 22 rétt hefur hann verið l spánska landsliðinu. Þó að hann sé um þrítugt er hann enn talinn einn bezti leikmaður heimsins. Það sannast og á því að hann er valinn í „heimsliðið“ sem mæta á Englandi 23. október. Seint á mánudagskvöld var tilkynnt að di Stefano hefði verið sleppt úr „felustaðn um“. Þá hafði hann verið í haldi í 2)4 sólarhring. Hann gaf sig þegar fram við sendi- herra Spánar í Caracas. Þeir sem að handtöku hans stóðu hafa náð tilganginum sem þeir kváðu vera með töku þessa fræga manns. Fréttin hefur flogið um all- an heim og vakið mikla at- hygli. —Höfnuðu i 4 sæti Framh. af bls. 22 in þó sóknarlínan eigi sína góðu kafla þegar hún finnur nógu hraðan og léttan rythma í upp- hlaupum sínum. Hjá Fram voru það framverðirnir sem ráðu mestu. Þeir voru lykill að lang- varandi sókn, sem framherjar fengu ekki nýtt og aftasta vörn- in fékk ekki forðað mörkum þeg- ar Valsmenn brutu vald fram- varða Fram á bak aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.