Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 27. ágúst 1963 MORGUNBLADID 13 Enginn kemur svo inn í Hóla- dómkirkju, að hann verði ekki snortinn af helgi staðarins. Þar er ekkert prjál en sérhver hlutur eða mynd vekur lotningu. Altar- istaflan, Kristslíkneskið, skírnar fonturinn, prédikunarstóllinn, ásamt fjölda helgra muna og mál verka, lætur fólkið finna, að þarna er heilagur staður. Undir gólfi kirkjunnar hvíla margir biskupar, sem gert hafa staðinn frægan, en biskupsstól! var þar frá 1106 til 1801. Allir minnast þeirra Jóns biskups Ög- mundssonar, hins helga, sem sat á biskupsstóli '1106 til 1121. í þann tíð myndaðist orðtæki, sem ennþá lifir á tungu þjóðarinnar: „Heim að Hólum“. Þá varð Guð- mundur Arason biskup»um 1200. Fékk hann hjá alþjóð viðurnefn- ið „hinn góði“, enda mátti hann ekkert aumt sjá og vildi öllum gott gera. Þó er Jón Arason okkur kunn- astur. Var honum til vegsemdar reistur veglegur turn nálægt dómkirkjunni. Þetta veglega minnismerki um Jón Arason mun halda uppi nafni hans um aldir. Þá má ekki gleyma fræði- manninum og bókaútgefandan- um Guðbrandi Þorlákssyni, sem að Hólum sat 1571 til 1627. í því mikla safni, sem hann gaf út, mun Guðbrandsbiblía vera merk ust og halda uppi nafni hans meðan kristin kirkja er við iýði í landi hér. Kirkjuathöfnin öll var hin virðulegasta. Öll sæti voru skip- uð og mikil þröng standandi fólks milli bekkja. Einnig var Bjarni Benediktsson, kirkju- málaráðherra, flytur ávarp sitt. að að setja þar upp klukkur en fé hefði vantað. Nú hefði verið úr því bætt af rausn. Eftir kirkjuathöfnina var hlé. Voru þá veitingar fram reiddar handa kirkjugestum. Kl. 5 hófst svo annar liður hátíða- haldanna með samkomu í dóm- kirkjunni. Söngflokkurinn söng „Heyr himna smiður“ og dr: Páll ísólfsson lék þrjú tónverk á orgel kirkjunnar. Svipmyndir úr sögu dómkirkjunnar voru fluttar af dr. Kristjáni Eldjárn, dr. Brodda Jóhannessyni og Andrési þær dyr_ er letrað á marmará- töflu: „Hinum þríeina Guði og Friðrik konungi V. — 1762“. Frið rik konungur og kirkjustjórn munu hafa safnað og látið til kirkjunnar um 50 þús. dali, en Gísli • biskup Magnússon gekkst mest fyrir byggingu hennar. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjöm ELnarsson flytur hina postullegu kveðju fyrir altan Hóladómkirkju. Minnzt 200 ára afmælis dómkirkjunnar á Hdlum Samkvæmt frdsögn Björns í Bæ af hdtíðahöldunum sl. sunnudag ÞAÐ era ekki lengur troðnar götur, sem farið er um, og ekki sjást ríðandi eða gangandi á leið heim að Hólum í þetta sinn — nei, það er beinn vegur og upp- hleyptur frá Laufskálaholti og alla leið heim að dómkirkjunni. Bílárnir bruna með prúðbúið fólk, því að í dag er merkisdag- ur, — tvö hundruð ára afmæli kirkjunnar, og við heyrum fólk- ið segja: „Gleðilega hátíð!“ í Hjaltadalnum var nokkuð þungbúið loft en rigningarlaust, svo að hinir mörgu gestir, lík- lega um 500 talsins, gátu notið helgi staðarins og athafnarinnar, er fram fór. — Kelgaraflinn 41 þús. múl og tnnnur Hafa Norðmenn fundið mikla síld? SÓLARHRINGINN frá laugar- dagsmorgni til sunnudagsmorg- uns fengu 43 skip 19.100 mál og tunnur, og næsta sólarhring fengu 43 skip 22.040 mál og tunn- ur. Síldin fékkst aðallega á Seyðisfjarðar- og Norðfjarðar- dýpi um 40 mílur frá landi. — í gærkvöldi voru skip að byrja að kasta á sömu sjóðum. Óljósar fréttir bárust af því í gærkvöldi, að norski síldveiði- flotinn væri í mikilli síld 80—90 mílur austur af Langanesi og Þistiffjarðargrunni. Munu skip hafa fengið þar góða veiði á all- stóru svæði. Búizt var við, að síldarleitarskipið Pétur Thor- steinsson og e.t.v. einhver íslenzk síldveiðiskip mundu verða þar nú með morgninum. Athöfnin í dómkirkjunni að Hólum hófst klukkan tvö, er/56 prestar, biskup Islands, vígslu- biskup Hóladómkirkju og dóm- kirkjupresturinn gengu skrúð- búnir í fylkingu til kirkju. í há- tíðaskrúða gengu þeir fyrir alt- ari, vígslubiskup, séra Sigurður Stefánsson og dómkirkjuprestur- inn, séra Björn Björnsson. Þá las meðhjálparinn, Árni Sveins- son, bæn í kórdyrum, en kirkju- kór Sauðárkróks undir stjórn Eyþórs Stefánssonar söng. Vakti söngurinn mikla hrifningu við- staddra og rómuðu kirkjugestir bænina, sem sungin var með ágætum. HátíSamessan hófst, er biskup inn yfir íslandi steig í stólinn. í ræðu sinni lagði hann út af orðunum: „Ég mun gera þá glaða í mínu húsi“. Dómkirkjuprestur flutti einnig stólræðu og lagði út af orðunum: „Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, sem þú stendur á, er heilög jörð“. í ræðu sinni rakti séra Björn, sem þjónað hefur Hóladómkirkju í 23 ár, sögu þessa merkilega, elzta guðs- húss landsins. Of langt mál yrði að áera ná- Skrúðganga presta á leið til kirkjiu. kvæma- grein fyrir sögu þessarar byggingar, en aðeins má þó stikla á helztu atriðum. Þess má geta, að kirkjan er um 28 metra löng, um 9 metra breið og um 4% metri undir loft. Þykkt veggja er 90 cm. Eru þeir reistir úr blágrýti, en sandsteinn er að utan og innan. Má því segja, að húsið sé allt traustlega reist. Svo kallaðar „frúardyr“ eru á suður- hlið en aðaldyr að vestan. Yfir nokkuð af fólki úti, sem eigi komst inn í kirkjuna. Eftir stól- ræðu gekk biskup íslands fyrir altari og lauk guðsþjónustu. Að. því loknu flutti Bjarni Benedikts son, kirkjumálaráðherra, ávarp, þar sem hann tilkynnti, að ríkis- stjórn íslands hefði ákveðið að gefa klukkur í turn þann ,er reistur var til minningar um Jón biskup Arason. Þakkaði dóm- kirkjuprestur gjöfina og sagði, að í öndverðu hefði verið áætl- Björnssyni. Þá lék dr. Pájl aftur þrjú tónverk. Dagskránni lauk með því, að söngflokkurinn flutti þjóðsönginn. Öll athöfnin frá byrjun fór fram með miklum hátíðabrag. Hinn nýi skólastjóri á Hólum, Haukur Jörundsson, hafði veg og vanda af öllum undirbúnmgi, sem var honum til sóma og gef- ur vonir um, að í fleiru verði störf hans Hólum og Hólaskóla til blessunar. Séð heim að Hólum, er 200 ára afmælis dómkirkju nnar þar var minnzt sl. sunnudag. (Ljóm,. S. K.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.