Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 1
24 síöur •0 árgangur 185. tbl. — Föstudagur 30. ágúst 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Gaulle heitir stjórn Suður-Vietnam aöstoö — Við að losna undan erlendum áhrifum Talið bein ögrun við Kennedy, Bandaríkjaforseta S-' igon, Washington, París, 29. ág. — AP-NTB — Samkvæmt fregnum frá Saigon, virðist ástandið þar vera að færast í eðlilegt horf. Er talið líklegt, að barna- og unglingaskólar taki aftur til Ktarfa á föstudag og veruleg- ur hluti hinna handteknu stúdenta, nunna og munka verði látinn laus. -jfc- Utanríkisráðherrann, Vu Van Mau, sem ekkert hefur heyrzt um, frá því hann átti Sænska útvarpið hlutdrægt? Stokkhólmi, 29. ág. NTB SÆNSKA útvarpið var í dag gagnrýnt harðlega fyrir að hafa sýnt hlutdrægni í frétta- flutningi frá Noregi og Dan- mörku undanfarna daga. Gagnrýni þessi kemur fram af hálfu Stokkhólmsblaðsins „Svenska dagbladet", sem staðhæfir að útvarpið hafi sýnt óleyfilegan stuðning við verkamannaflokkinn með fréttasendingum sínum. Er þar einkum til tekinn frétta flutningur útvarpsins af ný- afstöðnum stórviðburðum í norskum stjórnmálum. að fara til Indlands, en kom ekki á flugvöllinn á fyrirhug- uðum tíma, er nú farinn af stað í pílagrímsferð sína. — í örstuttu viðtali við blaða- menn í dag neitaði hann því afdráttarlaust að hafa verið handtekinn. Ekkert fékkst hann til að segja um ástandið í landinu.eða eigin fyrirætl- anir. Þá kom de Gaulle, for- Forsetinn hafði lýst þessu yf- ir á ráðuneytisfundi í dag og kom iðjáðherrum sínum mjög á óvart. Alan Peyrefitte, upplýsingamála- ráðherrann skýrði blaðamönnum frá þessu eftir fundinn en vildi ekkert um málið segja sjálfur. Að því er Peyrefitte sagði, hafði de Gaulle viðhaft þau ummæli, að Frakkar væru fúsir til vinsam Framh. á bls. 2 I gær lauk viðræðum þeirra Nikita Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Títós, forseta Júgóslavíu, á eynni Brion í Adriahafi. Hér sjáum við þá klingja glösum í veizlu, sem Tító hélt Krúsjeff til heiðurs. Kína og Pakistan undir- rita loftferðarsamning Charles de Gaulle seti Frakklands, mjög á óvart í dag, er hann lýsti því yfir, að hann hefði heitið stjórn- inni í S-Vietnam allri þeirri aðstoð, er Frakkar gætu í té látið. Karachi, 29. ágúst AP-NTB • í dag var undirritaður loftferðatsamningur milli Kína og Pakistan — hinn fyrsti, sem Pekingstjórnin gerir við bandalagsríki Vest- urveldanna. • í samningnum er gert ráð fyrir gagnkvæmu lend- ingarleyfi, heimild til að fljúga yfir lönd samningsað- ilanna og öðrum þeim ráð- stöfunum, er auðvelda megi flugsamgöngur milli ríkj- anna. Er talið, að samningurinn verði mjög til þess að auka tengsl þessara tveggja ríkja, en hann kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en í byrjun næsta árs, þar sem stækka þarf og bæta kínverska flugvellL Yfirmaður- flugmála í Pakist- an tjáði fréttamönnum í Karachi í dag, að Bandaríkjastjórn hefði ekki sett sig upp á móti því, að bandarískar Boeing-þotur yrðu notaðar á flugleiðinni Pakistan Kína. Hann sagði ennfremur, að neituðu Japanir að veita þeim flugvélum, er kæmu frá Kína, lendingarleyfi, yrðu þær lát»«r hafa viðkomu í Kanton eða Shanghai. Utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti Moskvu- samkomulagið Atkvæði féllu 16-1 Ráðizt á aðsetur sendinefndar S.Þ. Stofnun Itlalaysia-sambandsins frestað til 16. september Miri, Sarawak, 29. ágúst. — AP-NTB — í dag gerðu Kínverjar í bænum Miri í Sarawak, árás á aðsetursstað sendinefndar Sameinuðu þjóðanna. Beitti lögregla táragasi, bareflum og skotvopnum í viðureigninni við Kínverjana, sem tók rúm- ar tvær klukkustundir. Hefur viðbúnaður lögreglu og her- liðs verið aukinn, ef til frek- ari tíðinda skyldi draga. Tveir Kínverjar hlutu alvarleg ekotsár og allmargir aðrir minni háttar meiðsli, þrr á -*»eðal sjö lög’-eg' umenn. Kínverjar eru fjölmennir í bæ þessum, Miri — og andstaðan mjög sterk gegn aðild að Mal- aysía-sambandinu fyrirhugaða, sem stofna átti formlega 31. ág. f dag var tilkynnt í Kuala Lum- pur, að stofnuninni yrði frestað þar til 16. september nk. Sendimenn Indónesíu og Fil- ippseyja, sem áttu að fylgjast með starfi sendinefndar SÞ, hafa enn ekki komið til Sarawak og ekkert útlit er fyrir, að þeir komi. í dag var sendinefnd SÞ send til- laga þess efnis að ríkin Brunei, Sarawak og brezka Norður- Borneó yrðu sameinuð í eitt ríki undir stjórn soldánsins í Brunei. Peking, 29. ág. NTB-Reuter • PEKINGSTJÓRNIN hefur sent indversku stjórninni mót mælaorðsendingu, að því er fréttastofan Nýja-Kína herm ir. Er þar mótmælt yfirgangi indverskra hermanna á landa- mærum ríkjanna og skorað á Indlandsstjórn að sjá til þess, að bundinn verði endl á all- ar slíkar aðgerðir. Þá er sagt í orðsendingunni, að indversk flugvél hafi brotið lofthelgi Kína 27. ágúst s.l. og flogið 100 km inn yfir kínverskt land. Washington, 29. ágúst — AP Utanríkismálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í dag Moskvusam- komulagið um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Verður það nú lagt fyrir öldungadeildina til endanlegrar staðfestingar — en fréttamenn í Washing- ton telja næsta víst, að þar verði það samþykkt með mikl um meiri hluta. Við atkvæðagreiðslu í ut- anríkismálanefndinni féllu at kvæði þannig, að sextán sam- þykktu, en einn þingmaður mótmælti — Russel Long, þingmaður demókrata. For- maður nefndarinnar, William Fulbright, segir, að samkomu- lagið verði lagt fyrir öldunga- deildina 9. september nk. Áður en málið var afgreitt af nefndinni höfðu tvær breyt- inigartillögur komið fram þar að lútandi og verið felldar. önnur þeirra kvað svo á, að lögð skyldu fyrir nefndina öll bréfa- skiptþ sem farið hefðu fram milli stjórnanna í Washington og Moskvu varðandi samkomu- lagið. Fulbright lýsti því þá yfir, Framh. á bls. 23 Verður hætta Einkaskeyti til Mbl. Tórshavn, 29. ágúst. BIRGIR Þórhallsson frá Flug félagi íslands hefur verið hér í Færeyjum í dag. Hefur hann rætt við lögmann, Hákun Djurhuus og greint honum frá reynslunni a^ flugferðum hingað til Færeyja. Birgir skýrði lögmanni svo frá, að verði ekki flugvöllur- Flugfélagið að Færeyjaflugi? inn í Sörvági lengdur um 3—400 metra, þannig að flug- félagið geti notað flugvélar sínar af gerðinni DC—4 verði félagið að leggja niður þessar ferðir, þegar reynslutíminn rennur út 27. september í haust. Treysti flugfélagið sér ekki til að halda þessu flugi áfram næsta ár, ef ekkert verði gert til að stækka flug- völlinn. Ástæðan til þess, að Flugfélag íslands getur ekki haldið fluginu áfram með þessu fyrirkomulagi mun vera sú, að það hefur reynzt of kostnaðarsamt, endarnir ekki náð saman. Landstjórnin mun nú taka mál þetta til athugunar og láta Flugfélag íslands síðan vita í vetur, hvað ákveðið verður að gera. — Arge — ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.