Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 23
' Föstudagur 30. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Gísli Guðmundsson: Grænlandsspjall EG brá mér til Grænlands í fyrri viku og dvaldi þar í rúma 3 daga. Þessi ferð var öll hin ánægjulegasta og verður mér á margan hátt minnisstæð. Fyrst og fremst mun eg þó minnast hinnar stórfenglegu ásýndar lands- ins og rústa íslenzku byggð- anna fornu. Veður var ákjós- anlegt, logn og sólskin mest allan tímann en mýbitið var stundum hvumleitt. Ekki er hægt að neita >ví að þar verður harðla lítið úr íslandi, hvað stærð snertir, þegar maður lítur niður yfir firn- indi Grænlands úr flugvél. Þar gnæfa nafnlausir tindar í tugatali upp úr hjarnbreið- unni og niður frá hájöklinum streyma hinar frosnu elfur skriðjöklanna í allar áttir, sumar svo risavaxnar að undr um sætir. „En þetta er nú ekki mlkið á móts við það, sem maður sér norður með austurströndinni" sagði flug- maðurinn við mig, þar sem eg stóð fyrir aftan hann í stjórn- klefanum. Prá því eg var strákur í skóla befur mér ætíð komið í hug stór lúða er eg lít Grænland á landabréfi, auðu svæðin rétt eins og ugg- arnir umhverfis hvítan búk- inn. Með þessa samlíkingu í huga var það rétt aðeins stirtlan, sem eg sá, en búkur- inn teygði sig á þriðja þús- und km til norðurs Og mesta breidd hans um 1000 km. Asýnd Grænlands er afar ólík yfirbragði okkar eigin lands og veldur þar mestu um hin- ar gjörólíku bergtegundir þess ara tveggja landa. Grænlands- fjöll eru út eitilhörðu forn- grýti, sem stendur af sér árásir veðurs, vatna og isa og molnar aíar lítið. Skriður eru því nær engar eða ruðn- ingsöldur og lítil mýkt í lín- um landslagsins. Að vísu er þar allmikill gróður upp um allar hlíðar en honum tekst ekki að draga úr hörkusvipn um að nokkru ráði. íslenzkar bergtegundir molna og veðr- ast aftur á móti mjög mikið, hér er því meiri fjölbreytni og mýkt í svipnum að eg nú ekki tali um litskrúð. íslenzku landnemunum hefur áreiðan- lega fundist þeir vera komnir á fornar slóðir í Noregsfjörð- um er þeir komu þarna vest- ur. Þeim frumbyggjum hefur , , sannarlega ekki verið fisjað saman. Að nema þ'etta land og halda þar uppi skipulegu þjóðfélagi í meira en fjórar aldir er að mínu áliti mikið afrek þegar athugaðar eru hinar erfiðu aðstæður, sem þeir áttu við að striða. Byggð- in hefur verið afar dreifð, ræktanlegt undirlendi mjög lítið og samgöngur innanlands erfiðar, bæði á sjó og landL Þó hafa hinar stopulu sam- göngur við umheiminn og sí- harðnandi árferði verið bana- bitinn. Er eg stóð í brekkunni fyrir ofan Brattahlíð, land- námsjörð Eiríks rauða fannst mér undarlegt að hann skyldi taka þann stað fram yfir Garða, sem hann >ó hlýtur að hafa heimsótt á rannsóknar- ferðum sínum. Að Görðum, hinu forna biskupssetri, fannst mér búsældarlegast af þeim stöðum sem eg heimsótti auk þess sem Einarsfjörðurinn, er þeir standa við, er og hefur verið íslaus. En allt um það fannst mér mest til um að heimsækja Brattahlíð og >á sérstaklega að standa á rúst- um hinnar nýfundnu Þjóð- hildarkirkju, sem Eiríks saga rauða segir svo skilmerkilega frá. Þær eru enn eitt dæmi um sannfræði íslendinga- sagna, sem fornfræðingar okkar eru stöðugt að vefengja. Eg ferðaðist á vegum Flug- félags Islands í hinni síðustu hópferð þeirra til Narssarsuaq á þessu sumri. Mér er það mikil ánægja að geta sagt að frammistaða þess í þessari fero var með ágætum, sér- staklega vegna þess að eg hefi á undanförnum árum stund- um sett útá frammistöðu þess á öðrum sviðum. Ferðin var vel skipulögð og öll fram- kvæmd hennar, af hálfu Flug- félagsins, í góðu lagi. Ferðin er hæfilega löng og ferðirnar, sem boðið er upp á innan Grænlands, skemmtilegar. — Ferðin inn á jökul var nokkuð erfið en úr þvi má bæta án þess að skerða ferðina. Svo fannst mér málakunnátta ann- ars leiðsögumannsins i ring- asta lagi. Það var mér, sem íslending, til mikillar á- nægju að verða þess áþreifan- lega var, hvar maður kom, að Flugfélag íslands hefur á- unnið sér traust og virðingu allra þama í Grænlandi og að það nýtur þar almennra vin- sælda. Islenzku flugmennirnir eru taldir óvenju hæfir og sumir taka það djúpt í ár- inni að telja þá í sérflokki hvað Grænlandsflug snertir. Auðvitað eiga aðrir áhafnar- meðlimir sína hlutdeild í þessu hrósi. Af hálfu danskra yfirvalda hefur gætt tölu- verðrar tregðu í að veita Flug félaginu aukin réttindi til Grænlandsflugs og má segja að það sé ekki óeðlilegt að þau vilji láta eigin flugfélög sitja að því. Eg tel að Flug- félagið sé þegar vel á veg komið með að sigrast á þess- ari tregðu með því að sýna og sanna að aðrir geta ekki staðið því á sporði á þessum erfiðu flugleiðum. Hótelið í Narssarsuaq, sem hópar Flugfélagsins búa á er rekið af dönskum aðilum og þar á það einnig á brattann að sækja. Brezkt flugfélag heldur einnig uppi hópferðum á þessar slóðir og virðist hafa þar algerðan forgangsrétt. — Húsnæði hótelsins eru her- skálar frá síðari heimsstyrj- öld og eru þeir í tveimur samstæðum. I annarri er veit- ingasalur, mjög þokkalegur, og nokkur sæmileg gistiher- bergi og í þeim bjó brezkur hópur. I hinni, sem er mun stærri, bjó Flugfélagshópurinn og þar var allur aðbúnaður afar frumstæður. Eg vil skjóta því hér inn að útlendingar eru í yfirgnæfandi meirihluta í þessum Grænlandsferðum Flugfélagsins. Það er knýj- andi nauðsyn að ráða bót á þessu ástandi þó ekki væri annað en fjarlægja fornfá- lega hermannabedda og setja sæmileg rúm í staðinn og svo borð í hvert herbergi. Okkur, sem vorum þarna í bliðskapar veðri, var svo sem engin vorkun en ekki vildi eg þurfa að hýrast í þessum húsakynn- um daglangt þegar illviðri hamla ferðum. Mér er kunn- ugt um að ráðamenn Flug- félagsins hafa gert tilraunir til að fá bætt úr þessu ástandi en árangurslaust fram að þessu. Vonandi skilst forráða- mönnum hótelsins að stundar- hagnaður er ekki til frambúð- ar. Okkur íslendingum hefur oft verið núið um nasir að við kunnum lítt til góðra siða og þá ekki sízt veitingamönn- um og gestgjöfum. Á hótelinu í Grænlandi sá eg þó frammi- stöðu, sem mér satt að segja blöskraði. Við máltíðir sat hótelstjórinn ásamt tveim starfsmönnum sinum, túlk og afgreiðslustúlku í minjagripa- búð, við endann á löngu borði. Síðasta kvöldið var fyrsta kjötfatið borið til hans. Þessi þrenning hlóð diska sína fyrst og sendi það svo til gestanna. Samband danskra veitinga- manna ætti að gefa þessum manni einhverskonar „Óskars verðlaun". — íþ róffir Framh. af bls. 22 I»orteinn I>orsteinsson, KR, 55,6 Geir V. Guðjónsson, ÍR, 58,9 Jón Þorgeirsson, ÍR, 59,2 190 m. hlaup stúlkna: BigriSur Sigurðardóttir, IR, 13,3 Helga ívarsdóttir, HSK, 13,4 Halldóra Helgadóttir, KR, 13,5 Lilja Sigurðardóttir, HSÞ, 13,6 200 m. hlaup stúlkna: Sigriður Sigurðardóttir, ÍR, 27,6 (ísl. met). Lílja Sigurðardóttir, HSÞ, 28,7 Þórdis Jónsdóttir, HSÞ, 29,5 Linda Rikharðsdóttir, ÍR, 29,8 80 m. grindahlaup stúlkna: Sigríður SigurðardótUr, ÍR, 13,2 (isl. met) Linda Ríkharðsdóttir. ÍR, 14,2 Jytte Moestrup, ÍR, 14,3 Hástökk stúlkna: Guðrún Óskarsdóttir, HSK, 1,40 Sigríður Sigurðardóttir, ÍR 1,35 Hélga ívarsdóttir, HSK, l,3tí Langstökk stúlkna: Sigríður Sigurðardóttir, IR. 5.32 (isl. met) Þórdís Jónsdóttir, HSÞ, 4,62 Maria Haukdóttir, ÍR, 4,60 Helga ívarsdóttir, HSK, 4,41 Kringlukast stúlkna: Dröfn Guðmunddóttir, Breiðabl. 28,71 Ása Jacobaen, HSK, 27,64 Sigrún EinarsdótUr, KR, 27.41 HHn Torfadóttir, ÍR. 25.93 Spjótkast stúlkna: Elísabet Brand, ÍR, 38,10 Sigrlður Sigurðardóttir, ÍR, 27,77 Ingibjörg Aradóttir, USaH. 22,59 Hlín Torfadóttir, ÍR, 18,88 100 m. hlaup drengja: Einar Gíslason, KR, 11,0 Ólafur Guðmundsson, KR. 114 Guðmundur Jónsson, HSK, 11,6 Gestur Þorsteinsson, UMSS, 11,9 400 m. hlaup drengja: Ólafur Guðmundsson, KR. 52,4 Halldór Guðbjörnsson, KR. 55,0 800 m. hlaup drengja: Halldór Guðbjörnsson, KR, 2:01,8 Ólafur Guðmundsson, KR, 2:08,2 Marinó Eggertsson, UMÞ, 2:14,3 Jóhann Guðmundsson, USAH, 2:25.5 110 m. grindahlaup drengja: Þorvaldur Benediktsson, HSS, 16,5 Sigurður Ingólfsson, Á, 17,7 Hástökk drengja: Sigurður Ingólfsson, Á, 1.81 Bjarki Reynisson, HSK, 1,65 Ársæll Ragnarsson, USAH, 1,66 I.angstökk drengja: Ólafur Guðmundsson, KR, 6,74 Gestur Þorsteinsson, UMSS, 6.51 Guðmundur Jónsson, HSK, 6,35 Geetur: Einar Gíslason, KR, 6,45 Kringlukast drengja: Guðmundur Guðmundsson. KR. «2,95 Sigurður Harðarson, Á, 40,35 Óiafur Guðmundsson, KR, 39,55 Sig. Ingóifsson, Á, 36,66 Spjótkast drengja: Ólafur Guðmundsson, KR, 39,81 Kúluvarp drengja: Guðmundur Guðmundsson, KR, 14,14 Sigurður Ingólfsson, Á, 12,82 Ólafur Guðmundsson, KR, 12,39 100 m. hlaup unglinga: Kjartan Guðjónsson, KR, 11,4 Jón Ingi Ingvarsson, USAH. 11,5 Baldvin Kristjánsson, UMSS, 12,0 Ingimundur Ingimudarson, HSS, 12,3 400 m. hlaup unglinga: Valur Guðmundsson, KR, 523 Gunnar Karlsson, HSK, 54,7 Kjartan Guðjónsson, KR, 54,8 1500 m. hlaup: Jón H. Sigurðsson, HSK, 4-20,4 Vaiur Guðmundsson, KR, 4:24,6 Gunnar Karisson, HSK, 4:28,7 Ingim. Ingimundarson, HSS. 4,50,9 3000 m. hlaup unglinga: Jón H. Sigurðsson, HSK, 9:49,7 Valur Guðmundsson, KR, 10:49,5 Páll Pálsson, KR, 11:21,5 Kringlukast unglinga: Sigurþór Hjörleifsson, HSH. 40,03 Kjartan Guðjónsson, KR, 38,25 Ari Stefánsson, HSS, 32.95 Sigurður Sveirtsson, HSK, 28,97 Spjótkast únglinga: Kjartan Guðjónsson,J KR, W.40 Sigurður Sveinsson, HSK. 42,67 Halldór Jónasson, ÍR, 39,75 Kúluvarp unglinga: Kjartan Guðjónsson, KR, 13,51 Sigurþór Hjörleifsson, HSH. 13,00 Ari Stefánssón, HSS, 12,77 Sleggjukast unglinga: Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 48 72 Kjartan Guðjónsson, KR, 33,72 Halldór Jónasson, ÍR, 19,54 Háistökk unglinga: Halldór Jónasson, ÍR, 1,70 Jón Ingi Ingvarsson, SAH. 1,70 Kjartan Guðjónsson, KR, 1,50 Langstökk unglinga: Kjartan Guðjónsson, KR, 6 44 Halldór Jónasson, ÍR, 6,19 Guðbjartur Gunnarsson. HSH, 5,93 Ingim. Ingimundarson, HSS 5,89 Þrístökk unglinga: Sigurður Sveinsson, HSK, 13,69 Kjartan Guðjónsson, KR, 12,99 Halldór Jónasson, ÍR, 12,28 Ingim. Ingimundarson, HSS, 12,11 Sigurður Dagsson, Á. keppti sem gestur og stökk 13,64. Sigurður Hjör- leifsson, HSH, keppti einnig sem gest ur og stökk 13,56 m, sem er nýtt sveinamet. Sigríður Sigurðardóttir, ÍR, hlaut flest stig stúlkna og hlaut bikar til eignar, en Kjartan Guðjónsson, KR, varð stigahæstur í flokkum karla. Stig voru reiknuð þanmg. að fyrsti maður hlýtur 5, arniar maðui 3, þriðji 2 og fjórði 1 stig. — Tilraunabann Framh. af bls. 13 stæður. Þó kemur til enn ein, sem e.t.v. kann mestu máli að skipta. Gagnflaugakerfi er á- kaflega flókið, og það verður að reyna með tilraunum. Kerfi, sem aðeins byggir á hug myndum og kenningum.... það er mjög líklegt, að við gleymum einhverju smáatriði á pappírnum, og því muni varnarkerfið ekki verka. Þess vegna verðum við að gera til- raunir“. Er Sovétríkjunum treystandi? Þótt það muni álit flestra, sem til var leitað, að Sovétrík- in muni halda gerða samninga, þá þykir sumum það orka tví- mælis. M.a. segir Strauss, fyrr verandi formaður kjarnorku- málanefndar: „Að því má víkja, að það er Andrei Gro- myko, sovézki utanríkisráð- herrann, sem undirritar sam- komulagið.... fyrir 10 mán- uðum sat sami maður í skrif- stofu forseta vors, og fullviss- aði hann um ákveðin atriði (að engar árásareldflaugar væru á Kúbu), fyrir hönd rík- isstjórnar sinnar. Skömmu síð ar lýsti forsetinn (Kennedy) ummælum Gromykos, og sagði, að þau væru helber ó- sannindi. Það er athyglisvert tímanna tákn, að við skulum nú semja við þann mann, sem þannig hefur komið fram við æðsta embættismann vorn“. Síðustu orð Tellers um þetta mál voru: „Ég tel, að skyn- samlegur undirbúningur sé bezta leiðin til að hindra styrj öld.... og, þar sem þessi samningur mun veikja að- stöðu okkar, þá heV ég að hann auki á líkurnar fyrir styrjöld". — Utanríkisnefnd Framh. af bls. 1 að formleg skýrsla yrði lögð fram á fundi öldungadeildarinn- ar, og þar myndi glögglega koma fram túlkun Bandaríkja- stjórnar á samkotnulaginu. Sagði formaður, að í skýrsl- unni kæmi m.a. fram að í því tilfelli, að um væri að ræða vopnaða árás, sem stofnaði mikil vægum hagsmunum Bandarikj- anna í hættu, væri það algerlega undir þeim komið hvar — og hvenær þeir beittu kjarnorku- vopnum. Ýmsir áhrifamenn, m. •. Eisenhower, fyrrverandi forsetL hafa lagt á það áiherzlu, að Bandaríkjastjórn verði ekki skuldbundin af ákvæðuim sam- komulagsins ef til styrjaldar komi. Fulbright sagði ennfremur eftirfarandi atriði koma fram í skýrslunni til tryggingar: 1. Tilraunum neðanjarðar verði haldið áfram. 2. Starfsemi kjarnarannsóknar stöðva haldi áfram. 3. Gert sé ráð fyrir að með örskömmum fyrirvara sé unnt að 'hefja aftur tilraunir í andrúms- loftinu, ef öryggi landsins krefst þess eða Sovétstjórnin segir samkoimulaginu upp. ~ su s Framh. af bls. 18 skorti, sem verið hefur á tækj- um til hagkvæmrar og lifandi kennslu. Um viðbótarbyggingu þessa er ekkert nema gott eitt að segja svo langt sem hún nær, en hún mun aðeins mjög skamm- góður vermir. Að líkindum mun viðbótarbyggingin bæta eitthvað úr allra brýnustu neyðinni svo framarlega sem hún kemst í notk un á næstunni. Meinið er, að framkvæmdir hófust allt of seint. Viðbótin mun aðeins bæta lítil- lega þau vandræði, sem þegar hafa skapast, en alls ekki leysa þann vanda er fylgir sívaxandi nemendafjölda með ári hverju. Hér má því alls ekki láta stað- ar numið. Fyrirheit hafa verið gefin um nýja menntaskólabygg- ingu á næstunni, en fyrirheit eru ekki nóg, framkvæmdimar verða að tala. Ég skora því á yfir völdin, að láta hendur standa fram úr ermum, hefja fram- kvæmdir hið bráðasta, sníða stakkinn ekki of þröngan, horfa lítið eitt fram á veginn, þannig að sömu vandræðin myndist ekloi í náinni framtíð. Páll Bragi Kristjónssoo. ísafoldar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.