Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 17
* FöstudaÉfur 30. ágúst 1963 MORCU N BLAÐIÐ 17 Jens Guðbjörnsson sextugur Hrein eign Brunabóta- félagsins 40 milljónir EINSDÆMI mun það vera í sögu íþróttahreyfingarinnar hér á landi að sami maður hafi verið formaður sama félags óslitið í nær 36 ár og 1 stjórn tveimur ár- um betur. Svo er þó með formann Glímufél. Ármanns, sem stendur á sextugu í dag. Formennsku I slíku stórfélagi er varla hægt að kalla aukastarf, því enginn mun sá dagur líða að ekki þurfi að hugsa um eða sinna einhverjum málum í þágu félags- ins. Eins og allir vita sem nærri íþróttamálum koma hlaðast auk þess alls konar trúnaðarstörf á stjórnarmenn félaganna og þó sérstaklega á formennina, en Jens virðist hafa breitt bak, því enn stendur hann beinn og ber höf- uðið hátt. Flestir menn staðna nokkuð eftir fyrsta hálf- eða heiltugs sprettinn, en svo hefir ekki ver- ið með Jens. Stafar það líklega af því að andbyr hefir verið á milli, en ekki sífellt logn, því það slævir frekar. f>að mun ekki ofmælt þótt sagt sé að Jens hafi helgað sig Ármanni og núverandi kynslóð þekkir ekki Ármann, ef hún þekkir ekki Jens. Hann hefir fórnað félaginu nær öllum sínum tómstundum og þá um leið miklu af því sem al- mennt er kallað heimilislíf. Ekki hefir hann þar fyrir vanrækt heimilið, þótt ætla mætti, því heimili hans var löngum heim- ili Ármanns. Á þessum langa starfstíma fyrir Ármann hafa að sjálfsögðu margir starfað rrt-ð honum í stjórn og misjafnlega lengi, en ávallt hefir Jens verið áhuga- samastur um vöxt og viðgang félagsins, þótt ýmsir hafi þar margt vel unnið. Ég tel að það sé fyrst og fremst honum að þakka að Ár- mann er og hefir verið eitt af stórveldunum í íþróttahreyfing- unni og aldrei lent í v/ ulegum öldudal. Ég sem þessar línur rita get hér vel um dæmt, því við kom- um jafn snemma í stjórn Ár- manns árið 1925 og sem endur- skoðandi félagsins síðan ég hætti þar í stjórn fyrir meir en 30 ár- um hefi ég árlega fylgzt nokkuð með störfum hans. Jens hefir gegnt mörgum trún- aðarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna í heild. Hann átti sæti í stjórn íþróttavallarins í nær tvo áratugi og hefir átt sæti í Laug- ardalsnefnd frá upphafi. í íþrótta nefnd ríkisins var hann varafor- maður í 5 eða 6 ár. í Ólympíu- nefnd í fjölda ára, í Þjóðhátíðar- nefnd Reykjavikurborgar frá 1944 og fulltrúi í Sambandsráði ÍSÍ er hann nú. Mörg fleiri trún- aðarstörf hafa á þessum langa starfstíma hlaðizt á hann, sem of langt er upp að telja. Margar utanferðir hefir Jens farið með flokka Ármanns, oft- ast sem fararstjóri og staðið fyr- ir móttöku fjölda erlendra íþrótta flokka. Hann hefir setið fjölda íþróttaráðstefna bæði utanlands og innan. Sýna hin miklu störf sem á hann hafa hlaðizt bezt það traust sem iþróttamenn hafa á honum, enda er hann samvizkusamur með afbrigðum og ósérhlífinn. Hann er málafylgjumaður nokk- ur og er fastur fyrir ef á hann er ráðizt. Frekar er hann við- kvæmur í lund og tekur mjög sárt ef hann er hafður fyrir rangri sök eða hin óeigingjörnu störf hans lítilsvirt, eða rang- túlkuð. Jens var vel liðtækur íþrótta- maður fyrr á árum. Stundaði hann aðallega frjálsar íþróttir og heldur sér enn vel, þótt hár sé nokkuð tekið að grána. Fyrir hin miklu störf í þágu íþróttahreyfingarinnar hefir Jens verið sýndur margs konar sómi. Hefir hann verið sæmdur hinni Jsleuz&.u Fálkaorðu, gullmerki ÍSÍ og bæði sænskum og finnsk- um heiðursmerkjum o. fl. Jens* hefur verið formaður Finnlandsvinafélagsins frá upp- hafi. Þjóðfélagið stendur í þakkar- skuld við slíka menn sem Jens og er það mikil gæfa fyrir í- þróttahreyfinguna að eignast slíkan leiðtoga. Störf sem þessi verða aldrei metin til peninga, enda væri illa farið ef þau þyrfti að kaupa fyrir fé. Er það trú mín að Jens haldi sama sprettinum enn um fjölda ára og von mín að íþróttahreyf- ingin megi njóta þekkingar hans og starfskrafta sem lengst. LAUGARDAGINN 17. þ. m. fór fram að Melgrasseyri jarðarför Jónu Jónsdóttur, ljósmóður frá Skjaldfönn, að viðstöddu fjöl- menni. Lézt hún að Vífilsstöð- um eftir langvarandi veikindi og ellihrörnun. Með þessari merkis- konu er góð og merk kona geng- in, sem stóð um langt tímabil fyrir fjölmennu og myndarlegu heimili og stundaði jafnframt ljósmóðurstörf í sveit sinni í marga áratugi við miklar vin- sældir og gifturíkt starf. Öll störf hennar báru þess órækan vott, að þar fór mikilhæf kona. Jóna sál mun fyrst hafa flutt í þetta hérað til Sigvalda Kalda- lóns í Ármúla og þaðan fluttist hún að Skjaldfönn og giftist Jó- hanni bónda Ásgrimssyni 15. ág. 1908 og bjuggu þau þar marga áratugi við hinn myndarlegasta heimilisbrag. Bar heimili þeirra jafnan vott um dugnað og ár- vekni húsbændanna, enda jafnan mannmargt, og snyrtimennska og þrifnaður einkenndi jafnan störf þeirra hvar, sem litið var, hvort heldur var innan veggja ’eða utan. Jörðin var fremur erfið dalajörð, og þurfti jafnan mikla tilsjón með skepnum, ef vel átti að fara, en aldrei urðu þeim þær aðstæður til slysa á fénaði: umfram það, sem tíðkast almennt, en þarna þurfti oft miklu meiri umsjá en víða ann ars staðar sökum legu jarðar- innar og staðhátta svo var bú- sýsla þeirra og umsjá rík að allt hélst jafnan í réttum skorðum, hvað sem á gekk. Mátti með sanni segja, þau börðust harðri baráttu við umsjá og ,fram- færslu hins stóra barnahóps og fjölmenna heimilis, sem hjá þeim jafnan. Eiga sveitungar þeirra og aðrir, að minnast hinna dugmiklu og gestrisnu hús- bænda, er þeir áttu þar leið um, sem í hvívetna báru með sér hressilegt viðmót og alúðlegt, og hverskonar greiðsemi við mátti koma, ef þörf var á eða eftir leitað, enda báru þau hjón með sér manndómsbrag í bezta lagi. Þeim hjónum varð 8 barna auðið sem þau ólu öll upp og komu til ágætis menningar, enda börnin öll manndóms og mynd- arfólk. Börn þeirra eru: Aðalsteinn, bóndi á Skjald- Jens er bókbindari að mennt. Starfaði hann í Félagsbókband- inu eins og faðir hans og var þar yfirbókbindari til ársins 1951. Varð þá forstjóri íslenzkra get- rauna meðan þær störfuðu, sem því miður varð og stutt, en þær áttu að verða lyftistöng fyrir íþróttahreyfinguna. Síðan 1956 hefir hann verið fulltrúi í Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hann var formaður Bókbind- arafélagsins í 7 ár og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir þá stétt. Jens er fæddur Reykvíkingur. Sonur hjónanna Guðbjörns Guð- brandssonar bókbindara og Jens- ínu Jensdóttur, er var systir þeirr'a þjóðkunnu bræðra, Bjarna í Ásgarði og Friðjóns læknis. Kona hans er Þórveig Axfjörð sem stutt hefir hann vel og dyggi lega í þessum umfangsmiklu tómstundastörfum. Eiga þau tvær uppkomnar dætur, búsettar hér í bæ, Brynhildi gifta Gísla Þórðar- syni loftskeytamanni og Jensínu gifta Gunnari Jóhannssyni tré- smíðameistara. Lifðu heill gamli samherji. S. G. B. Ps. — Jens »iun fara úr bæn- um með fjölskyldu sinni kl. 20 á afmælisdaginn. fönn, giftur Hólmfríði Indriða- dóttur, bónda á Ytra fjalli og skálds. Guðjón Gunnar trésmið- ur í Rvík giftur Kristinu Jóns- dóttur frá Borg í Reykhólasveit. Magnús útvarpsvirki í Reykja- vík, giftur Hönnu Brynjólfsdótt- ur. Ásgerður Rósa húsfreyja á Ármúla, gift Sigurði Hannessyni bónda þar. Karen Ólafía búsett í Reykjavík, ógift. Kristján bíl- stjóri í Reykjavík ógiftur. Hall- dór Valgeir smiður Reykjavík, giftur Vilborgu Benediktsdóttur. Ásthildur Sigurrós húsfreyja í Arnardal, gift Marvin Kjarval bónda þar, og vitaverði. Er mér jafnan minnisstætt hið fjölmenna heimili og gjörfulegi barnahópur, sem þar var lengi og ólust þar upp hjá hinum táp- miklu foreldrum sínum. Ég stend í mikilli þakkar- skuld við þetta heimili frá þeim tíma og eftir að þau hættu þar búskap fyrir hina frábæru gest- risni er ég mætti þar jafnan, oft illa á mig kominn í vondum veðr um, en þar var gott að koma og hjartahlýjan áberandi. Þau hjón hættu búskap fyrir allmörgum árum og fengu jörð- ina í hendur Aaðalsteini syni sín um árið 1940, en dvöldu þar áfram. Jóhann dó 9/2 1956. Fyrir fáum árum flutti Jóna sál til Reykjavíkur mest fyrir heilsu- bilun, en kom þó heim að Skjald fönn á sumrum meðan heilsan leyfði, og hún var ferðafær. Slit- in að kröftum og þreki dvaldist hún síðast á Vífilsstöðum. Fædd var hún 2. ágúst 1882. Samtíðar- fólkið minnist jafnan hinnar merku konu og biðjum henni blessunar fyrir handan móðuna miklu. Blessuð sé minning hennar. Fáll Pálsson. Aukavinna Maður með Samvinnuskóla- próf oskar eftir kvöldvinnu. Ymislegt kemur til greina, svo sem bókhald. Þeir sem hefðu áhuga á þessu sendi fcil- boð, merkt: „5128“, á afgr. Mbl. frir mánudaigskvöld. LAUGARDAGINN 24. þ.m. var haldinn aðalfundur fulltrúaráðs Brunabótafélags íslands í Félags- heimili Kópavogs. Formaður framkvæmdastjórnar setti fund- inn með stuttri ræðu. Fundar- stjórar voru kjörnir; Guðlaugur Gíslason, alþm. og Hjálmar Ólafs son, bæjarstjóri. Fundarritarar voru kjörnir: Áskell Einarsson, bæjarstjóri Qg Sturla Jónsson, hreppstjórL Formaður, Jón G. Sólnes, bankastjóri, minntist í upphafi skýrslu sinnar Jóns Steingríms- sonar, sýslumanns, er Iptizt hafði frá því síðasti fundur var hald- inn, en hann var stjórnarmaður félagsins. Risu fundarmenn úr sætum og vottuðu hinum látna virðingu sína. Formaður rakti rekstur félags- ins í stórum dráttum. Skýrði hann frá kaupum á viðbótarhús- næði o.fl. Heildariðgjaldatekjur félagsins námu í árslok 1962 kr. 33,9 millj. Formaður skýrði frá lánveitingum félagsins til sveit- arfélaga, sem hefðu aukizt mik- ið. Lagði hann áherzlu á þýð- ingu þessara lánveitinga fyrir sveitarfélögin og segja mætti að lánastarfsemi félagsins sé vísir að sveitarfélagabanka. í lok skýrslu lagði formaður mikla á- herzlu á samstöðuna um félagið og færði forstjóra og starfsfólki félagsins þakkir fyrir gott starf á liðnu ári. Forstjóri, Ásgeir Ólafsson, rakti reikninga félagsins og skýrði ein staka liði í rekstri þess. Reksturs afkoma síðasta reikningsárs hafði mjög aukizt. Varasjóður fé- lagsins var í árslok kr. 38.850.000. Arður til viðskiptamanna félags- ins á síðasta reikningsári nam kr. 2.296.405.—. Heildarútlán fé- lagsins voru 14. okt. 1962 kr. 51.429.092.24. Hrein eign er rúm- ar 40 milljónir. í skýrslu sinni kom forstjóri víða við og skýrði á glöggan og skilmerkilegan hátt ýmsa þætti rekstursins: f fram.kvæmdastjórn fyrir næstu 4 ár voru kjörnir: Jón G. Sólnes, bankastjóri, Akureyri. Emil Jónsson, ráðherra, Hafnarfirði. Björgvin Bjarnason, sýslu- maður, Hólmavík. Varamenn: Ólafur Ragnars, kaupmaður, Siglufirði Sigurður Óli Ólafsson, alþm. Selfossi. Bjarni Guðbjörnsson, banka- stjóri, ísafirði. Kona óskast strax til afgreiðslustarfa í vefnaðarvöruverzlun % daginn. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: 5097“. Herbergi óskast Herbergi eða lítil íbúð óskast til leigu handa er- lendum starfsmanni okkar. Barnlaus hjón. Húshjálp kemur til greina. Upplýsingar á skrifstofunni sími 12287 og 16708. h/fOFNASMIÐJAN IINHOLII IO * *I»B|AVÍ« - IUINSI EN8KUIMÁIV1 í ENGLAMDI Tólf vikna námskeið í ensku byrjar í skóla Scanbrit í Bournemouth þ. 23. september n.k. 24 kennslu- stundir á viku. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteins- son síma 14029. Ameríkani Vantar 2ja til 3ja herbergja góða íbúð með eða án húsgögnum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 3. september, merkt: „íbúð—320 — 5111“. Sniðameistari Karl eða kona óskast. Hátt kaup. Húsnæði á staðn- um ef óskað er. Einnig stúlkur vanar saumaskap. Verksmiðjan MAGNI Hveragerði — Sími 87. Saumastúlkur Saumastúlkur óskast við léttan iðnað. Uppl. í síma 15418 kl. 5—7 e. h. Jóna Sigríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.