Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 30. ágúst 1963 MORCUNBLAÐIÐ 19 MMMMV I i Eykur til raunabann á styrjaldarhættuna? SAMKOMULAG það, sem gert var í Moskvu á dögun- um, um takmarkað bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn, bíður enn sam- þykktar öldungadeildar Bandar í k j aþings. Samkomulagið hefur að vonum vakið mikla athygli qg umtal, ekki síður vestan hafs en í löndum Evrópu. Bandarískir öldungadeild- arþingmenn hafa leitað til margra sérfraSðinga í heimalandi sínu, og óskað álits þeirra á samkomulag- inu. Hefur verið reynt að fá úr því skorið, að svo miklu leyti, sem unnt er, hvort öryggi Bandaríkj- anna kunni á nokkurn hátt að vera ógnað með sam- komulagi um tilraunabann. Sérfræðingar Banda- ríkjahers og fjölmargii vísindamenn hafa látið i ljós álit sitt á þessu máli, að undanförnu. Ýmsar skoðanir hafa komið fram, sumir eru óákveðnir, aðrir taka beina afstöðu. Afstaða eins vísinda- manns, dr. Edward Teller, hefur þó vakið hvað mesta athygli. Hann er algerlega andvígur tilraunabanni, og telur, að Kennedy Banda- ríkjaforseti hafi nú lagt út á hættulega braut. And- mæli Teller láta menn ekki sem vind um eyrun þjóta, því talið er að honum sé fyrst og fremst að þakka, að Bandaríkjamenn eignuð ust vetnissprengjuna á sín- um tíma. Teller mælti fyr- ir smíð hennar — þótt flest ir ráðunautar stjórnar Bandaríkjanna væru þá á öndverðum meiði. Er öldungadeildarþingmenn kvöddu til yfirmenn hers, vís- indamenn og aðra sérfræð- inga fyrir skemmstu, lýsti Teller því yfir, að ekki ætti að staðfesta samninginn um tilraunabann. Kvað hann sam komulagið geta verið „skref í áttina til styrjaldar". Yfirmenn herafla Banda- ríkjanna voru á öndverðum meið, svo og margir aðrir sér- fræðingar (sjá ummæli þeirra annars staðar á síðunni). Hins vegar hefur afstaða Teller vakið óskipta athygli, ekki sízt, þar sem hann er tal- inn „faðir“ vetnissprengjunn- ar. Skulu helztu atriði máls hans rakin hér. Varúðarráðstafanir Bandaríkjanna Á fundi þeim, sem Kennedy Bandaríkjaforseti hélt með fréttamönnum 20. ágúst, ræddi hann tilraunabannið, Þar sagði hann m.a.: „Við hve mikið öryggi búum við? Ég sagði áður í erindi því, sem ég flutti þinginu, að einungis hefði þurft eina tilraun til að reyna sprengjuna, sem við vörpuðum á Hiroshima....... Hve mörg vopn þarf, hve mörg megatonn, til að eyði- leggja? Ég sagði í ræðu imnni, að við ættum nú vopn, sem drepið geta 300 milljón- ir manna, án þess að gerðar verði frekari tilraunir. Reynd- ar geri ég» ráð fyrir, að afl vopnanna mætti auka, gerðist þess þörf.“ Því hefur verið lýst yfir af hálfu Bandaríkjastjórnar, að svo verði um hnútana búið, að tilraunir megi hefja þegar í stað, fari svo, að Sovétríkin rjúfi eða segi upp samkomu- laginu. Þá muni 'tilraunum neðanjarðar haldið áfram, auk starfs í tilraunastofum. Með því verði einnig fylgzt, að Sov étríkin geri ekki tilraunir á laun. Hér er um að ræða varúðar- ráðstafanir stjórnarinnar. Um þær segir Teller: „Ég fæ ekki séð, að með neinum ráðum sé hægt að ná sama árangri með tilraunum neðanjarðar og til- raunum í andrúmsloftinu. — Jafnvel þótt þessum varúðar- ráðstöfunum verði fylgt, mun það ekki draga nema að nokkru leyti úr þeirri hættu, sem af banninu stafar“. Hvor stendur framar? Ein þeirra spurninga, sem öldungadeildarmenn lögðu fyr ir þá, sem til voru kallaðir, var: Hvort ríkið stendur fram- ar á sviði kjarnorkuhernaðar, Sovétríkin eða Bandaríkin? Yfirmenn heraflans voru á þeirri skoðun, að Bandaríkin stæðu framar, eða hefðu.a. m. k. ekki dregizt aftur úr. Teller sagði: „Landvarnaráðherrann hefur talið okkur trú um, að við stöndum betur að vígi en Sovétríkin; að við eigum betri eldflaugar; þegar þeir byggi betri eldflaugar, þá munum við vita af því, og byggja full- komnari sjálfir. Ef til vill hefur leyniþjón- ustu okkar vaxið svo fiskur um hrygg, að við getum treyst henni. Það vona ég. ... Þetta tilraunabann stendur þó ekki í neinu sambandi við, hve margar eldflaugar stórveldin kunna að smíða. Það, sem máli skiptir í þessu sambandi er þekking. Árásargeta sfiptir ekki svo miklu máli. Það er þekking á starfsemi gagnflauga, sem máli skiptir, þekking á því, hverja mögu- leika varnarvopn okkar hafa á því að standast árás. Ég trúi því, að Sovétríkin hafi aflað þessarar þekkingar. Ég trúi því enn fremur, að vegna þess, að þeir hafa aflað þessarar þekkingar, þá þurfi þeir ekki að gera fleiri tilraun ir í andrúmsloftinu. Þetta held ég að sé meginástæðan fyrir því, að Krúsjeff vill nú undir- rita samning um tilrauna- bann. 1960 vildi hann það ekki. Nú getur hann hins veg- ar byggt á reynslu þeirri, sem sovézkir vísindamenn öfluðu, er þeir gerðu tilraunirnar stór kostlegu 1961 og 1962. Sovét- ríkin vita nú, hvernig þau eiga að verjast, og þau vita sennilega, hvar okkar veik- leika er að finna“. Er nóg að vera jafningi? Þessi spurning var lögð fyr- ir ráðunautana. Yfirmenn her aflans töldu, að Bandaríkin hefðu tapað nokkru af því for skoti, sem þau höfðu í lok heimsstyrjaldarinnar. Þá voru þeir einnig saVmála um, að ekki- væri nóg, að Bandaríkin væru jafningjar Sovétríkj- anna á sviði kjarnorkuhern- aðar. Teller sagði: „Ég sé enga ástæðu til að telja, að Edward Teller EDWARD Teller ér fædd- ur í Ungverjalandi, en bandarískan ríkisborgara- rétt fékk hann 1941. Allt frá því á árunum 1930 — 40 hefur hann haft mikil áhrif á þróun kjarnorku- mála í Bandaríkjunum. .Það var fyrir áhrif hans og fimm annarra visinda- manna, að Albert Einstem lagði að Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, að hefja smíði kjarnorkuvopna. Það var árið 1939. Er þar kom, að Truman, forseti Bandaríkjanna, þurfti að taka ákvörðun um, hvort hafin skyldi und Teller irbúningur að smíði vetnis vopna, urðu ummæli Tell- er þyngst á metunum. Bandaríkin gerðu fyrstu tilraunir með slík vopn nokkrum mánuðum á und- an Sovétríkjunum. Megináherzlu leggur Tell er á, að efla beri gagn- flaugakerfi Bandarikjanna nú. Telur hann eflingu þess vart mögulega, án frekari tilrauna í andrúms loftinu, sem hann telur hættulausar, hvað geisla- virkni snertir. Segir ha»n bandarísku stjórnina byggja á skýrsl- um leyniþjónustunnar, er hún segi, að Sovétstjórnin hafi ekki náð Bandaríkj- unum á því sviði. Teller efast hins vegar um hæfni leyniþjónustunnar, og seg- ir, að hún hafi ekki haft hugmynd um tilraunir Sovétríkjanma 1961, degi áður en þær hófust. Hér á síðunni verða rakin helztu atriði mál- flutnings Teller, er hann var til kvaddur af öldunga deildarþingmönnum. Tell- er er nú helzti kjarnorku- fræðingur University of California. II Yfirmenn herafla Bandaríkjaanna: (frá vinstri) Curtis LeMay, flugher, Earle G. landher, David MacDonald, 1 jóher, og David M. Schoup, landgöngulið sjóhers. hyllast allir samkomulagið, þó flestir með nokkrum athugasemdum. . Wheeler, Þeir að- um jafnvægi verði að ræða. Hér er um að ræj5a svið, þar sem framfarir eru örar, og hug vit ræður miklu. Ég held, að sá, sem meira og ákafar vinn- ur, hann muni ná lengra. Sov- étríkin hafa unnið af meiri á- kafa. Þau hafa náð okkur, a. m. k. hvað þekkingu snertir. Ég trúi, að þeir hafi öðlazt meiri þekkingu en við, og þeir halda áfram af krafti. Ég velti ekki jafnvægi fýrir mér, og hef ekki áhyggjur af því. Ég hef áhyggjur af því, að Banda ríkin verði annars flokks veldi. Fari svo, fáum við ekki lengi staðizt við hlið Sovét- ríkjanna". % Eru háloftatilraunir nauðsynlegar? Það, sem sérfræðinga og her málasérfræðinga greinir eink- um á, er þeir lýsa afstöðu sinni til samkomulagsins um tilraunabann, er, hvort hálofta tilraunir séu nauðsynlegar. Andstæðingar bannsins halda því fram, að án tilrauna í háloftunum sé ekki unnt að smíða fullkomnar gagnflaug- ar. Án þeirra verði ekki um raunverulegt varnarkerfi að ræða, og því kunni af því að leiða, að skyndiárás Sovét- ríkjanna verði ekki hægt að svara. Þeir, sem banninu eru hlynntir, telja hins vegar, að háloftssprengingar séu ekki nauðsynlegar. Ummæli Tell- ers um þetta atriði, sem e.t.v. kann að skipta meginmáli, eru: „Árangur tilraunanna (1961 og 1962) gerði Sovétríkj unum kleift að koma okkur á óvart. Þeir gerðu það, er-þeir tilkynntu, að þeir hefðu náð miklum árangri á varnarsvið- inu. Er tilraunirnar stóðu, höfðu Sovétríkin tækifæri til að gera athuganir í andrúmsloft- inu, sem þeir gátu stuðzt við, við smíði fullkomins eða ó- fullkomins varnarflauga (gagnflauga) kerfis. Fyrir nokkrum árum var ég þeirrar skoðunar, að vonlaust væri að koma á fót kerfi gagnflauga. Ég er nú sannfærður um, að þá hafði ég á röngu að standa. Yfirlýsing Sovétríkjanna um þetta mál hefur verið okkur hvatning, og við höfum athug- að möguleikana.... ég er nú sannfærður um, að við getum smíðað varnarkerfi flauga, og þannig varizt árásum yngri kjarnorkuvelda, t.d. Kína, næstu 2 áratugi. Þegar við íhugum raunveru lega afvopnun, þá verðum við að hafa í huga fleiri ríki en Sovétríkin. Þó trúi ég, að varn arkerfi okkar geti komið að takmörkuðum notum gegn árás Sovétríkjanna. Okkur tekst e.t.v. ekki að bjarga borg um okkar, en þess í stað mætt- inum til að svara árás. Því get um við lagt áherzlu á, að við munum gera gagnárás, og það kann að nægja til að Sovét- ríkin leggi ekki til atlögu . . . “ í ræðu, sem Teller hélt á fundi bandaríska blaðamanna- félagsins 21. ágúst, lýsti hann tveimur meginástæðunum fyr ir því, að hann 'i ldi tilraunir í andrúmsloftinu nauðsynleg- ar: „Raunverulega eru ástæð- urnar margar. Ég ætla að nefna tvær. Við þurfum að vita, hvort kjarnorkuspreng- ing (varnarsþrenging) getur eyðilagt eldflaug óvinarins, þ. e. í hve mikilli fjarlægð. Hin ástæðan er þessi: Ef eldflaug- ar óvinarins eru margar, og koma á sömu stundu, þá verð- um við að svara. Við verðum að vita, hvort okkar eigin varn arsprengingar trufla aðra hluta varnarkerfis okkar. — tx^tta eru raunverulegar á- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.