Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 30. ágúst 1963 Tízkuskóli Andreu tekur upp nýjungar jllffijffii r, i 'J 'JJijjgijijJ u 11 FORSTÖÐUKONA Tízkuskóla Andreu hefur ákveðið að taka upp n^kkuð breytt fyrirkomu- lag: frá því, sem verið hefur. Fyrst er rétt að geta þess, að það hefur verið horfið að því ráði að hafa aðeins fimm nemendur í hverjum flokki, af því að þann- ig verður ekki aðeins auðveldara að sinna þörfum hvers og eins, heldur má líka búast við betri árangri af kennslunni. I öðru lagi hefur flokkum ver.- ið fjölgað til þess að gefa hverri koivu kost á því að lsera það, sem hún hefur helzt hug á. Fyrir utan venjuleg sex vikna námskeið er nú t. d. sérflokkur fyrir konur, sem vilja megra sig, svo og ný námskeio fyrir stúlk- ur á aldrinum 11—13 ára. f>ar sem þetta mun vera algjör ný- lunda hér á Islandi, þá vaeri kannski ekki úr vegi að skýra frá því í hverju kennslan I slík- um flokkum er helzt fólgin. Stúlkurnar læra auðvitað alla al- menna kurteisi, eins og t. d. hvernig ungar stúlkur eiga að umganga9t eldra fólk, hvernig þeim ber að haga sér á almanna færi, auk þess verður brýnt fyrir þeim að vera hreinlegar og snyrtilegar, og loks sakar ekki að geta þess, að kennarinn reyn- ir að telja kjark og sjálfstraust í þær stúlkur, sem þjást af feimni og óframfærni. í þriðja lagi eru námskeið í andlitssnyrtingu kvenna og ann- ast frú Arnþrúður Sigurðardótt- ir og frú Sigurlaug Straumland kennsluna. Frú Sigurlaug er ný- komin heim frá París, þar sem hún var við nám í snyrtiskóla Lancomes. 1 fjórða lagi er kvenmönnum gefið tækifaeri til að taka einka- tíma eingöngu. (Úr fréttatilkynningu). Ein myndanna í bók Breinholst: Finni, Dani, Svíi, Norðmaður og íslendingur. Island í kímnibækl- ingi eftir Breinholts „THE NORTH from A til Z“ nefnis't nýútkomin lítil bók eftir hinn kunna grínista Willy Breinholst. Er þetta 5. útgáfa af bókum Breinholst um „Norðrið" og í þetta sinn er fjallað um Norðurlandaiþjóðirn- ar fimm: Danmörk, Noreg, Sví- þjóð, Finnland og ísland. 1 fyrri útgáfum hefur aðeins verið rætt um þrjár þær fyrstnefndu, en í 6. útgáfu bókarinnar verður væntanlega einnig fjallað um Grænland og Færeyjar. Bókin er skrýdd skopmyndum eftir belgíska teiknarann Léon van Roy. Willy Breinholst hefur dvalið hér á landi í nokkra daga, og aukið kynni sín á landi og þjóð. Hann hefur ritað 28 bækur á 20 árum, sem jafnóðum eru þýddar á mörg tungumál og gefn- ar út í stórum upplögum. Ein bók hans, „Vandinn að vera pabbi“ kom út á íslenzku í fyrra, og í næsta mánuði er væntanleg önnur bók hans, sem nefnist: „Hinn fullkomni eigin- maður.“ Breinholst rekur eigin bókaútgáfu í Kaupmannahöfn og hefur fasta þýðendur um allan heim. í bók Breinholst „The North from A til Z“ eru dregnar fram margar skemmtilegar myndir af viðkomandi ■ löndum og fólkinu, sem í þeim býr. Ekki spilla teikn ingarnar ánægjunni við lestur bókarinnar. Bókin verður seld hér í bókaverzlunum frá næstu viku að telja, en hún kemur ekki á markaðinn á hinum Norðurlöndunum fyrr en í byrj- un næsta árs. Þá hefur Breinholst ritað nýja grein um ísland í kynmngarrit Flugfélags Islands, Welcome to Iceland, sem Anders Nyborg sér um. Ný útgáfa rits þess er nú í undirbúningi og er ráðgert að það komi út rétt eftir áramótin. Við fáum ekki oft myndir frá H'rísey, en hér birtum við eina. Það er verið að skipa út síldartunn um. Guðm. Hallvarðsson tók hana fyrir skömm u. Krúsjeff og Tító zzzz nú sammála leynilegar viðræður d Brionieyju Paula, Júgóslavíu, 27. ágúst samræmda starfsemi Sovétríkj- anna og Júgóslavíu til hjálpar vanþróðuðum löndum. NTB. KRÚSJÉFF, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og Tító, Júgóslavíuforseti, héldu í dag áfram viðræðum sínum á eyjunni Bríoni í Adríahafi. Viðræðurnar eru leynileg- ar, en þó segir í sameigin- legri yfirlýsingu, sem gefin var út, að ráðamennirnir hafi orðið sammála um þýðingar- mikil alþjóðleg málefni. Sérstök áherzla var lög á sam búð Júgóslavíu og Sovétríkj- anna,að því, er segir í yfirlýs- ingunni. Viðræður leiðtoganna stóðu í þrjár stundir. Gert er ráð íyrir, að Krúsjeff muni dveljast enn um hríð í Brioni, en hann er nú um það bil hálfnaður á ferð sinni um Júgóslavíu. í yfirlýsingu leiðtoganna í dag var sérstaklega vikið að frið- samlegri sambúð, afvopnun og Syndið 200 metrana Sovézkir „togarar" v/ð æfingar NATO FRÁ því er skýrt í banda- ríska blaðinu ,,The New York Herald Tribune“, að sovézkir „togarar“ hafi fylgzt gaumgæfilega með flotaæfingum Atlantshafs- bandalagsins, NATO, er fram fóru nýlega á Atlantshafi, austanverðu. Alls tóku 15 bandarísk og 16 brezk skip og kafbátar þátt í æfingunum. Martell, aðmíráll, skýrði frá því, er hann kom til Portsmouth á Englandi, að æfingunum lokn- um, að sovézku ,,-togararnir“ hefðu verið 6 talsins. Hefðu þeir haldið sig nærri herskipum bandalagsins, er þau voru að æf- ingunum. Sagði aðmírállinn, að „togararnir" væru útbúnir sér- stökum hlustunartækj um, sem gerðu þeim sennilega kleiff að fylgjast nákvæmlega með öllum fjarskiptum. 1 frétt blaðsins segir enn frem ur, að hér hafi Sovétríkin fylgt gamalli venju; „togarar" þeirra hafi ætið haldið sig nærri, er skip Atlantshafsbandalagsins hafi verið að æfingum. í dag birtum við tvö bréf, sem ekki er ástæða til að fjöl- yrða um þar sem þau skýra sig sjálf. • Óslóartréð á Lækjartorg Ég hefi stundum tekið eftir því í dálkum þínum Velvak- andi, að sumir embættismenn borgarinnar eru það vakandi menn í starfi sínu, að þeir svara í dálkum þínum bréfum frá lesendum, um ýmis mál. Þannig á það líka að vera. Ég hefi að vísu oft skrifað þér út af ýmsu í borginni og rétt ein- staka sinnum fengið svar. Er ' það þá einna helzt ef maður er nógu harðorður og troðfull- ur af ýmiskonar fullyrðingum og skætingi. Það er þó ekki ætlun mín nú að senda skæt- ingslínur. Mig langar til þess að beina fyrirspurn til garð- yrkjustjóra borgarinnar: Væri ekki rétt að hætta nú við að reisa Oslóartréð á Aust- urvelli? — Úti í löndum reisa þeir slík jólatré á helztu höfuð- torgum borganna, í Kaup- mannahöfn á Ráðhústorginu, í London á Trafalgartorginu. Eftir að Hekla gamla hvarf af Lækjartorgi þykir mér vel fara að reisa Oslóartréð á Lækjartorgi, höfuðtorgi Reykja víkur. Þetta hlýtur að vera nægileg röksemd og ekki er það nein móðgun við frændur vora Norðmenn nema síður sé. — Reisum því næsta Oslóar- tré á Lækjartorgi. — Hvað seg- ir garðyrkjustjóri Reykjavíkur um það? Miðbæingur. • Betri aðbúnað á Egilsstaðavelli Ég er nýkominn austan af landi og hef hér í fórum mín- um ákaflega vinsamlega ábend ingu til flugmálastjórnarinnar. Hún hefur reist dálítið flug- stöðvarhús á Egilsstöðum, sem ekki er hægt að segja með neinni sanngirni að mæti króf- um farþeganna. Þarna verða farþegar neðan af Fjörðunum, eins og það er kallað, stundum að bíða margar klukkustundir í lélegum timburskúr, sem er I senn óvistlegur og fullnægir ekki neinum kröfum um þjón- ustu við ferðalanga. Umhverfis húskofa þennan er ofaníburð- urinn svo stórgerður að far- þegar, einkum kvenfólk, verð- ur að hafa vakandi auga á hverju spori sem stigið er til þess að eyðileggja ekki skóna sína. Nú vildi ég biðja þingmenn þessa kjördæmis að hlutast til um að gerðar verði nauðsyn- legar endurbætur á þessum hrútakofa flugmálastjórnar- innar, því það yrði án efa vin- sælt mál meðal háttvirtra kjós- enda og gætu þingmenn þá kinnroðalaust rætt um bætta þjónustu við heimamenn og ferðalanga á Egilsstaðaflug- velli. Jón. BOSCH Höfum varahlutl i flestar tegundi*- Bosch BOSCH startara <»g dynamóa. Kaupfélag Eyf., Akureyri. Veladeild BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.