Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 30. ágúst 1963 tjtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. - Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aö&.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Slmi 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. SUNDR UNGIN í KOMMÚNISTA - FLOKKNUM P’ins og Morgunblaðið hefur < ^ áður skýrt frá, hefur sundrung og upplausn farið vaxandi í kommúnistaflokkn- um síðustu árin og er nú að ná hámarki. Blaðið taldi rétt að gera lesendum sínum grein fyrir því, hvernig þessari bar- áttu væri háttað og birtir þess vegna greinar um þessi átök. í greinum Morgunblaðsins er það rakið, hvaða sjónarmið hver hinna einstöku flokks- leiðtoga aðhyllist og rækilega gerð grein fyrir hinni persónu legu valdastreitu, sem nú á sér stað í flokknum. Enn er ósýnt, hvernig þess- ari baráttu muni lykta, en svo mikið er að minnsta kosti hægt að fullyrða, að hún eigi enn eftir að aukast og mörg illvíg orustan verði háð áður en yfir lýkur. Þeir, sem vel vilja fylgjast með íslenzkum stjórnmálum, ættu að kynna sér þessar greinar. En raunar má líka segja að átökin í kommúnista- flokknum hér á landi endur- spegli að nokkru leyti þá inn- byrðis baráttu, sem hvar- vetna á sér stað í kommún- istaflokkum, vegna djúpstæðs skoðanamunar og persónu- legafr valdabaráttu. MILWOOD-MÁLIÐ l\rú þegar togaranum Mil- wood hefur verið sleppt úr haldi og Milwood-málið svokallaða er að komast á lokastig, er rétt að rifja upp gang þess, enda eru fá mál, sem jafnmikið fjaðrafok hef- ur orðið út af. íslenzka landhelgisgæzlan tók þennan brezka togara, eins og mönnum er í fersku minni, án þess að þurfa að skjóta á hann föstum skotum. Hins vegar tókst skipstjóran- um Smith að komast undan og hefur til þessa neitað að hlíta íslenzkum lögum. Mál þetta var þegar í stað gert stórpólitískt og hugðust stjórnarandstæðingar í komm únistaflokknum og Framsókn arflokknum nota það sér til framdráttar í þingkosningun- um í júní. Þeir ásökuðu yfir- stjóm landhelgisgæzlunnar fyrir linkind, sögðu að skjóta hefði átt á skipið og mál þetta mundi verða til þess að veiði- þjófar hættu að óttast ís- lenzku strandgæzluskipin. Aðrir bentu á það, að fram- kvæmd landhelgisgæzlunnar í allri fiskveiðibaráttu okk- ar hefði verið með ágætum, og það væri einmitt að þakka stillingu samfara fyllstu festu, sem sigrar okkar hefðu unnizt. Ef af okkar hálfu hefði verið gripið til aðgerða, sem haft hefðu í för með sér blóðsúthellingar, hefði mál- stað okkar verið stofnað í hættu, og sú samúð, sem við nytum, getað glatazt. Jafnframt var bent á þá staðreynd, að aðgerðir Smith skipstjóra hefðu bakað útgerð hans stórfellt tjón, margfalt meira en venjulegur dómur fyrir landheligsbrot. Af því leiddi, gagnstætt fullyrðing- um stjórnarandstæðinga, að erlendir útgerðarmenn mundu leggja á það ríkari á- herzlu, að skipstjórnarmenn þeirra hlýðnuðust íslenzku landhelgisgæzlunni í fram- tíðinnL Um þetta var deilt vikum og mánuðum saman. Síðan hafa þessar deilur hjaðnað og stjórnarandstæðinga virðist ekki langa sérstaklega mikið til þess að sjónarmið þeirra séu rifjuð upp, enda er það mála sannast, að í dag gera menn sér grein fyrir því, að rétt var að farið, og þeir munu fáir, sem enn fengjust til að halda því fram, að hætta hefði átt á blóðsúthell- ingar vegna framkomu Smith skipstjóra. ÆSINGASKRIF ll/filwoodmálið er eitt dæm- ■‘■'■^ anna um þau gengdar- lausu æsingaskrif, sem ein- kennt hafa málgögn stjórnar- andstæðinga síðan Viðreisn- arstjórnin tók við völdum. En dæmin um þessi skrif eru miklu fleiri. Þannig er ekki úr vegi að minna á stóryrðin í sambandi við lausn landheligsdeilunn- ar, móðuharðindatalið út af endurreisn íslenzks efnahags, og nú síðast óðagotið út af því, að samningar hafa verið teknir upp við Atlantshafs- bandalagið um byggingu nýrra olíugeyma í Hvalfirði. í ollum þessum málum er það sameiginlegt fyrir mál- flutning kommúnista og Framsóknarmanna, að forð- azt hefur verið að beita rök- um, en þeim mun stóryrtari hefur stjórnarandstaðan ver- ið. Og athyglisvert hefur það einnig verið, að alltaf hafa Vitar, sem fá Ijós sitt frá kjarnorku — IMýjung, sem valda kann straumhvörfum LOKIÐ er nú í Bandaríkjunum smíði kjarnorkukunúins rafals, sem séð getur vita fyrir nægu rafmagni í 10 ár, án þess, að eldsneyti sé endurnýjað'. Tækið er smíðað í verksmiðjum í Quehanna í Pensylvaniu. Starfs- menn bandarísku strandgæzlunn ar munu velja fyrsta rafalnum stað innan tíðar. í fréttum af smíði tækisins segir, að brátt megi gera ráð fyrir, að unnt verði að flytja á brott vitaverði, sem nauðsynleg- ir hafa verið, þar sem vélknúnar rafstöðvar hafa séð vitum fyrir rafmagni. Það er undirdeild kjarnorku- málanefndarinnar bandarísku, sem látið hefur gera tæki þetta. Sömu aðilar hafa mjög einbeitt sér að því að undanförnu að smíða létt tæki, kjarnorkuknúin, til rafmagnsframleiðslu, tæki hentug í geimför. SNAP 7—B nefnist rafallinn nýi. og getur framleitt 60 vött. Sérstök málmblanda (Hastelloy C) er notuð til að varna geislun, en blandan er nær ónæm fyrir Hér sést þverskurður af tæki því, sem vikið er að í grein- inni. Hiti er hagnýttur til raf- magnsframleiðslunnar. tæringu, og er einangrunin talin munu endast í allt að 500 ár. Þá mun geislavirkra áhrifa löngu hætt að gæta inni í hylk- inu. Það er hiti, sem hagnýttur er til rafmagnsframleiðslunnar. Kjarni tækisins, þ. e. hylkiS með geislavirku efnunum, hefur þegar verið reyndur á Canaveral höfða og víðar. Hann hefur ver- ið hitaður í allt að 2.800 gráður (Celsius) og þeitt með sprengi- efni í múrveggi. Þá hefur nokkr um kjarnahylkjum verið skotið á loft með eldflaugum, og hafa þau öll komið ósködduð til baka, þrátt fyrir gífurlegan hita, er þeir hafa fallið inn í andrúma loftið, á leið til jarðar. Það er Martin Co. í Balti- more, sem stendur að smíði raf- alsins, en það félag hefur fengið stórt landsvæði til umráða i Pensylvania til smíði kjarn- orkuknúinna tækja. Þykir ekkl ósennilegt, að hér sé um að ræða nýjung, sem eigi eftir að valda straumhvörfum í vita- vörzlu, enda hefur sýnt sig, að hylkin eru með öllu hættulaus. Hefur það bezt komið fram við prófanir þær, sem farið hafa fram á Canaveralhöfða. Fréttabréf úr Holtum: Heyin með minna móti í ái — Karíöflu- ♦ uppskeran undir meðallagi — Búfé drepið ot, limlest á vegum úti — Merkur bóndi niðræður MYKJUNESI, 18. ágúst — Hér hefur verið öndvegstíð að undan förnu og heyskapur gengið á- gætlega. — Annars hefur heyskapurinn gengið vel í sumar frá því að sláttur hófst, en það var almennt um mánaða- júní — júlí. Flestir hafa nú lokið fyrri slætti og verður að telja að heyin verði með minna móti að vöxtum, en vel verkuð og taðan ekkert úr sér sprottin. Háarspretta verður víð- ast afar léleg og eins fyrir það þótt borið væri á á milli slótta. Engja heyskap er óvíst um að ræða hér nú orðið, því þótt út- jörð sé víða sæmilega sprottin er ekki um annað að ræða en kargaþýf og mannafli ekki til að stunda orfaslátt svo neinu nemi. Útlitið er því þannig að gera verður ráð fyrir að margir verði að skera búskapinn í haust,- því um heyfyrningar er nú ekki að ræða, þar sem hey gáfust svo að segja öll upp í vor. Framsóknarmenn gengið feti framar en kommúnistar í ó- svífnum áróðri. Pólitískir tækifærissinnar nota öll vopn í baráttunni, og vera má að þeir geti um skeið hagnazt á óábyrgum mál- flutningi, en þegar til lengd- ar lætur munu þeir finna, að slík bardagaaðferð er ekki sigurstrangleg. Og það er ein- mitt þetta, sem fjöldi Fram- sóknarmanna er nú að gera sér grein fyrir. Þess vegna er líka lítil ánægja með for- ystu flokksins og skrif flokks- blaðsins meðal Framsóknar- manna. Sömu sögu er að segja með uppskeru í görðum og á túnun- um, að hún virðist ætla að verða í lakasta lagi, enda þótt nokkrar góðar vikur í viðbót geti ráðið þar miklu, má þó fullyrða að kartöfluuppskera verður undir meðallagi, því sumarið hefur ver ið svo kalt. Nokkur brögð hafa verið að því í sumar og reyndar undan- farin sumur ,að sauðfé hefur fundizt dautt eða þa limlest, en lifandi, við vegina hér um slóð- ir eftir bíla, án þess að nokkur hafi gert viðvart, enda skrokk- arnir stundum fjarlægðir og fundizt af tilviljun síðar meir. Verður slík framkoma viðkom- Eyjafirði, 26. ágúst. ÁRFERÐI hefur verið frem- ur hagstætt til landbúnaðar hér í Eyjafirði í sumar. Það voraði vel, og var hvergi kal í tún- um, enda var grasvöxtur alls staðar mikill og jafn. Þó spruttu illa tún, þar sem jarðvegur er þurr og harður eða mjög grunn- ur, en það er óvíða hér um slóðir. Nokkuð spratt þó seint, og gæti það hafa stafað af því, hve frost var mikið í jörðu í vor, eftir þennan mjög svo snjó- létta vetur. Heyskapur byrjaði því ekki af fullum krafti, fyrr en um mán- aðamótin júní og júlí, en pá voru þurrkar ágætir hvern dag síðustu viku júní og fyrstu viku júlí. Allmikið náðist því af heyj- andi ökumanna að teljast mjög vítaverð og ekki beinlínis karl- mannlegt að víkjast þannig und- an skyldum sínum. En umferðin er orðin gífurleg og sumir aka svona vægast sagt ekki sérlega gætilega. í dag er níutíu ára Jón Þor- steinsson, fyrrum bóndi í Holts- múla í Landsveit. Hann er fædd- ur í Holtsmúla og hefur alið þar allan sinn aldur. Bjó hann þar um áratugi rausnarbúi, ásamt Þorsteini bróður sínum, lengst af. Kona Jóns var Guðrún Jakobs- dóttir, er lézt háöldruð fyrir árL Þau hjón áttu þrjú börn og dvelur Jón nú hjá dóttur sinni og tengdasyni í Holtsmúla. Þrátt fyrir háan aldur er Jón stál- hress bæði andlega og líkamlega. Maður hispurslaus og einorður, vinfastur og traustur maður og heilsteyptur. Svo hraustur er Jón, að þessa dagana dvelst hann inn við Veiðivötn í hópi frænda og vina. Og víst er það að fjölmargar hamingjuóskir munu afmælis- barninu berast þessa dagana. — M.G. um þennan Jiálfa mánuð, eink- um hjá þeim, sem gátu byrjað fyrir mánaðamót. Viku af júlí gekk svo í norðan kulda og ó- þurrkatíð í hálfan mánuð, og snjóaði þá jafnvel niður í.þyggð. Þetta kuldakast olli því, að ný- slegnu túnin hvítnuðu upp og náðu sér ekki með sprettu, og er því háarspretta yfirleitt mjög léleg. Einnig kippti þetta úr kartöfluvexti, og dæmi voru til, að sæi á kartöflugrasi. Má því verða hagstæð tíð fyrir kart- öflusprettu fram um miðjan september, ef uppskera á að verða sæmileg. Síðan í júlílok hefur svo verið afburða hey- skapartíð, og er heyskap víða að verða lokið. Nýting heyja er mjög góð og engin tugga hrak- in. — V.G. Hagstætt árferði I Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.