Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.08.1963, Qupperneq 24
 FERDAÞJÚNUSTA OC FARMIDASALA An aukagjalds 185. tbl. — Föstudagur 30. ágúst 1963 TVÖFALT „ EINANGRUNARGLER ?Oára reynsla hérlendi* EGGERT KRISTJAN gssnssiia Einstefnuakstur er í Aðal- stræti milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. Á þeim spotta má aðeins aka norður Aðalstræti. Fyrir kemur þó, að einn og einn bílstjóri renni farkosti sínum suður frá Hafnarstræti. Einn slikur var á ferðinni á fimmtudags- morgun, en illa fór fyrir honum, þvl að hann ók fram- an á bíl, sem kom vestur Austurstræti og beygði norð- ur Aðalstræti. Stærri myndin sýpir árekst urinn. Myndin er tekin úr Morgunblaðshúsinu. Minni mvndin sýnir lögregluþjón vera að þrífa götuna; sópa saman glerbrotum með kústi og fægiskúffu, en slík áhöld eru ómissandi í hverjum lög reglubíl. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) veltur á Mývatnsfiöllum Vegurinn afar slæmur Mývatnssveit, 25. ágúst. SÍÐASTLIÐNA sunnudagsnótt valt jeppabifreiðin X—575 út af veginum á Mývatnsfjöllum um 13 km austan við Reykjahlíð. Var bíllinn að koma frá Gríms- stöðum á Fjöllum. í bílnum voru fjórir landmælingamenn. Vegur inn er þarna beinn og lenti bíll- inn í moldarflagi vinstra meg- in við hann. Mátti það heppi- legt heita, því að hægra megin var stórgrýttur melur. Hæð á vegarkanti var þarna tæpur 1 metri. Talið er orsök slyssins, að vélárhlíf hafi snögglega opnazt og skollið á framrúðuna og þar með lokað fyrir allt út- sýni. Auk þess vantaði bremsu á annað framhjól, sem óefað or- sakaði mishemlun. Fyrsti bíll, sem kom á slysstaðinn, tók alla mennina og flutti til Reykja- hlíðar. Var þaðan hringt til lækn is á Breiðumýri, sem kom von bráðar. Kannaði hann meiðsli mannanna, sem vonandi reynast ekki hættuleg. Höfðu sumir skor izt lítilháttar á glerbrotum og einn kvartaði úm verk í baki og verður hann sendur til frekari rannsóknar. Hafði hann klemmzt á varadekki, sem í bílnum var. Bíllinn er mikið skemmdur, t. d. eru flestar rúður í honum brotn ar og önnur hurðin sömuleiðis. Vegurinn á Mývatnsfjöllum er nú mjög slæmur, holóttur svo að beinlínis er hættulegt að aka hann. Ég held ég hafi ekki í annan tíma ekið hann í eins slæmu ástandi. Sömu sögu segja langferðabílstjórar á stór- um flutningabílum, sem aka frá Reykjavík til Austurlands. Telja 771 hvalur veiddur AKRANESI, 29. ágúst: — Búið er nú að veiða 771 hval í sumar. Er þetta heldur minni veiði en á sama tíma i fyrra. Undanfarið hefir verið gott veður á hvala- miði'num. þeir veginn á Mývatnsfjöllum versta kaflann á þeirri leið. ' , ' ✓ ,* '*»' ' Ekki séð meiri síld í sumar Er hún á vesturleið ? MIKIL síld var í gær og fyrri- nótt 70—80 mílur ANA frá Raufarhöfn. í gærdag hafði hún þokazt í ves'turátt, og töldu síld- arskipstjórar, að þetta væri al- mesta síldarmágn, sem þeir hefðu orðið varir við í sumar. Góð veiði var í gærdag. Sólarhringurinn fram á fimmtu dagsmorgun fengu 41 skip tæp 30.000 mál og tunnur. Þar af fengu 33 skip 26.600 mál ANA af Langanesi. Tvö skip fengu 1.500 mál og tunnur SA af Hval- baki, og sex skip fengu 1.790 m & t á Héraðsflódjúpi. í gær komu til Raufarhafnar 23 skip með 15.768 mál. Mest höfðu Sigurpáll (1.586) og Odd- geir (1.400). í gærdag voru skipin í mikilli síld 70—80 mílur ANA frá Rauf arhöfn. Síldin er stygg og erfið viðureignar. í gærkvöldi var vit- að um afla þessara skipa: Víð- ir SU 1200, Freyja GK 600, Þor- lákur 800, Björgúlfur 1600, Sunnu tindur 1100, Dofri 700, Halkion 1000, Rifsnes 1400, Skarðsvík 900, Jón Guðmundsson 650, Hafrún 1500, Stígandi 1000, Snæfell frá Akureyri hafði fengið mjög góð- an afla, Hannes Hafstein 1400. Snæfell og Hugrún fóru til Siglu- fjarðar. — Síldin er allmjög blönduð og erfitt um söltun. Gott veður var á miðunum í gær. — Þá varð vart við síld 35 mílur SA af Seley. Siglufirði, 29. ágúst. ~ Hingað koma með síld Helga RE (til h.f. Hafliða), Hafrún frá Bolungarvík (til Nafar) og Guð- mundur Þórðarson RE (til Pól- stjörnunnnar). Síldin virðist vera á vesturleið, og segja skipstjórar, að hún fari batnandi, eftir því sem vestar dregur. Búið mun -vera að salta upp í samninga að mestu, þó ekki sérverkun. Líklegt er, að menn haldi áfram að salta á eig- in ábyrgð. — St. IMorskir síldarsjómenn vilja ekki aftur til Íslands Björgvin, 29. ágúst (NTB) í DAG koma margir síldveiði- bátar hlaðnir frá íslandsmiðum, og fleiri hafa komið fyrr í vik- unni. Nú eru horfur á því, að loks, þegar farið er að veiðast fólk stendur í biðröðum, til þess að einhverju ráði, komist bát- arnir ekki á miðin aftur. Or- sökin er sú, að fjöldi sjómanna vill ekki fara út aftur. Meðan Hafnfirðingar ala fisk I Djúpavatni EINS og öllum þeim mun kunn- ugt, sem áhuga hafa á stanga- veiði, gerði Stángaveiðifélag Hafnarfjarðar árið 1954, merki- lega tilraun til fiskræktar í Kleif arvatni. Tilraun þessi tókst svo vel, að Kleifarvatn er nú, að níu árum liðnum, talið eitt af beztu veiðivötnum sunnanlands og jafn vel þótt víðar væri leitað. Til dæmis hafa margir veitt milli 30 og 40 bleikjur á dag, en stærsti fiskur, sem vitað er um, að feng- izt hafi úr vatninu, veiddi Guð- mundur Guðmundsson, Lækjar- götu 14 í Hafnarfirði, nú í sumar og vó hann rösklega 10 pund. Þegar séð varð hversu vel gekk í Kleifarvatni, ákvað Stangaveiði félagið að halda áfram á sömu braut. Gerði stjórn félagsins samning við ríkissjóð og sýslu- nefnd Gullbringusýslu í október 1960, um einkarétt félagsins til fiskiræktar og síðar veiða í Djúpavatni og fleiri vötnum í hinni fornu Krýsuvíkurtoríu og árin 1961 og 1962 var láti,ð í Djúpavatn mikið magn aliseyða. Virðast öll skilyrði einkar hag- stæð í Djúpavatni, því við athug- un í vor kom í ljós, að eldri fisk- urinn var þegar orðinn 30 sm langur og spikfeitur. Æti virðist mikið í vatninu, hornsíli og kuð- ungur og eins er botngróður mik- ill víðast hvar. Þrátt fyrir þetta er enn ekki hægt að fullyrða, að tilraunin hafi heppnast, þar sem fiskurinn er ekki kynþroska og því ekki farinn að hrygna. Veiði verður að sjálfsögðu ekki leyfð í vatninu, fyrr en full reynsla er fengin á því, að hrygn- ing hafi heppnazt og vonast þeir, sem að þessari tilraun standa, að fregnir sem borizt hafa um ó- leyfilegar veiðar í vatninu, séu ekki á rökum reistar, því slíkt væri óþokkabragð hið mesta, eins og nú standa sakir. Mun stjórn Stangaveiðifélagsins hafa í hyggju að láta fylgjast fram- vegis, betur með vatninu, en ver- ið hefur, ef koma mætti með því móti í veg fyrir hugsanlegt skemmdarstarf á fiskstofninum. að komast í síldarvinnu í landi, yfirgefa sjómennirnir bátana. Skrifstofa Fiskimannadeildar norska sjómannasambandsins í Björgvin hefur lýst því yfir, að sjómönnunum, sem hafa yfir- gefið skip sín á vertíðinni, beri skylda til þess að vera á þeim ráðningartímann á enda, eða út vertíðina. Hægt sé að þvinga þá til þess að fara aftur á bát- ana, og þeir mundu ekki fá neina aðstoð frá sjómannasam- bandinu, ef til misklíðar kæmi. Togarar selja erlendís ÞRÍR togarar seldu afla sinn er- lendis á fimmtudag. Úranus seldi í Cuxhaven 199 tonn fyrir 92.000 mörk. Aflinn var af heima miðum, aðallega karfi. ÞorkeU máni seldi í Hull 180 tonn fyrir 13.984 sterlingspund, og Geir seldi í Grimsby 187 tonn fyrir 13.164 sterlingspund. Afli þeixxa fékkst fyrir norðan land og er að miklu leyti þorskur. Akranesbátar fara aftur austur AKRANESI, 29. ágúst: — Síldar- bátarnir héðan, sem komnir voru suður, eru nú aftur að fara austur á miðin fyrir Austur- landi. Vélbáturinn Sigrún fór í gær, Haraldur í morgun og Höfrungur II fer í kvöld. Kolmunni er sagður kominn í síldina við Vestmannaeyjar. Vestur-þýzkir skátar á Akranesi AKFANESI, 29. ágúst: — Hing- að komu í gær 22 vestur-þýzkir skátar. Höfðu þeir eins sólar- hrings viðdvöl hér. Eru þeir að enda sumarfrí sitt, komu frá ísa- firði og fóru héðan til Reykja- víkur. — Oddur. LjóS Steins Steinars í dnnskri útgáfu FORSTÖÐUMENN Gylden- dals útgáfunnar í Kaupmanna höfn skýrðu frá því nú í vik- unni að meðal haustbóka for Iagsins væri „Rejse uden mál“ (Ferð án fyrirheits), mjög fullkomið safn af ljóð- um Steins Steinars í þýðingu Poul M. Pedersen. Einstaka ljóð Steins Stein- arrs hafa áður birzt á dönsku m. a. í bókinni „Fra hav til góð kynning á íslenzkri ljóð- jökel“, sem var safn islenzkra list. ljóða í þýðingu Poul Peder- Einnig hafa ljóð Steins sens. Bók þessi hlaut prýðis komið út á ný-norsku í þýð- móttökur í Danmörku, enda ingu ívars Orglands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.