Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 8
mohgunbladid r Fostudaffur 30. ágúst 1963 ^ & Aukin sundrung í „Sósíalistaf!okknum“ vegna baráttu fyrir stofnun nýs flokks Flokksþingið 1962 hafnaði kröfum um, að „Flo kkurinn'* yrði lagður niður og „flokkur“ stofu- aður. Hvað gerir flokksþingið á næsta ári? ÁSTÆÐUR þeirra, sem nú hvetja til flokksstofnunar upp úr „Alþýðubandalaginu", eru vafalaust nokkuð mii^munandi. Fyrir sumum vakir líklega fyrst og fremst umhyggjan fyrir per- sónulegu stjórnmálalegu öryggi, ekki sízt forystumönnum „Þjóð- varnarflokksins", sem nú geta hvergi fengið mann kjörinn á þing af eigin rammleik. /jðrir, t.d. Hannibal Valdimarsson, munu vera orðnir langþreyttir á hinum sífelldu erfiðleikum í sambúð hinna ýmsu aðila „Al- þýðubandalagsins" vegna hinjia alvarlegu annmarka á skipu- lagi þess og uppbyggingu. AS svo miklu leyti sem pólitískar ástaeður koma til, virðist við- horfið til Framsóknarflokksins þyngst á metunum. Margir eru þeirrar skoðunar, að stoínun nýs sósíalísks flokks geti orðið til þess að stöðva straum vinstri sinnaðara kjósenda til Fram- sóknarflokksins, enda eigi vinstra fylgi hans einkum rætur að rekja til óánægju meðal vinstri manna með „Sósíalistaflokkinn" og „Alþýðubandalagið". Þessir somu menn telja nauðsynina á þessu sérstaklega knýjandi nú, þar sem búast megi við því, að Framsóknarflokkurinn muni á þessu kjörtímabili reka mjög róttæka vinstri stefnu vegna veru sinnar utan ríkisstjórnar. Einn aðaltilgangurinn með stofn un hins nýja flokks er sá að búa í haginn fyrir enn nánara samstarf við Framsóknarflokk- inn, t.d. um ríkisstjórn, og marg ir gera sér m.a.s. vonir um, að Alþýðuflokkurinn yrði ekki frá- hverfur slíku samstarfi. -ár Andstaðan Andstaða Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Magnús- ar Kjartanssonar, Páls Berg- þórssonar og stuðningsmanna þeirra gegn aðild „Sósíalista- flokksins" að flokksstofnuninni á sér margvíslegar orsakir. Er hún m.a. eðlileg afleiðing þess, að þessum mönnum mun ekki hugaður mikill frami innan flokksins. Samvinnuna við „Þjóð varnarflokkinn" telja þeir of dýru verði keypta með því að sameinast honum i einum flokki, til þess hafi hann allt of lítið fylgi á bak við sig. Enda þótt þeir geri sér fyllilega grein fyr- ir því, að „Sósíalistaflokkurinn" hefur tapað fylgi frá kosning- unum árið 1959, urðu þeir fyr- ir vonbrigðum með það, hve lítið bandalagið við „Þjóð.varn- arflokkinn" í kosningunum í sumar megnaði að breiða yfir það, enda viðurkenndi „Þjóð- viljinn" í forystugrein eftir kosn ingarnar* að samvinnan við „Þjóðvarnarflokkinn" hefði „ekki skírskotað til kjósenda á þann hátt, sem til var ætlazt". Margir gera sér einnig vonir um, að hagur „Sósíalistaflokks- ins“ kunni að vænkast að nýju, ef spennan i alþjóðamálum fari minnkandi, en því er ekki að neita, að staðan í kalda stríði austurs og vesturs hverju sinni virðist hafa haft talsverð áhrif á fylgi flokksins. Enn er ótalin ein .veigamesta ástæðan til tregðu þessara manna til að leggja „Sósíalistaflokk- inn“ niður í sinni núverandi mynd og gerast aðilar að flokki, sem stofnaður væri á nokkru breiðari grundvelli, og hún á sér að nokkru leyti „fræðileg- ar“ rætur. Það hefur verið sí- fellt deiluefni innan „Sósíalista- flokksins“ í mörg ár, að hve miklu leyti flokkurinn eigi að taka upp samstarf við skyld öfl utan hans — eða sameinast þeim í einum flokki. Hefur þetta atriði reyndar valdið ágrein ingi meðal kommúnista um all- an heim. Afstaða rússneskra kommúnistaleiðtoga til slíkra „samfylkinga" hefur verið all- breytileg, en þeir hafa á síðari árum hvatt mjög til þeirra. Flestir forystuménn „Sósíalista- flokksins“ virðast hafa verið sammála um það, að flokknum sé nauðsynlegt að hafa sam- vinnu við skyld öfl utan hans að ákveðnu marki, en ætíð verði þó að yera tryggt, að slík „sam- fylkingarsamtök", sem þeir nefna svo, (þ.e. kosningabanda- lag á venjulegu máli), lúti for- ystu „Sósíalistaflokksins“, enda megi flokksmenn aldrei van- rækja flokkinn fyrir .„samfylk- íngarsamtökin". „Marxískur agi“ og „sósíalískt uppeldisstarf" eru í/5 þeirra áliti grundvallaratriði í flokksstarfinu og af þeim sök- uiji geti „samfylkingarsamtök- Siðari hluti in“ ald/ei komið í stað flokks- ins. Ýmsir telja, að þessa hafi ekki venð gætt sem skyldi á undanförnum árum, en þessu hefur einkum verið haldið fram af Brynjólfi Bjarnasyni og stuðn ingsmönnum hans innan „Sósíal- istafélagi Reykjavikur" og hin- um svokölluðu „einangrunar- sinnum" innan flokksins. Einar Olgeirsson hefur lýst viðhorfi Brynjólfs Bjarnasonar svo, að hann „óttist samfylkingarpóli- tíkina“, og hefur verið sammála Lúðvík Jósepssyni um það, að sjálfsagt sé fyrir flokkinn að beita sér fyrir sem víðtækastri samvinnu við skyld öfl, t.d. 1 sambandi við kosningar. Verður ekki séð, að sú skoðun hans sé í neinu breytt, þó að hann vilji ekki sameinast þessum öfl- um í einum flokki. Svo varkár- ir sem Brynjólfur Bjarnason og stuðningsmenn hans hafa verið í afstöðu sinni til víðtækrar sam fylkingar, þá hefur afstaða þeirra til stofnunar nýs flokks á grundvelli „samfylkingarsam- takanna'* verið enn neikvæðari Þeirri hugmynd hafa þeir verið algerlega andvígir. Kom ástæða þeirra allvel fram hjá Eggert Þorbjarnarsyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra „Sósíalista- flokksins" á flokksþinginu árið 1960, er hann kvaðst óttast, að hinn nýi flokkur vildi líka stofna „samfylkingarsamtök“, og þá væri „útþynningin orðin nokkuð mikil“. Á Hver er afstaða ungu mannanna? Innan „Æskulýðsfylkingarinn- ar“ hefur lengstum gætt efa- semda um gildi flokksstofnunar á grundvelli „Alþýðubandalags- ins“, einkum vegna ótta um, að stefna slíks flokks yrði ekki nægilega sósíalísk. Á 18. þingi ÆF árið 1959 voru skipulags- vandamál „Sósíalistaflokksins" og „Alþýðubandalagsins" til um- ræðu, og 1 ályktun, sem þing- ið gerði um þau efni, voru tvær leiðir taldar koma til greina til lausnar þeim vandamálum: „1) Að stofnaður verð nýr stjórnmálaflokkur, sem hafi inn- an vébanda sinna alla þá virku aðila, sem að Alþýðubandalag- inu standa. 2) Að fastara og skýrara formi en hingað til verði kom- ið á samstarf þeirra aðila, sem að Alþýðubandalagnu standa, án þess að til stofnunar nýs flokks komi, og öllum félögum Sósíal- istaflokksins verði gert fullljóst, að Alþýðubandalagið er fjölda- samtök, þar sem félagar okkar starfa, hafa forystuhlutverki að gegna og vinna m.a. að öflun nýrra meðlima í Sósíalistaflokk- inn. Jafnframt verði allt starf Sósíalistaflokksins aukið að mun, bæði fræðslustarf innan hans og utan og allt útbreiðslu- starf á hans vegum, þar sem flokkurinn komi fram sem sjálf- stæður aðili.“ Síðan segir í ályktuninni: „Þingið leggur áherzlu á, að fyrri leiðin verði því aðeins far- in, að örugg forysta sósialista sé fyllilega tryggð, hvergi sé hvikað frá marxískum grund- vallarsjónarmiðum og á engan hátt slakað á sósíalísku uppeldis starfi meðal íslenzkrar alþýðu". Á þessum tíma voru ítök Ein- ars Olgeirssonar innan „Æsku- lýðsfylkingarinnar" mjög sterk, en síðan hefur orðið þar mikil breyting. Áhrif Lúðvíks Jóseps- sonar hafa stóraukizt innan ÆF að undanförnu, og var t.d. for- maður ÆF, Gunnar Guttorms- son, einn af dyggustu s-tuðnings- mönnum hans á flokksþinginu á s.l. vetri og í átökunum inn- an flokksins í vor um samstarf- ið við „Þjóðvarnarflokkinn“. En innan ÆF verða vafalaust hörð átök, ef hugmyndin um stofnun hins nýja flokks kemst á það stig að verða rædd í flokksstofn- unum. -ár Sjónarmið Lúðvíks Það er sennilega meira háð afstöðu Lúðvíks Jósepssonar en nokkurs annars einstaks manns, hvort af stofnun hins nýja vinstri flokks verður. Lúðvík hefur lengi dreymt um flokk, sem byggðist á svipuðum öfl- um og þeim, sem stóðu að „Al- þýðubandalaginu" við síðustu kosningar, en forsenda hans virð ist til þessa hafa verið sú, að „Sósialistaflokkurinn" stæði að honum óskiptur og myndaði kjarna hans. Sú slæma með- ferð, sem hann telur sig hafa þolað af hendi Eipars Olgeirs- sonar og annarra andstæðinga sinna innan „Sósíalistaflokks- ins“ og persónuleg óvild hans í garð þessara manna, mun þó hafa stuðlað að því, að nann leggur nú ekki eins mikla áherzlu á það og áður, að „Sósíalistaflokkurinn" í heild standi að hinum nýja flokki. Hvatamenn flokksstofnunarinn ar telja sig sjá a.m.k. eina bjarta hlið á því, að „Sósíalistaflokk- urinn“ starfaði áfram eftir stofn un nýja flokksins. Telja þeir, að „Sósíalistaflokkurinn" mundi leitast við að reka enn róttæk- ari stefnu en nýi flokkurinn, sem setja mundi nokkurn mið- flokkasvip á hann út á við og gera honum auðveldara að laða til sín Alþýðuflokks- og fram- sóknarmenn lengst til vinstri. Þetta er möguleiki, sem forystu- menn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins gera sér grein fyrir — og einkum framsókn- armönnum stendur nokkur stuggur af. Lúðvík Jósepsson hefur aldrei sýnt pólitískt hugrekki, heldur hefur hann þvert á móti haft ríka tilhneigingu til að velja breiða veginn. Sem núverandi krónprins í „Sósíalistaflokkn- um“ telur Lúðvík sig vafalaust — og með réttu — hafa mjög mikla möguleika til að hljóta kosningu sem formaður flokks- ins, þegar Einar Olgeirsson læt- ur af formennsku. Þessi von freistar Lúðvíks sjálfsagt til að bíða átekta. Enginn vafi er á því, að hann kysi helzt að geta lagt allan „Sósíalistaflokkinn" með sér í hinn nýja flokk — eða a.m.k. meginhluta hans — enda mundi það styrkja mjög valda- aðstöðu hans innan flokksins. Enda þótt andstaðan innan „Sósíalistaflokksins" gegn sam- runa hans við skyld öfl til mynd unar nýs flokks sé sennilega ekki eins almenn nú og oftast áður — og meira bundin við Reykjavík — virðast líkurnar þó heldur gegn því, að flokks- þing fengist til að samþykkja tillögu í þessa átt enn sem kom- ið er. Sem formaður flokksins hefði Lúðvík Jósefsson hins veg- ar sterkari aðstöðu til að fá sam- þykki flokksþings fyrir sam- einingu heldur en hann hefur nú. Ekki kæmi á óvart, þó að Lúðvík léti gerðir sínar einnig mótast nokkuð af tilhugsuninni um, að heimamundur hans yrði vafalaust næsta rýr, ef hann segði skilið við flokkinn, eign- irnar yrðu allar eftir í höndum andstæðinga hans. Augljóst virðist, að mikill hluti — jafnvel meirihlutinn — af fylgi „Alþýðubandalags- ins“ í Reykjavík, sem er nær 47% af heildarfylgi þess, mundi fylgja Einari Olgeirssyni, Magn úsi Kjartanssyni, Brynjólfi Bjarnasyni og samstarfsmönn- um þeirra, og framboð af hálfu „Sósíalistaflokksins“ gæti dreg- ið talsvert atkvæðamagn frá hin um nýja flokki einnig í öðrum kjördæmum, þó að í minna mæli væri en í Reykjavík. Gæti þann ig vel farið svo, að átökum þessara tveggja flokka lyktaði með því, að hvorugur hlyti þing- fylgi í samræmi við atkvæða- magn sitt. Öll þessi óvissa er Lúðvík vafalaust hvatning til varfærni. Afstaða Lúðvíks Jósepssonar í þeim átökum, sem áður hafa orðið innan „Sósíalistaflokksins1* um það, hvort hann skuli ganga inn í nýjan vinstri flokk, kann að gefa nokkra vísbendingu um hugrenningar hans nú. Haustið 1956 samþykkti flokks stjórn „Sósíalistaflokksins" að fram skyldi íara athugun á því, hvort unnt væri að „mynda einn marxískan flokk með flokksaga upp úr Alþýðubanda- laginu". Beitti Lúðvík sér mjög fyrir þessu fyrst í stað. En svo sterk andstaða magnaðist gegn þessum tilraunum innan „Sósíal- istaflokksins“ jafnvel áður en viðræður hófust í nokkurri al- vöru, að einsýnt var, að eining næðist aldrei innan hans ura slíka flokksstofnun. Lét Lúðvík þá af viðleitni sinni til að sam- eina aðila „Alþýðubandalagsins** í einum flokki. Á flokksþingi „Sósíalistaflokksins" vorið 1960 Framh. á bU. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.