Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
r
Fostudagur 30. ágúst 1963
Barngóð og áreiðanleg kona
öskast strax
að Hraunteigi 13 til að hugsa um lítið heimili frá
kl. 8% — 5. Gott kaup. Frí um hátíðar á fullu kaupi.
Upplýsingar í sima 37260.
3 herb. íbúðir
til sölu við Ljósheima. Tilbúnar undir tréverk.
Tvöfalt gler, lyfta og öll sameign fullkláruð.
MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14, símar 22870 og 17994.
Utan skrifstofutíma 35455.
ESAB
rafsuðuþráður
jafnan fyrirliggjandi
í miklu úrvali.
Verðið hagstætt.
HÉDINM
vélaverzlun.
Maðurinn minn og faðir okkar
KRISTJÁN STEFÁNSSON
andaðist að heimili sínu Bogahlíð 15 28. þ. m. Jarðar-
förin ákveðin síðar.
Sigurlaug Magnúsdóttir, böm og tengdabörn.
Sonur minn ,
MAGNÚS MÁSSON
Kaplaskjólsvegi 2,
lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 28. ágúst.
Guðrún Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur.
Það tilkynnist að eiginmaður minn
JÓN ARASON
lézt að heimili sínu Suðurlandsbraut 95E miðviku-
daginn 28/8. Jarðarförin ákveðin síðar.
Rannveig Einarsdóttir.
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim fjær og
nær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför t
KRISTJÁNS ÞORVALDSSONAR
Strandgötu 13, Akureyri.
Sigurlína Jakobsdóttir,
Þórir Kristjánsson,
Davíð Þ. Kristjánsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur
samúð við fráfall og jarðarför móður okkar, tengda-
móður og ömmu
AMALÍU RÖGNVALDSDÓTTUR
frá Uppsölum.
Sérstaklega viljum við þakka öllum, sem sýndu henni
umönnun og hlýiu í veikindum hennar í Sjúkrahúsi
ísafjarðar.
Hrefna Samúelsdóttir Tynes,
Elísabet Samúelsdóttir, Hulda Samúelsdóttir,
Kristín Samúelsdóttir, Kristjana Samúelsdóttir,
Samúel J. Samúelsson, Guðm. L. Samúelsson,
tengdabörn og barnabörn.
Öllum sem sýndu xnér samúð við andlát og jarðarför
einkasonar míns
JÓHANNS BERNHAM)
votta ég beztu þakkir.
Guðný Jakobsdóttir.
náði tillagan ekki fram að
ganga.
A næstu mánuðum mun Lúð-
vik Jósepsson kanna styrk sinn
innan „Sósialistaflokksins“ og
bíða átekta þar til það hefur
skýrzt betur hvern hljómgrunn
hugmyndin um stofnun nýs
flokks faer meðal óbreyttra fylg-
ismanna „Sósíalistaflokksins".
Það er ekki ósennilegt, að hann
hyggist þreifa fyrir sér á flokks-
stjórnarfundi, sem halda á í
haust. Má yfirleitt reikna með,
að meiri hreyfing komist á mál-
in með haustinu.
■ár „Norðlenzkir sósialistar
vilja NÝJAN FLOKK“
Auðséð er, að Lúðvik Jóseps-
son og samstarfsmenn hans í
„Sósíalistaflokknum“ hafa hafið
nýja sókn í baráttunni fyrir
Ráðskona
og starfsstúlka óskást til starfa við heimavist mið-
skóla Stykkishólms í vetur. Umsóknir sendist til
formanns skólanefndar Ásgeirs Ágústssonar, Stykk
ishólmi fyrir 12. september 1963.
Skólanefnd Stykkishólmshrepps.
Laxveiðimenn
3 stangardagar í Laxá í Leirársveit, 31. ágúst,
1. og 2. sept. eru til leigu af sérstökum ástæðum.
Upplýsingar í síma 16982.
ATVINNA
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sælgætisverzlun
nú þegar eða sem fyrst. Vaktavinna. Upplýsingar
veittar á skrifstofunni í daga og til hádegis á
morgun.
Bifreiðastöð íslands
Veggflísar 10x10 em.
og tilheyrandi lím og fugusement
nýkomið.
Bygqingavöruverzlun Kópavogs
Kársnesbraut 2 — Sími 23729.
Lopapeysur
Tek á móti heilum lopapeysum karla þessa viku
frá kl. 4—7 síðdegis. Staðgreiðsla.
G. AGNAR ÁSGEIRSSON
Austurstræti 14 3. hæð sími 24652.
Múrari óskast
Duglegur múrari óskast strax í 6—8 mánaða verk.
Má vera réttindalaus. Lysthafendur sendi uppl. á
afgr. Mbl. fyrir 3. sept. n.k. merkt: „Mikil vinna
— 5092“.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa, einnig kona í eldhús.
Matstofa Austurbæjar
Laugavegi 116.
— Aukin sundrung
Framh. af bls. 8
kom þó greinilega í ljós, að
hann telur flokksstofnunina
æskilega, en þá sagði Lúðvík
m.a.:
„Eigum við í Sósíalistaflokkn-
um“ sem erum 90%, að vera
hræddir við þá aðila, 10%, sem
kæmu til með að sameinast okk-
ur?“
Á flokksþinginu haustið 1962
bar einn af nánustu samstarfs-
mönnum Lúðvíks, Karl Guð-
jónsson, fram tillögu um sam-
einingu þeirra aðila, sem að
„Alþýðubandalaginu“ standa, í
einum flokki, og naut að sjálf-
sögðu stuðnings Lúðvíks. En
andstaðan gegn hugmyndinni
reyndist sízt minni en áður. oe
nýjum flokki á grundvelli „Al-
þýðubandalagsins1, þrátt fyrir
mótbyr hingað til, og óvíst er,
hvort þeir leggja nú eins mikla
áherzlu á einhuga samstöðu
„Sósíalistaflokksins" um hann og
þeir hafa áður gert. í „Verka-
manninum" á Akureyri, sem gef
inn er út af „Sósíalistafélagi
Akureyrar" og Fulltrúarráði „A1
þýðubandalagsins" í Norður-
landskjördæmi eystra, og túlk-
ar skoðanir Björns Jónssonar,
alþingismanns, eins bandamanns
Lúðvíks Jósepssonar, birtust
skömmu eftir kosningar ýmis
ummæli, er sýna, að þriðja lot-
an er byrjuð. Ritstjóri blaðsins,
Þorsteinn Jónatansson, kemst
þar m.a. svo að orði:
„En nú er hins vegar svo
komið, að ekki getur lengur
beðið, að Alþýðubandalagsmenn
allir byggi upp heilsteypptan
flokk á fyllilega lýðræðislegum
grundvelli, flokk, þar sem
vinstri menn geti sameinazt og
samstillt krafta sína til bar-
áttu fyr^r hugsjónum sínum og
hagsmunamálum alþýðunnar i
landinu. Að þessu verkefni ber
að snúa sér nú þegar“. (Letur-
breyt. hér).
Formaður „Sósíalistafélags
Akureyrar", Ingólfur Arnason,
virðist svipaðrar skoðunar, þó
að hann taki ekki eins sterkt
til orða, en hann sagði m.a.:
„Verkefnin, sem bíða okkar
nú, eru að koma bættu skipu-
lagi á hin stjórnmálalegu sam-
tök okkar, svo (að) þau verði
algjörlega virk, hefja svo sókn
að nýju“.
Málgagn „Þjóðvarnarflokks-
ins“ tók þessum yfirlýsingum
með miklum fögnuði og birti þær
undir fyrirsögninni: „Norðlenzk
ir sósíalistar vilja / NÝJAN
FLOKK“. Túlkaði blaðið um-
mæli norðanmanna á þessa leið:
„Verður ekki annað skilið en
þeir vilji, að Sósíalistaflokkur-
inn verði lagður niður og stofn
uð ný stjórnmálasamtök, sem
vinstri menn geti sameinazt í“.
Er blaðið hafði birt ummælin
sagði það:
„Frjáls þjóð fagnar því, að
norðanmenn horfast af einurð
og karlmennsku í augu við veru
leikann og eru reiðubúnir til
að taka á vandamálunum. Sá
vilji er víðar fyrir hendi og
verður að birtast í verki fyrr
en síðar“.
-ár Lúðvík fær aðvörun
Síðan „þjóðvarnarmenn" fengu
þessa hvatningu norðan úr landi
hefur ekki linnt áróðrinum í
málgagni þeirra fyrir stofnun
nýs vinstri flokks. Hafa þeir
gengið svo langt, að formaður
„Sósíalistafélags Reykjavíkur",
Páll Bergþórsson, hefur séð sér
færi á að hefja gagnsókn. Er
ljóst af þeim tveim greinum,
sem hann hefur ritað til að
svara „þjóðvarnarmönnum", að
forysta „Sósíalistaflokksins" hér
i Reykjavík er lítt hrifin af
áróðrinum fyrir því, að „Sósíal-
istaflokkurinn“ verði klofinn, en
stendur hins vegar af honum
talsverður stuggur.
Enda þótt skrif Páls Bergþórs-
sonar séu á yfirborðinu svar
til „þjóðvarnarmanna14, leynir
sér ekki, að þau eiga einnig
að vera flokksmönnum „Sósíal-
istaflokksins" til viðvörunar,
ekki sízt Lúðvík Jósepssyni og
samstarfsmönnum hans, enda
kallar hann áróður „þjóðvarn-
armanna" „ósvífna tilraun til að
efna til sundrungar hjá sósía-
listum“. Slikt dulmál virðist nú
mjög í tízku í deilum kommún-
ista, svo sem mátt hefir sjá 1
deilu Rússa og Kínverja, *em til
skamms tíma helltu úr skálum
reiði sinnar yfir Júgóslava og
Albani, þegar þeir beindu skeyt-
um sínum hvor að öðrum. Nú
er spurningin aðeins sú, hvort
eða hvenær komi til þess, að þeir
Einar Oigeirsson og Lúðvík
Jósepsson ráðist beint hvor á
annan opinberlega í stað þess
að blása í málpípur sínar, Pál
Bergþórsson og „Frjálsa þjóð“.