Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID t Fostudagur 30. ágúst 1963 KVENM ANNSLEYSl hriáir Grænlandsdani í FYRrInÓTT lagðist að Ingólfsgarði í Reykjavíkur- höfn danskt skip, Argus, greiniUga komið til ára sinna, en þó hreinlegt og ásjálegt, Argus er eign dönsku vita- málastjóruarinnar og hefur að undanförnu siglt milli ýmássa hafna á Grænlandi. Blaðamaður og Ijósmyndari Mbl. brugðu uér í gærdag um borð í skipið og hittu að máli skipstjórann, L. Jacobsen. — Hvert er erindi yðar til Reykjavíkur? — Við komum hingað með 9 farþega frá Grænlandi, þeirra á meðal vitamálastjóra Danmerkur, forstöðumann tæknideildar vitamálastjórn- arinnar og einn af yfirmönn- um varnarmálaráðuneytisins. Þeir fara flugleiðis heim til Danmerkur í fyrramáLð, en þá höldum við aftur til Græn- lands. Vera má, að við kom- um til Reykjavíkur einu sinni eða tvisvar aftur í sumar. — Er Argus gott skip? — Já, ágætt. Hann er að •vísu gamall, en vel ern. Hann var smíðaður 1925, og var í fyrstu gufuknúinn, en nú hef- ur verið sett í hann dieseWél. „Þetta er fyrsta ferðin mín á skipinu. Argus er stærsta og elzta skip vitamálastjórnarinnar, en flotinn er alls 6 skip. — Hve margir eru í áhöfn Argusar? — 23 alls, en skipsmenn eru allir í kynnisferð um Reykja- vík og nágrenni. Ég ætla að fara í land á eftir og svipast um, því ég hef ekki komið hér áður. Hins vegar hafði ég kom ið til Grænlands áður. Var það á kútter, sem vitamálastjórn- in á. — Eru ekki landar ykkar á Grænlandi fegnir að sjá ykkur? — Jú, til lóranstöðvanna þriggja á Austurströndinni, þangað sem við förum nú, koma ekki nema 2 til 3 skip á ári. Mennirnir eru 18—20 á hverjum stað og engin byggð í nánd. Þarna verða þeir að dúsa aðþrengdir af heimþrá og kvenmannsleysi í heilt ár. Hins vegar geta þeir sparað saman álitlega fjárhæð á þessu tímabili. Gerast útlag- arnir glaðir mjög og fjöl- þreifnir til kvenna, þegar til Kaupmannahafnar kemur eft- ir Grænlandsvistina. — Hvað hefur Argus fyrir stafni á veturna? — Þá eru öll vitaskipin í Piatgorsky - mótið Reshevsky og Friðrik í vígamóð KERES náði tvöföldum vinningi gegn tveimur keppinautum sín- um, Friðrik og Benkö. Petrosjan einnig gegn Benkö, en aftur á móti felldi Reshevsky Keres í bæði skiptin. Eru þannig á fjór- um stöðum á töflunni tveir heilir annars vegar en tvö núll hins " vegar. Á fjórtán stöðum gefur að líta úrslitin iy2 (gegn %), og eru þau tíðust hjá Friðrik og Najdorf. Friðrik hefur IV2 gegn Najdorf, Reshevsky og Gligoric, en Najdorf gegn Keres, Res- hevsky og Panno. Á tuttugu stöð- um deila keppinautarnir að jöfnu með sér vinningum, 1 :1. Slíkt lét Petrosjan duga gegn fimm mótherjum. Hann hafði yfirhönd ina gegn tveim neðstu mönnum einungis, og það nægði til sig- urs. Hann tefldi þess vegna jafn- ast allra á mótinu, tapaði aðeins einni skák (gegn Gligoric í 2. um ferð) en vann fjórum sinnum. _ Tuttugasta og þriðja skák Ensk byrjun. Hv.: Reshevsky. Sv.: Keres Hér kemur fyrri vinningsskák Reshevskys gegn Keres. Res- hevsky fékk snemma aðeins betra, en mjótt var það á mun- unum. Svo nær hann að eignast frípeð í 17. leik, og þótt það sé ekki borið til drottningartignar, verður það þess valdandi, að Ker- es fær har.a lítið svigrúm fyrir Irotiningu sína jg hróka. Res- hevsky sér hag í drottningarkaup um, vinnur síðan tvö peð og skák ina þar á ofan. HVÍTT SVART 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. ff3 c6 4. Rf3 e4 5. Rd4 d5 6. cxd Db6 7. Rb3 cxd 8. Bg2 Bf5 9. d3 Bb4 10. 0—0 BxR 11. CxB 0—0 12. Be3 Dc7 13. Hcl Rc6 14. c4 Had8 15. Rd4 RxR 16. BxR exd 17. cxd Dd7 18. BxR dxe 19. Dxe gxB 20. Db2 Kg7 21. Dd4 Bh3 22. Hfdl BxB 23. KxB atí 24. d6 Hc8 25. Dd5 Hc6 26. HxH bxH 27. Da5 Ha8 28. Hd4 IIa7 29. Dh5 De6 30. Dg4t DxD 31. HxDt Kf8 32. Hc4 Ke8 33. Hxc . Ha8 34. a4 mS 35. Hb6 Hc8 36. d7t Kxd 37. Hxf Ke7 38. Hf5 Ha8 39. Hh5 Ke6 40. Hxh Hb8 41. Hh5 gefið. Tuttugasta og f jórða skák Sikileyjarvörn Hv.: Friðrik. Sv.: Benkö Þetta var í þriðja sinn sem Sikileyjarvörn var beitt á þessu móti en jafnframt hið síðasta, og er næsta athyglisvert, hve stór- meistarar eru farnir að draga hana við sig. Fyrri skákirnar tvær enduðu sem jafntefli, en þessi tapaðist á svart, svo að ekki þykir líklega eftir miklu að slægjast af svarts hálfu. Þótt skákin endist nær 60 leiki, má segja að Friðrik hafi náð vinningsstöðunni á bilinu 13.— 19. leik, er hann opnaði f-línuna, langhrókaði og kom í veg fyrir hrókun hjá Benkö, og sprengdi síðan upp kóngshliðina. Var þá farið að horfa heldur óbjörgu- lega fyrir Benkö, þótt hann seigl- aðist vonum framar, jafnvel eftir að hann tapaði peði í 40. leik. En Friðrik lét aldrei bilbug á sér finna, heldur leiddi skákina til sigurs fyrir sig, af festu og ör- yggi- Hér kemur svo skákin með skýringum Inga p,sJóhannssonar. 1. e4 c5 2. Rf3 Rctí Jacobsen skipstjóri um borð í ArgusL eftirlitsferðum á heimaslóð- um. — Var ekki erfitt um vik í vetur, vegna íssiiis? — Jú, það gekk oft brösótt. Ég var svo heppinn, að mitt skip varð innlyksa í Kaup- mannahöfn í 2 mánuði. Var ekkert hægt að aðhafast og var ég í makindum heima hjá konu minni og dóttur. Nú dregur Jacobsen skip- stjóri upp úr pússi sínu tvær „fígúrur“ smíðaðar úr rost- ungstönn. — Þessa gripi keypti ég af innfæddum á Grænlandi. Þeir eru talsvert góðir í reikningi þár. Smiðurinn sagði að ann- ar ætti að kosta 28 danskar krónur og hinn 35. Þegar ég greiddi með 100 króna seðli, spurði hann hvort hann mætti ekki eiga 5 krónurnar, sem af gengju, stakk seðlinum_ í vasa sinn og gekk burtu. Ég hafði svo gaman af kauða, að ég var ekkert *3 leiðrétta hann. Nú kveðjum við Jacobsen og klifri'on i land. 3. d<> cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. Be3 a6 7. a3 Rf6 8. Be2 Bd6 9. Dd2 Rxd4 10. Bxd4 Bf4 11. Dd3 e5 12. Be3 Bxe3 13. fxe3 Fram að þessu hefur skákin teflzt eins og skák þeirra Keres—Tal í Curacao 1962. Keres lék 13. Dxe3, en tókst ekki að ná stöðuyfirburð um, þó telja megi víst að hvítur geti náð léttum stöðuyfirburðum. Keres hefur bent á leið þá er Friðrik fór, sem bezta möguleik- ann til sóknar fyrir hvítan. 13. — d6 Hvers vegna ekki 13. — b5 ásamt Bb7? Eftir O—O er svartur far- inn að ógna með d5. 14. O—O—O Ke7 15. g4 htí Ekki 15. . — Bxg4. 16. Bxg4, Rxg4? 17. Rd5f 16. h4 Be6 17. g5 hxg5 18. hxg5 Rd7 19. g6 Hxhl 20. Hxhl Rf6 Ekki 20. — f6? 21. Rd5f, Bxe6. 22. Dxd5, Hf8. 23. Hh7. 21. gxf7 Hf8 22. b3 Hvíta staðan er greinilega betri, en þó er ekki hægt að hefja beina kóngssókn og því notar hvítur tækifærið og eykur yfirráð sín drottningarmegin. 22. — Hc8 23. Kb2 Bxf7 24. Hgl g6 25. Bg4 Hh8 26. Rd5! Bxd5 27. exdS e4 Friðrik hefur aukið stöðuyfir- burði sína mjög mikið með síð- ustu leikjum sínum. Síðasti leik- ur svarts er þvingaður, ef hann vill halda peðinu á g6. Nú opnast hættulegar línur fyrir hvítu drottninguna. 28. Dd2 Kf8 29. Be6 Hhtí 30. Dd4 Kg7 31. Hfl g5 Óhjákvæmileg veiking. Ef 31. — De7. 32. Hf4! og e4 fellur. 32. Hgl Hh5 33. Bf5 De7 34. Bg4 Hh4 35. Be6 Hér eru keppendur sennilega I tímaeklu. 35. — Kg6 36. Dc3 Dg7 37. Kbl Hh2 38. Dc8 Hf2 39. Dd8 Dh7 40. Dxd6 Dh2 Hvítur hefur greinilega unna stöðu, en Benkö reynir að þrauka til hins ýtrasta. 41. Dxh2 Hxh2 42. Hdl g4 43. d6 Hh8 44. Kb2 Kg5 45. Kc3 Hd8 46. d7 g3 47. Kd2 Rg4 48. Ke2 Rf2 49. Hd5 Kh4 50. Kfl Rh3 51. Kg2 Rg5 52. Bf5 Rf3 53. Bxe4 Relt 54. Kfl g2t 55. Bxg2 Rxc2 56. Kf2 Rxa3 57. Bf3 gefið Mátnetið er nú ofið um svarta kónginn, og engin vörn lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.