Morgunblaðið - 04.10.1963, Side 12

Morgunblaðið - 04.10.1963, Side 12
12 MORCUN BLAÐIÐ Föstudagur 4. okt. 1963. Crtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. FLOKKUR A FLÆÐISKERI I7ramsóknarflokkurinn er í * dag staddur á flæðiskeri. Hann rauf stjórnarsamvinn- una við Sjálfstæðisflokkinn vorið 1956 til þess að taka kommúnista með sér í vinstri stjórn. Sú ríkisstjórn átti að leysa öll vandamál í samráði við „vinnustéttirnar" og verkalýðssamtökin, stöðva verðbólguna og stuðla að upp byggingu og framför í þjóðfé- laginu. En allir muna hvernig þetta tókst. Vinstri stjórnin gafst upp á miðju kjörtíma- bili. Hermann Jónasson stökk fyrir borð af stjórnarskút- unni og lýsti því yfir að innan vinstri stjórnarinnar væri ekki samstaða um nokkurt úrræði til þess að ráða fram úr þeim vandræðum og öng- þveiti, sem ræfildómur stjórn arinnar hafði leitt yfir þjóð- ina. Þetta er í örfáum dráttum sorgarsaga vinstri stjórnar- innar sálugu. Síðan hún rofn- aði hefur Framsóknarflokk- urinn engan bandamann átt í íslenzkum stjórnmálum, nema hinn Moskvustýrða kommúnistaflokk. Leiðtogar Framsókifermanna hafa reynt að efla kommúnista með öll- um hugsanlegum ráðum. Þeir hafa stutt þá til valda innan heildarsamtaka verkalýðsins, og einstakra verkalýðsfélaga, þeir hafa kosið þá í trúnaðar- stöður á Alþingi og haft við þá nána samvinnu í stríðinu gegn jafnvægi íslenzkra efna- hagsmála. Stjórnmálaflokkur sem ber slíkar syndir á bakinu er vissu lega á flæðiskeri staddur. Framsóknarflokkurinn er í dag jafn gersamlega úrræða- laus og hann var þegar hann hafði forystu í vinstri stjórn- inni. Hann skammar Viðreisn arstjórnina fyrir ráðstafanir hennar, sem kornu í veg fyrir það hrun, sem við blasti þeg- ar vinstri stjórnin gafst upp. Hann hefur barizt ofstækis- fullri baráttu gegn hvers kon- ar viðleitni núverandi ríkis- stjórnar til þess að treysta grundvöll efnahagslífsins og tryggja framtíð þjóðarinnar. í öllum málflutningi Fram- sóknarmanna síðastliðin 5 ár örlar hvergi á sjálfstæðri til- raun til þess að marka ábyrga stefnu gagnvart vandamálum þjóðfélagsins. Leiðtogar Fram sóknarflokksins hafa látið við það eitt sitja að hamast gegn öllu sem Viðreisnarstjórnin hefur gert. ÁRANGUR NIÐURRIFS- IÐJUNNAR ¥ Tm það blandast engum hug ^ ur að Viðreisnarstjórnin náði því höfuðtakmarki með efnahagsmálaráðstöfun- um sínum að bægja frá hruni því, sem við blasti þegar vinstri stjórnin skildi við. Hún náði jafnvægi í íslenzk- um efnahagsmálurn, sem hafði í för með sér stórbætta gjaldeyrisaðstöðu, aukið láns traust þjóðarinnar, stóraukna framleiðslu og einstæða vel- megun alls almennings. Sú staðreynd verður því miður ekki sniðgengin að nið- urrifsiðjan sem stjórnarand- stæðingar, Framsóknarmenn og kommúnistar, hafa fyrst og fremst staðið fyrir, hefur borið uggvæglegan mikinn ár angur. Nýtt kapphlaup hefur verið hafið milli kaupgjalds og verðlags. Af því hefur leitt vaxandi dýrtíð. Gagnvart þessum vanda stendur nú þing og þjóð. Viðreisnarstjórn. in mun að sjálfsögðu ráðast gegn honum af kjarki og I manndómi, segja þjóðinni sannleikann um ástandið eins og hún gerði þegar hún tók við gjaldþrotabúi vinstri stjórnarinnar. — íslendingar skildu þá að nauðsyn bar til þeirra ráðstafana, sem gerðar voru og þeir munu á sama hátt styðja Viðreisnarstjórn- ina, sem þeir nýlega hafa vottað öruggt traust í almenn um alþingiskosningum, til þess að ráða fram úr vandan- um. SINFÖNÍU- HLJÓMSVEITIN CJinfóníuhljómsveitin er nu ^ að hefja vetrarstarfsemi sína. Fyrstu almennu tónleik- ar hennar hér í Reykjavík verða um miðja næstu viku. Hljómsveitin hefur þegar haldið nokkra hljómleika ut- an borgarinnar við ágætar undirtektir. Er vissulega mjög vel farið að hljómsveit in ferðist um landið og gefi almenningi þar kost á að njóta góðrar hljómlistar. Viðfangsefni hljómsveitar- innar á komandi vetri verða hin fjölbreyttustu. Hún mun flytja verk eftir erlend og innlend tónskáld og leggja ttTA N ÖR HE :IMI Saratta Kínverja og Rússa um Sinkiang KÍNVERJAR og Rússar hafa um langt skeið deilt um Sinkiang, víðáttumikið og auðugt landamærahérað, þótt fáar sögur hafi farið af þeirri baráttu fyrr en allra síðustu vikur. Yfirhtsgrein sú um þetta efni, sem hér fer á eftir er tekin saman hjá China Reporting Service í Hong Kong af Bertram Jones, blaðamanni, sem lengi hefir ritað um kínversk málefni, fyrir ýmis brezk blöð. HONG KONG — CRS — Þótt leynt hafi farið, hefir lengi ver- ið grunnt á því góða milli kín- verskra kommúnista og Sovét- stjórnarinnar, vegna víðáttumik- ils og auðugs landflæmis í Mið- Asíu, sem báðir aðilar sækjast eftir — Sinkiang héraðs — en nú eru þessar deilur komnar upp á yfirborðið, svo að enginn þarf að efast lengur. Stjórnin í Peking hefir meðal annars sakað Sovétstjórnina um — svo að ekki sé meira sagt — óviðurkvæmilega afskipta- semi af málefnum héraðs þessa, og þegar betur er að gáð, verð- ur ljóst, að þetta landflæmi hef- ir um langan aldur verið vett- vangur reipdráttar þessara aðila á sviði efnahags- og stjórnmála. Undanfarin tvö ár hefir hvað eftir annað spurzt hingað og víðar, að komið hafi til upp- reisna og átaka á sléttunum í Sinkiang, en skort hefir stað- festingu á slíkum fregnum þar til fyrir skemmstu. Reynt að velta Kínverjum úr sessi. Snemma í september bar út- varpið í Peking það á Rússa með mikilli gremju, að þeir hefðu gert tilraun til að steypa Kínverjum úr valdastóli í Ili, sem er ein aðalborgin í sam- nefndum hluta Sinkangs. Sagt var í opinberri tilkynningu kín- verska kommúnistaflokksins, að í apríl og maí 1962 hefðu Sovét- ríkin beitt „stofnunum og starfs liði“ sínu í Sinkiang til alls kon- ar undirróðursstarfa, og „hvatt og þvingað tugþúsundir Kín- vaxandi áherzlu á að kynna ís lenzka hljómlist. Það er ánægjulegt að að- sókn að hljómleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar hefur farið mjög vaxandi síðustu árin. Almenningur í landinu sýnir þannig aukinn áhuga á sígildri tónlist. Er það vissu- lega vel farið og ber vott um að tónlistarsmekkur lands- manna sé að þroskast. Sin- fóníuhljómsveitin er merki- leg menningarstofnun. Hún er einn þeirra frjóanga, sem ber vott þess gróanda, sem nú rlkir í íslenzku lista- og menningarlífi. verja" til að fara yfir landa- mærin og inn í Sovétríkin. Útvarpið í Peking bætti því við, að þrátt fyrir kröfur Kín- verja hefðu Sovétríkin neitað að senda þessa „kínversku borgara“ heim og borið við „mannúðar- ástæðum". Þessi siðasta kvörtun kann að vera raunverulega ástæðan fyr- ir því, að Pekingstjórnin hefir hug á að vekja athygli á þessu máli um þessar mundir. Aðeins viku áður birtist í heimsblöð- unum frétt frá Moskvu, sem* sögð var höfð eftir „öruggum sovézkum heimildum“, er stað- festu mikla flutninga flótta- manna frá Kína til Mið-Asíu. Sagt var, að „þúsundir Kínverja, sem voru mjög illa haldnir“ hefðu komið til Tadzakistan, Kirgizíu og Kazakstan frá Sin- kiang. Matvælaflutningum var mótmælt í báðum þessum fréttum var getið atviks, sem flóttamaður frá Sinkiang sagði frá á síðasta ári, en hann skýrði svo frá, að Uigurar, Uzbekar og Kazakar, en allir þessir kynþættir eru múhameðstrúar, hafi mótmælt því sumarið 1962, að matvæli væru flutt frá Sinkiang til Kína. Samkvæmt frásögr þessari skutu kínverskir hermenn á mótmæla- göngu þá, sem farin var í þessu sambandi, og biðu 12 manns bana. Daginn eftir söfnuðust múhameðstrúarmennirnir hins vegar saman á ný, fóru mótmæla göngu til ræðismannsskrifstofu Rússa í Ili (sem einnig kallast Kuldja) og kröfðust vopna til að „stökkva Kínverjum úr landi.“ Sovétræðismaðurinn neitaði að veita mönnum umbeðna að- stoð og réð múhameðstrúar- mönnum til að veita kínversk- um yfirvöldum landsins stuðn- ing sinn. Samtök þessi voru síð- an lögð niður, að því er heim- ildarmaðurinn sagði. En þótt sovézki ræðismaðurinn hefði neitað um vopn til baráttu gegn Kínverjum, lokuðu þeir skömmu síðar ræðismannsskrifstofum sovétstjórnarinnar í Kuldja og Urumchi, án þess að gefa nein- ar skýringar á þeim ráðstöfun- um- Vettvangur tveggja alda togstreitu Þessi tíðindi öll gera það þess vert, að flett sé til baka nokkr- um blöðum sögunnar, svo að unnt sé að átta sig á því, sem áður hefir verið að gerast í Sing- kian, þessu 1,6 milljóna ferkíló- metra flæmi auðna og fjalla vest an við Kína. Það er einn mikil- vægasti þátturinn í þessu, að efnahagsstoðir landsins hvila á baðmull, hveiti, olíu, járni, stáli, uranium, kvikfjárrækt og nautgriparækt og — upp á síð- kastið — á nokkrum léttum iða- aði. Um tveggja alda skeið hefir Sinkiang verið einn af allmörg- um vettvöngum togstreitunnar milli Rússa og Kínverja, en einkum voru átökin mikil, þeg- ar veldi Manchukeisaranna var farið að hnigna, enda tókust Rússum þá að ná slíku tangar- haldi á þessu flæmi þá, að þeir réðu þar eiginlega lögum og lof- um. Segja má, að Kínverjar hafl ráðið lögum og lofum á tíma- bilinu frá 1812-1885, en frá 1933 -49 gætti áhrifa Sovétstjórnar- innar miklu meira. Á árunum 1944 til 1949 voru gerðar marg- ar uppreisnartilraunir gegn kín- verskum stjórnarvöldum, og voru það menn af öðrum þjóðflokk- urn en kínverskum, sem að þeim stóðu með þöglu samþykki Rússa og stuðningi þeirra, þvi að þeir vildu að minnsta kosti . rðhalda fótfestu sinni í Sinkiang að nafninu til. Mao Tse-tung kemur til sögunnar Undir handleiðslu Rússa var komið á fót „Austur-Túrkestan- lýðveldinu", sem var mótsnúið Kínverjum, en það átti sér ekki Framh. a bls. 10 Kort af Sinkiang og umhverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.