Morgunblaðið - 11.10.1963, Page 2

Morgunblaðið - 11.10.1963, Page 2
z MORGUNBLAÐIO FSstudagur 11. okt. 1963 MACMILLAN FER SENN FRÁ * Boðai, að hann segi af sér embætti og formennsku Ihalds- flokksins, fyrir næstu kosningar — Heilsubrestur orsökin London, 10. okt. — AP-NTB HAROLD Macmillan, for- sætisráðherra Breta, kunn- gerði I dag þá ákvörðun, að láta af embætti, og for- mennsku brezka Ihaldsflokks ins, áður en gengið verður til næstu þingkosninga í Bret- landi. Þessi ákvörðun forsætis- ráðherrans kemur fram í bréfi, sem hann skrifaði í morgun, áður en hann gekk undir uppskurð í London. — Bréfið var birt síðar í dag, á þingi Ihaldsflokksins, sem nú stendur í Blackpool. Áður hafði Macmillan kunngert Dr. Fauling. Dr. Linus Pauling fær friðarverðlaun Nóbels Önnur Nóbelsverðlaun umdeilds manns, sem barizt hefur fyrir tilraunabanni Oslo, 10. október - AP-NTB. BANÐARÍKJAMAÐUR- INN dr. Linus Pauling hlaut friðarverðlaun Nó- bels fyrir árið 1962. Al- þjóðlegi Rauði krossinn og Samband félaga Rauða krossins hlutu í samein- ingu verðlaunin fyrir 1963. Verðlaunin fyrir bæði árin voru veitt í einu nú, þar eð norska Nóbelsnefndin veitti ekki verðlaunin í fyrra. Dr. Linus Pauling hlaut Nóbelsverðlaun fyrir eðlis- fræði 1954. Enginn hefur hlotið þessi verðlaun oftar. Madame Curie hlaut efna- fræðiverðlaunin 1911, og deildi eðlisfræðiverðlaun- unum með tveimur öðrum 1903. Dr. Pauling hefur verið um- deildur maður, þótt engina hafi nokkru sinni borið brigð- ur á vísindahæfileika hans. Hann hefur ætíð beitt sér mjög gegn tilraunum með kjarnorkuvðpn, og fyrir þær sakir var hann um tíma tal- inn kommúnistL Andúðin gegn honum gekk svo langt, að hann fékk ekki vega- bréfsleyfi 1962, og komst þá því ekki úr landL Dr. Pauling nam 1 Kali- forBíu, og útskrifaðist frá Oregonháskóla 1922. Þremur árum síðar hlaut hann dokt- orsnafnbót fra Californíu Institute of Technology. Síð- an hélt hann til Evrópu, og lagði stund á framhaldsnám í Múnchen, Zurich og Kaup- mannahöfn. 1931 varð hann prófessor við California Inst. of Teohn. 1937 var Dr. Paul- ing gerður yfirmaður efna- fræðideildar skólans. Þvi starfi sagði hann lausu 1958, og tók aftur við prófessors- embaetti sínu, þar eð hann vildi verja öllum tíma sínum til rannsókna og kennslu. 1958 beitti Pauling sér fyr- ir fjöldaundirskriftum, í þeirri von, að það gæti orðið til að koma á tilraunabannL 1960 var hann kvaddur fyrir öryggisnefnd Öldungadeild- arinnar. Þar tók hann á sig mikla áhættu með því að neita að gefa upp nöfn þeirra vísindamanna, sem höfðu hjálpað honum við undir- skrifasöfnunina. _ Dr. Pauling átti oft í úti- stöðum við kjarnorkumála- nefnd Bandaríkjanna. Eitt sinn réðst hann gegn Dr. Telier, sem nefndur hefur ver ið faðir vetnissprengjunnar, fyrir að hafa gefið rangar Tipplýsingar, sem margir hefðu álitið góð og gild rök fyrir því, að óhætt væri að halda áfram tilraunum í andrúmsloftinu. Dr. Pauling er 62 ára. kl* Elízabetu, drottniugu, fyrir- ætlun sína. Macmillan ber við heilsu- bresti, en hann veiktist í fyrradag af bólgu í blöðru- hálskirtli. Ákvörðun forsætisráðherr- ans hefur að vonuni vakið mikla athygli. Engin ákvörð- un hefur enn verið tekin um það, hver taki við for- mennsku Ihaldsflokksins. • Bréf forsætisráðherrans las Home lávarður, utanríkisráð- herra, fyrir þingheimi í Black- pool. Home er forseti þingsins. BVéfið hljóðar svo: „Mér er ljóst, hverjar svo sem tilfinningar mínar voru áðnr, að mér mun ekki reyn- ast mögulegt að axla þá líkarn legu byrðL sem því fylgir að hafa á hendi flokksforystu, fyrir næstu almennar kosn- ingar. Takizt aðgerðin vel, þá er það Ijóst, að ég mun þarfnast hvíldar um alllangt skeið. Ég mundi ekki geta tekizt á hend ur allt það starf, sem inna þarf af hendi í langri kosn- ingabaráttu. Ég get heldur ekki leyst af hendi starf for- sætisráðherra, ef um langan tima er að ræða, og hef ég skýrt drottningunni frá þvi. — Isjakof Framh. af bls. 1 þess á leit, að hann fengi að heimsækja Færeyjar. Hefðí hann orðið þess var, að sovézkir fiski- menn hefðu ætíð mætt mikilli vinsemd í Færeyjum, og hefði þeim verið sýnd mikil gestrisni og þeim veitt öll sú fyrirgreiðsla, serrr þeir hefðu farið fram á. Lét Isjakof í ljós þakklæti sitt og sjómannanna. Fréttamaður Færeyjaútvarps- ins spurði ráðherrann, hvort hon um væri kunnugt um, að færeysk ir fiskimenn hefðu orðið fyrir , nokkrum óþægindum á haustver- tíð vegna fjölda sovézkra síld- veiðiskipa norður af Færeyjum. Ráðherrann sagði, að sér væri ekki kunnugt um það. Færeysk skip eru ekki eins hraðskreið og sovézk, og hefur það skapað nokkuð ójafna að- stöðu, sem valdið hefur því, að færeysku skipin hafa sum hætt veiðum, fyrr en orðið hefði. Isjakof mun fara eins víða um eyjamar, og kostur er á, og hefur heimsókn hans vakið mikla at- hyglL Hæstu vinningar í GÆR var dregið I 10. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1250 vinningar að fjárhæð 2.410.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 kr. kom á heilmiða númer 26.662 sem seldur var í umboði Jóns St. Arnórssonar, Bankastræti 11, 100.00 króna vinningurinn kom á hálfmiða númer 20.586 sem seldir vom í umboði Þóreyjar Bjarnadóttur, Laugavegi 66. 10.000 krónur: 2085 3650 5117 8522 8760 9336 10461 14626 15135 17360 17671 17936 21976 23051 26084 26661 26663 27524 28578 31435 31462 31648 31958 33166 33538 35467 40630 42052 44949 48412 48640 48739 49475 51308 51500 52732 54808 55149 Ti •egur afli Bíldudal, 10. okt.: — Afli hjá línubátunum Andra og Pétri hefir verið tregur undan farið, 5—6 tonn í sjóferð. Þó fékk Andri rúm 13 tonn í öðrum róðrinum, en hann hefur farið 4 róðra, en Pétur hefir farð tvo. Leyfin fyrir rækjubátana hafa nú verið veitt, en róðrar eru ekki hafnir enn. Mun vera sölutregða á rækju sem stendur. Kom bíllinn við drenginn eða ekki? MBL. birti I gær fregn þess efnis, að ökumaður einn hafi hlaupizt á brott frá meiddum dreng, sem hefði rekizt á bíl hans á Suðurlandsbraut. Eitthvað mun málum blandið varðandi atvik þetta. Ökumaður- inn gaf sig fram við rannsókn- arlögregluna strax kl. níu í gær- morgun. Þvertekur hann fyrir að drengurinn hafi komið við bíl sinn, og hafi hann auk þess verið standandi, er hann talaði við hann, og sagzt þá með öllu ómeiddur. Sjónarvottur, sem Mibl. átti 4al við í gær, segir að dren'gurinn muni ekki hafa kom ið við bílinn, heldur sveigt að honum, síðan aftur frá, og hafi framihjólið á reiðhjólinu líkleg- ast lent ofan í skoru, sem er við vegarbrúnina, og drengur- inn þannig fallið. — Drengurinn heldur sig hins vegar fast við það, að bíllinn hafi komið við sig. Þar sem svo stendur á, vona ég, að viðeigandi umræður fari að venju fram um það innan flokksins, hver skuli taka við flokksforystunni“, • Síðar í dag gáfu læknar Macmillans út yfirlýsingu, þar sem segir, að blöðruhálskirtill hafi verið fjarlægður, og hafi uppskurðurinn gengið prýðilega í hvívetna. Er Home lávarður hafði lesið bréf Macmillans fyrir þingheimi, lýsti hann því yfir, að bréfið bæri með sér það, sem allir hefðu reyndar vitað áður: hugur forsætisráðherrans væri fyrst og fremst hjá þjóðinni og flokknumj Formaður fundarins, Peggy : Sheppard, sagði, að bréfið hefði slæmar fréttir að færa. „Hins veg ar“, sagði hún, „þá munum við alltaf minnast þess framfaratíma bils, sem við lifðum, meðan Mao- millan hafði forystuna“. William Deedes, upplýsinga- málaráðherra, sagði blaðamönn- um, að Macmillan myndi leggja fram lausnarbeiðni sína, þegar hann hefði náð sér svo, áð hana gæti sjálfur gengið fyrir Elíza- betu drottningu. Macmillan varð forsætisráð- herra, er Sir Anthony Eden dró sig til baka, árið 1957. Það féll þá í hlut Macmillans að sameina flokkinn, sem mátt hafði að þola upplausn, vegna atburðanna við Suez. 1959 vann flokkurinn fyrsta kosningasigur sinn, undir forystu Macmillans. Macmiilan er nú 69 ára, og var áður vel þekktur maður £ brezku viðskiptalífi, enda hefur hanu haft með hendi stjórn útgáfu- fyrirtækis fjölskyldunnar un langt árabil. Hann hefur setið f neðri málstofunni allt frá 1924, ef frá eru talin árin 1929—31. Benedikt Arnasoa (Birt án ábyrgðar) Próffyrirlestur ÓLAFIJR PÁLMASON, stud. mag., flytur fyrirlestur við meist arapróf í islenzkum fræðum laugardaginn 12. okL Efni fyrir lestursins er: „Fyrsta málfræðiritgerðia í Snorra Eddu“. Fyrirlesturinn verður fluttur í L kennslustofu Háskólans og hefst kL 2.15 e.h. öllum er heimill aðgangur. (Frétt frá Háskóla íslands) 12 ára á stolinni skellinöðru í FYRRAKVÖLD var skellinöðru af gerðinni Tempo stolið fyrir utan húsið að Skúlagötu 74. Síð degis í gær veitti vegfarandi einn eftirtekt dreng, sem honum þótti grunsamlega ungur til þess að aka slíku farartæki, og gerði lögreglunni aðvarL Kom á dag inn að drengurinn var 12 ára, og hafði stolíð skellinöðrunni á Skúlagötu. Er hann sendill hér í bæ, og notaði skellinöðruna við sendilsstarfið í gær. — 15 ára aldur þarf tii þess að mega aka skellinöðru. Uppselt heffir verið ú allar sýningar í Arósunt Rabbað við Benedikt Árnason — En hvernig má BENEDIKT ÁRNASON er nýkominn heim frá Dan- mörku, þar sem hann setti á svið Rómeó og Júlíu í Árós- um. Morgunblaðið birti fyrir nokkru útdrátt úr dómum dönsku blaðanna um sýning- una, en þeir voru slæmir. — Fréttamaður Morgunblaðsins átti í gær samtal við Bene- dikt og spurði, hvað hann vildi um málið segja. Bene- dikt fórust svo orð: — „Fær hörmulega dóma í Árósum“ var fyrirsögnin hér í Morgunblaðinu, þegar valið hafði verið úr dönskum dóm- um það, sem um mig m. á. var sagt í sambandi við upp- setninguna á Rómeó og Júlíu í Árósum. annað verða í leikhúsi þar sena hver höndin er upp á móti annarri og ekki hægt að fá samvinnu um neitt? Sem dæmi um eitt af mörgu var ég ekki búinn að fá neinn leiksviðsstjóra á frum sýningu! Það var því erfitt að skamma þá leiksviðsmenn, sem rangluðu hissa inn á svið- ið og störðu forvitnir á Rómeó og áhorfendur áður en þeim þóknaðist að dragnast bak við tjöldin aftur. — Leikhús og leiksýning er ekki niðurstaða af vinnu eins manns, heldur heildarinnar og það þarf ekki nema eina gikk í hverja veiðistöð. En hvað skeður þegar gikkirnir eru í hverju horni? — Auðvitað hefði verið einfaldast fyrir mig að hlaupa burt frá öllu saman, þegar ég sá hvernig var í pottinn búið, en mér fannst það bæði aum- ingjalegt og lúalegt. Ákvað ég því að berjast til loka, því hvernig sem allt færi var þetta þó ómetanleg reynzla fyrir mig. Maður lærir ekki síður af því sem miður fer en hinu. — En á ég að segja „sem miður fer“, þegar uppselt hef- ir verið á hverja sýningu frá því þær hófust hinn 21. sept. s.l. en leikið hefir verið hvern dag vikunnar frá þeim tíma?, spurði Benedikt að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.