Morgunblaðið - 11.10.1963, Síða 3
Föstudagur
' - rí*rt ' ' ■ '
11. okt. 1963 ^
MORGUNBLAÐIÐ
— Alþingi
Framh. af b'ls. 1
Upp úr kl. 1 tóku alþingismenn
að safnast saman í anddyri
þinghússins og kl. hálf tvö var
gengið í fylkingu til kirkju.
Fyrstur fór forseti íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, ásamt biskupi,
herra Sigurbirni Einarssyni. Því
næst þeir Ólafur Thors forsætis-
ráðherra og séra Óskar J. Þor-
láksson og svo aðrir ráðherrar
og alþingismenn.
Dómkirkjuprestur hóf ræðu
sína með því að minnast á það,
að kristindómurinn hefði ákveð-
inn boðskap að flytja mönnum,
boðskap trúar og kærleika, fagn-
aðarerindi sem fæli í sér lykil til
lausnar á vandamálum einstakl-
inga og þjóða. Og þennan boð-
skap kvaðst hann vilja flytja
Ólafur Thors, forsætisráðherra, aldursforseti A Iþingis, stýrir fundi þingsins í gær. Ritarar eru
Ólafur Björnsson og Gísli Guðmundsson. — Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.
mættu vera þjóðinni til gæfu
og gengis.
Að svo mæltu bað hann
þingheim að rísa úr sætum og
minnast fósturjarðarinnar.
Þingmenn risu á fætur og Ól-
afur Thors forsætisráðherra
mælti: „Heill forseta vorum
og fósturjörð. ísland lifi“.
Tóku þingmenn undir með
ferföldu húrrahrópi. Forset-
inn bað síðan Ólaf Thors að
taka við fundarstjórn, en sam
kvæmt I. gr. þingskapa ber
aldursforseta að stjórna þing-
fundi, þar til kosning forseta
Sameinaðs þings hefur farið
fram. — Voru síðan Ólafur
Björnsson, 2. þingm. Rvík, og
Skúli Guðmundsson, 1. þingm.
Norðurlandkj. vestra, skipað-
ir þingskrifarar. Var þing-
mönnum því næst skipt niður
í þrjár kjördeildir til rann-
sóknar á kjörbréfum og fundi
síðan frestað til kl. 1.30 í dag.
Þrír þingmenn taka nú sæti
á Alþingi, sem ekki hafa set-
ið þar áður. Það eru þeir
Matthías Bjarnason, 2. lands-
kjörinn þm., Ragnar Arnalds,
5. landskj. þm., og Sverrir
Júlíusson, 7. landskj. þm.
Forseti fslands, biskupinn yfir íslandi, sr. Ósk ar J. Þorláksson, dómkirkjuprestur, ráðherrar
og þingmenn ganga úr kirkju til Alþingishúss ins.
með orðum postulans úr 13.
versi 16. kapítula I. Korintu-
bréfs: „Vakifj, standið stöðugir í
trúnni, verið karlmannlegir, ver-
ið styrkir, allt hjá yður sé í kær-
leika gert“.
Hann minntist á hve ríki og
kirkja væru samgrónari hér á
landi heldur en víða annars-
staðar. Og þar sem Alþingi réði
mörgum þeirra málum, er kirkj-
una varða væri nauðsynlegt að
velvilji og skilningur á gildi
kristnidómsins og starfi kirkj-
unnar væri fyrir hendi á Alþingi.
Slíkur skilningur og traust af
hendi Alþingis hefði meðal ann-
ars komið fram með afhendingu
Skálholtskirkju á síðastliðnu
sumri. Bar hann fram þá ósk að
þessi atburður mætti verða upp-
hafið að meira sjálfsforræði
kirkjunni til handa í samvinnu
við ríkisstjórn og Alþingi. Að
lokum vitnaði hann aftur í orð
postulans, sem hann nefndi í
upphafi ræðu sinnar og kvað það
ósk sína til þingmannanna að
störf þeirra mættu mótast af
þeim orðum.
Að lokinni guðsþjónustu
hófst fundur í Alþiligishúsinu,
með því að forseti íslands las
upp foi’setabréf frá 16. sept-
ember sl. um, að Alþingi
skyldi koma saman til fundar
hinn 10. október. Samkvæmt
bréfi þessu lýsti hann síðan
því yfir, að Alþingi íslend-
inga væri sett. Árnaði forseti
síðan þingmönnum allra
heilla á komandi þingi og bar
fram þá ósk að störf þeirra
Frá fundi Alþingis í gær.
olli nokkurri rigningu eða
slyddu á SV-landi. Að öðru
leyti var stillt veður og fag-
urt um allt land. Suðvestur
í hafi er allkröftug lægð, sem
virðist hreyfast hratt norður
hún fer hér framhjá. Há-
þrýstisvæði mikið er yfir Bisk
ayaflóa og Bretlandseyjum:
Allar lægðir fara því þessa
dagana nyrðri leiðina, um
íslands og valda mjög breyti
legu veðurlagi
640 nemendur í Gagn-
fræðaskóla
Akureyri, 10. okt.: —
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
settur í Akureyrarkirkju sl.
þriðjudag. Séra Pétur Sigurgeirs
son flutti bæn, en Sverrir Páls-
son, sem gegnir skólastjórastörf
um í veikindaforföllum Jóhanns
Frímanns, flutti skólasetningar-
ræðu. Áskell Jónsson stýrði söng
við athöfnina.
í skólanum verða í vetur 640
nemendur í 24 deildum, 18 bók-
námsdeildum og 6 verknámsdeild
um. 37 kennarar starfa við skól-
Akureyrar
ann, þar af 24 fastakennarar. Ný
ir fastakennarar eru: Árni Ólafs
son, Gylfi Svavarsson, Jens Sum
arliðason og Magnús Aðalbjörns
son.
Skólinn á enn við mikil hús-
næðisvandræði að búa, svo að
taka hefur orðið á leigu 6 kennslu
stofur, 3 stofur í Húsmæðraskóla
húsinu, 2 í Oddeyrarskóla og
fundarsal í íþróttahúsinu. Vonir
standa til, að stór viðbygging við
skólahúsið verði fokheld í haust
og fullbúin að ári. — St.E.
Sovézk sjónvarpstæki 1
Kommúnistablaðið birti síðast-
liðinn miðvikudag stóra frétt um
að sovézk sjónvarpstæki væru aS
ryðja sér til rúms á íslandi. Var í
þessari frétt talið að eins og nú
stæðu sakir virtist ýmislegt
benda til þess að mikill hluti
sjónvarpstækja hér á landi yrði
af rússneskri gerð.
Kommúnistablaðið fagnar mjög
þessum innflutningi rússneskra
sjónvarpstækja og útmálar
hversu ódýr og ágæt þau séu.
Athyglisvert er að það spillir
ekkcrt gleði kommúnistablaðsins
í grein þess um ágæti hinna sov-
ézku sjónvarpstækja, sem nú séu
hér til sölu, að eina sjónvarps-
stöðin, sem íslendingar geta nú
horft á er stöð ameríska varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
„ Austri“ -karlinn
kippist við
f gær birtir svo „Þjóðviljinn"
aðra grein um sjónvarp. Er það
„Austri“ karlinn, sem ritar þá
grein í dálka sína á annarri síðu
blaðsins. Er liann hinn reiðasti
yfir þeim ósköpum sem nú dynja
yfir íslenzka þjóð. Austri kveðst
ávallt hafa verið mjög fýsandi
allrar samvinnu í milli stórvelda
í austri og vestri. Síðan kemst
hann þannig að orði:
„En má ég biðjast undan sam-
vinnu eins og þeirri, sem nú er
hafin hér á landi, þegar sovézkir
flytja hingað ódýr sjónvarpstæki
til þess að gera sem flestum fs-
lendingum kleift að glápa á for-
heimskandi dátasjónvarp her-
námsliðsins á Kefiavíkurflug-
velli, en megintilgangur þeirrar
sjónvarpsstöðvar er að gera
landsmenn samdauna hernám-
inu“.
„Austra" finnst þannig að blaði
sínu hafi orðið heiftarlega á í
messunni á miðvikudaginn, þeg-
ar það birti fagnandi fréttina um
að sovézk sjónvarpstæki ryddu
sér til rúms á fslandi!
Sannleikurinn er auðvitað sá
að þegar kommúnistar fréttu af
innflutningi rússneskra sjónvarps
tækja til íslands fannst þeim sjón
varpið, jafnvel á Keflavíkurflug-
velli, verða snöggt um betra en
það hafði áður verið. Þeir fögn-
uðu því að fá tækifæri til þess
að horfa á amerískt sjónvarp
gegnum rússnesk gleraugu.
Framsókn spyr
um úrræði
Tíminn segir í forystugrein
sinni í gær að Viðreisnarstjórnin
hafi „veikan meirihluta á þingi“.
En hver er fulltrúatala flokk-
anna á þingi? Stjórnarflokkarnir
hafa samtals 32 þingmenn en
stjórnarandstaðan 28. Stuðnings-
menn ríkisstjórnarinnar eru
þannig fjórum fleiri en stuðn-
ingsmenn Framsóknarmanna og
kommúnista.
Meðal þjóðarinnar hafa komm-
únistar og Framsóknarmenn tæp
lega 44% atkvæða en stjórnar-
flokkarnir um 56% atkvæða. Við
reisnarstjórnin er því ekki veik
ríkisstjórn, hvorki á þingi eða
meðal þjóðarinnar.
Það er svo kaldhæðni örlag-
anna þegar málgagn Framsókn-
arflokksins spyr enn einu sinnl
um úrræði Viðreisnarstjórnarinn
ar. Núverandi ríkisstjórn hefur
stjórnað landinu á fimmta ár.
Þjóðin hefur kosið um stefnu
hennar og vottað henni traust.
Framsóknarmenn og kommúnist-
ar hafa hinsvegar aldrei getað
bent á nein úrræði til lausnar
neinum vanda. Þeir láta við það
eitt sitja að rífa niður og reyna
að eyðileggja það sem Viðreisn-
arstjórnin byggir upn