Morgunblaðið - 11.10.1963, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11,‘okt. 1963
Hver vill ekki
eignast þennan
glæsilega
farkost ?
Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins
býður yður möguleika á að eignast
glæsilega einkabifreið, Mercedes Benz,
árgerð 1964 — fyrir aðeins 100 krónur
og eftir tæpan mánuð.
Sleppið ekki tækifærinu—
Koupið miðu strux í dug
Skyndihappdrœtti Sjálfstœðisflokksins
Helander gefur nýja skýr-
ingu á falska nafninu
— segir hina eldri eihnig rétta
VIÐ réttarhöldin í máli
Dicks Helanders, bisk-
ups, sem nú standa yfir
í Stokkhólmi, hefur að
undanförnu verið fjallað
um ritvélar þær, sem Hel-
lander hafði til umráða,
þegar níðbréfin um keppi-
naut hans við biskupskosn-
ingarnar í Strængnæs
1952 voru skrifuð.
Skömmu fyrir biskupskosn-
ingarnar keypti Helander
tvær ritvélar af gerðinni
„Halda“ hjá ritvélakaup-
manninum Thure Moldvids-
son. Moldvidsson skráir nöfn
allra, sem kaupa ritvélar
hjá honum, og spurði því
Helander að nafni, en hann
sagðist heita Georg Arvids-
son og vera kaupmaður. Við
réttarhöldin yfir Helander
1953, var hann spurður um
ástæðuna til þess, að.
hann gaf upp falskt
nafn. Sagðist Helander
hafa gert það vegna þess
að hann hefði reynt að fá
aðra ritvélina með afslætti,
en ekki þótt virðingu sinni
samboðið og gripið til þess
ráðs að nota ekki sitt rétta
nafn.
Við yfirheyrslu fyrr í vik-
unni var Helander aftur
spurður um ástæðuna til þess,
að Georg Arvidsson var skráð
ur eigandi ritvélanna. Sagði
hann þá, að hann hefði gefið
upp falskt nafn til þess að
forðast ágengni sölumanna.
Ilelander
Sagðist hann hafa slæma
reynslu af mönnum, sem
verzluðu með ritvélar og
skýrði frá því, að nokkrum
árum áður hefði hann keypt
ritvél, og eftir það hefði selj
andinn komið oft á ári og
viljað líta á hana, gera við
hana og setja bönd í hana.
Helander var bent á. að þess-
ari skýringu bæri ekki sam-
an við skýringuna, sem hann
gaf 1953, en hann sagði, að
þær væru báðar réttar.
Er dómur féll í máli Hel-
anders 1953, fullyrtu sérfræð-
ingar ákæruvaldsins, að níð-
bréfin hefðu verið skrifuð á
ritvél af gerðinni „Halda“,
sem Helander tók með sér, er
hann yfirgaf guðfræðiháskól-
ann í Uppsölum og tók við
biskupsembættinu. Aðra rit-
vélina, sem hann keypti und-
ir fölsku nafni sendi hann
háskólanum í staðinn.
Sérfræðingar, sem kallaðir
hafa verið fyrir rétt í málinu
að þessu sinni eru hins veg-
ar ekki sammála um, að unnt
sé að segja nákvæmlega til
um á hvaða ritvél bréfin
voru skrifuð. Norskur sér-
fræðingur, sem verjandinn
kallaði fyrir heldur því fram,
að gallinn á stafnum M, sem
kom fram í níðbréfinu og var
einnig á vél Helanders, hafi
verið verksmiðjugalli, en
ekki slit. Geti sá galli verið
á mörgum ritvélum af gerð-
inni „Halda“. Sænsku sér-
fræðingarnir, sem ákærand-
inn kallaði til vitnis eru hins
vegar sammála sérfræðing-
unum, sem rannsökuðu málið
1953. Fer nú fram nákvæm
athugun á því hver hefur
rétt fyrir sér.
í gær kom kaupmaðurinn
Thure Moldvidsson, fyrir
rétt. Sagðist hann muna ó-
greinilega eftir viðskiptunum
við Helander, en mundi þó,
að sér hefði ekki fundizt við-
skiptavinurinn líkur „kaup-
manni“. Þegar hann var beð-
inn að skýra þetta nánar,
sagði hann, að viðskiptavin-
urinn hefði ekki komið fram
eins og maður, sem keypti
ritvélar til þess að nota í
fyrirtæki sínu.
Moldvidsson sagði ennfrem
ur, að Helander hefði haft
mestan áhuga á verksmiðju-
númerum vélanna og letri.
Sagði kaupmaðurinn, að Hel-
ander hefði komið tvisvar í
verzlunina. í fyrra skiptið
skrifað niður verksmiðjunúm-
er vélanna, en í síðara skipt-
ið borið númerin á vélunum
sem hann keypti, saman við
þau, er hann skrifaði niður.
Verksmiðjunúmer annarrar
vélarinnar, sem Helander
keypti af Moldvidsson, er
mjög líkt númeri vélarinnar,
sem hann tók með sér úr
guðfræðideildinni. Þetta eru
sex stafa númer og aðeins
tveir síðustu stafirnir eru
mismunandi á áðurnefndum
vélum. Helander hefur lýst
því yfir, að verksmiðjunúm-
erin hafi ekki haft neina þýð-
ingu.
Helander virtist mjög
þreyttur, er hann hlýddi á
vitnisburð Moldvidsson. Dóms
forsetinn bauð honum að
draga sig í hlé, en Helander
neitaði og kvaðst vilja hlusta
á framburð Moldvidsson til
enda.
S krifs tofus túlka
brunatryggingar
ALMENNAR TRYGGINGAR hf
Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku með enslcu
ög véritunarkunnáttu. Góð laun. Ekkert unnið á
laugard. Umsóknir sendist afr. Mbl. sem fyrst!
merkt: „Skrifstofustúlka — 3570“.
Röskur og ábyggilegur
sendisveinn
óskast til léttra sendiferða eftir hádegi.
IIÁVARÐUR VALDIMARSSON
Hafnarstræti 19 — Sími 14430.
VANDIÐ VALID -VELJID
■ - Ú ■ ■■■ ■ .*„• *■ *•'.* ‘* t.i*’.
■■■ 'C■■' ■ . V: /