Morgunblaðið - 24.10.1963, Page 22

Morgunblaðið - 24.10.1963, Page 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. okt. 1963 Bretiond vnnn 2-1 „Heimsliðið66 lék á hálfri ferð - Greaves beztur á vellinum HUNDRAÐ þúsund manns voru viðstaddir á Wembley-leik- vanginum í gær er landslið Englendinga sigraði „úrvalslið heimsins“ með 2 mörkum gegn 1. Áætlað er að um 250 millj. manna um heim allan hafi séð leikinn í sjónvarpi. Þetta var því afmælisleikur fyrir brezka sambandið, sem eftir verður munað. — Englendingar sóttu mun meir í fyrri hálfleik, en það var ekki fyrr en rétt um miðjan síðari hálfleik að fyrsta markið kom og að verðskulduðu, voru það Bretar er það skoruðu. Ekkert mark. Þegar á fyrstu mínútu mun- aði ekki nema hársbreidd að Englendingar tækju forystu. — Boby Charlton sendi til Jimmy Greaves sem af þröngu færi skaut þrumuskoti í fang Jash- ins markvarðar. Aftur, 15 mín. síðar var Jasíh- in markvörður að gera næstum hið ómögulega til að verja skot Greaves. Einnig áttu Bobby Smith og Eastþam ágæt skot — en Jashin var alltaf til taks og varði glæsilega. ★ Á hálfri ferð. Það kom greinilega í ljós að „heimsliðið" lék ekki nema á hálfri ferð í þessum hálfleik og oft sáust hryllileg mistök í sam- Danir unnu Arsenal 3-2 10 þúsund áhorfendur m.a. leikmenn úr „heimsliðinu” o.fl. sáu úrvalslið Kaupmanna hafnar sigra mjög óvænt lið Arsenal í seinni leik liðanna í bikarkeppni irálli borga. f fyrri leiknum (í Kaupmanna- höfnk höfðu Arsenal-menn unnið mjög létt 7-1. Með þann sigur að baki hafa þeir slegið Kaupmanna- höfn úr keppninni og komist í 2. umferð í þessari bikar- keppni með samtals 9 mörk gegn 4. En frammistaða Dana var óvænt og góð í Lundúnum í gærkvöidi. vinnu milli „línanna" — bak- 'varða - framvarða - framherja. En ekki sízt þess vegna bar mik- ið * á mörgum frábærum sending- •um og athöfnum sem voru meist aralega uppfærð. Hálfleik lauk með 0—0. Síðari hálfleikur hófst með upplögðu mark^ækifæri fyrir Englendinga, en Euzaguirre frá Chile sem hafði tekið við bak- varðastöðunni í hálfleik af Djal- ma Santos frá Brasiliu, bjargaði á marklínunnL Merkið — og markið. Á 8. mín. hafnaði knöttur- inn í fyrsta sinn í marki „héims- liðsins" en markið var eikki viðurkennt þar sem Greaves gerðist ólöglegur á því augna- bliki sem skotið var. Á 21. min. kom fyrsta markið. Það var í Englands hag og hróp- in sem heyrðust ætluðu allt að sprengja. Þetta var skemmtileg- asta mark leiksins. Bobby Smith lék knöttinn inn í vítateig „Heimsins“ lét sem hann ætl- aði að skjóta og gabbaði mark- vörðinn til að kasta sér til varn- ar á þeim stað sem skotið gæti komið. En meðan markvörður- inn stökk, breytti Smith ráða- gerðinni, sneiddi boltann til Greaves sem sendi fasta send- ir.gu til Paine innherja sem var óvaldaður og hanri sendi laust í marknetið, — markvörðurinn lá eftir gabb Smits. Eftir þetta kom góður kafli hjá „heimsliðinu“ og' Seeler Puskas og di Stefano áttu allir mjög góð marktækifæri — en mistókst öllum. ' ic Jafnað. Á 37. mín. jafnaði „heims- liðið“. Það var Skotinn Dennis Law sem markið skoraði. Upþ- tökin átti Uwe Seeler, sendi til Puskasar og hann sólóaði' uþp miðjuna og setti alla ensku vörn- ina úr jafnvægi. Síðan sendi hann knöttinn í eyðu og upp- hófst kapphlaup milli Law og enska markvarðarins. Law var fyrri til, fékk vippað til hliðar og síðan í mannlaust markið. ic Sigurmark. Þetta var eins og merki fyr- ir aukin afrek Englendinganna. Og 3 mín fyrir leikslok færði Greaves sigurinn heim. Augna- bliki áður hafði bæði hann og Smith skotið í þverslá marks „heimsliðsins", og voru þó í ágætri aðstöðu, ★ Liðin. Beztir í „heimsliðinu“, sem notaði alla þá leikmenn sem í það voru. tilnefndir, voru mark- verðirnir Jashnin og Soskic frá Jugóslavíu. Þeir gerðu báðir kraftaverk í markinu. í mið- varðalínunni var Pophular frá Tékkóslóvakíu beztur og Law í framlínu, ásamt með Spánverj- anum Gento. En það kom skýrt í ljós að lið- ið hafði enga samæfingu haft. Menn sáu öll smáatriði útfærð á bezta hátt, allt það fínasta, sem hægt er að sýna í knatt- spyrnu, en möguleikar voru eyðilagðir með því að leikmenn reyndu að fara á eigin spýtur gegnum ensku vörnina. Þar á móti sýndu Englendingar hina máttugu liðssamvinnu og hafi nokkur skorið sig úr í því liði sem öðrum betri þá var það Jknmy Greaves sem var sérlega ágengur og vel vinnandi. Hann verðskuldar heitið „bezti knatt- spyrnumaðurinn á vellinum" þetta kvöld. „Heimsliðið“ átti samtals að baki 663 landsleiki og þar stóð Puskas sem meistari allra með 89 landsleiki. Samanlagður lands leikjafjöldi Englendinga var 198 leikir og var Manchesterleikmað- urinn Bobby Oharlton þar efstur á blaði með 46. Það verður barizt við körfuna í kvöld. Reykjavík gegn af Keflavíkurf Fyrsti stórviðburður körfuknatt- leiks að Hálogalandi í kvöld úrvali Fyrsta körfuknattleikskeppni vetrarins verður að Hálogalandi í kvöld kl. 8.15. Og körfuknatt- leikmennirnir bjóða ekki upp á af lakara taginu er þeir hefja vetrarkeppnina. Úrvalslið Reykja víkur mætir í kvöld úrvali Bandaríkjamanna af Keflavík- urflugvelli og fyrirfram er vitað Blað- burðar> börn óskast II I þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. Mávahlíð — Háteigsveg — Karlagötu Lambastaðahverfi á Seltjarnarnesi — Breiðagerði — Safamýri — Framnes- veg — og Laugaveg, neðst. Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu skrifstofu. blaðsins eða Sími 2 2 4 8 0 að leikurinn verður jafn og skemmtilegur. Liðin mættust fyrir einni viku suður á Keflavíkurflugvelli og skyldu jöfn eftir venjulegan leiktíma. í framlengingu tókst Bandarikjamönnum að vinna með 'samtals 64—61 stigi. Nú breyta Reykvikingar liði sínu til batnaðar þar sem sumir er ekki gátu verið með suður frá verða með nú. En Kefla- víkurmenn tefla fram sama úr- valsliði og treysta á að það dugi. Lið Reykjavíkur er skipað landsliðsmönnum í öllum stöðum — annað hvort leikmönnum úr landsliði eða unglingalandsliði. Liðið er þannig skipað. Þorsteinn Hallgrímsson ÍR Hólmsteinn Sigurðsson ÍR Guðm. Þorsteinsson ÍR Ólafur Thorlacius KFR Birgir Birgis Á Davíð Davíðsson Á Agnar Friðriksson ÍR Anton Bjamason ÍR Gunnar Gunnarsson KR Einar Bollason KR Leikurinn er haldinn til fjár- öflunar fyrir • Körfuknattleiks- sambandið sem vonast eftir að sjá sem flesta áhorfendur að þessum leik — sem án efa ms fullyrða að verður tvísýnn o; skemmtilegur. Ensku knnttspyrnon MARKIHÆSTU leikmennirnir í Eftffw la-ndi eru nú J>essir: 1. deild. Greaves (Totteniiam) 16 mörlt Baker (Arsenal) 13 — Strong (Arsenal 11 Hateley (Aston Villa) 10 Pace (Sheffield U.) 10 Charnley (Blackpool) 9 McEvoy (Blackburn) 9 Smith (Tottenham) Hunt (Liverpool) 9 8 — Law (Manchester U.) 8 — 2. deild. Dawson (Preston) 15 \ Saunders (Portsmóu th) 11 Gibson (MiddlesBrough) 10 — Large (Northampton) 9 Allchurch (Cardiff) 8 — Keyan (Manchester City) 8 — 3. dcild. Lelghton (Barnsley) 16 i Biggs (Bristol Rovers) 13 — Dougan (Peterborough) 12 — Lister (Oldiham) 12 — 4. deild. Mcllmoyle (Carlisle) m Stufobs (Torquay) 1ö — Carr (Workington) 11 — Green (Bradford City) U —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.