Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 25. okt. 1963 Starfsliði fækkað á Kefla- þær, að fjárveiting til fiotans hefur verið skorin niður um 28 millj. dollara. Um 100 íslenzkum og um 30 bandarískum borgur- um mun verða sagt upp á næst- unni. — Tilkynningin fer hér á eftir. 1. Tiigangur. ^Með tilkynn- ingu þessari tilkynnist öllu starfs fólki flotastöðvarinnar um fyrir- hugaða fækkun á bandarísku og íslenzku starfsliðL 2. Ástæður. (a) Fjárveiting til rekstrar og viðhaldsdeilda flotans fyrir fjár- hagsárið 1964 var skorin niður um nálega 28.000.000,00 dollara- Þess vegna verður flotinn nú að gæta sparnaðar í efni, innkaup- um og vinnukrafti til allra stöðva sinna, hvar sem þær eru stað- setfar. (b) Þessi, stöð hefir einnig ónóg fjárráð til að halda allt það starfslið, sem nú er i þjón- ustu hennar, og þrátt fyrir ítrek- aðar beiðnir um aukna fjárveit- ingu hefir oss verið tilkynnt, að litlar líkur séu til þess, að vér fáum umbeðna fjárhagslega að- stoð. (e) Kauphækkanir þær, sem undanfarið hafa orðið á íslandi, gera oss einnig erfiðara um vik í þessum efnum. Þar eð varnar- liðinu er skylt samkvæmt samn- 'ingum að greiða kaup í samræmi við íslenzkar kaupgreiðslur, hef- ir ekki verið um annað að ræða en að hækka kaupið í samræmi við þær. En með því að oss hafa eigi verið látin í té aukin fjár- ráð til að standa straum af kaup- hækkununum, er nauðsynlegt að fækka starfsfólki voru í sam- ræmi við fjárúthlutun til stöðv- arinnar. • víkurflugvelli MBL. hefur borizt tilkynning frá I son, þar sem skýrt er frá fyrir- yfirmanni flotastöffvarinnar á hugaffri fækkun starfsfólks Keflavíkurflugvelli, S. E. Elli- | varnarstöffvarinnar. Ástæffur eru Helga Davíffsdóttir og skúringafatan krónur; hin missti tösku sína með gleraugum og öðr um persónulegum hlutum, en í buddu hennar voru aðeins þrjár krónur. Við hittum Helgu Davíðs- dóttur Freyjugötu 36, sem er 75 ára gömul, í Fálkanum, þar sem hún skúrar gólf, Helga sagði: „A mánudagskvöldið lauk ég við skúringamar um hálf níu leýtið, eins og vanalega. Ég gekk upp Skólavörðustíg- inn, á gangstéttinni hægra megin. Gatan var mannlaus eins og svo oft á þessum txma, og engir bílar sjáan- legir, því öll umferð er bönn uð um götuna að kvöldlagi vegna Hvítabandsins. Þegar ég koma að Bjarnastíg veit ég ekki fyrri til en þrír ná- ungar koma aftan að mér, þrífa töskuna úr hendi mér, og sá ég þá síðast hverfa að þeir höfðu lítið upp úr krafsinu af lausum aurum, því ég var aðeins með þrjár krónui*' í buddunni, en að sjálfsögðu var ýmislegt í töskunni, sem mér þótti leitt að missa, svo sem gleraugun mín.“ „En þeir hafa ekki barið þig og beitt þig hörðu?“ „Nei, þeir létu það nú vera en það hefði þeim svo sem verið í lófa lagið. Mér finnst lúalegt af svo frískum piltum að veitast að. gamalmennum. Þeir sáu og að ég er hölt, og gat ekki veitt þeim eftirför". „Heldurðu þetta hafi verið gert af ævintýramennsku eða af fjárskorti?" „Þeir voru örugglega eftir aurunum mínum. Eins og ég sagði áðan voru þetta ungling ar, líklega skólapiltar, og þá hefur vantað peninga fyrir bíó, sælgæti eða jafnvel brennivíni, um það skal ég Þeir réðust á mig, haita og gamla — en höfðu aðeins þrjár krónur upp úr krafsinu Þjófnaðir, rán, líkams- meiðingar og aðrir óknytt ir virðast fara vaxandi hér í höfuðborginni og líður varla svo dagur að ekki megi lesa um slíkt á síðum dagblaðanna. Frá því var skýrt í Morg unblaðinu í gær, að tvær konur hefðu lent í þjófahöndum nú í vikunni, og brá blaðamaður Mbl. sér á þeirra fund í gær og bað þær segja sögu sína. Önnur varð fyrir allmiklu tjóni, því þjófurinn hafði á braut með sér aleigu hennar í lausu fé, 11,600 niður Kárastíginn." „Voru þetta ungir piltar?“ „Já, ungir og vel klæddir piltar á aldrinum 17-18 ára. Þeir gættu þess vel að láta mig ekki sjá framan í sig. Ég varð logandi hrædd og gat varla komið upp hljóði, enda hefði það þýtt lítið, þar sem enginn var á næsta leiti. Ég get huggað mig við það, Ég svaf fyrir ólæstum dyrum og aleigan í tösku á stól i stofunni Jóna Ólafsdóttir, Baróns- stíg 53, heitir hin konan, sem varð fyrir barðinu á þjófum s.L miðvikudag. Hún er 64 ára gömul og vinnur að saum um heima hjá sér. Hún var einmitt að pressa drengjabux ur, þegar okkur bar að garði. Jóna fór með okkur inn í stofu benti á dívan og sagði: „Ég lagðist þarna og fékk mér smáblund um hálfþrjú leytið, eins og ég hef alla tíð gert. Tvær handtöskur, sem ég á, voru á stól við dyrnar, alveg á sama stað og þær eru núna. Klukkustund síðar vaknaði ég og sá þá hýar töskurnar voru frammi á gangi, sitt hvoru megin við hurðina. „Hvérnig stendixr á þessu,“ hugsaði ég og hugaði að peningum þeim, sem ég geymdi í annarri töskunni. Þeir voru horfnir, og síðan hefur ekkert til þeirra spurzt" „Varð enginn í húsinu var ekki fullyrða. Nú á dögum virðist allt snúast um pen- inga og skemmtanir." „Hvað ertu búin að vinna hér lengi, Helga?“ „í sextán ár, og alltaf við skúringar. Ég varð ekkja fyr- ir 12 árum og síðan hef ég þurft að vinna fyrir mínu brauði, og skammast mín ekk ert fyrir það, nema síður sé.“ við mannaferðir?" „Jú, konan uppi á lofti mætti karlmanni í stiganum, þegar hún fór út í búð; hann var þá á uppleið. Þegar hún kony til baka aftur var hann á leiðinni niður stigann. En hún tók ógjörla eftir honum, enda farin að eldast, og al- gengt að mæta ókunnugu fólki hér í stiganum." „Hlýtur þetta ekki að hafa verið kunnugur maður, fyrst hann gekk svona rakleitt að peningunum?“ „Ekki get ég ímyndað mér það. Hingað koma ekki marg ir nema viðskiptavinir í sam bandi við saumaskapinn. En eitt er víst að hann hefur ekki bankað, því þó ég sofi fast vakna ég alltaf ef ein- hver knýr dyra. Hins vegar býr systir mín hér í húsinu og hún gengur út og inn, án þess ég vakni.“ „Þetta er ef til vill mátu- legt á mig,“ hélt Jóna áfram, „fyrst ég er svo kjánaleg að sofa fyrir ólæstum dyrum með alla aleiguna í tösku á stól við dyrnar. En ég er bú- in að eiga hér heima í tutt- ugu ár og aldrei saknað neins þó dyrnar hafi ekki alltaf verið læstar. Og þó ég hafi nú misst alla peningana mína hef ég svo sem oft verið fá- tækari. Ég var ein með fjögur börn og þá var ekki alltaf björgulegt um að litast. Nú eru þau öll orðin uppkomin og barnabörnin farin að txú- lofa sig. — Svo fæ ég bráð- um peninga fyrir buxurnar sem ég er nú að pressa." Hg (d) í þeim tilgangi að fyrir- fram ákveða ofangreinda fækk- un starfsliðs, var forstöðumönn- um allra deilda falið að endur- skoða gaumgæfilega sérhvert starf, er borgaralegir starfsmenn inna af hendi, til þess að ganga úr skugga um, hvort unnt væri að láta aðra starfsmenn taka við skyldum viðkomandi starfs- manns, eða hvort leggja mætti stöðuna niður, án þess að slíkt hefði í för með sér alvarleg áhrif á nauðsynlegar fram- kvæmdir. 3. (a) Fækkun bandarískra starfsmanna verður framkvæmd samkvæmt tilvísun (a). Þeim borgaralegu starfsmönnum, er sagt verður upp starfL verður veittur eins mánaðar uppsagnar- frestur í starfi., Ef viðkomandi óskar eftir að taka út frí sitt eftir ofangreindan mánaðar tíma, er honum það heimilt, en þó eigi síðar en innan næstu tveggjy mánaða. Starfsmönnum þeim er hafa í hyggju að segja upp starfi hér á landi, og ætla að dvelja á íslandi eftir þann tíma, er heimilt að gera það Avenær sem er áður en tilskyld- ur þriggja mánaða uppsagnar- frestur rennur út. (b) Starfsliði skrifstofu starfs mannahalds hefir verið falið að veita fólki því, sem fækkun þessi tekur til, alla þá aðstoð er við verður komið, svo sem að ráð- stafa heimferð, útvega annað starf, o. s. frv. Frekari leiðbein- ingar verða látnar í té einstak- lingum þeim er ofangreind fækk un í starfsmannahaldi nær til. (c) íslenzku starfsfólki verð- ur sagt upp starfi eftir því sem þörf krefur innan sérstakra starfsgreina. Uppsagnir starfs- fólks mimu að sjálfsögðu miðast við slík atriði sem lögheimili, starfsaldur í þjónustu varnai> liðsins, starfshæfileika og hæfni og aðrar kröfur samkvæmt ís- lenzkum lögum og venjum. (d) íslenzku starfsfólki, er sagt verður upp starfi, verður veittur uppsagnarfrestur sam- kvæmt íslenzkum lögum og/eða viðeigandi samningum. (e) Ráðningarstjóri varnar- máladeildar utanríkisráðuneyt- isins mun halda skrá yfir þá einstaklinga, sem sagt er upp starfi vegna framangreindrar Framh. a bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.