Morgunblaðið - 25.10.1963, Side 22

Morgunblaðið - 25.10.1963, Side 22
22 Mf>RGUHBLAÐID FSstudagur 25. okt. 1963 Sölumaður fer austur um land til Akureyrar eftir næstu helgi. Vill hæta við sig vörusýnishornum. — Upplýsingar í síma 15945. Skrifstofustúlka óskast sem fyrst. Verzlunar- eða Samvinnuskóla- menntun æskileg. — UppL í síma 33614. Stúlka óskast iil afgreiðslustarfa í matvöruverzlun nú þegar. — Upplýsingar í síma 19453. Til sölu Tilboð óskast í eftirtaldar sérleýfis og hópferða- bireiðir. Mercedes Benz 33 farþ. árg. 1957 Scania Vabis 36 farþ. árg. 1955 Volvo 37 farþ. árg. 1955 NORÐURLEIÐ H.F. — Afþakkaði Framh. af bls. 3 ljóst var, að Júní þyrftj hans aðstoðar ekki með. Á stað þeim, sem Júní strandaði á, var fremur kyrrt í sjó, en hefði hann strandað utar á nesinu hefði líklega verr farið, því mikið brim var þar. Um borð voru konur fimm skipverja, þar á meðal Hauks Hallvarðssonar. Ætluðu konurnar með mönnum sínum í siglinguna. Júní var ekki í hættu um nóttina, þrátt fyrir mikið rok, og þótti engin ástæða til að flytja konurnar eða skipverja í land. Halldór skipstjóri var í talsambandi við Hauk og gaf honum ýmsar ráðleggingar til að ná togaranum út. Haukur harðneitaði tilboðum frá Stapa felli og Þorsteini þorskabít um að setja vir í skipið til að draga það út, enda yrði slíkt talin björgun að meira eða minna leyti, sem greiða þyrfti björgunarlaun fyrir. Þegar líða tók að morgni tókst Hall- dóri skipstjóra að komast um borð í Júní. Um borð var allt með kyrr- um kjörum og tóku menn ó- happinu af stakri ró, ekki sízt konumar. Var þess beðið, að aftur tæki að flæða að. Þá átti að reyna að beita saflvél- unum.til að ná honum út. Þeg- ar mesta útfall var hallaðist Júní nokkuð, mest 20 gráður, en hann rétti sig við aftur strax og tók að falla að. Vatni og olíu var dælt úr öftustu tönkunum til að létta skipið. Á áttunda tímanum um morguninn náðist Júní á flot aftur. Fór hann til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur, þar sem athug- un fór fram á togaranum hjá Slippnum. Kom í ljós, að skemmdir eru veigalitlar, dældir á kili og skrúfublað lítilsháttar bogið. Júni fór aftur úr slippnum upp úr hádegi og hélt þegar af stað með 120 tonn af fiski til sölu á markaði í Grimsby. Júní var smíðaður í Englandi árið 1950. JAPANIR LÁNA INDVERJUM Tokíó, 24. okt. — AP: — Stjórn Japans tilkynnti í dag, að hún hefði ákveðið að veita Ind- verjum 65 milljón dollara lán til þriðju fimm ára framkvæmda- áætlunar Indlands-stjórnar. Ullar kjólar verð kr. 985— — Mikið újval — MARKAÐURINN Laugavegi 89. \ ,Ti! sölu togútbúnaður, hlerar, rúllur og gálgar. UPPLÝSINGAR í SÍMA 51297. Herbergisþernur — Kaupmannahöfn 2 duglegar stúlkur vanar heimilis- og hótelstörfum óskast á 1. ílokks hótel í Kaupmannahöfn. Góð laun, fæði og húsnæði. Skriflegar umsóknir með meðmælum ef til eru, sendist til Park Hotel, Jamérs Plads 3 Kpbenhavn. Dieselvélaeigendur Höfum opnað nýtt verkstæði fyrir viðgerðir og stillingar á olíukerfum dieselvéla. Einnig önnumst \ið viðgerðir á dieselvélum. Aðaláherzla lögð á góða og vandaða vinnu. Nafn verkstæðisins er BOGI H.F. Súðarvogi 38 Rvík sími 36057. Sigurður og Kristján Finnbogasynir. SÓLARGEISLI HÚSMÓÐURINNAR i' Uppselt á „Dýrin44 FYRSTA sýning á þessu leikári var sl. sunnudag á barnaleikn- um Dýrin í Hálsaskógi. Uppselt var á sýninguna og seldust allir miðar á skömmum tíma. Fram- vegis verður leikurinn sýndur kl. 3 á sunnudögum. „Dýrin“ verða sýnd um næstu jól bæði I Osló og Kaupmannahöfn, en 1 báðum þessum borgum var leik urinn sýndur á sL leikári. Það virðist svo að börn geti séð leik inn aftur og aftur og er auðsætt að yngsta kynslóðin kann vel að meta þetta skemmtilega leikrit. — Keflavíkurflug- völlur Framh. af bls. 10 fækkunar starfsfólks, til þess að tryggja þeim forgangsrétt á stöð- um er kunna að losna, svo fram- arlega sem þeir eru hæfir til slíkra starfa. 4. Tilkynningar. Jafnskjótt og endanleg ákvörðun hefir ver- ið tekin varðandi framangreind- ar uppsagnir einstakra starfs- manna, mun skrifstofa starfs- mannahalds gefa út akriflegar tilkynningar þess efnis, en for- stöðumenn deilda afhenda þser viðkomandi starfsmönnum. S. E. ELLISON.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.