Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. okt. 1963 Útgeíandi: Hí. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.istraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. EFTIRLIT MEÐ SKA TTFRAMTÖL UM ví miður verður því ekki neitað, að skattsvik hafa verið landlæg hér á landi um langt skeið og almennings- álitið á þann veg, að það væri ekki sérlega saknæmt að svíkja undan skatti, ef hægt væri að koma því við. Þetta byggðist að sjálf- sðgðu fyrst og fremst á því, að skattalög voru hér með þeim hætti, að í rauninni mátti segja að skattsvik væru lögboðín, einkum að því er atvinmirekstur varðaði, því að mjög erfitt var að reka fyrirtæki og tíunda allar tekjur-. Haunar má segja, að skatt- ar á einstaklinga hafi líka verið svo háir, að menn töldu það ekki til stórsynda að skjóta tekjum undan, ef það reyndist unnt. Með skattalagabreytingum þeim, sem Viðreisnarstjórnin hefur gert, hefur orðið grund- vallarbreyting til hins betra, bæði að því er varðar skatta fyrirtækja og einstaklinga. Vegna kauphækkana og verð- hækkana, sem orðið hafa síð- an einstaklingsskattar voru ákveðnir, að skattstigárnir voru að nýju orðnir of há- ic. Nú hefur fjármálaráð- herra lýst því yfir, að á þingi því, sem nú situr, muni verða gerð á þessu breyting til bóta, þannig að skattarnir verði að nýju með þeim hætti, að vel verði við þá unandi. j Fyrst eftir að skattalaga- breytingarnar voru gerðar sást þess ljós vottur, að menn virtu skattalög meira en áð- ttr, og fleiri einstaklingar og fyrirtæki leituðust við að hlíta lögunum samvizkusam- lega. Hins vegar hefur að nýju sótt nokkuð í gamla horfið og byggist það auðvit- að fyrst og fremst á því, að skattafrádráttur frá tekjum einstaklinga var ekki orðinn eins mikilvægur og þegar lög- in voru sett, eins og áður var að vikið, og menn töldu þess vegna ekki eins nauðsynlegt samvizku sinnar- vegna að telja fram allar tekjur sínar. í Nú hefur verið tilkynnt, að sett verði upp sérstök eftir- Hts- og rannsóknardeild við embætti ríkisskattstjóra til að hafa víðtækt og strangt eftirlit með framtölum og framkvæmd laga um tekju- og eignaskatt, útsvör, að- stöðugjöld og söluskatt. Þess- arar stofnunar er brýn þörf, og ber að fagna ákvörðun um v hana. HEILBRIGÐ FRAMKVÆMD SKATTALAGA í því leikur enginn vafi, að ^ langvarandi virðingar- leysi fyrir skattalögum hefur ekki einungis valdið því, að fjöldi landsmanna hefur brot- ið þessi lög, heldur líka orðið til þess, að menn hafa verið skeytingarlausari um að hlíta annarri löggjöf. Þegar menn á annað borð eru teknir að sniðganga lögin og þúsundir manna komast ó- átalið upp með það, verða menn sinnulausari um virð- ingu fyrir öðrum lögum. Það eru gömul og ný sann- indi, að óheilbrigð lög, sem eru í andstöðu við réttarvit- und fólksins, leiða til þess, að þau verða sniðgengin. Sú var raunin paeð hina óheil- brigðu skattalöggjöf, og það mun taka langan tíma að uppræta það hugarfar, sem ríkt . hefur varðandi fram- kvæmd skattalaga. En þetta hugarfar verður samt að breytast, ef við eig- um í framtíðinni að búa við þroskað og heilbrigt lýðræð- isþjóðskipulag. Frumskilyrði þess að þetta gæti tekizt var auðvitað breyting sjálfra skattalaganna, svo að menn teldu sig ekki knúða til að skjóta tekjum undan skatti. Sú breyting hefur nú verið gerð, og þá er eðlilegt að herða líka eftirlitið, svo að mönnum sé það ljóst, að til langframa munu. þeir ekki komast upp með það að brjóta lögim , Sjálfsagt er affarasælast að fara ekki of geyst í þessu efni. Auðvitað verður að taka hart á þeim, sem sekir gerast um vísvitandi og stórfelld skatt- svik, en við framkvæmd skattalaganna verður að hafa það í huga, að um langt skeið hefur undanskot frá skatti ekki verið talið til mikilla af- brota og þess vegna á að leit- ast við að leyfa mönnum að leiðrétta skattaframtöl sín og koma þeim á heilbrigðan grundvöll, án þéss að taka of strangt á fyrra misferli. Ef þannig verður staðið að framkvæmd málanna, ættu ekki að þurfa að líða ýkja mörg ár, þangað til skatt- svik yrðu talin til alvarlegra mannorðssþjalla og afbrota, sem heiðarlegir menn vildu ekki gerast sekir um. Þá Gilchrist varð hissa — þegar kveikt var í sendiráðinu ANDR.EW Gildhrist var sendiherra Breta á íslandi í „þorskastríðinu”, en hefur að undanförnu verið sendiherra í Indónesíu. Kom hann mjög við sögu þegar Indónesar gerðu aðsú að brezka sendi- ráðinu í Jakarta, grýttu húsið og kveiktu í því. Voru að- gerðir þessar til að mótmaela myndun ' Malaysáu-rikjasam- bandsins. Gildhrist kom heim til Londion s.l. mánudag með flug vél frá Singapore. Á flugvelll- inuim biðu hans fréttaimenn, og sagði hann við þá: Mér mistókst algjörlega að leysa þann vanda, sem mér var falinn^ Til Bretlands kom Gilchrist samkvaemt ósk stjórnarinnar tiil að gefa skýrslu um ástand- ið í' Indónesíu og horfur á framtíðar samvinnu landanna. Er fyrirhugað að hann hverfi aftur ’til Jakarta innan tíu daga. Fréttamenn spurðu sendi- herrann, hvernig honum hefði Andrew Gilchrist orðið við, þegar árásin var gerð á sendiráðið: „Ég varð mjög hissa og leiður“, svaraði Gilchrist. Sagði hann að árás- armennirnir hafi verið mjög vel að sér í fagi sínu og unn- ið skemmdarverk sín vel. — Við ráðum ekki lengur yfir nýlendum á þessum slóð- um og lögðum þá iðju niður á virðulegan hátt. En Indónes- um féll þetta ekki aúástæðum, sem þeim er sjálfum bezt kunnar. Það var verkefni mitt að reyna að koma þeim í skilning um að 100 milljónum íbúa Indónesíu stafaði ekki hætta af 10 milljón íbúum Malaysíu, og að Bretar vildu Indónesíu allt hið bezta. Ég komst að því að þeir voru tregir á að viðurkenna þessa skoðun, og get ég ekki haldið því fram að mér hafi tekizt vel hlutverk mitt hvað það atriði snertir, sagði sendiherr- ann. Þegar þetta gerðist hafði annar hver sendiráðsstarfs- maður verið fluttur úr landi, en eftir brunann í sendiráðinu höfðu skrifstofur þess verið fluttar á heimili Gilchrists. Gilchrist sagði að við brott- för hans frá Jakarta hafi'allt verið með kyrrum kjörum á yfirborðinu, en undir niðri ríkti enn spenna. Reksturstap hjá frystihúsunum Frá aukafundi S.H. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna efndi til aukafundar í Reykja- vík 22. til 23. október 1963 vegna hins alvarlega ástands, sem skap- azt hefur í hraðfrystiiðnaði lands manna. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá flestöllum hrað- frystihúsum innan S.H., sem eru 56 talsins. Fundarstjori var kjörinn- Jón Árnason, alþingismaður frá Akra nesi, og fundarritari Benedikt Guðmundsson. Á fundinum var lögð fram skýrsla nefndar, sem kjörin var á aðalfundi S.H. í júní sl. til að gera athuganir á starfsgrundvelli hraðfrystiihúsanna. Fundurinn fjallaði um starfs- grundvöll frystihúsanna og sam- þykkti svohljóðandi ályktun: „Aukafundur • Sölumiðstöðvar mundi skapast heilbrigt al- menningsálit, sem bezt tryggði réttláta og heilbrigða framkvæmd skattalaga. GLÆSILEGASTA „SKRIFSTOFU- HÖLLIN" 'Th'minn klifar á því dag eft- ir dag, að illa sé farið með fjármuni þjóðarinnar, þegar byggðar eru „verzlunar- og skrifstofuhallir,“ eins og blað- ið kemst að orði. Er þar átt við það, að nokkuð hefur verið byggt áf húsnæði til atviiinurekstrar að undan- förnu í þágu verzlunar og iðn- aðar, en slíkum byggingum var mjög þröngur stakkur skorinn meðan hér var fjár- festingareftirlit. hraðfrystihusanna, haldinn 1 Reykjavík 22.—23. október 1963, ítrekar fyrri ályktanir frysti- húsaeigenda um hið alvarlega ástand í hraðfrystiiðnaði lands- manna vegna síhækkandi rekst- urskostnaðar á meðan sáralítil verðhækkun hefur orðið á fryst- um sjávarafurðum á erlendum mörkuðum. * Niðurstöður nefndar, sem kjör- in var á aðalfundi S.H. í júní sl., til að gera reikningslega at- hugun á starfsgrundvelli hrað- frystihúsana, leiða í ljós, að við núverandi ástand er reksturstap, sem nemur um 14% af söluverð- mæti. Hlýtur það óhjákvæmilega að leiða til algjörrar reksturs- stöðvunar. Til þess að leið- rétta sta-rfsgrundvöll frystihús- anna, bendir fundurinn m. a. á eftirfarandi atriði: „Að vextir Seðlabanka íslands á afurðalánurri verði lækkaðir í 3% og útlán hans aukin í % al fob. verði. Að útflutningsgjöld, 7,4%, verði afnumin og tekna í þeirra stað aflað á annan hátt Að aðstöðugjald af fiskvinnslu verði afnumið. Að tollar á vélum og vara- hlutum til frystingar og annars fiskiðnaðar verði afnumdir. „Að frestað verði í 1 ár að innheimtá afborganir af stofn- lánum sjávarútvegsins. ‘ Að rafmagn til fiskvinnslu verði lækkað. Að því leyti, sem framangreind ar ábendingar nægja ekki til þess að heildarlagfæring á núverandi starfsigrundvelli frystihúsanna nerni að minnsta kosti 14% af söluverðmæti, miðað við núver- andi hráefnisverð og kaupgjald, ;þá verði það bætt á annan hátt Fundurinn tekur það skýrt fram, að frekari kaup og verð- hækkamir en þegar eru orðnar, er óhugsandi, að frystihúsin taki á sig þrátt fyrir umrædda 14% Væntanlega skilja þó allir menn, að því aðeins getur orðið framþróun í iðnaði og verzlun, að hægt sé að byggja nýtízku húsnæði til að stunda þennan atvinnurekstur, og því aðeins verða þessar at- vinnugreinar almenningi til hagræðis og til þess að bæta lífskjör hans, að þar gæti nýjunga og framfara. Þess vegna er ekki fremur ástæða til að amast við slíkum fram- kvæmdum, en öðrum þeim, sem skapa atvinnu og bætt vinnubrögð. En meðal annarra orða: Ef þetta er óþjóðholl starfsemi, hvernig stendur þá á því, að SÍS og dótturfélög þess hafa byggt glæsilegasta skrifstofu- húsið í Reykjavík síðustu árin? leiðréttingu, nema til komi sér- stakar bætur í einu eða öðru formi til þess a| mæta slíkum hækkunum. Fáist ekki samkomulag um rekstursgrundvöll fyrir hrað- frystihúsin, sem að dómi stjórnar S.H. er viðunandi, samþykkir fundurinn að fela stjórn S.H. að leita umboðs frystihúsanna til rekstursstöðvunar.** f>á samþykkti fundurinn svo- hljóðandi ályktun: „Aukamundur S.H., haldinn 1 Reykjavík í október 1963, sam- þykkir, að unnið verði að því, ásamt öðrum hagsmunafélögura sjávarútvegsins, að stofna stéttar samband framleiðenda fjjávaraf- urða.“ Kaus fundurinn þriggja manna nefnd, sem vinna skal að þessum málum og skila áliti á næsta aðal fundi S.H. í nefndinni eru: Elíar Þorsteinsson, Einar Sigurðsson og i Guðmuiyiur H. Garðarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.