Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADIÐ ÞriðjiWagur 12. nóv. 1963 Sveinn Guðmunds- son form. Varðar AÐALFUNDUR Landsmálafé lagsins Varðar var haldinn í gær kvöldi. Höskuldur Ólafsson, for maður félagsins, setti fundinn og tilnefndi Birgi Kjaran, hagfræð- ing, sem fundarstjóra. Fundarrit- ari var Einar Guðmundsson, skrifstofustjóri. í upphafi fundar las fundar- stjóri upp inntökubeiðnir frá um 30 mönnum og voru þær allar samþykktar. Formaður félagsins flutti siðan skýrslu stjórnarinnar og bar hún Sveinn Guðmundsson með sér að starf félagsins hefði verið mikið og fjölbreytt á árinu. Starfsemi félagsins hefði mjög mótazt af Alþingiskosningunum og undirbúningi þeirra, bæði með fundahöldum og virkri þátt- töku félagsmanna. f lok ræðu sinnar lýsti formaðurinn því yf- ir, að hann mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs og færði hann félagsmönnum og samverkamönn um sínum í stjórninni þakkir fyr- jr mikil og góð störf. Hvatti hann og félagsmenn til virkrar baráttu í þágu félagsins og Sjálfstæðis- flokksins. Sveinn Björnssion, gjaldikeri félagsins, las upp reikninga þess sem siíðan voru samþykktir. Þá fór fram stjórnarkjör og var Sveinn Guðmundsson vélfræð- ingur kjörinn fonmaður Varðar. Aðrir í stjórn voru kosnir Sveinn . Björnsson kaupmaður; Eyjólfur ( K. Jónsson ritstjóri; Jón Jónsson skrifstofustjóri; Þórður Kristjáns I son kennari; Benóný Kristjáns- son pípulagningameistari og Már Elísson hagfræðingur. í vara- stjórn voru kosnir: Ágúst Haf- berg framkvæmdastjóri; Ólafur Jónsson málarameistari og Jón Kristjánsson verkstjóri. Endur- skoðendur voru kosnir Gutt- ormur Erlendsson og Már Jó hannsson og til vara Ottó J. Ólafsson. Að loknu stjórnarkjöri kvaddi ihinn nýkjörni formaður Sveinn Guðmundsson gér hljóðs og þakk aði það traust sem honum hefði verið sýnt og bar fram sérstakar þakkir til fráfarandi formanns, fyrir góð störf í þágu félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Pétur Sigurðsson alþingis- maður fróðlega ræðu um við- horfin í launamálum Rakti hann orsakir og afleiðingar þeirrar kaupgjaldsbaráttu sem nú stæði yfir í landinu og hvað fram- undan væri í þeim málum. Benti Pétur á hve illa samtök atvinnu- rekenda og launþega væri skipu lögð og hve þýðingarmikið það væri fyrir þjóðina að báðir aðilj- ar bættu úr því skipulagsleysi. Taldi ræðumaður að þörf væri á hagstofnun fyrir vinnumarkað inn, sem bæði launþegar og vinnuveitendur stæðu að ásamt sérfræðingum ríkisstjórnarinnar. Starf þeirrar stofnunar ætti að miðast við að fylgjast með þró- un launamála í landinu, þjóðar- framleiðslanunni og greiðslugetu hennar, verðlagi, hvernig auka mætti framleiðni o. fl. Einnig ætti slík stofnun að geta starfað sem gerðardómur í' ýmsum deilum. Frá slökkvistarfinu viff hús Egils Vilhjálmssonar í fyrrinótt. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.). Mikið tjón af eldi í bygg- ingu Egils Vilhjátmssonar MIKIÐ tjón varð í fyrrinótt í bifreiðaverkstæði Egils Vil- hjálmssonar inni við Vatnsþró. Kviknaði eldur í vélaverkstæði á annarri hæð, og skemmdust Vantar vitni Fknmtudaginn 31. 10. um kl. 12 á hádegi varð harður árakstur við umferðarljósin við Laugaveg og Nóatún. Rákust pallbifreið og Jaguar fólksbifreið saman og urðu miklar skemmdir, ein.kum á Jaguarnum. Palibifreiðinni var ekið vestur Laugaveg og senni- lega bílar á eftir. Biður rannsókn arlögreglan þá sem kynnu að hafa orðið vitni að þessum árekstri að gefa sig fram. Athöfn vegna 3 alda afmælis r Arna Magnús sonar HÁSKÓLI ÍSLANDS og Hand- ritastofnun íslands gangast fyr- ir athöfn í hátíðasal Háskólans á þriggja alda afmæli Árna Magnússonar n.k. miðvikudag 13. nóv. kl. 5,30. Þar flytur forstöðu- maður Handritastofnunar, dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor, fyrirlestur um Árna Magnússon, ævi hans og starf. Öllum er heimill aðgangur að athöfn þessari. Bátur brennur og sekkur á Skagafirði — Mannbjörg 20—30 bílmótorar. Auk þess varð tjón á húsinu. Kl. 4.16 tilkynnti lögreglan slökkviliðinu, að eldur væri laus í húsinu. Mun lögreglunni hafa verið tilkynnt fyrst um brunann. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn var eldur í þaki við reyk- háf yfir verzluninni og í klefa við vélaverkstæði á annarri hæð. Var þekjan rofin og veggplötur rifnar frá klefanum, til þess að auðvelda slökkvistarfið. Gekk það vel, og hafði eldurinn ver- ið slökktur kl. hálfsex. Ekki var víst um eldsupptök í gær. Allmikið tjón varð á húsinu Háskólafyrir- lestrar í dag og á fimmtudag DR. Valter Jansson, prófessor í sænsku við Uppsalaháskóla, flyt ur tvo fyrirlestra í boði Háskóla Islands, sem hér segir: Þriðjudaginn 12. nóv.: „Is- lándskans stállning bland de nordiska spráken". Fimmtudaginn 14. nóv.: „Her- mann Paul — Ferdinand de Saussure — Adolf Noreen“. Fyrirlestrarnir verða haldnir í I. kennslustofu Háskólans og hefjast báða dagana kl. 5.30 e.h. Öllum er heimill aðgangur. af völdum elds, reykjar og vatns, en einna tilfinnanlegasta tjónið varð á bílmótorum, sem voru nýuppteknir. Þarf að gera þá alla upp á nýtt. • MÁLFUNDAKLÚBBUR Málfundaklúbbur hefur starfsemi sína n.k. miðviku- dagskvöld kl. 20.30 í ValhöLL • HELGARRÁÐSTEFNA Helgarráðstefna um stefnu skrá HEIMDALLAR hefst n.k, laugardag kl. 14.00 í Valhöll. • RAUÐA BÓKIN Rauða bókin, leyniskýrsl- ur SÍA, er til sölu á skrif- stofu Heimdallar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér þennan gagnmerka vitnisburð um eigið mat kommúnista á starfsaðferðum þeirra og markmiðum. • NÝIR FÉLAGAR Komið á skrifstofu Heim- dallar og kynnið ykkur fjöl- breytta starfsemi félagsins. AÐFARANÓTT föstudags kviknaði í vélbátnum Jökli SK 131 á Skagafirffi. Tveir menn, sem á bátnum voru, björguffust í gúmmíbáti, en vb Jökull sökk á laugardags- morgun. Mbl. talaði í gær viff annan mannanna, Steingrím Garðarsson, og sagðist honum svo frá: — Við Friðrik Friðriksson, sem verið hefur með skipið í haust, fórum í róður frá Sauð- árkróki á föstudaigskvöld. Um nóttina, þegar við vorum stadd ir um tveggja og hálfs tíma siglingu frá Sauðárkróki, þrjár milur norður af Málmey, urðum við þess varir, að kviknað var í bátnum. Eldur- inn var aftur í vélarrúmi, en við vorum báðir staddir frammi í lúkar. Tel ég full- víst, að eldurinn hafi kvikn- að út frá rafmagni. — Við reyndum fyrst að slökkva eldinn með slökkvi- tækjum, en það bar engan ár- angur. Við réðum ekki við neitt. í tækjunum var tetra- klór-vökvi, sem ég tel mjög varhugaverðan. Af honum leggur baneitraða fýlu, svo að manni verður illt af að anda henni að sér, og hef ég ekki náð mér enn. .r-ð auki virtist vökvi þessi ekkj hafa nokkur áhrif á eldinn. — Þegar við sáUm, að við mundum ekki geta heft eld- inn, rukum við í að ná gúm- bát lausum af stýrishúsþak- inu. Mátti ekki tæpara standa, að við næðum honum, því að rúðumar í stýrishúsinu voru farnar að springa, þegar við náðum bátnum niður og sett- um hann út. Áður en við fór- um í bátinn, náðum við sam- bandi í talstöðinni við Akur- eyrartogarann Svalbak. Mun hann hafa tilkynnt Siglufjarð- ar-radíói um atburðinn, en það náði aftur sambandi við Hofsós. Þaðan var sendur bát- ur til okkar, sem síðar segir. — Sunnangola var á, 3 vind stig, en talsverður norðansjór. Við settum út drifakkeri og biðum, þangað til okkur var bjargað eftir tvo klukkutíma. Það var báturiinn Haraldur Ólafsson frá Hofsósi, skip- stjóri Einar Jóhannsson. — Reynt var að slökkva í vb Jökli, og tókst það að mestu, en þá var lítið eftir nema um- gjörðin. Haraldur ólafsson tók Jökul í slef, en hann sökk um kl. átta á laugardagsmorgun. — Vb Jökull SK 131 var tíu tonna dekkbátur, — ekki súðbyrðingur, heldur stokk- byrtur eikarbátur.í honum var 46 hestafla Manniheim-vél. — Skrokkurinn var frá árinu 1928, en skipið var algerlega endurbyggt á Akureyri fyrir fjórum árum. 15 hnútar \jS SV 50 trnutar X Snjó&oma f 06i 7 Skúrir K Þrumur 'W&Z HuUaski! Hitatkt Hmi LmaS ] Norðlæg átt hefur verig ríkj- sú stöð er hæst frá sjáivarmá'li andi í nærri hálfan mánuð. og lengra inn í landi en aðrar Þó hafa komið kyrrir dagar stöðvar hérlendis. !og dregið úr fros-ti á milli. Lægðin yfir vestanverðum í gær um hádegið var frost- Bretlandseyjum er á hreýf ið 1-9 stig, mest í Möðrudal, ingu NNA og mun herða á eins og vænta má, þar sem norðanáittinni í bili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.