Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 5 SAAB SAAB — sænski bíllinn með flugvélagæðunum — er hann nefndur. Nýlega var hundrað- asta SAAB — bifreiðin af- hent hér í Reykjavík, og voru Bíllinn sem valt á Snæfellsnesi og kom niður á þakið. Takið eftir grindinni í kringum framrúðuna. Ein af flugvélunum frá SAAB kaupanda hennar, Karli Grön vold, afhentir ýmsir aukahlut ir með henni í tilefni af þessu af Sveini Björnssyni, umboðs manni SAAB á íslandi. Morgunblaðið hitti nýlega að máli Svein Björnsson og Bertii Gustafsson, sænskan sérfræðing frá SAAB — verk- smiðjunum, sem hingað kom til að halda námskeið í með- ferð SAAB — bíla og ræða við eigendur þeirra um þau vandamál, sem upp kunna að hafa komið. Námskeiðið var haldið í húsakynnum Vólskólans í Sjó mannaskólanum, og færði Sveinn Björnsson skólastjór- anum, Gunnari Bjarnasyni, þakkir fyrir hjálpsemina og fyrirgreiðslu alla. Viðgerðar- menn, hvaðanæva af landinu, sóttu námskeið þetta, svo sem frá Akureyri, Akranesi og víð ar. Var nýr bíll tekinn í sund ur, stykki fyrir stykki, undir umsjón sérfræðings Bertil Gustafsson. Elztu SAAB — bílarnir hér lendis eru nú 3 ára og keyrð- ir 65—70 þúsund kílómetra og hafa þeir yfirleitt reynzt vel. Eitt meginatriðið í bygg- ingu SAAB ér það, hve loft- mótstaðan er lítil miðað við aðrar bílategundir. Hún veld- ur því, að hægt er að komast af með minni mótor og spar- neytnari. Loftmótstaða SAAJ3 er talin vera 0,35, en á þeim bifreiðum, sem hér tíðkast, er hún allt upp í 0,53, og er SAAB allægstur. Er það vafa laust að þakka því, að SAAB verksmiðjurnar framleiða jafnframt flugvélar. Framrúðuumgerð SAAB — bifreiðarinnar er sérstaklega styrkt með stálbitum, og var blaðamanni sérstaklega sýnt stálið. Ein af meðfylgjandi myndum sýnir SAAB—bíl eft- ir veltu á Snæfellsnesi, og kom bíllinn niður á þakið. Sjá má, að stálgrindin hefur hlíft ökumanni. Þess má geta, að eigandinn pantaði sér SAAB aftur. Að lokum þetta, til að sýna fram á hið nána samband bíls og flugvélar í þessum bíl, að prestur nokkur á Snæfellsnesi á SAAB, og krakkarnir í kaup túninu kalla bílinn aldrei annað en „speedkerru prests- ins.“ Sveinn .Björnsson og Bertil Gústafsson. FRHTIR Bazar verkakv ennafélagsin. Fram- íóknar er 1 Góðtemplarahúsinu I dag kl. 2 e. h. Komið og gerið góð kaup! Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunn- ar hefur kaffisölu og bazar í Sigtúni aunnudaginn 17. nóvember 1963 og hefst kl. 2 e. h. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt helöur fund í kvöld 1 Sjálfstæðishúsinu kl. 8.30. Félagsmál. Til skemmtunar verður; Aðaiheiður Georgsdóttir sér Um kveðskap. Nokkrar konur sýna eldgamla búninga. Upplestur. Félags- konur og aðrar Sjálfstæðiskonur fjöl- menni og mæti stundvíslega. Stjórnin. Kvenstúdentafélag íslands. Fundur 1 Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudag- inn 13. nóvember kl. 8.30 eftir hádegi. Prófessor Sigurður Nordal talar á fundinum. Stjórnin. Bræðrafélag Langholtssafnaðar held- ur félagsfund miðvikudaginn 13. þ.m. kl. 8.30 edi. í SafnaðarheimUinu. — Stjórnin. Óháði söfnuðurinn. Félagsvist í kvöld kl. 8.30. Fjölmennið, takið með ykkur gesti. Stjórnin. Reykvikingaféiagið heldur skemmti- fund að Hótel Borg miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8.30 e.h. Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjóns- son syngja. BIMBÓ-tríóið spilar. _ Happdrætti. Dans. Fjölmennið stund- víslega. Stjórnin. Kvenfélagið Aldan heldur fund miðvikudaginn 13. nóvember kl. 8.30 að Bórugötu 11. Spiluð verður félags- vist. Stjórnin. Kvöldsamkomur verða í Frikirkj- unni alla þessa viku. Odd Vannebo bassasöngvari syngur. Ailir velkomn- ir. Erling Moe. Skotfélag Reykjavíkur. — Æfing að Hálogalandi kl. 8,30 á miðvikudögum. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, Frk. Karólína Arn- heiður Magnúsdóttir Snorrabraut 24 og Bogi Sigurðsson Vestur- götu 144, Akranesi. Heimili ungu hjónana verður á Akranesi. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Árelíusi Nielssyni, ungfrú Kristrún Jónsdóttir bankaritari og Njörður Tryggvason verkfræð ingur, heimili þeirra er í Tjarn- argötu 10 A. Nýlega hafa opinberuð trú- | íbúð óskast Þrennt í heimili. Uppl. í síma 38399. Bazar Kvenfélagið Heimaey held- ur bazar miðvikud. 13. nóv. kl. 2 í Góðtemplarahúsmu, uppi. Starfsstúlka óskast á Kópavogshælið. Uppl. í síma 41500 og 41504. [ Atvinnurekendur Get tekið að mér auka- virmiu á kvöldin. Margt kemur til greina. Hef meira bílstjórapróf. Uppl. í síma 41275 eftir kl. 8 sd. Til sölu notaður barnavagn oig kerra. Uppl. í síma 41369. lofun sína ungfrú Jenný Óla- dóttir, Patreksfirði og Kristján Jóhannesson á sama stað. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Jóna Eiríksdóttir, Helgastöðum, Biskupstungum og Árni Guðmundsson, Hafnargötu 44 í Bolungavík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Svava Eiríks- dóttir, Helgastöðum, Biskups- tungum og Sigurður Egilsson, | Kirkjubóli, Eyrarbakka. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Valdís Þórarinsdótt- ir, Þórshamri, Hornafirði og I Hreinn Hermannsson, Gautlönd- um, Mývatnssveit. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Ida Einarsdóttir hjúkr- unarkona og Páll V. Sigurðsson, stud. philol. Nýlega opinberuð trúlofun sína ungfrú Helena Hilmis, Vestur- götu 65 og Hjörleifur Herberts- son, Tunguvegi 15. S.l. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Erna Hall- grímsdóttir frá Hellu, Rang. og Finnbogj Böðvarsson frá Eski- firði. Húsgagnasmiður óskast eða maður vanur verkstæðisvinnu. Uppl. í síma 32265. Skrifstofuhúsnæði óskast, 1—2 herb. á góðum stað. Uppl. í síma 38207 eftir kl. 7 á kvöldin. Herbergi óskast fyrir pilt utan af landi. Uppl.í síma 37373 milli kl. 7—9 á kvöldin. Kvenmaður óskar eftir innheimtustarfi. Hefur bíl. Tilb. óskast sent Mbl. fyrir fimmtudag, merkt: „2525 — 3953“. ATHUGIÐ! að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Til fermingargjafa Morgunsloppar — Hanzkar — Slæður Regnhlífar — Skartgripir og skartgripa- kassar og margt fleira. Báru Austurstræti 14. Skrifstofuhúsnæði til leigu á góðum stað við miðborgina. — Einnig hentugt fyrir teiknistofu, saumastofu, eða annan léttan iðnað. — Upplýsingar í síma 17276, kl. 6—8 e.h. næstu daga. Ný glæsileg 4 herb. íbúð 110 ferm. á 2. hæð við Háaleitisbraut til sölu. — Stórar svalir. Tvöfalt gler í gluggum. Harðviðarhurð- ir og skápar. Um 50 ferm. af nýjum teppum fylgja. Bílskúrsréttindi. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12. Sími 24300 kl. 7,30—8,30 sími 18546. Nýtízku 3 herb. íbúðarhæð um 85 ferm. við Hamrahlíð til sölu. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12. Sími 24300 kl. 7,30—8,30 sími 18546. Styrktarfélag laniaðra og fatlaðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.