Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 21
í>riðjudagur 12. nóv. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 21 Ngo Dinh Nhu — bróöir hans, Diem, forseti — og Van Minh, hershöfðingi, sem nú hefur tekið völdin með byltingu. Ngo- Dinh Diem Þ A Ð var lágskýjað og þungbúið, er Allrasálna- messa — Dagur þeirra dauðu, eins og sumir ka- þólikar nefna hann — rann upp í Saigon. Púðurreyk- urinn steig hægt til him- ins. Fyrir framan Gia Long höll voru um 20 skriðdrek- ar, sem beindu skeytum sínum að henni. Öðru hverju sáust blossar í höll- inni, en alls stóð hríðin að henni í tvær og hálfa klukkustund. Loks, kl. 6.43 að morgni, var dreginn upp hvítur fáni, og byssurnar þögn- uðu. Landgönguliðar úr sjóhernum héldu inn í höll- ina. Þeir tveir fangar, sem þeim lá mest á hjarta að ná, Ngo Din Diem, forseti, og bróðir hans, Ngo Din Nhu, voru þar þó hvergi. Hétt áður en hvíti fáninn hafði verið dreginn að hún, höfðu þeir báðir klæðzt prestsskikkjum, og leitað undankomu um leynigöng. Þremur klukkustundum síðar fundu hermenn þá í kaþólsku kirkjunni í Cho- lon, systurborg Saigon. Her mennirnir óttuðust, að þeir kynnu aftur að komast und an, og þeir tóku því rétt- lætið í sínar hendur: Diem fannst með kúlu í höfðinu; Nhu var barinn, og síðar stunginn til bana. (Byltingarráðið heldur þyí fram, að þeir hafi framið sjálfsmorð. í fyrs'tu tilkynn- ingunni um það sagði, að þeir hefðu tekið eitur; síðar var sagt, að þeir hefðu skotið sig. Hvorug sagan er sennileg, því að rómversk-kaþólskir menn telja sjálfsmorð ófyrirgefan- lega synd). Þannig lauk 8 ára og 6 daga valdaferli Ngo-fjölskyldunnar — fjölskyldu, sem var í senn ákveðin, þrjózk og samheldin, og neitaði jafnvel að gefast upp, þótt hún hefði beðið ó- sigur. Ngo-ættin hefur raun- verulega storkað örlögunum, allt frá því, að herinn í S- Vietnam gerði árangurslausa byltingartilraun í nóvember 1960. Að því er fréttamenn segja, þá hefur fall ættarinnar legið í loftinu undanfarnar vikur, því að hún hafði ekkert gert til að lægja ófriðaröld- urnar innanlands. Siesta — bezti tíniinn Byltingin hófst í hvíldar- tímanum eftir hádegið, siesta, á Allraheilagramessu, 1. nóv- ember. Sá dagur er helgidag- ur fólks af báðum megintrú- arbrögðum landsins. Flestir voru nýkomnir heim frá ár- degismessu. í Gia Long höll dottuðu margir varðanna, en inni hvíldust Diem og Nhu. Klukk- an var stundarfjórðung yfir eitt — tíminn tilvalinn til að gera byltingu. Enginn vafi leikur á, að hún var vel skipulögð, og hún var snögg, ákveðin og árangurs- rík. Hermenn 7. deildar land- hersins streymdu skyndilega inn í borgina að norðanverðu (þeir áttu að vera rúma 100 km fyrir norðan Saigon), og lokuðu þegar veginum að Tam Son Nhut flugvellinum. Síðan bættust við þrjár deildir land- gönguliða sjóhersins, sem voru þjálfaðir af Bandaríkjamönn- um á sínum tima. Þeir voru síðan í fremsta flokki bylting- armanna næstu 18 stundirnar. Hermennirnir tóku strax stefnuna til miðborgarinnar. Einstöku hermenn, vinveittir Diem, reyndu að veita við- nám, en máttu sín lítils. Það var ekki fyrr en uppreisnar- menn nálguðust Rue Catinat, aðalgötuna, og Caravelle- gistihúsið (aðsetur blaða- manna), að verulegrar and- spyrnu tók að gæta. Einn fréttamaður, sem horfði á, segir svo frá: Þannig gekk það til „Kl. 13.15 náðu byltingar- menn lögreglustöðinni, og ein angruðu Cholon, en um leið tóku fótgönguliðar flotastöð- ina við Saigonána. Þrem- ur stundarfjórðungum síðar komu verðir Diem upp gadda- vírsgirðingu við Gia Long höll; skömmu síðar komu skriðdrekar og hermenn á vettvang til að reyna að ráða niðurlögum uppreisnarmanna. 15.30 — Kl. 15.30 stóð skot- hríð skriðdreka Diems hæst. Vegfarendur leituðu í skyndi hælis innan dyra; konur grétu og veinuðu. Ég sá mann nokk- urn, sem kom hjólandi, fleygja sér í göturæsið, þegar trjá- greinar féllu allt umhverfis hann. Síðan stóð hann upp aft ur og hjólaði áfram. Brátt ómaði skothríðin um alla mið- borgina, og tvær orustuflug- vélar skutu eldflaugum að höllinni. Þeim mætti skothríð frá húsaþökum og frá ánni. Sprengjuvörpur voru notaðar í borginni. Er smá hlé gafst, sá ég börn tína upp skothylki af götun- um. 16.30 — Kl. 16.30 komu upp- reisnarmenn með stórskotalið. Ég var spurður: Hver er að skjóta á hvern? Þá var ljóst, að uppreisnarmenn stóðu betur að vígi. Þeir tóku á sitt vald útvarpsstöðina, og hófu strax að útvarpa. „Dagurinn, sem fólkið hefur beðið eftir, er runninn upp“, sagði þulur- inn, og hafði eftir orð Duong Van Minh, hershöfðingja, sem stóð að byltingunni. „í átta ár hafa íbúar Suður-Vietnam þjáðst undir ógnarstjórn Diems, en nú hefur herinn komið til hjálpar“. Á milli slikra tilkynninga voru leikin twist- og cha-cha-lög, sem Diem hafði áður bannað, skv. ósk frú Nhu. 5 mínútna frestur 17.00 — Kl. 17.00 hringdi Van Minh (hann var gerður hermálaráðunautur Diems í desember sl.) til forsetans, og gaf honum 5 mínútna frest til að gefa sig fram. Hann bauð að tryggja frelsi bæði Diems og Nhu. Diem skellti á. Mikil skothríð stóð alla nótt ina. Umsátin um höllina hófst fyrir alvöru, er kirkjuklukkur hringdu 4 að morgni. Skrið- drekar, 16 talsins, hófu skot- hríð á hana. Sjálflýsandi vél- byssukúlur flugu inn um hall- argluggana. Uppgjöf Er hvíti fáninn birtist, ærð- ist fólkið. Þúsundir manna hlupu að höllinni, og æptu: „Frelsi — lengi lifi herráðið“. Sumir klifruðu upp á skriðdrekana, og föðmuðu hermennina. Fólk ið æddi um göturnar og rændi m.a. og eyðilagði bókabúð Ngi Din Thuc, erkibiskups, bróður forsetans. Leitað var með logandi Ijósi í skrifstof- um stjórnarblaðanna, þ.á.m. „Times of Vietnam", sem gef- ið er út á ensku, en bandarísk kona, Ann Gregory, er með- eigandi í því (Maður hennar, frægur fyrir kynni sín og sam starf við Diem, var í Tókióý. Fólkið var gleðidrukkið. Búddatrúarmenn flykktust að musterunum til að fagna leiðtogum sínum, sem leystir höfðu verið úr haldi. Sumir munkanna voru illa á sig komnir, veikburða og sjúkir. Ró í gistihúsinu í stærsta gistihúsi borgar- innar, Caravelle, gekk allt sinn vana gang, að mestu. Yfirþjónninn baðst að vísu af- sökunar á smátöfum, og sagði, að nokkrir þjónanna Væru á götum úti, að fagna bylting- unni. Stúlkurnar, sem sækja barinn þar á kvöldin, skiptu fljótlega um kjóla, en undan- farið hafa þær orðið að ganga í hvítum kjólum, nær því ein- kennisbúningum, skv. skipan frú Nhu. Á götunni fyrir utan lágu nokkur lík. 18 broderaðir kjólar Ég fór inn í höllina rétt á eftir hermönnunum. Við lögð- um leið okkar um gat á einum hallarveggnum, 6 þumlunga þykkum. Hermenn gengu með kertaljós um móttökuherberg- in, þar sem leifar af silkiklædd um húsgögnum og krystalls- ljósakrónum lágu um allt. í íbúð frú Nhu, en hún hafði þrjú herbergi til einkaafnota, fundum við gamlar ræður hennar og myndir af fjölskyld unni. í klæðaskáp hennar sá Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.