Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 12. nóv. 1963 MORGIIN BLAÐIÐ 13 7973 50 ára 7963 Heilbrigðismál Hvar stöndum viö? eftir dr. med. Friðrik Einarsson FYRRI TÍMI. Ef maður vill reyna að gera sér grein fyrir, hvar þjóðin er é vegi stödd í heilbrigðismálum, er ekki úr vegi að láta hugann hvarfla nokkuð aftur í tímann, til þess að geta borið saman og ethugað, hvað hefir áunnizt. í lítilli blaðagrein er ekki hægt að gefa tæmandi greinargerð um þróun og sögu heilbrigðismála hér á landL >að væri efni í heila bók, svo mikið hefir gerzt á þeim rúmum 1030 árum, sem þjóðin hefir verið. En þótt við lítum aðeins 60—70 ár aftur í tímann, er enginn vafi á, að hér hafa orðið mjög miklar íramfarir í þessum málum. Þá voru hér engin sjúkrahús á nú- tíma mælikvarða, eða sem veitt gætu verulega hjálp í alvarleg- um veikindatilfellum. Meðalald- ur fólks mun þá hafa verið um þriðjungi lægri en nú er og ung- barnadauði mikill. Þá voru engar íjúkratryggingar og því síður al- mannatryggingar á öðrum svið- um. Þegar talað er eða ritað um heilbrigðismál, þá er ekki nóg að hugsa eingöngu um lækningu sjúkra og slasaðra og um heilsu- gæzlu, eins og hún er fram- kvæmd núna. Mér finnst einnig verði að hafa í huga aðbúnað munaðarlausra barna, gamal- menna og öryrkja, hvort sem þeir hafa misst orku vegna líkam legra eða andlegra sjúkdóma eða slysa, eða þeir hafi verið van- búnir frá náttúrunnar hendi. Svo náskyld eru þessi mál eiginlegum heilbrigðismálum. Langt fram á þessa öld var það svo, að þeir, sem einhverra orsaka vegna gátu ekki séð sér farborða, og ekki áttu neinn að, sem gat eða vildi liðsinna þeim lentu á sveit sína. Þeir fóru oft ©g tíðum á eins konar uppboð, ©g var þá venjulega holað niður é þau heimili, sem buðust til »ð taka sem lægst gjald fyrir af íveitarsjóði. Má nærri geta, hvernig aðbúnaður þessara mun eðarleysingja hefir stundum ver- ið. Við, sem nú erum miðaldra, munum mörg dæmi þessa. Hitt kom svo líka oftlega fyrir, að mannúðin varð fátæktinni yfir- *terkari, og eitt var látið yfir «lla ganga. Fyrir 30—60 árum var sem sé mikil fátækt víða í landinu, og lífsbaráttan var hörð, etundum virtist hún miskunnar- lítil. Þetta þekkir unga kynslóð- in ekki núna, hvar í stétt sem hún stendur. Ekki er þó neitt óholt að minnast þessara ára, þau «ru ekki mjög fjarrL NÚTÍMINN. Hér hefir aðeins verið drepið á fátt eitt. Allir jafnaldrar mín- ir gætu minnt á fjölmargt ann- «ð, sem engu minni ástæða væri til að nefna. Á síðustu öld, og nokkuð fram á þessa, var talsvert um holds- veiki hér á landi, en rénandi vegna ötullar baráttu gegn hennL Varla mun nokkrum gert rangt til, þótt prófessors Sæm- lindar Bjarnhéðinssonar sé minnzt með sérstöku þakklæti, þegar getið er baráttunnar gegn holdsveikinni, enda var hann þekktur víða um lönd vegna rannsókna sinna á þessum sjúk- dómi. Holdsveikin er nú úr sög- unni. Þegar ég kom í lækna- deildina 1931 minnir mig, að holdsveikisjúklingar væru um 27. Núna eru þeir þrír. Sullaveiki var mikið útbreidd lengi vel, en eftir að menn hættu að láta hunda komast í innýfli sláturfjár, er hún horfin. Það er á ára fresti sem við sjáum gam- alt fólk með kalkaða sulli. Það er afleiðing sjúkdómsins, en ekki neinn sjúkdómur lengur. Langt fram á þessa öld var berklaveiki útbreidd og dóu úr henni fjöldi fólks á ári hverju, einmitt fólk á bezta aldri. Síðasta aidarfjórðung, og ríflega það, hefir berklaveikin látið undan síga vegna markvissrar baráttu gegn henni, og nú virðist svo, sem við höfum náð tökum á henni, og ósennilegt, að berkla- veikin eigi eftir að verða hér skæð sótt, svo sem áður var. Bæði kemur hér til, að þekking og tæki til að finna berklaveiki á byrjunarstigum hafa batnað mjög, svo og það, að nú hafa ver ið fundin upp sterk og góð lyf gegn berklasýklinum. í þessu sambandi er freistandi að nefna nöfn, svo sem Magnús Pétursson, bæjarlækni, prófessor Sigurð Magnússon og yfirlæknana Helga Ingvarsson og Jónas Rafnar, og síðast en ekki sízt núverandi landlækni, dr. med. Sigurð Sig- urðsson. Eftir að stofnuð var staða berklayfirlæknis 1935, sem hann tók við, má segja, að berkla varnarmálin hafi komizt á fastan grundvöll. Fyrir aldarfjórðungi dóu um 25 af hverjum 100 sjúklingum, sem fengu lungnabólgu, nú inn- an við einn af hverjum 100. Þetta er mestmegnis að þakka nýjum Jyfjum, sem fundizt hafa. Fyrsta sulfalyfið var fundið upp 1935. Þá hvert af öðru. Síðar kom penicillinið og bar á eftir önn- ur sýkladrepandi lyf í stöðugt vaxandi mæli. En sýklarnir breytast og taka á sig ný gerfi til að verjast þessum lyfjum, og þessi barátta mun aldrei taka enda, en samt vinna vísindin stöðugt á. Við íslendingar höf- um ekki fundið upp lyf þessi, en við fylgjumst vel með og hag- nýtum okkur nýjungar jafnóð- um. ALMANNATRYGGINGAR. Við höfum hér á landi sjúkra- tryggingar og almannatrygging- ar, sem eru býsna fullkomnar hvað snertir daglega þjónustu við þjóðfélagsþegnana. Lög þessi eru frá 1937 og þvi ekki miklu yngri en samsvarandi lög nágranna- þjóða okk^r, sem lengst eru taldar komnar á vegum „velferð- arríkja“. („Soicalreformen“ í Danmörku eru t.d. frá 1933). Samkvæmt lögum þessum er til fullnustu séð fyrir sjúklingum, sem komast til lækninga í sjúkra hús. Þar er þeim að kostnaðar- litlu, eða kostnaðarlausu, séð fyrir læknismeðferð og lyfjum, fæði, klæðum og þjónustu. Þetta er vissulega gott og blessað. En sjúklingur, sem ekki kemst í sjúkrahús vegna rúmaskorts, verður þó sjálfur að sjá sér fyrir fæði, klæðum og þjónustu, (í vissum tilfellum er þó hægt að fá hjúkrunarkonu heim til sjúkl- ings honum að kostnaðarlausu), auk nokkurs hluta lyfjakostnað- ar og greiðslu til læknis. Hér er um mikinn galla að ræða og mismunun sjúklinga. Almannatryggingarnar veita hjálp við mörgu fleiru en sjúk- dómum og örorku, en út í það verður ekki farið hér. Dr. med. Friðrik Einarsson HEILSUGÆZLA. Skyldubólusetning gegn bólu- sótt hefir verið fyrirskipuð síð- an 1810. Síðan hafa komið til fjölmargar aðrar ónæmisaðgerð- ir, þótt eigi séu þær fyrirskipað- ar. Má þar nefna ónæmisaðgerðir gegn barnaveiki, mislingum, taugaveiki, kíkhósta, stífkrampa og ýmsum öðrum sjúkdómum, þegar ástæða er talin tiL Þá er eftirlit með barnshaf- andi konum, skoðun ungbarna, reglubundið eftirlit með heilsu- fari skólabarna, rannsókn, eftir- lit og lækning sjúklinga með kynsjúkdóma, o.s.frv. Á síðari árum hafa verið stofnuð ýmis félög í líknar- og mannúðarmálum, sem ná- skyld eru heilbrigðismálum. Ber þar fyrst og fremst að nefna samband íslenzkra berklasjúklinga, sem óþarft er að skýra nánar frá, svo vel sem landsmenn þekkja það. Starfsemi þessa félagsskapar hefir hlotið verðskuldað lof og verið til fyrir myndar öðrum þjóðum. Þá er styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem á skömmum tíma hefir unnið þrekvirki, og sem mun eiga stóra sigra framund- an. Styrktarfélag vangefinna, geðverndarfélag, krabbameins- félag, sem hefir miklu hlutverki að gegna í baráttunni við krabba meinið, sem er að verða einn af skæðustu óvinunum. Við hið síðast nefnda félag verður á- vallt tengt nafn prófessors Níels- ar Dungals, sem er brautryðj- andinn. SJÚKRAHÚS. Um langt árabil hefir sjúkra- hússkortur verið mjög tilfinnan- legur, og háð eðlilegum mögu- leikum á að veita sjúkum lækn- ingu: Nú standa vonir til, að úr þessu verði bætt bráðlega. Þegar lokið verður endurbyggingu Landakotsspítala, viðbyggingu Landsspítalans, og Borgarspítal- inn tekin í notkun, þá mun um nokkur ár verða bætt úr brýn- ustu þörfum. Þá munu t.d. þeir rúmlega 400 sjúklingar, sem nú eru á biðlista á 70 rúma hand- læknisdeild Landspítalans, (og er nú hætt að telja með þá, sem beðið hafa í meira en tvö ár eftir plássi), komast að. Því má þó ekki gleyma, að margir bæt- ast á lista þessa daglega, miklu fleiri, en von er til að komist að, eins og sakir standa. Það verður því að halda áfram að auka við sjúkrarúmafjöldann, hér sem í öðrum löndum. HVAÐ ER FRAMUNDAN? Ég fæ ekki betur séð, en ís- lenzka þjóðin geti litið björtum augum til framtíðarinnar, hvað heilbrigðismálin áhrærir. Holdsveikina og sullaveikina höfum við sigrað. Berklavarnir okkar eru slíkar, að ekki verð- ur á betra kosið. Þó má ekki gleyma berklaveikinni, enda hafa hei brigðisyfirvöld okkar vak- andi auga á henni, ef hún skyldi enn stinga upp kollinum. Ónæm- isaðgerðir eru nú tiltækilegar gegn fjölda farsótta, og verða þær stöðugt öruggari. Almanna- tryggingar verða bættar og efld- ar svo að þær komi sem flestum að sem beztum notum. Læknisfræðin er í stöðugri framför, og lyf og læknisaðgerð- ir verða stöðugt betri og örugg- ari. Samt er fjölmargt ógert, og mörg vandamál bíða úrlausnar. Sum þeirra erum við ekki einir um. Krabbameinssjúkdómar virð- ast fara í vöxt. Þannig er það og annars staðar, og er við mik- ið vandamál að etja. Fjöldi vís- indamanna víða um heim vinna daglega að lausn þess máls, og ógrynni fjár er árlega varið í baráttunni gegn krabbameini. ís- lendingar leggja hér einnig hönd á plóginn, og krabbameinsfélag íslands vinnur mikið starf við vaxandi viðurkenningu og styrk frá því opinbera. Hjartasjúkdómar fara einnig I vöxt, hér sem annars staðar. Þá eru ýms aðkallandi vanda- mál, sem við höfum út af fyrir okkur, og sem brýn nauðsyn ber til að tekin séu föstum tökum og leyst. Skal ég nefna fá ein: 1. Aðbúnaður geðbilaðs fóiks er með öllu óviðunandi, og hefir verið lengi. Það munu vera um 15—16 ár síðan ég skrifaði smágrein í þetta blað, og lýsti því, hvernig ég varð sem næturlæknir að koma óðum sjúklingum fyrir í hegningarhúsinu eða í kjall ara lögreglustöðvarinnar, af því að ekki var pláss til handa þeim á Kleppi. Síðan hafa að vísu bætzt við nokk- ur rúm, en allt of fá. Geð- sjúkdómar eru nægilegt böl í sjálfu sér, bæði fyrir að- standendur og sjúklinga, þótt ekki bætist þar ofan á, að þeir eigi sér engan saman- stað. Þetta mál verður að leysa. Núna. 2. Skortur á lærðu og þjálfuðu hjúkrunarliði er þegar til- finnanlegur, og verður það enn frekar, þegar spítalar stækka og aðrir nýir taka til starfa. Eitt er, að Hjúkrun- arskóli íslands er enn í byggingu, og aðeins hálf- byggður, og ekki sýnilegt, að ljúka eigi honum á næst- unni. Hér verður að finna einhverja lausn. Spurning er hvort ástæða sé til, að Hjúkr unarskóli í miðri Reykjavík þurfi endilega að vera heima vistarskóli, fremur en t.d. Verzlunarskóli, Menntaskóli og Háskóli, eða hvort frem- ur hefði átt að nota hið tak- markaða húsrými til kennslu? Eins og málum er komið er bersýnilegt, að Hjúkrunarskóli Islands getur ekki séð landinu fyrir nægu hjúkrunarliði í bráð, hvað þá heldur í lengd. Fyrir því er nauðsynlegt að hefja kennslu hjúkrunarkvenna einn- ig annars staðar, og það heldur fyr en síðar. Loks er nauðsynlegt að koma upp dagheimilum fyrir börn í nánu sambandi við spítalana, til þess að geta notfært sér vinnu- kraft giftra hjúkrunarkvenna, sem sumar hverjar vilja gjarn- an vinna utan heimilis nokkrar klukkustundir á dag. 3. í okkar þjóðfélagi verða æ fleiri, sem verða gamlir. Það þarf að sjá miklu betur fyrir þessu gamla fólkL að það fái húsnæði og þjónustu við sitt hæfL þegar starfsorkan þrýtur. Þetta voru aðeins fáeinar á- bendingar til að minna á, að enda þótt þjóðfélag okkar sé í öruggri framför, þá eru stöð- ugt vandamál, sem bíða úrlausn- ar. En allt er nú hér miklu betra til líkamlegra þarfa, en það var fyrir 50 árum. Ný vandamál munu alltaf skapast En þau eru til, til þess að leysa þau. Hcílsuverndarstöðin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.