Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1963, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. nóv. 1963 > Hér eru miklir framtíðar- möguleikar — segja áhugasamir iðnabarmenn i Þorlákshöfn Vinstra megin við veginn áður en komið er til Þ-orlákshafnar, 'hefur í sumar risið um 450 ferm. verkatæðishús. Þetta hús reistu ungir áhugasamir menn frá Sel- fossi sjálfir og er mikill hugur í þeim að reka þarna járnsmiðju og bílaverkstæði í stórum stíl. Þeir gerðu stálgrind hússins á Selfossi og fiuttu hana til Þor- lákshafnar, hlóðu veggi úr bruna- steini, höfðu þak úr bárujárni og plastgler í efri hluta veggja í stað glugga. Þetta unnu þeir í aukavinnu á kvöldin á naeturna og um helgar, en leystu annars af ihendi fulla vinnu. Við hittum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem heitir Boði h.f. á staðnum, er fréttamaður og Ijósonyndari voru þar á tferð fyrir skömmu. Við erum átta, sagði forstjórinn Páll Jónsson, flest bíiaviðgerðarmenn og járn- smiðir, en unnum raunar 5 að þessu, Og nú erum við teknir til starfa og höfurn næg verkefnL Þorlákshöfn er mikið framtíðar- pláss. Ég var hér fyrir 10 árum og þá voru hér aðeins nokkur hús. Nú voru 8 bátar gerðir út hér sl. vetur og hver maður hefur bíl. Þeir verða að hafa það, því þeir komast ebkert öðru vísi. Þetta er fyrsta járnsmiðjan og bílaverkstæðið á staðnum. Áður þurftu menn að leita til Selfoss með bíla sína og báta. — Hugsið þið ykkur ag gera við bátana lika? — Já, við gerum við þá eftir því sem við getum og hugsum okkur að setja upp slipp. Það er tíamanleikurinn Flónið verður sýndur í 10. sinn í Þjóðleikhús- inu n.k. fimmtudag. Höfundur leiksins, Marcel Achard, er einn af hinum útvöldu sem svo er kallað í Frakklandi, það er að segja á sæti í frönsku akademíunni, og nýtur mikillar hylli, sem skáld í heimalandi sínu. Aðalhlutverkin í leiknum eru hér leikin af Kristbjörgu Kjeld og Rúrik Haraldsyni. Leik stjóri er Lárus Páisson. Myndin er af Bessa Bjarnasyni í hiutverki sínu nauðsyhlegt á svona stað að hafa aðstöðu niður að framtíðar- höfninni. Annars hefðum við ekki þurft neinn slipp í flóðinu um daginn; sjórinn gekk alveg upp að dyrum hjá okkur. Við hugs- um okkur að þetta verði aldrei minna en 200 tonna slippur. Hann tæki vel alla bátana sem hér eru Okkur hefir borizt all harð- ort bréf frá Þjóðólfi um póst- stjórnina. Velvakandi tekur fram að bréf í þessum dúr eru ekki það sem við óskum eftir. Hægt er að koma fram skoðun sinni án stóryrða og vonum við að Þjóðólfur verði spar á þau í næsta bréfi. Við látum bréfið fljóta með að þessu sinni þar sem við vonum að póstþjónustan hafi beinin til að bera það. • Loftbréfin enn „Þegar séð var, að loftbréfin mundu seljast upp“, segir póst- stjórnin. Svo að í lengstu lög hafði hún vonað að aldrei mundi til þess koma. Fróðlegt að fá þetta að vita. Og við- bragðsflýtir hennar var þá hinn sami og þegar hún var krafin svars um orsökina til hinnar furðulegu vöntunar. Loksins kom svar þessarar voldugu og óvinsælu stofnun- ar, og það er á þá leið, að engin loftbréf verðí fáanleg á þessu ári. Svarið er svo mikil núna og meira en það. Þetta er nú framtíðardraumur. Við göngum með Páli um verk- stæðið. Á einum stað er verið að smíða bílpall, 17 feta langan, sem rúmar 6 tunnur af sandi. Sá hefur þann kost að hægt er að sturta af honum á hlið. — Hann kostar 32 þús. kr. Við reyn- um að smíða þetta eins ódýrt og hægt er, segir Páll. Á öðrum stað er skófla á bílkrana, sem verið er að smíða, og annars stáðar hurðarpressa fyrir tré- smiðju. Boðamenn eru þarna semsagt með alls konar nýsmíði, en þrír af járnsmiðunum verða við verkefni við frystihúsið á Stokkseyri fram að áramótum. Við göngum fram hjá renni- háðung, að við því má ekki þegja, rétt eins og það væri gott og gilt. Aumlegra yfirklór hefir aldrei sézt. Annað hvort kæruleysi eða ómennska hlýt- ur að vera sanna orsökin. Röksemd (ef röksemd skyldi kalla) póststjórnóu-innar trúir enginn sá maður, sem eitthvað veit um pappírsmarkaðinn í heiminum. Vöntun sú, er um hefir verið kvartað þurfti aldrei að eiga sér stað. Og í meðallagi viðeigandi er það, að póststjórnin skuli nú mæðilega varpa öndinni yfir því, að það hafi kostað sig „erfiðleika" að útvega bréfin. Eiga ekki þessir menn að erfiða í víngarðinum, rétt eins og við hinir óbrotnari þjónar meistarans? Laun taka þeir. Þjóðólfur. • Útivist barna og morgunfæða H. H. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að hripa þér bekk, en rennismíði verður á verkstæðinu. — Og hér á að innrétta fyrir vörulager og verzi- nokkrar línur varðandi mál, sem Velvakandi var með hér á dögunum, útiveru barna á kvöldin. Að mínum dómi hefur eitt ekki komið nógu skýrt fram. Eins og við vitum, sem börn eigum, þá er ekki börnunum sjálfum um að kenna, þegar þau eru úti að þvælast á kvöldin. Það er okkur foreldr- unum að kenna, við verðum nefnilega að byrja á okkur sjálfum. Ég vil segja, að ein af orsökunum ,sem ekki ætti að vera til, er, að fólk vakir og vakir á kvöldin fram yfir miðnætti eða jafnvel lengur og ætlar svo aldrei að geta vakn- að á morgnana. En eru börnin útsofin, þegar þau eiga að vakna í skólann? Þau eiga kannske að fara í skólann hálftíma eftir að þau geta komið sér fram úr rúm- inu. Hafa þá fengið lítið eða ekkert að borða, áður en farið er af stað í skólann, í staðinn fyrir, að ef fólk færi að sofa kl. 10 á kvöldin (og börnin þá un, segir Páll. Við erum umboðs- menn fyrir B.P. Við höfum því benzínsölu hér og seljum olíur fyrir bíla og bátana. Og hér ætl- um við að innrétta svolitla skrifstofu. — Það er mikill hugur í ykik- ur. Það hefur verið erfitt að koma þessu af stað? — Já, það þarf að vinna mikið, við fluttum ekki hingað fyrr en húsið var komið upp og hann Sigurður hérna byggði yfir 30 manna bíl í eftirvinnu líka á meðan við vorum að því. En ekki teljum við það eftir. Það hefði ekki verið viðlit að koma þessu upp öðru vísi. Við trúum því að hér séu miklir framtíðarmögu- leikar. • 70 létust í Indianapolis Indianapolis, 11. nóv. (AP). NÚ hafa 70 menn látizt af völdum sprengingarinnar í skautahöllinni í Indianapolis 1. nóv. s.l. 62 létu lífið þegar sprengingin varð, en á fjórða hundrað særðust og hafa nú átta þeirra látið lífið. líka) gæti það vaknað hresst á morgnana og öll fjölskyldan sameinast að morgunverðar- borðinu og haft skemmtilega stund^ saman, áður en börnin færu í skólann og maðurinn i vinnuna. Foreldrar reynið að koma því inn hjá börnunum, að það er komin nótt kl. 10 á kvöldin. Það er annað, sem mig lang- ar til að nefna. Hafa alHr for- eldrar efni á að láta börnin sín hafa tíu krónur eða jafnvel meira með sér í skólann á hverjum degi? Ég ætlaði t. d. að láta mína drengi hafa brauð og mjólk með sér í skólann. Við erum nýkomin frá Dan- mörku, og var það venja þar, en það virðist ekki vera siður hér, því að mínir drengir komu heim með brauðið og mjólkma og sögðu: „Það hafa engir svona með sér á fslandi". Hvers vegna er þetta svona? Mér virðist það aldeilis ómögu- legt þetta fyrirkomulag, að venja börnin okkar þannig, að þau taki bara peninga með sér og kaupi svo það, sem þeim dettur í hug, en líklega ber þetta að sama brunni, sem sé, það er ekki tími fyrir móður- ina að smyrja brauð? Eða hef- ur hún ekki verið vöknuð þeg- ar barnið fór í skólann? H. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.