Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 24
fERÐAÞJÖNDSTA 06 FARMIDASALA AN AUKAGJALDS 243. tbl. — Fimmtudagur 14. nóvember 1963 lttugavegi 26 sími 20» 70 Otaöi rýtingi að vörubílstjóra Myndin er tekin í sumar aí borholunni viö Námaskarð, þar sem nú hefur oröið öflugt gufu gos. Öflugt gufugos varð í borholu við Námaskarð IVfiklar drunur heyrast til byggða RtTI\GI var otað aJF Jakobi Eyfjörð Jónssyni, vörubílstjóra, af manni, sem settist óboðinn upp í bílinn er hann var á leið eftir Reykjanesbraut um kl. 6.30 síðdegis á mánudag. Atburðurinn varð með þeim hætti, að Jakob sá mann ganga skyndilega í veg fyrir bílinn á móts við benzínstöð Shell við Reykjanesbraut. Þegar Jakob stöðvaði bílinn Mikið smygl tekið SELFOSSLÖGREGLAN hef- ur tekið mikinn smyglvarn- ing hjá manni nokkrum i Þorlákshöfn. Smyglvörurnar eru úr tveim islenzkum skip- um, sem nýlega hafa verið þar í höfn. Lögreglan tók m. a. 47 flöskur af áfengi, talsvert magn af matvörum, tóbaki og sælgæti. Verðmæti þessa varnings í heild nemur all- miklum upphæðum. Málið er enn á frumstigi og er m. a. verið að rannsaka hvort fieiri séu eigendur að smyglvörunni. vatt maðurinn sér óboðinn í sæt- ið við hlið hans. Að því er Jakob sagði Morgunblaðinu í gær kvaðst hann hafa spurt manninn hvert hann væri að fara og hefði hann sagt: „Bara niður að höfn.“ Segist Jakob þá hafa ætlað að halda áfram, en séð út undan sér, að maðuirnn var að handfjatla hníf eða rýting í hendi sér. Hafi hann svo reitt rýtinginn til höggs. Jakobi tókst að setja hand- bremsu á bílinn og stökkva út úr honum og hlaupa til Shell-stöðv- arinnar, þar sem hringt var á lögregluna. Hún kom von bráðar og hóf leit að manninum, sem sézt hafði hlaupa yfir girðingar á milli fjöl- býlishúsa við veginn. Lögregl- unni tókst að finna manninn, sem var tekinn fastur. Mál hans er enn í rannsókn. Fjórir seldu erlendis í cjær FJÓRIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gær, tveir í Bretlandi og tveir í Þýzka- landi. í Bretlandi seldu Harðbakur 122 tonn fyrir 11.936 sterlings- pund og Svalbakur 109 tonn fyr- ir 10.339 sterlingspund. í Þýzkalandi seldu Sigurður 180 tonn fyrir 143 þúsund mörk og Þorsteinn Ingólfsson 101 tonn fyrir 81.416 mörk. SIÐASTLIÐIÐ sumar voru horaðar tvær holur í Bjarn- arflagi, rétt hjá Námaskarði, með Norðurlandsbornum. Var fyrri holan 260 metra djúp, en sú síðari 430 m.’trar. í dag var prófað að láta hol urnar gjósa með því að setja í þær karbít. Kom feikna gufugos úr annarri holunni og stóð gufumökkurinn hátt í loft upp. Drunur frá gosinu eru svo miklar að vel heyr- ist til byggða. Þegar maður stendur nærri holunni, virðist sem jörðin nötri, svo geysilegur er kraft urinn. Þrýstimælirinn sýndi mest 8 kíló á fersentimetra. Gufugosið varð kl. rúml. 10 í morgun. Stórhríð var á með köflum, svo erfitt er að gera sér grein fyrir því, hversu hátt strókurinn stend- ur. Gos þetta þykir öflugt miðað við ekki dýpri borholu. Úr dýpri holunni kom. ekk- ert gos, þrátt fyrir að karbit- ur var settur í hana, hvað sem síðar reynist. Hér er norðaustanátt í dag og gengur á með éljum, nokk nr snjór er kominn þegar og hefur skafið til fjalla. Er bíl- færi farið að þyngjast á veg- um. — Kristján Ráðstefna nm ísl. ntvinnuvegí n tækniöld SAMBAND ungra Sjálfstæðis- manna og Heimir FUS í Keflavík efna til ráðstefnu í AðaTveri Keflavík n.k. sunnudag er hefst kl. 2. Umræðuefnið er fslenskir atvinnuvegir á tækniöld. Erindi flytur Þórir Einarsson viðskiptafræðingur, sýnd verður krvikmynd og Sverrir Júlíusson allþm. flytur ávarp. Að ráðstefnunni lokinni verð- ur haldið kjördæmisiþing ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi. „Þorsteinn Incgólfsson4* AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lagsins „Þorsteinn Ingólfsson", í Kjósarsýslu verður haldinn fimmtudaginn 21. þ. m. að Hlé- garði og hefst kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Sigurður Bjarna son alþingismaður flytur ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Ekki orð um af hend- ingu handritanna r * við opnun Arna Magnússonar- sýningar í Höfn í TILEFNI af 300 ára afmæli Árna Magnússonar, var í dag, 13. nóvember, opnuð í Kon- unglegu bókhlöðunni í Kaup mannahöfn, sýning á helztu handritum í safni hans, segir í einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá fréttaritara þess í Kaupmannahöfn, Gunnari Rytgaard. Auk handrita eru á sýningunni bréf Árna til ýmissa manna, sem hann stóð í bréfaskriftum við, og nokkur handrit, sem geymd eru í Háskólabókasafninu í Höfn. Sýningin er haldin á vegum Konunglegu hókhlöð unnar, Hafnarháskóla og Áma Magnússonar nefndar- innar. í dag var haldinn blaðamanna fundur í tilefni af opnun sýn- ir.garinnar, og var Rosenkilde bókaútgefandi meðal viðstaddra. Afhenti hann hið fyrsta af 350 eintökum af Bergsbók, sem gef- in hafði verið út í tilefni afmæl- isins. Jón Helgason prófessor tók við gjöfinni. Á blaðamannafundinum, sem haldinn var skömmu fyrir opn- un sýningarinnar, lét prófessor Jón þau orð falla í léttum tón að raunar væri hægt að gefa öll handritin út í góðum ljós- prentunum, flytja síðan öll frum handritin út á mitt Atlantshaf og sökkva þeim þar, einhvers staðar milli Danmerkur og ís- lands. Háskólarnir í Reykjavík og Kaupmannahöfn gætu hvor um sig eignazt fullkomið safn af ljósprentunum. Ég gerði þetta einu sinni að tillögu minni við ráðherra, sagði prófessor Jón ennfremur, en ekkert hefur orðið af því. Þá voru sýnd húsakynni þau, sem Árnasafn hefur haft til um ráða við Proviantgaarden hjá Konungiegu bóklhlöðunni síðan 1959. Palle Birkelund, ríkisskjala- vörður, bauð menn velkomna á sýninguna í bókhlöðunni, og þakkaði Landsbókasafni íslands og Ríkisarkivinu í Stokkhólmi lánið á ritum og skjölum. Hann sagði að gjöf Árna Magnússonar væri ein mesta gersemi,' sem dönskum og norrænum visind- um hefði hlotnazt. í sýningarskrá hefur Wester- gaard Nielsen prófessor skrifað grein um líf Árna Magnússonar, Kaare Olsen um safnarann Árna Magnússon, auk greinar eftir Jón Helgason. Við opnunina var ekki minnzt einu orði á afhendingu hand- ritanna til íslands, segir Ryt- gaard ennfremur. Þess má að lokum geta að átta binda vísindaútgáfa af handritum hefur verið gefin út af Árnastofnuninni í tilefni af afmælinu. Verður nánar skýrt frá henni síðar hér í blaðinu. Akranesi, 13. nóvember. NORÐAUSTAN stormur var í gær og í nótt. Landlega hefur verið hér frá því á sunnudag og enginn bátur fer út á veiðar í kvöld, því 7 vindstiga stormur er úti á síldarmiðunum. — Oddur. Ríkisiáðsfundur kl. 11,30 í dag RÍKISRÁÐSFUNDUR verður haldinn í dag kl. 11.30 f.h. For- seti íslands mun þá veita Ólafi Thors forsætisráðlherra lausn frá emibætti og skipa Bjarna Bene- diktsson forsætisráðherra í hans stað. Þá mun Jóhann Hafstein verða skipaður dómsmálaróð- 'herria í stað Bjarna Benedikits- sonar. Kl. 2 sáðdegis verður s'ðan fundur í Sameinuðu Alþingi, Þar mun hinn nýi forsætisrað- herra flytja Alþiwgi tilkynn- ingu um ráðlherraskiptin. Aðeins hægt oð fljúgu til Eyju INNANLANDSFLUG lá alveg niðri í gær að öðru leyti en því, að flogið var tii Vest- mannaeyja fyrir hádegi. Á Norðurlandi var dimm- viðri og snjókoma og sam- kvæmt veðurspá var húizt við versnandi veðri þar. Flugvöllurinn á Egilsstöðum var lokaður vegna hálku, en snjór er þar hins vegar lítill sem enginn. Á Vestfjörðum var snjó- koma og slæmt veður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.