Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur !4. nóv. 1963 Nóbelsverðlaun í eðlis- og efnafræði í SÍÐASTLIÐINNI viku var úthlutað Nóbelsverðlaunum í eðlis- og efnafræði. Eðlisfræði verðlaununum var skipt milli þriggja vísindamanna. Heim- ing þeirra hlaut Eugen P. Wigner, prófessor í Princeton í Bandaríkjunum, en hinum helmingnum var skipt milli Mariu Göppert-Mayers, pró- fessors við Kaliforníuháskóla, og Hans D. Jensens, prófess- ors við háskólann í Heidel- berg. Wigner hlaut verðlaunin fyrir rannsóknir á byggingu frumeindanna, en Maria Göpp ert-Mayer og Hans D. Jensen fyrir rannsóknir á frumeinda- kjarnanum. Nóbelsverðlaununum í efna fræði var skipt milli Karls Ziegler, prófessors við Max Planck-stofnunina í Ruhr og Giulio Natta, prófessors við tækniháskólann í Mílanó. Þeir hafa m.a. fundið nýjar aðferðir til plastframleiðslu. Eugen P. Wigner er 61 árs, fæddur í Ung- verjalandi. Hann hlaut mennt un .sína í Búdapest og Berlín, og 1928 var hann skipaSur dósent við tækniháskóla Berlínar. 1930 fluttist Wigner til Bandaríkjanna og hefur síðan verið prófessor í eðlis- fræði við Princeton-háskóla. Árið 1958 hlaut Wigner Fermi-verðlaunin og tveimur árum síðar atómfriðarverð- launin ásamt þremur öðrum. Það var 1957, sem tveir kín- verskir vísindamenn sýndu fram á, að frumeindakjarn- inn er ekki samloka, eins og áður var talið. Það er að segja, hvor helmingur kjarnans send ir frá sér geisla á mismunandi hátt. Kínverjarnir Yang og Lee hlutu Nóbelsverðlaun fyr- ir þessa uppgötvun sína. Giulio Natta Eugen P. Wigner Nú hefur Wigner sannað, að þessar rannsóknir opna leið- .IWBMi ina til skilnings á eðli frum- agnanna og hefur sýnt það með einföldum tilraunum. í allt hafa fundizt 34 frumagnir, en þær splundrast á broti úr sekúndu, ef skotið er á þær með öðrum ögnum á miklum hraða. Maria Göppert-Mayer er önnur konan, sem hlýtur Nóbelsverðlaun í eðlis- fræði. Marie Curie hlaut þessi verðlaun 1903 ásamt manni sínum og efnafræðiverðlaun hlaut hún 1911. Dóttir Marie Curie, Marie Joliot-Curie, hlaut efnafræðiverðlaunin 1935 ósamt manni sínum. Maria Göppert-Mayer er 57 ára, fædd í Kattowits. Hún stundaði nám í Þýzkalandi, en á árum síðari heimsstyrjaldar- innar kom hún til háskólans í Columbia í Bandaríkjunum og starfaði þar til 1960, er hún var ráðin til Kaliforníuhá- skóla. Hans D. Jensen er fæddur í Hamborg 1907. 1935 varð hann dósent við háskólann í fæðingaborg sinni. Hann fluttist til Hann- Hans D. Jensen hafa bæði sett fram nýjar kenningar um lög- un frumeindakjarnans. Fyrr töldu menn, að hann væri í laginu eins og dropi, en nú er talið fullvíst, að hann líkist skál. Margir eðlisfræðingar höfðu lengi vitað, að þannig var í pottinn búið, en kenningarnar sem settar voru fram reynd- ust rangar, þar til Nóbelsverð- launahafarnir tveir, sýndu á opinberum vettvangi líkön, sem þeir höfðu gert af frum- eindakjarnanum. Ekki höfðu Maria Göppert-Mayer og Hans D. Jensen samstarf um rann- sóknir sínar, en 1955 gáfu þau sameiginlega út bók þar að lútandi. Karl Ziegler, prófessor við Max Planck stofnunina, er fæddur í Hess- ÍSIÍilÍS Karl Ziegler over 1941, og þar bjó hann og starfaði þar til hann varð pró- fessor við háskólann í Heidel- berg 1949. Maria Göppert-Mayer og Maria Göppert-Mayer en. Hann er 65 ára og hefur gegnt prófessorsembættum við háskólana í Marburg og Heidelberg. Árið 1955 fann Ziegler nýja aðferð til þess að breyta lofttegundinni ethylen í polyethylen, en það efni er mest notað við plastfram- leiðslu. Áður en Ziegler fann upp hina nýju aðferð sína, fór ' Hans D. Jensen þessi breyting fram við loft- þrýsting, sem er 1000—2000 hærri en í andrúmsloftinu. — Með aðferð Zieglers fer hún fram við lágan loftþrýsting og það gefur efninu nýja eigin- leika. Vegna uppgötvunar Zieglers hefur orðið kleift að framleiða gúmmílíki, sem hefur nær alla eiginleika gúmmís. Giulio Natta er 60 ára, fæddur á Ítalíu og hefur gegnt prófessorsemb- ættum í Pavia, Turin og Róm, en nú er hann yfirmaður iðn- aðarefnafræðideildar tæknihá skólans í Mílanó. Rannsóknir Natta eru á sama sviði og rannsóknir Zieglers og hann hefur fundið aðferð, sem gerir kleift að hafa áhrif á byggingu líf- rænna sameinda. Hann hefur getið sér mestrar frægðar fyr- ir að finna upp plastefnið polypropylen. Rannsóknir tveggja síðast- nefndra vísindamanna, hafa ekki aðeins haft mikla þýð- ingu fyrir plastiðnaðinn. Þæi hafa einnig komið að gagni í sambandi við framleiðslu þvottaefna og eldsneytis. Þeir hafa enga samvinnu haft og hittast í fyrsta sinn á Nóbels- hátíðinni í Stokkhólmi 10. des- ember. N -j Nýr hdtur til Breiðdolsvíkur Kirkjukórasamband Reykjavikur BREIÐDADSVÍK, 12. nóv. — Kl. tæplega 9 í morgun sigldi hið nýja stálskip Hraðfrystihús Breiðdælinga h.f., Sigurður Jóns son SU 150, fánum skrýddur að bryggju í heimahöfn, Breiðdals- vík, eftir 54 tíma siglingu frá Haugasundi. Frá Færeyjum Frít Guðrún Hannesdóttir látin í FYRRAKVÖLD lézt í Borgar- sjúkrahúsinu frú Guðrún Hann- esdóttir kona Páls Zóphonias- sonar fyrrum alþingismanns og búnaðarmálastjóra. Frú Guðrún var fædd 11. maí 1881 í Deildartungu, dóttir Hann- esar Magnússonar bónda og hreppstjóra þar. Hún giftist Páli Zóphoniassyni 4. maí 1912 og eignuðust þau hjón 6 börn, sem öll eru á lífi. Þau hjón bjuggu fyrst á Hvanneyri, þar sem Páll var kennari, en síðar að Hólum í Hjaltadal frá 1920—28, er Páll var skólastjóri þar. Frá 1928 hafa þau búið hér í Reykjavík. Frú Guðrún tók mikinn þátt í ýmisskonar félagsstarfsemi, vann t.d. mikið í Guðspekifélag- inu, ungmennahreyfingunni o.fl. Frú Guðrún Hannesdóttir var mikilvirk sæmdarkona og átti fjölda vina og aðdáenda. Útför Guðrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni n.k. þriðju- dag. fengu þeir 7-8 vindstig og brælu og telja skipverjar skipið hið bezta sjóskip. Báturinn er smíð- aður í Aavalgsnes við Hauga- sund, byggður eftir ströngustu kröfum norska Veritas og búinn öllum fullkomnustu fiskileitar- og siglingatæikjum með kældri' lest og frystigeymslu fyrir línu- stampa. Stærð bátsins er 193 tonn brúttó, búinn 600 ha Lister- Blaskstone dieselvél og 62 ha. lítilli hjálparvél. íbúðir skip- verja 1-3 manna klefar, alls fyrir 13 menn. Áhöfn í heknsiglingu var 7 manns. Skipstjóri er Svan- ur Sigurðsson, Breiðdalsvík og 1. vélstjóri Garðar Þorgrímisson, Breiðdalsvík. Fjöldi fólks fagnaði skipi og skipshöfn, bæði börn og fullorðn ir, þrátt fyrir norð-austan kuilda og snjókomu. Báturinn fer á næstu dögum á línuveiðar. — P.G Tekinn fyrir leynivínsölu á dansleik BORGARNESI, 12. nóv. — Fyrir nokkru var leynivínsali tekinn á dansleik í Borgarnesi af héraðs lögreglunni. Maðurinn hefur ját- að sekt sína. Það liggur þegar fyrir, að hann hefur selt a.m.k. 5 flöskur af áfengi, þar af 4 til unglinga. Málið er til frekari rannsókn- ar. KIRKJUKÓRASAMBAND Rvík- ur hefir ráðið til sín söngkenn- ara, frk. Bente Ruager. Er hún dönsk og hefir um nokkurt ára- bil þjálfað kóra í Danmörku. — Hún er ráðin til kirkjukórasam- bandsins í Reykjavík í 5 mánuði og mun þjálfa hina 10 kóra sam- bandsins. Auk þessara kóra kennir frk. Ruager við filhar- moníukórinn, kennir guðfræðing- um við Háskólann og nemendum í Hagaskóla. Kirkjukórasambad Reykjavík- ur er á þessu ári 15 ára og í því sambandi hefir það afmælis- fagnað fimmtudaginn 14. nóv. í Sigtúni (Sjálfstæðishúsinu). — Efnisskrá afmælisfagnaðarins verður sem hér segir. Ræðu flyt- ur dr. Páll ísólfsson tónskáld. Inga María Eyjólfsdóttir syngur einsöng, en hún er memandi Maríu Markan, sem annast und- irleik fyrir hana. Þá syngja þeir Friðrik Eyfjörð og sr. Hjalti Guðmundsson gluntana við und- irleik dr. Páls ísólfssonar. Enn- fremur syngur frk. Benta Ruager einsöng með aðstoð dr. Róberts A. Ottóssonar söngmálastjóra. Þá syngja kirkjukórarnir saman nokkur lög. Að lokum verður dansað. Ljósm. Mbl. tók þessa mynd i Austurbæjarskólanum í gær þar sem frk. Bente Ruager (í miðju) var að þjálfa konur úr einum kirkjukóranna í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.