Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. nov. 1963 MORGUNBLADIÐ 13 Björgin skulfu, sólin hvarf og jörðin nötraði Sr. Páll Pálsson ræðir við Kjartan Leif Markússon frá Hjörleifshöfða Sr. Páll Pálsson ræðir við Kjartan Leif Maricússon frá Hjörleifs- _/ höfía r — NÚ LANGAR mig til að Iheyra þig segja frá Kötlugosinu 1918. Þé munt þú hafa verið í IHjörleifshöfða og séð vel til g'os- 8ins. Var ekki vo, — Jú, iþá var ég í Hjörleifs- Jiöfða og sá þetta ægilega og Ihrikalega eldgos vel. Núna á jþessu ári hittist svo á, að 12. október bar upp á laugard'ag eins og þegar Kötlugosið hófst 1918. í»á voru liðin 58 ár frá þvi að Katla hafði gosið þar áður, en nú eru liðin 45 ár frá gos- inu 1918. Þessi dagur, 12. okt. 1918, er einn þeirra daga sem ég man (bezt eftir frá fyrri dögum. Þennan dag var ágætis veður um morguninn, sól og heiðríkja, en eins og þokubakki lá yfir Mýrdalsjökli og náði niður í 1 undirfjöllin. Hallgrímur hús- 1 bóndi minn fór til Víkur, en ég var heima við mitt verk. En 6vo var það skömmu eftir há- degi, að ég var staddur inni og allt heimafólk. Þá kom einn jarð skjálftakippur. j — Var hann mikill? — Nei, hann var ekki harður. Bvo kornu hræringar hvur eftir aðra með dálitlu millibili. Á Iþessu gekk í eina klufckustund en enguim datt Katla í hug. Svo (þegar þessu var lokið, fór ég út fyrir á stað einn, þar sem ekki eér til jökulsins. í>egar ég kem aftur að bænum, þá sé ég ákaf- laga einkennilegt ský yfir jökl- inum, sem náði mjög hátt upp og mér þótti þetta ákaflega grun samlegt og sagði fólkinu heirna að ég byggist við því, að Katla I ætlaði að fara að gjósa. Þar I næst gekk ég svo norður fyrir bæinn til þess að vita hvers ég yrði vísari. Þá heyrði ég svo greinilega mikla skruðninga í jöklinum eins og eitthvað væri að hrapa. Þá hefur vatnsflóðið verið að sprengja skriðjökulinn og ryðja ’honura niður. Þetta heyrði ég greinilega og voru þó einir 15 km. upp að jökli. Nú var ég ekki lengur í vafa á hverju væri von og fór strax upp á austur brún Höfðans til þess að hóa í burtu fé, sem gat verið hætta búin. En þegar ég kem austur á brúnina, þá sé ég að Sandurinn er orðinn einn ólg- andi hafsjór af vatni, allt frá Höfðanum og austur að Blautukvísl og var flóðið rétt komið fram að sjó. Svona var flóðið fljótt á ferðinni. Á öllu þessu svæði sást hvergi eyri upp úr og jakaferðin var gífurleg. Þarna var ekkert frekar að gera, svo ég sneri strax heim og þá var vatnsflóðið að byrja að brjótast fram fyrir vestan Höfð- ann og náði brát allt að því vest- ur að Múlakvísl og fram í sjó. Þar með var Hjörleifshöfði al- veg umflotinn af -vatnsflaumi og eins og eyja úti í hafi. Þetta var gífurlega mikið vatn, en eins og klukku síðar færðist það stórlega í aukana. Þá sá ég heiman frá mér, að uppi á Sand- inum milli Selfjalls og Hafurs- eyjar komu frám heil býsn af stærðar jökulstykkjum. Og öll- um þessum jökulbáknum ruddi flóðið á haf út, beggja vegna við Höfðann. Var það hrikaleg sjón. Einum jaka man ég sér- staklega eftir, sem var ákaf- lega stór. — Hvað telurðu að þessi jaki 'hafi verið stór? — Ja, hann var mjög langur og gæti vel hafa verið eins stór og 3-4 íbúðarhús. í rauninni er eng- in leið að lýsa því, hvað jaka- ferðin var mikil, manni fannst vera allt að því eins mikið af ísjökum eins og vatni. Þessi stóri jaki, sem ég var að tala um, flaut ekki allt af, heldur ýtti flóðið honum öðru hverju úr stað, en í sjóinn fór hann. Fyrir vestan Hjörleifshöfða voru háir sandhólar Efstu hólarnir voru á móts við vestra horn Höfðans að norðan og náði þessi sand- ihólaþyrping alveg fram að sjó. Þetta hafa verið leifar af gamalli jökulihrönn eftir eitthvert Kötlu- gos. Þeir voru sumir gríðar stórir um sig og margar mann- hæðir á hæð. En eftir tiltölulega stuttan tíma, voru þeir allir horfnir í vatns- og jakaflaum- hefði nokkrum manni þýtt að inn. Má af þessu sjá, að ekki leita skjóls uppi á þessum háu hólum í gosinu. Straumurinn var aðallega á þessu hólasvæði, sem nú er með öllu horfið. Ekkert hlé varð á þessu ógnarflóði allt til kvölds. Upp úr Múrdalsjökli kom gífurlegur mökkur og mest bar á vatnsgufumekki þennan fyrsta dag gossins sem þeyttist upp af ofsakrafti. Undir sólar- lag var mökkurinn afar.tilkomu mikill að sjá, þegar tók að rökkva, fór maður að sjá þegar kvöldsólin skein á hann. Þegar tók að rökkva, fór maður að sjá í mekkinum mikil og skær eldleiftur eða skínandi ljós- rákir, sem lifnuðu, þutu um loft ið í allar áttir og dóu svo út, allt á einu augnabliki. Og gekk svo á þessum látlausu eldingum með ógnar braki og brestum, svo að björgin nötruðu og jörðin skalf. En þetta var ekki eldur úr gjánni í jöklinum, heldur raf- magn í mekkinum. Mér er sér- staklega minnistætt í myrkrinu um kvöldið, þegar lítið sást orð- ió til flóðsins og ekkert til jökuls ins, að heyra reiðarslögin og vatnsniðinn. Niðurinn Var gíf- urlega mikill og þungur, trölls- legur og heiftarlegur, svo að mér flaug í hug, hve ægilegt væri að verða fyrir þessum feiknaröfl- um. Þetta var allt svo miklu Hin nýkjörna stjórn Varðbergs í Vestmannaeyjum ásamt Herði Sigurgestssyni frá Varðbergi í Reykjavík. Varðberg í Vest- mannaeyjum stofnað STOFNFUNDUR annars Varð- bergsfélagsins utan Reykjavíkur var haldinn í Vestmannacyjum 6unnudaginn 27. okt. Rúmlega SO ungir menn úr lýðræðisflokk nnum þremur stóðu að stofnun félagsins. Fund'Urinn hófsit með að kos- Inn var fundarstjóri Sigfús John een og fundarritari Adolf Bjama 6031. Þá flutti Hörður Sigurgestsson úr sitjórn Varðbergs í Reykjavík erindi um starf Varðbergs, til— gang félagsins og framtíðarverk efni þess. Að loknu erindi Harðar rakti form, undirbúningsnefnidar, Egg- ert Sigurlásson, aðdraganda að Btofnun félagsins og lagði fram tillögu um stofnun Varðbergs í Vestmannaeyjuim. Var tillagan samiþykkt í einu hljóði, eftir að nokkrar uimræður höfðu farið fram og fundarmenn látið í ljós álhuga um stofmmina. Því næst fór fram stjómarkjör og voru eftirtaldir kosnir í sbjórn: Sigfús J. Johnsen, forrn., Eggert Sigurlásson, 1 vara-form., Hermann Einarsson, 2. vara-form. Stefán Björnsson, gjaldkeri, Sigurbergur Hávarðsson, ritari, meðsbjórnendur: Hjörleifur Hall griims, Atli Ásmundsson, Garðar Arason og Gunnlaugur Axelsson; varamenn: Kristmann Karlsson, Sigurgeir Sigurjóns9on, Vilhelm Júli'usson, Jón Stefánsson, Jó- hann Stefánsson og Pálmi Péturs son. Hin nýkjörna stjórn Varðbergs í Vestmannaeyjum mun hugsa sér að hefja ýmiss konar starf- semi á næstunnni, og verður Sigfús J. Johnsen, formaður Frá Kötlugosinu 1918. tröllslegra en nokkurn tíman nokkurt sjávarhljóð. — Var efcki fólikið hrætt á þessum afskekkta bæ, þegar þessar hamfarir urðu? — Nei. Hvorki ég né annað beimilisfólk var hið minnsta hrætt, hvað sem gefck á í kring um Höfðann, þwí segja mátti, að við værum þar í óvinnandi kast- ala. Sváfum við öll um nóttina og var það ólík aðstaða eða hjá fólkinu í Álftaverinu, sem ekki kom dúr á ^auga þessa nótt, svo sem eðlilegt var, af því að þar var allt opið fyrir flóðinu og ihættan mest. Þegar við vökn- uðum svo morguninn éftir var allt með kyrrð og spekt og flóðið gersamlega fjarað út. En mér hnykkti við, þegar ég sá þá miklu breytingu, sem orðin var á landinu hve langt var orðið fram að sjó. Flóðið hafði borið svona mikinn sand og aur með sér. Af þessu má sjá, hvað á hefur geng ið. Eg ætlaði bókstaflega ekki að trúa því, hvað langt var orð ið fram að sjónum! Enda kom það í ljós eftir gosið, þegar far- ið var að athuga þetta nýja ts»nd, að skammt vestan við Hjörleifshöfða hafði landið færzt fram um 2000 metra! Var þessi mikli landauki svo síðar nefndur Kötlutangi. Þennan dag var austan dimmviðri svo við í Höfðanum sáum ekki yfir allan Sandinn. En yfir að líta, svo langt, sem maður sá, var Mýr- dalssandur ein jakabreiða, en inn á milli sáust djúpir vatns- farvegir og skorningar. Þennan dag (sunnud. 13. okt.) sá ekki til jökulsins og öskufall var ekk- nénar skýrt frá því síðar. Sem kunnugt er, var Varð- berg stofnað á Akureyri fyrir um það bil mánuði síðan. Þá er fyrirhuguð félagsstofnun á Akra nesi fqstudaginn 1. nóvember, en auk þess verða Varðbergsfélög stofnuð næstu vikurnar á Sauð- á.rkróki, Siglufirði, Húsavík og Keflavík. 18 nýjar hjúkrunarkonur EFTIRTALDIR nemendur verða brautskráðir frá Hjúkrunarskóla Islands í lok þessa mánaðar: Anna Margrét Ólafsdóttir frá Reykjavík, Áróra Sjöfn Ásgeirs- dóttir frá Reykjavík, Björk Finn- bogadóttir frá Reykjavík, Björk Guðjónsdóttir frá Hafnarfirði, Díana Sjöfn Helgadóttir frá Freyvangi, Öngulstaðahr., Eyja- fjarðarsýslu, Elísabet Arnodds- dóttir frá Vestmannaeyjum, Erna Bergmann Gústafsdóttir frá Akra nesi, Fjóla Sigríður Tómasdóttir frá Reykjavík, Guðrún Guð- mundsdóttir frá Reykjavík, Guð- rún Ragnheiður Þorvaldsdóttir frá Reykjavík, Ida Bjarney Ein- arsdóttir frá Reykjavík, Ingi- björg Helgadóttir frá Húsavík, Ingigerður Reykjalín Eymunds- dóttir frá Vestmannaeyjum, Jóna Margrét Kristjánsdóttir frá Hval- látrum, Rauðasandshr., V-Barð., Linda Finnbogadóttir frá Reykja vík, Oddfríður Lilja Harðardótt- ir frá Reykjavík, Ragnhildur Theodórsdóttir frá Akranesi og Þórunn MatthíasdóttSr frá Reykjavík. ert hjá okkur. Kl. 9 um kvöldið heyrði maður, að nýtt vatnsflóð var komið. Daginn eftir (mánu- dag 14. okt.) var heiðskírt veður og gott, en öskumistur svo mik- ið, að óglöggt sá til sólar. Þá fyrst féll fíngerð aska, svo að sporrækt varð. Gífurlegt vatns- flóð flóði nú fram Sandinn þenn an dag, en var með öðrum hætti en fyrst, því nú var jakaferðin engin, þar sem flóðið hafði nú ó- hindrað framrás úr jöklinum. Þetta vatn, sem nú kom, ruddi um jökulhrönnunum sem fyrir voru á Sandinum og bar jakana á haf út, svo Sandurinn varð miklu sléttari en ella hefði orð- ið, ef allar jakahrannirnar frá fyrsta deginum hefðu setið þar kyrrar. í fáum orðum sagt, var svo þetta vatn stöðug að renna fram í heila viku, en þá fór það þverrandi. Næsta sunnudag, þ. 20. október, var svo fjarað að sanudrinn mátti kallast þurr á móti því sem áður var. Þá komst Hallgrímur gangandi úr Vík, því með hesta var ekki fært og var þessi för að vísu hið mesta óráð. Fékk hann sér til fylgdar tvo röska menn og voru þeir allir mittisvotir, er þeir komu. Það voru aðallega sandbleyturnar, sem ollu því. Þeim gekk annars sæmilega austur, en á meðan fylgdarmennirnir stóðu við í Höfðanum, kom þó eitthvert vatn og munu þeir hafa komizt í nokkra hættu á heimleiðinni. Höfðu þeir til öryggis bandvað á milli síiT — Þú sagðir áðan, að jaka- hrannirnar hefðu farið til hafs. Var þá efcki mikið jakarek í sjónum? — Jú. Fyrsta kvöldið, sem gosig stóð, var sjórinn ekkert nema jakaferð, eins og ein haf- ísbreiða, rétt mátti greina auða rönd við sjóndeildarhring. Fimmtudaginn í 2. viku goss- ins, gefck vindiáttin til norðurs og lagði mökkinn þá suður yfir Mýrdalsfjöllin og Sandinn eins og þykkan vegg á haf út. Þá fyrst fór að verða óhuggnalegt. Varð myrkrið þá svo mikið, að sólin hvarf sjónuim manna og þeir sem inni sátu, sáu ekki votta fyrir gluggarúðum um hádag. Þessum ógnarsorta fylgdi meira en myrkrið, það voru eldingarn- ar, geyslega sterkar þrumur. Þær voru ekki kraftminni en sterkustu þrumur á vetrum. Lék þá allt á reiðiskjálfi. Á þessu gekk langt fram á kvöld, unz þá létti til á ný með breyttri vindátt. Daginn efir var ömur- legt uim að litast, því þá var jörð ÖM allþakin fremur grófum sandi, svo að af tók allan haga nema í bröttustu brekkum. Nokikru síðar gerði svo öskufall á ný. Að meðaltali hefur ösku- eða sandlagið verið um 5 em. að þykkt á jafnsléttu. Þó að vatn væri hætt að koma fram úr jöklinum, þá virtist, sem eldgosið sjálft rénaði ekkert. Gosimökkurinn var alltaf jafn 'gífurlega mikiH dag og nótt. Stundum virtist hann hvítur. en oft kolsvartur og steig gríðar- lega 'hátt. Þannig var þetta alila daiga gossins. Mátti heita, að eldgosið stæði í 3 vikur .Þá virt- ist það detta skyndilega niður. Smá gufugos sáust 3. og 4. nóv. og svo ekkert meir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.