Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 24
 250. tbl. — Föstudagur 22. nóvember 1963 CALCULATOn ! H.BENEDIKTSSON HF.J Kafhríð um nær allt land Og allir vegir að lokast Reykjavíkurborg byggir vistheimili í Sundlaugahverf i Þar verða 30 böm 3ja-16 dra í þremur deildum BORGARYFIRVÖLDIN í Reykja vík hafa ákveðið að byggja við vistheimilið við Dalbraut norð- an Sundlaugavegar. fyrir þau börn, sem af einhverjum ástæð- um geta ekki verið heima hjá sér. Er búið að samþykkja teikningar að glæsilegri bygg- ingu, fyrir 30 börn og verið að vinna að útboðslýsingu. Vist- ,Skáldatími‘ verður metsölubók segir Hagnar í Smdra „Skáldatími rennur út”, sagði Ragnar Jónsson í Smára við íréttamenn Mbl. í gær er hann 6purði um sölu á þessari nýjustu bók Halldórs Laxmess. Raginar sagði að prentuð hetfðu verið 8,000 einitök af bókinni og væri larngt komið að selja þau. Ekiki væri haegt að prenta meira fyrir jól ein eftir áramótin yrði prent- að í viðbót. Kvaðst Ragnar gera ráð fyrir því að „Skáldatími’’ yrði metsöl ubók Helgafells fyrr og síðar. Bætti hann því við, að evo virtist sem bókin næði til fólks úiti á landi, sem aldrei virt- ist hafa lesið mikið eftir Lax- ness, en nú hefði brugðið svo við eð mikið hefði borizt af pöntuin- um frá landsbyggðinni. heimilið verður 6000 rúmm. bygg ing og sérstaklega byggt með tii liti til þess að hægt sé að skipa börnum í 3 deildir eftir aldri og myndi þær sér heimili. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt heimUi er byggt á íslandi. Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóri skýrði Mbl. í gær frá þess ari fyrirhuguðu byggingu. í til lögu sem hann og Jónas Páls- son, sálfræðingur, gerðu varð- andi heimili fyrir börn þau sem ekki geta dvalið á heimilum sín um, var bent á að fyrst og fremst vantaði upptökuheimili fyrir 30 born á aldrinum 3ja til 6 ára. En svo er ráð fyrir gert að við vöggu stofuna á Hlíðarenda verði byggt fyrir slík börn yngri en þriggja ára. Skarphéðinn Jóhannsson, arki tekt, var fenginn tU að gera teikningar að byggingunni, sem nú líggur fyrir og gert ráð fyr ir að byggingarframkvæmdir verði boðnar út um áramót, en ekki er ákveðið fyrir hve mikið fé byggt verður árið 1964. Verð ur hafist handa svo fljótt sem hægt er. Sækja nágrannaskóla og um- gangast nágrannabörn. Nýja vistheimili á að standa við Dalbraut norðan við Sund- laugaveginn. Er gert ráð fyrir að Baldvin Tryggvason form. Fulltrúaráðsins H3N NÝKJÖRNA stjóm Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik hefur nú skipt með sér Btörfum. Formaður Fulltrúaráðs- ins var kjörinn Baldvin Trygigva- eon, framkvæmdastjóri, varafojr- maður var kjöri/nn Gunnar Thor- otldsen, fjármálaráðherra og rit- arl Styrmir Gunnarsson stud. jur. Hin nýkjömi formaður FlUI- trúaráðsins hefur átt sæti í stjóm jþess sl. tvö ár en framkvæmda- stjóri Fulitrúaráðsins var hann árin 1956—1960. Baldvin Tryggva son hefur auk þess gegnt fjöl mörgum öðrum trúnaðairstörfum á vwgum Sjálfstæðisflokksins. Baldvin Tryggvason á því svæði komi einnig leik- skóli og dagheimili. Og þar sem laugalækjaskóli er rétt hjá, hafa börnin á vistheimilinu sömu að- stöðu og önnur börn til að sækja skóla, sem þeim hentar og leik- skóla. — Má búast við því sök- um stærðar sinnar, að heimilið fái nokkurn stofnunarsvip, sagði Jón B. Jónsson, en gert er ráð fyrir að börnin geti eignast vini í nágrenninu, sem er mikils virði. Vistheimilinu verður skipt í þrjár deildir, þar sem verða sam an 3ja—7 ára börn, 8—12 ára og 13—16 ára. Er teikningin að bygg Frh. á bls. 23 NORÐAN og norðaustan hríð var um nær allt land í gær og kyngdi niður snjónum, svo vegir voru að lokast. Voru vegir norð- ur og vestur frá Borgarfirði nær allir ófærir orðnir, og austan við Akureyri var alveg lokað. Fara áætlunarbílamir ekki norð ur í dag. Kringum Reykjavík var sama ástand, Þrengslavegur var þó farinn á stórum bílum austur fyrir fjall, en vegagerðin ráðlagði langferðabílunum að reyna ekki að fara hann í gær- kvöldi. Hvalfjarðarleið var lok- uð í gær, en vegheflar voru send- ir þangað og voru þeir um 3 leytið búnir að hjálpa tepptum bílum að Olíustöðinni. 1 Reykjavík kyngdi niður snjónum og veigruðu margir sér við að fara út með bíla sína, enda áttu ýmsir í erfiðleikum í fyrra- dag vegna þess hve snjórinn var blautur. f gær sendi gatnahreins unin út veghefla og traktora og allan tiltækan mannskap, um 50 manns, og urðu því ekki telj- andi erfiðleikar í umferðinni inni í bænum. Úti á Nesvegi sátu þó nokkrir bílar fastir um miðj- an daginn í gær. Ofankafald og skafrenningur á Hellisheiði Ofankafald og skafrenningur var á Hellisheiðinni allan dag- inn og því ekki hægt að moka, því það gerir illt verra, rótar bara upp í garða. I>ó var reynt að moka brekkurnar og farin Þrengslin. Brattabrekka var að lokast í gær og Kerlingarskarð og Fróð- Eyjan stækkar og gosið breytist NÝJA eyjan við Vestmanna- eyjar er nú orðin rúmlega 70 m. há og 700-800 m. löng. Held- ur rólegt var yfir gosinu í gær- morgun, þó mældist gosmökkur- inn 9 km. hár. En um 11 leytið færðist gosið í aukana og breytt- ist talsvert, að því er Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, tjáði Mbl. í gærkvöldi. Hann er um borð í Óðni, sem þá var kom- inn í var undir Heimaey, þar sem rok var á gosstaðnum. Þorleifur sagði að aðalbreyt- ingin á gosinu, eftir að það færð- ist í aukana, væri sú að suð- vestán í eyjunni, þar sem jafnan hafa verið hæstu sprengingarn- ar, þar þeyttust nú upp eins og samfelldar bylgjur af' ösku og gjalli, og telst honum svo til að þarna séu 20-30 gos á mínútu. Þar er sem sagt meiri ösku- framleiðsla en áður eða eins og gígurinn blási út ösku og gjalli. Um leið og þessi breyting varð, byrjuðu stórir og nokkuð stöð- ugir sprengjúbólstrar norðan í eyjunni, þar sem opið er. Rétt áður hafði Þorleifup mælt einn gosstrokinn sunnan í eyjunni og náði hann 800 m. upp. Sjór gengur ennþá inn í gíginn. Gígur með bröttum veggjum Eyjunni lýsir Þorleifur svo, að þetta sé gígur sem minni mest að formi til á svonefndan Skyggni í Vatnaöldu innan við Tungnaá. Séu veggir brattir, lík- lega um 30 gráðu halli á þeim. Sjór er þegar farinn að brjóta niður á meðan eyjan er í sköp- un, og er komið brimþrep norð- vestan í eyjuna. í fyrrakvöld sáust frá Óðni nokkrir eldar, allt upp í 100 m. hæð yfir gígbarmana, en í gær ekkert slíkt. Þorleifur sagði, að engar gosdrunur heyrðust enn- þá á eldstöðvunum, en drunur þær sem Vestmannaeyingar hefðu heyrt í fyrrakvöld Væru þrumur. Þá hefðu verið geysi- miklar eldingar í gosmekkinum og þrumuhljóð drunið. árheiði lokaðar. Mbl. hafði tal af nokkrum fréttariturum sínum, sem höfðu eftirfarandi snjóafréttir að segja: Bílar bíða beggja vegna Holtavörðuheiðar STAÐ, Hrútafirði — Hér f Hrútafirðinum eru allir vegir lokaðir. Nokkuð mikill snjór var kominn áður og nú er kaf- bylur. Yfirleitt hefur verið leiðindatíð undanfarnar vikur, mjög miklir kuldar gengið yfir og frostið færið niður í 17 stig. Áætlunarbílarnir frá Akur- eyri komust í gærkvöldi suður um Holtavörðuheiði, komu hér kl. 22 í stað 4 síðdegis eins og venjulega. En í dag bíða 4 stór- ir bílar á Blönduósi eftir að komast suður. Þeir sem athugað hafa vegina hér, telja þá alveg ófæra. Einn bíll bíður I Forna- hvammi eftir að komast til Hólmavíkur. — Magnús Langidalur ófær BLÖNDUÓSI. — Langidalur er talinn ófær núna. Mjólkurbíll úr Langadal sem fór I gær kom ekki aftur fyrr en kl. 6 1 morg- un. Og engir mjólkurbflar fóru af stað í dag. Tveir áttu að fara á Skagaströnd og I Svínavatns- hrepp, en fóru ekki. Svínvetn- Framh. á bls. 23. Ekkert flug ALLT innanlandsflug lá niðri 1 gær vegna veðurs. Um hádegi lokaðist Reykjavíkurflugvöllur fyrir utanlandsflugvélum. En umferð um Keflavíkupflugvöll var með eðlilegum hætti. <$>Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Mælt mál — ný bók eftir Davíð Stefá nsson Ragnaa- Jónssou, foirstj. Helga- fells, skýrði Mbl. frá því í gær að jólaibók forlagsins að þessu sinni yrði ný bók eftir þjóðsikáld- ið Davíð Stefánsson frá Faigra- skógi. Ber bókin nafnið ,Mælt mál,” og er hétr um að ræða rit- gorðir skáldsins um menn og mál efni. Ritgerðirnar eru samdar á ýmsum tímum og fjalla um ýmis efni. M.a. er prentuð í bókiruni ræða. sem Davíð fluitti um Maitt- hías Jocbuimsson er Matbhíasar- safnið var opnað á Akureyri, önnur ritgerð heiitir „Á leið til Gullna hliðsins". Fæstar ritgerð- anoa hafa áður birzit á preinti, og er hér um að ræða fyrstu rit- gorðabók Davíðs Stefánssonar. Bókin eir 250 bls. að stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.