Morgunblaðið - 29.11.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 29.11.1963, Síða 1
24 s!ðu?í 50 árgangur 256. tbl. — Föstudagur 29. nóvember 1963 Prentsmiðja MorgunblaSsins Rannsdkn á morði Kennedys haldið áfram Rússnesk blöð segfa Oswald saklausan Moskvu og New York, 28. nóv. — (AP-NTB) — í SOVÉTRÍKJUNUM halda blöðin áfram að kenna hægri sinnuðum öfgamönnum um Dularfull mynd af rússneskri eldflaug London, 28. nóv. (AP). TÍMARITINU „Flight Inter- national", sem fjallar um ýmislegt er varðar flugmál, barst í vikunni einkennilegt bréf. í því var mynd af nýj- ustu orustuþotu Sovétríkj- anna, Mig-23, skjóta eldflaug, sem ætluð er til að granda öðrum flugvélum. Bréfið hafði verið sett í póst í Lon don, en enginn veit hver send andinn er. Með myndinni var aðeins smá miði, sem á stóðu orðin „Hardly a mockup' sem merkja að þarna hafi ekki verið um neina gerfi- eldflaug að ræða. Ritstjóri timaritsins skýrði frá því að nýlega hafi tíma- ritið birt grein um sovézka eldflaug af þessari gerð, og var þar gefið í skyn að þar væri aðeins um gerfiflaug að ræða. „Ég álít að ljósmyndin sé ófölsuð, og verða menn að geta sér til hvaðan hún kem- ur,“ sagði hann. „Á henni sést ekki aðeins nýjasta gerð rúss- neskrar orustuþotu, heldur er þetta einnig fyrsta myndin, sem birzt hefur í heiminum af þessari gerð rússneskra eldflauga.“ morðið á Kennedy forseta. — Segja þau jafnvel að lögregl- tmni í Dallas sé kunnugt um hinn rétta morðingja, en haldi hlífiskildi yfir honum. í Bandaríkjunum heldur rannsóknum á morðinu á- fram, hæði í Dallas og New York, þar sem Lee Harvey Oswald dvaldi um skeið fyrst eftir heimkomuna frá Sovét- ríkjunum. Rússnesk blöð halda áfram að mæla á móti því að Lee Marvey Oswald bafi myrt Kennedy for- seta, og koma sökinni yfir á öfga sinnaða hægrimenn í Bandaríkj unum. Segir Pravda eftir frétta- ritara sínum í New York, Boris Stelnikov, að fleiri og fleiri Bandaríkjamenn séu að komast á þá skoðun að ekki beri að leita morðingjans í gröf Oswalds, heldur annarsstaðar, þar sem lögreglan í Dallas heldur hlífi- skildi yfir honum. Dagblaðið Sovietskaya Rossie birtir hálfsíðu grein, þar sem því er haldið fram að „kynþátta- hatur, and-kommúnismi og hern aðaræði“ eigi sök á morðinu. Einnig birtir blaðið á áberandi stað umsagnir rússneskra sér- fræðinga, sem telja að útilokað bafi verið fyrir morðingjann að skjóta þremur skotum úr ítalska rifflinum á fimm sekúnlum. í þessum sambandi má geta þess að sérfræðingar lögreglunn- ar í Los Angeles hafa kynnt sér samskonar riffil og notaður var við morðið á Kennedy. Var ein lögregluskyttan látin skjóta til marks við svipaðar aðstæður og voru í Dallas. Tók það skyttuna þrjár og hálfa sekúndu að skjóta þremur skotum, sem öll hæfðu í mark. ÁFRAMHALDANDI RANNSÓKN Þótt talið sé fullsannað að Oswald hafi skotið forsetann til bana er rannsókn málsins enn haldið áfram í Bandaríkjunum, og er rannsóknin í höndum rík- islögreglunnar, F.B.I. Lítið er látið uppi um rannsóknina. En vegfarendur í Dallas sáu í dag sorgarleikinn frá því á föstudag endurvakinn. Opinni bifreið var ekið leiðina sem forsetahjónin óku að morðstaðnum, og í hús- inu sem skotið var frá biðu lög- reglumenn. Á morðstaðnum reið skotið af, en að þessu sinni að- eins púðurskot. Öll umferð var stöðvuð meðan á þessu stóð, og umhverfið gjörbreytt frá því á föstudag. Þá fylltu fagnandi áhorfendur gangstéttirnar. Nú stóðu þögulir áhorfendur innan um hundruð blóma, sem lögð hafa verið hjá morðstaðnum. Mikið er ritað um rannsókn- ina í bandarísk blöð, þótt lítið fáist af fréttum frá lögreglunni. Blaðið Dallas News segir til dæmis að sennilegt sé að Lee Harvey Oswald og morðingi hans Jack Ruby hafi eitt sinn verið nágrannar. Segir blaðið lýsingu á manni, sem um tíma leigði herbergi skammt frá húsi Rubys, sé nákvæm lýsing ‘á Os- wald. Haft er eftir lögreglunni Framh. á bls. 2. Lyndon B. Johnson forseti er nú fluttur í Hvita húsið. Eins og fyrirrennari hans, John F. Kennedy, hafði Johnson miklar mætur á ruggustól sínum, sem hann flutti með sér til nýja bústaðarins og setti á nákvæmlega sama stað og ruggustóll Kennedys stóð. Mynd þessi var tekin í Hvíta húsinu s.l. þriðjudag. Johnson forsetii Stígum fram úr náttmyrkri harmleiksins Canaveralhöfði umskírðui Kennfcdy-höfði Washington, 28. nóv, AP-NTB. LYNDON B. Johnson, forseti Bandaríkjcnna, flutti í kvöld til þjóðarinnar í tilefni þess að í dag var þakkargjörðar- dagur í Bandaríkjunum — (Thanksgiving day). Sagði hann að Bandaríkjamenn hefðu nú lifað þá sjö daga, Frjáls fiskverzlun til umræðu í London Bretar vilja 12 melna fiskveiðilögsogu London, 28. nóv. AP. FÉLAG brezkra togaraeig- enda skoraði í .dag á fíkis- 6tjórnina að færa út fisk- veiðilögsöguna við Bretland til samræmis við aðgerðir annarra þjóða, er stunda veið •r í Norðursjó. Er áskorun þessi lögð fram nú vegna þess að á þriðjudag hefst í Lan- caster House í London fiski- málaráðstefna 16 þjóða, sem boðað er til samkvæmt ósk Breta. Boðað var til ráðstefnunn- ar eftir að Bretar tilkynntu hinn 29. apríl sl. að þeir hyggðust segja upp samningi þeim um fiskveiðar í Norður- sjó, sem þeir undirrituðu 1882 ásamt Frökkum, Belg- um, Hollendingum, Þjóðverj- um og Dönum. Þegar tilkynn- ing Breta um uppsögnina var birt sagði Edward Heath, þá- verandi aðstoðar-utanríkis- ráðherra að Bretar vildu hafa frjálsar hendur frá júní 1964. Á ráðstefnunni í London mæta Framhald á bls. 23. sem aldrei liðu þcdm iir minni. „Merkur leiðtógl er lát- inn, merk þjóð verður að halda áfram á framfarahraut- inni . . . Við getum sigrazt á morgundeginum, eða glat- að honum. Ég er ákveðinn í að við skulum sigrast á morgninum, sem framundan er,“ sagði forsetinn. Johnson minntist Kennedys forseta og kvaðst vona að allir Bandaríkj amenn sameinuðust honum í að stíga fram úr nátt- myrkri harmleiksins til nýrra stórræða. Ódæði það, sem unnið var til að sundra okkur, sagði hann, hefur orðið til þess að tengja okkur traustari böndum. Forsetinn sagði að frá því á föstudag, þegar Kennedy var myrtur, hafi Bandaríkjamenn öðlast nýtt mat á því, sem verð- mætt er í þessu lífi. Ódæðið hafi orðið til þess að beina hugum manna til þess góða og ryðja burtu hatri og sundrungu. „Lát- um alla þá sem koma fram opin- berlega, kenna, predíka, gefa út bækur og blöð, koma fram í út- varpi og sjónvarpi minnast á- byrgðarinnar. Forsetinn lýsti yfir samúð sinni með Jacqueline Kennedy og börnum hennar tveimur, og sagði að Bandaríkjamenn geymdu minninguna um Kenne- dy í hjörtum sínum. Einnig til- kynnti hann að eldflaugastöðin á Canaveralhöfða fengi nýtt nafn. Hefur hann fyrirskipað að stöðin heiti framvegis Kennedy- höfðL Kínverjar sátu sem fastast \ Varsjá, 28. nóv. (NTB ALÞJÓÐA friðarráðið situr um þessar mundir ráðstefnu í Póllandi. Forseti ráðsins, sem er Pólverji, Iagði í dag til að fundarmenn vottuðu minningu Kennedys forseta virðingu með mínútu þögn. Mótmæltu kínversku fulltrú- amir þessu harðlega. Tók cinn kínversku leiðtoganna tvisvar til máls í mótmæla- skyni. Kínverski lelðtoginn, Tang Ming Chau, sagði m. a.: 1 stað þess að minnast bandaríska forsetans ættum við að minn ast allra þeirra manna og kvenna um allan heim, sem hafa barizt hetjulega gegn amerísku ofbeldi og kynþátta ofsóknum. Fagnaði kínverska sendinefndin orðum hans með lófataki. í kínversku sendinefndinni eru 30 fulltrúar, og sátu þeir sem fastast þegar hinir full- trúamir, 300 að tölu, risu úr sætum til að heiðra hinn látna forseta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.