Morgunblaðið - 29.11.1963, Side 17

Morgunblaðið - 29.11.1963, Side 17
Föstudagur 29. növ. 1963 MOHCUNBLAÐÍÐ 17 Gunnar Friðríksson framkvæmdastjóri fimmtugar i. UM Gunnar Friðriksson væri mér persónulega eðlilegast að hafa stuttan formála og fornan: þá kemur mér hann jafnan í hug, er ég heyri góðs manns getið. Drengskapur og góðvild eru svo einkennandi drættir í skapgerð þessa síannríka athafnamanns, að þeir munu jafnan verða vinum hans efst í huga. En Gunnar Frið- riksson hefur víða farið og látið eftir sig mörg spor. Saga hans verður ekki öll sögð, þó að getið eé drengskapar hans, sem engum getur dulizt, sem við hann á skipti. Þess verður og ekki freist- að að segja þá sögu hér í stuttu afmælisspjalli, heldur aðeins drepið á nokkur atriði. Gunnar Friðriksson fæddist 29. nóvember 1913 að Látrum í Aðal- vík. Foreldrar hans voru Friðrik Magnússon, formaður og útvegs- bóndi á Látrum, og síðari kona hans, Rannveig Ásgeirsdóttir. Friðrik var með kunnustu og harðfengustu sjósóknurum þar vestra, atorkumaður mikill, glögg ur og útsjónarsamur. Ekki er mér það efamál, að uppeldið í þessu umhverfi og undir handar- jaðri garpsins Friðriks Magnús- sonar, hefur markað varanlega lífsstefnu og viðfangsefni Gunn- ars Friðrikssonar. Sjórinn, út- gerðin og aflabrögðin verða hug- stæð viðfangsefni frá barnæsku. Og þó að Friðriki Magnússyni auðnaðist að ráða skipi sínu heilu til hlunns úr síðustu sjóferð, þá beið heimilið mikla harma af slys förum á sjó. Tveimur mannvæn- legum sonum var á burtu svipt í einu mannskaðaveðrinu vestra. En þetta harðsótta líf í bar- áttu við sjóinn kenndi dugandi mönnum eina lífsreglu varan- lega: Að leggja aldrei árar í bát, gefast aldrei upp. Gunnar Frið- riksson hefur að minnsta kosti numið hana ærið trúlega. Hann byrjaði kornungur að gera út á Látrum og efalaust með æði tak- markaða fjármuni. Ég hef það fyrir satt, að hann hafi ekki verið nema 17 ára, þegar hann keypti fyrsta bát sinn frá Noregi. En tímarnir voru óhagstæðir. Þetta var á árunum í kringum 1930—32 og þau urðu þung í skauti göml- um og grónum útgerðarmönnum, hvað þá heldur fjárvana og reynslulitlum unglingum. Gunn- ar hvarf brátt frá útgerðinni á Látrum, reynslunni ríkari, en ekki fé, og sneri sér að öðrum viðfangsefnum. Árið 1935 flytur hann til Reykjavíkur, alráðinn í því að hasla sér völl í viðskipta- lífi höfuðborgarinnar, en engan veginn búinn að gleyma reynsl- unni að vestan, né sjónum og þeim verkefnum, sem honum eru bundin. — Fór og brátt svo, að verzlun með vélar og skip varð eitt höfuðviðfangsefni hans og er svo enn í dag. Árið 1940 stofn- aði hann ásamt Sæmundi Stef- ánssyni stórkaupmanni fyrirtæk- ið Vélasalan hf., sem þeir félagar reka enn í dag, sem aðalfyrir- tæki sitt. Síðar hefur Gunnar og átt drjúgan þátt í stofnun og rekstrl annarra fyrirtækja, svo sem Vélar hf. og árið 1957 var hann einn meðal stofnenda aust- ur-þýzka viðskiptafyrirtækisins Desa hf., sem var hlutafélag skipainnflytjenda, og hefur unnið óhemju starf fyrir það fyrirtæki jafnan síðan. Vélasalan hf. er nú fyrir löngu orðið eitt umsvifa- mesta viðskiptafyrirtæki sinnar tegundar hér á landi og nýtur ár frá ári sívaxandi trausts og vin- sælda. Um langt skeið var fyrir- tækið til húsa í Hafnarhúsinu, en í byrjun síðastliðins árs réðst Gunnar Friðriksson í það að kaupa stórhýsið Garðastræti 6, og breytti því hátt og lágt sam- kvæmt þörfum verzlunarinnar, enda orðið bagalega þröngt um fyrirtækið á hinum fyrra stað, einkum geymslu og afgreiðslu varahluta. Flutti Vélasalan hf. inn í hin nýju húsakynni haustið 1962 og sýndi það sig brátt, að hér biðu fyrirtækisins ný vaxtar- skilyrði. — Þeir einir, sem eitthvað veru- lega hafa fengizt við viðskipta- mál, geta fyllilega gert sér þess grein, hvílíka feikna vinnu, ár- vekni og forsjá það kostar að byggja upp umsvifamikið og traust viðskiptafyrirtæki á við- sjálum og breytilegum tímum. Það kostar líka einatt harðfylgi og kapp. En árangurinn veltur ekki á dugnaðinum einum og harðfylgi og kapp er ekki nóg. Sá sem ætlar að byggja varan- lega í heimi viðskiptanna verður að grundvalla starf sitt á heiðar- leika og drengskap. Á fimmtugs- afmæli sínu nýtur Gunnar Frið- riksson þeirrar hamingju að þessa dýrmætu einkunn drengskapar og heiðarleika gefa honum hvorir tveggja jafnt — viðskiptavinir og keppinautar. n. Gunnar Friðriksson hafði verið einn af forustumönnum í félags- skap ungra manna í heimabyggð sinni og jafnskjótt og hann kom til Reykjavíkur tók hann og að láta félagsmál til sín taka með ýmsum hætti. Ég held mér sé ó- hætt að fullyrða, að ekki hefur honum gengið metnaður til þeirra afskipta, heldur rík með- fædd þörf til þess að verða þar að gagni, sem góðu málefni var liðs þörf. Ég er ekki svo kunnug- ur félagsmálastarfi Gunnars Frið- rikssonar, að ég geti rakið það til neinnar hlýtar, nema helzt á einu sviði. Ég veit, að hann var í stjórn Sjómannadagsráðs í nokk- ur ár og formaður Bátafélagsins Bjargar um allmörg ár. Og efa- laust hefur hann komið víðar við sögu. En það, sem mér er hug- stæðast í þessu sambandi, er ó- þreytandi starf hans í þágu Slysa varnafélags íslands um mörg ár. Mjög fljótlega eftir komu sína til Reykjavíkur hóf Gunnar Frið- riksson að starfa að slysavarna- málum. Hann aflaði sér brátt trausts og vinsælda í þeim félags- skap, svo sem hvarvetna annars- staðar og var kosinn í stjórn Slysavarnafélagsins árið 1956. Á landsþingi S.V.F.Í. 1960 baðst hinn vinsæli forseti félagsins Guð bjartur Óláfsson eindregið undan endurkosningu, enda þá orðinn roskinn maður og hafði gegnt forsetastarfinu farsællega um tuttugu ár. Mér verður það alla jafna minnisstæðast frá þessu þingi, hve átakalaust það gekk að velja nýjan forseta. Það var eins og öllum þorra fulltrúa sýnd- ist Gunnar Friðriksson sjálfkjör- inn til þessa virðulega forustu- starfs, að öllum öðrum ólöstuðum og mörgum hæfum og góðum. Og ég ætla að gerast svo djarfur að segja, að S.V.F.Í. hefur aldrei þurft að iðrast þess kjörs. Öllu slysavarnafólki er kunnugt hví- líkt feikna starf Gunnar Friðriks- son leysti af höndum frá upp- hafi vega til þess að samtökin gætu eignast hið glæsilega og bráðnauðsynlega hús sitt á Grandagaiði. í forsetatíð hans hefur opinber viðurkenning og fjárstuðningur við starfsemi fé- lagsins aukizt til muna, starfsem- in eflzt út á við og inn á við, og vinsældir Slysavarnafélagsins með þjóðinni sennilega aldrei staðið fastari fótum en nú. Ekki dettur mér í hug að þakka þetta Gunnari Friðrikssyni einum. En hitt vitum við öll, að Gunnar hef- alveg óvenjulega happasæla hönd, þegar hann tekur á máli og á sinn drjúga þátt í þessum sigri. III. Árið 1940 kvæntist Gunnar Friðriksson Unni Halldórsdóttur frá Sandbrekku í Hjaltastaða- þinghá, glæsilegri konu og gjörvu legri. Frú Unnur á til traustra og mikilhæfra manna að telja þar austur, og hefur svarið sig mjög í ætt. Ég hef stundum, síðan náin kynni okkar tókust við heimili þeirra hjóna, látið mér til hugar koma, að oft hafi GUnnar Frið- riksson verið heppinn svo að kalla mátti hreina gæfu, en aldrei í ríkara mæli, en þá er hann hlaut sitt góða kvonfang. Dregur þar mest til einstök sam- heldni þeirra hjóna og brigðu- laus trúnaður, ekki einungis um allt, er við kemur sambúð þeirra og heimilisbrag, heldur og um margháttuð umsvif Gunnars og framkvæmdir. Frú Unnur hefur tekizt á hendur húsfreyjuskyldur sínar í allmiklu víðtækara mæli, en mörgum konum verður auðið. Hún hefur orðið hin prúða, sam- vizkusama og gestrisna hús- freyja, en hún hefur einnig reynzt þeim vanda vaxin að vera trúnaðarvinur og hygginn ráðu- nautur manns síns í hinum vandasömustu málefnum er vörð- uðu viðskipti hans og hag heim- ilisins út á við. Ég hygg hreinlega, að óhætt sé að fullyrða, að allt frá því er hjúskaparferill þeirra hófst, hafi Gunnar Friðriksson enga verulega fullnaðarákvörðun tekið án þess að kona hans hafi verið þar með í ráðum af fullum trúnaði. Má öllum vera það aug- ljóst hvílíkur stuðningur það er manni í margháttuðum umsvifum lífsins að eiga slíkan förunaut. Fyrir allmörgum árum byggðu þau hjón sér skemmtilegt hús á Hjarðarhaga 31 og hafa átt þar heimili síðan. Það hús er arinn innri friðar, kyrrlátrar góðvildar og gestrisni. Þangað senda hinir fjölmörgu vinir Gunnars Friðriks sonar honum vinarkveðjur sínar og árnaðaróskir í dag og þeim hjónum báðum. Unni og Gunnari, einlægar hamingjuóskir með bæn um heill og blessun yfir mörg komandi ár. Sigurður Einarsson í Holti Kaffisnittur — Coctailsnittur Smurt brauð, heilar og hálíar sneiðar. Rauða Myllan Laugavegi 22. — Sími 13628 LJÓSMYND/YSTOFAN LOFTUR hf. tngólfsstræti t>. Pantið tima ’ sima 1-47-72 Látið ekki dragast að athuga bremsurnar séu þær ekki i lagi.. Fullkomin bremsupjónusta. Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn föstudaginn 6. desember og hefst hann kl. 20,30 í K.R.-húsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn K.R. Bátur til sölu Vélbáturinn Emma II VE 1, 42 smálestir að stærð, er til sölu með eða án veiðafæra. Sömuleiðis fiski- hús. Allt í 1. flokks standi. Verð og skilmálar mjög hagstæðir. Nánari upplýsingar gefur: EIRÍKUR BJÖRNSSON, Hótel Skjaldbreið Herbergi nr. 7 eða Ingólfur Eiríksson, Vest- mannaeyjum. Sími 761. Tilboð óskast í DODGE sendi bíl árg. 1946. Bedford vöru- bíl með spili, árg. 1942. Tilboðum sé skilað fyrir 9. des. næstkomandL Rafveita Hafnarfjarðar Að gefnu tilefni tilkynnist hér með að símanúmer vort er 7 9 5 0 6 eins og skráð er í nýútkominni símaskrá. Kannsóknarstofa Háskólans v/Barónsstíg. Kápur • Hanzkar • Slæður Undirföt o.fl. Tízkuverzlunin H É L \ Skólavörðustíg 15. — Sími 21755. Kjólar - Kjólar Glæsilegt úrval Skólavörðustíg 17. — Simi 12990. Sala — Leiga Viljum selja ca. 100 ferm. fokhelda jarðhæð á Melabraut 43. Til greina getur komið leiga á tveggja herbergja íbúð, um tíma, fyrir kaupanda. Upplýsingar í símum 19028 og 24819.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.