Morgunblaðið - 29.11.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 29.11.1963, Síða 24
 .aafafcti JtiÉWl8t*wv*' 256. tbl. — Föstudagur 29. nóvember 1963 CALCULATOH ; H.BENEDIKTSSON HF.J Banaslys á Seyðisfirði Seyðisfirði, 28. nóv. RÉTT fyrir kl. 16.00 í dag fannst 2ja ára drengur látinn á götu fyrir framan húsið sem hann átti heima í hér á Seyðisfirði. Drengurinn hét Guðmundur Víðir, sonur Hallbjörns Kristins- sonar, Hring'braut 109, Reykja- vík. Drengurinn var hér hjá íöður- systur sinni, því að móðir hans lenti í bílslysi s.l. vor og er lömuð síðan. Húsið, sem drengurinn átti heima í er við Hafnargötu og er þar allmikil umferð. Svo ein- kennilega vildi til, að enginn sjónarvottur var að slysinu. Full- víst er talið að barnið hafi orðið fyrir bifreið eða rekist utan í hana. Húsin standa þarna fast við götuna og enginn garður fyrir framan þau. Hins vegar er girðing frá húsinu, sem drengur- inn átti heima, og yfir að næsta húsi, og var drengurinn þar í Keflavlk SJÁLFFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ „Sókn“ í Keflavík held- ur sinn árlega jólabazar mánu- daginn 2. desember í Sjálfstæðis húsinu kl. 9.00. Margt ágætra muna, allur ágóði rennur til góðgerðarstarfsemi fyrir jólin. garðinum skömmu fyrir slysið. Bifreiðin sem slysinu olli er ó- fundin. — Sveinn. Virðuleg útför frú Guðrúnar Pétursdóttur í GÆR var gerð frá Dómkirkj- unni útför frú Guðrúnar Péturs- dóttur, ekkju Benedikts Sveins- sonar fyrrv. alþingismanns og þingforseta. Dómkirkjan var þéttsetin. Út- förin hófst með því að dr. PáU ísólfsson lék sorgarlög. Þá sungu Fóstbræður „Á hend- ur fel þú honum“ og „Lýs milda ljós.“ Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, flutti minningarræðu. Dr. Páll ísólfsson lék forleik að sálumessu eftir Bach. Fóstbræður sungu „Ég lifi og ég veit“. Að síðustu lék dr. Páll ísólfs- son sorgargöngulag eftir sjálfan sig. Úr kirkju báru kistuna nokkr- ir nánustu vinir heimilis hinnar látnu, þeir: Ólafur Þórðarson, Loftur Bjarnason, Tómas Helga- son, Teitur Finnbogason, Sveinn Þórarinsson, Sigurður Baldurs- son, Kristinn Baldursson og Jó- hann Friðriksson. Utvegsmenn þjappa sér AÐALFUNDUR Landssam- hands ísl. útvegsmanna hófst í dag í húsi Slysavarnarfélags Islands kl. rúmlega 15. Er þetta 24. aðalfundur sam- bandsins. Formaður sambandsins, Sverr- ir Júlíusson setti fundinn með ræðu. í upphafi máls síns minnt- ist formaður fimm útvegsmanna og tveggja starfsmanna Innkaupa deildar L Í.Ú., sem látizt hafaJ síðan síðasti aðalfundur var haldinn, svo og tuttugu og níu íslenzkra sjómanna, sem látið hafa líf sitt á sama tíma. — Risu fundarmenn úr sætum sín- um í virðingarskyni við minn- ingu hinna látnu manna. í upphafi ræðu sinnar rakti formaður þær skipulagsbreyting- ar, sem gerðar vouu á samband- inu á síðasta aðalfundi, sem hefðu beinzt að því að þjappa útvegsmönnum saman, ekki sízt í kjaramálum. Vék hann að Ihelztu atriðum í þessu sam- bandi og framkvæmdum í sam- bandi við stofnun nýrra sam- bandsfélaga, sem voru nú færri en áður. Því næst mælti formaður á þessa leið: Á þeim umbrotatím- um, sem nú eru í þjóðfélaginu varðandi kaup- og kjarasamn- inga hjá flestum vinnustéttum, en eins og kunnugt er, standa nú yfir viðræður milli verka- lýðsfélaga og annarra launþega- samtaka og vinnuveitenda, og er skemmst að minnast þeirra um- ræðna og átaka, er áttu sér stað, er frumvarp ríkisstjornar • innar um launamál og fleira, var til umræðu á Aiþingi, er lyktaði með „vopnah'.éi“, og er nú unnið að, fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar að ná sam- komulagi um þessi mál fyrir 10. desember n.k. Frekar verður ekki að þessu sinni sagt frá fundinum, en nán- ar verður sagt frá ræðu for- manns síðar. Fundarstjóri á fundinum var kosinn Jón Árnason, Akranesi en fundarritari Gunnar Haf- steinsson, lögfræðingur. Síðan fór fram kosning nefnda og skýrsla sambandsstjómar var flutt, þar sem gerð er rækileg grein fyrir öllum helztu störfum sambandssjórnar og skrifstofu sambandsins á liðnu starfsári. Þá átti Sigurður H. Egilsson og skýra frá starfsemi Innkaupa deildar L.Í.Ú. og leggja fram reikninga hennar og Landssam- bandsins. saman Sverrir Júlíusson formaöur L.I. U. flytur ræðu sína. Jón Árna- son alþm. í sæti fundarstjóra. Fulltrúar Norðurlanda á alþjóða ráðstefnu um stöðugleika fiski skipa. Talið frá vinstri: Norð- maður, Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri, Dani og tv eir Svíar. Ofhleðsla sfldveiðiskipa hegningarverð BLAÐINU hefir borizt fregn if alþjóðaráðstefnu um stöðugleika fiskiskipa, sem haldin var í Póllandi á vegum FAO í okt. sl. Ráðstefnuna sat m. a. Hjálm- ar R. Bárðarson skipaskoðunar- stjóri. Fjöldi mála var íil umræðu á ráðstefnunni og líkur til að af henni leiði áðgerðir til öryggis sjófarenda. Að þessu sinni verður aðeins Á LISTMUNA UPPBOÐI Sigurð- ar Benediktssonar í gær Annáls fcroti í myndum eftir Jóhannes Kjarval var geysilegur fjöldi E'esta. Var Súlnasaluir Hótel Sögu fullskipaðuir. 35 myndir votru seldar. Þegar kom að málverkinu Pantheon, tilkynnti Sigurður, að Kjarval hefði ákveðið að skyldi ekki boðin upp, heldur gefin Listasafnj Reykjavikur. Borgar- drepið á eitt atriði, sem til um- ræðu var á þessari víðtæku ráð- stefnu. Fjallar það um hleðslu islenzkra síldveiðiskipa. I skýrslu segir svo: „A ráðstefnunni voru alls lögð fram, haldin og rædd 24 erindi. Þar á meðal var erindi Hjáimars R. Bárðarsonar, skipaskoðunar- stjóra er fjallaði um stóðugleika- útreikninga íslenzkra fiskiskipa stjóri, Geiir Hallgrímsson veitti málverkinu viðtöku og þakkaði listamanninum. Kvaðsf hann vona að samastaður Listasafns- ins yrði jafn veglegur og Pantihe on. Listasafn ríkisins keypti tvær myndanna Expanótiska artifi- sjón af landslagi (olía á léreft) og Dýra táma (abstraktion í vatnslitum). og þá reynslu sem þegar hefir fengizt hér á landi. Þar er nokkuð rætt um síidarhleðslu íslenzkra fiskiskipa og gert grein fyrir árangri útreikninga á hleðsluástandi sildveiðiskipa. Það varð ljóst af umræðun- um sem á eftir fylgdu, að engin þjóð myndi taka til greina að leyfa slíka hleðslu. Til dæmis munu Danir nú hafa í hyggju í nýjum reglum að krefjast þess, að öll fiskiskip hafi að minnsta kosti 10 cm fríborð, þegar þau eru mest hlaðin, og samtímis er þess að sjálfsögðu krafizt að allar lúgur séu vatnsþétt lokað- ar (skálkaðar). Þessi hleðslu- takmörkun danskra fiskiskipa hefir það í för með sér, að flest fiskiskipanna geta aðeins sett síld í afturlest, en ekkert í fram lest, og auðvitaS ekkert á þilfar. Bandaríski fU'Ttrúinn sagði, að slík ofhleðsla sem hér tíðkast ætti allsstaðar að vera hegn- ingarverð, og hvergi í heimin- um að vera liðm. Það leikur þrnnig enginn vafi á því, að ef alþjóöaákvæði verða sett um stöðugleika fiskiskipa, þá verður hleöslutakmörkun fiskiskipa inmfann í þeim ákvæð um, enda hleðsla svo mikilvæg- ur þáttur í stööugleika, að ekki verður að skilið Kfarval gefur Listasafni Eveykjavikur „Pantheon*4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.