Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. des. 1963 MOHr.UNBLAÐIÐ 3 Stam Leendert kom niður á Slökkvistöð og kvaddi Pál Kolka og slökkviliðsmennina, sem höfðu hjálpað honum í vandræðum hans. Lenti á Slökkvistöðin ni og það reyndist honum happadrjúgt EINN af „Vestur-íslending- unum“ svonefndu, sem ráðnir voru frá Kanada til að starfa að fiskvinnslu 1 Vestmanna- eyjum fyrir 6 mánuðum var Hollendingurinn Stam Leend- ert, sem búspttur er í Kan- ada. Hann á þar konu og þrjú börn og þar sem hann var at- vinnulaus og bauðst þessi á- gæta vinna á íslandi, ætlaði hann að reyna að sjá fyrir fjölskyldu sinni þannig. Sl. þriðjudag kom Leendert inn á ritstjórnarskrifstofu Morg- unblaðsins, og kvaðst koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem hefðu aðstoðað hann í erfiðleikum er hann hafði lent í við að komast til Kan- ada. Leendert hefur ekki haft meiri laun en svo, eða um 30 þús. kr., að hann hefur þurft að senda allt það fé sem hann gat án verið til konu sinnar, sem er veik, enda nær* engin eftirvinna verið í Eyjum und- anfarna mánuði. Hann hélt þó eftir 50 dollurum, sem hann ætlaði að nota til fyrstu- greiðslu á flugfargjaldinu heim, og segir að hægt sé að fá flugfargjöld með afborg- unarskilmálum í Kanada. Hann ætlaði svo heim fyrir jól og kom til Reykjavíkur daginn fyrir verkfallið. En þá fór allt í strand, flugfélögin láta ekki miða nema gegn staðgreiðslu, enda lítið um flugferðir. Hann vissi nú ekki hvert hann átti að snúa sér, leitaði- til ýmissa, en enginn gat hjálpað honum. En þegar hann kom til Mbl. hafði leystst úr vanda hans og hann var loks á förum heim miðviku- daginn 18. des. En hvernig? Stam Leenart talar ekki is- lenzku og litla ensku, svo að það reyndist erfitt að komast til botns í sögunni: „Me go immigration office. Immi- gration send me fire station. Doktor fire station help me.“ Okkur tókst að grafa upp hvernig lá í málinu. Hollend- ingnum hafði verið bent á að leita til framfærsluskrifstofu Reykjavíkurbæjar í Tjarnar- götu 12. Þegar hann kom að húsinu reyndist þar vera slökkvistöð. Hann gekk inn og fór að útskýra vandræði sín. Páll Kolka, trúnaðarlæknir Slökkvistöðvarinnar, var þar staddur. Hann tók að reyna að hjálpa þessum vesalings manni, hafði samband við hollenzku og kanadísku ræð- ismenpina, leitaði fyrir sér í ráðuneytum og þar sem hon- um datt í hug, en ehginn taldi sig geta haft afskipti af Hol- lendingnum frá Kanada. Var mönnum farið að detta í hug að einasta ráðið fyrir mann- inn mundi vera að gera eitt- hvað af sér, svo hann yrði sendur heim. Um kvöldið hélt Páll Kolka fyrirlestur á fundi hjá Tann- læknafélaginu og sagði þar sögu Hollendingsins. Tann- læknar brugðu skjótt við og söfnuðu á staðnum á þriðja þúsund krónum handa mann- inum, svo hann væri ekki peningalaus hér, og gæti jafn- vel keypt gæruskinn handa konunni sinni. Daginn eftir náði Páll svo í Baldur Möller, sem gekkst í því að Hollendingnum yrði lánað fyrir farinu vestur og útvegað flugfar með Pan American flugvélinni á mið- vikudagskvöld. Hann varð himinglaður, blessaði þessa hjálpsömu íslendinga, kom til okkar til að biðja fyrir þakklæti til þeirra. IATA boðar fargjaldalækkun á Atlantshafsleiðinni Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Sjá, himins opnast hlið Aðfangadagskvöld. Guðspjallið. Lúk. 2,1—14. ÞAÐ er matgt um manninn í Betlehem. „Fylking sú hin fríða“ er þar einnig á ferð. Það er þröngt hjá fólki. Greiðvikinn maður lánar rmanneskjum, langt að komnum og þreytulegum, gripahús sitt. Gamla sagan, að oft er þar bezt að koma, sem minnst eru ytri skilyrðin að taka á móti gestum. Tómar hendur — himinn hjartans. Dúkur á borði, allt hreint og snyrtilegt og einkennilega rúm- gott. Á borðinu logar ljós og þar er opin bók, sem, senn verð- ur lesið úr. Þrátt fyrir aukin húsakynni víða, er erfitt að rýma til fyrir jólin nú orðið. Ný tízka krefst nýrra muna, góð sölubók þarf helzt að vera nokkuð stór. Það er margt um manninn í verzlununum þessa dagana. — Jólaundirbúningur er mikill. — Stundum beinist gagnrýni á þessu gegn einstökum stéttum manna. Sem betur fer eru þeir færri, sem eru kaldrifjaðir sölu- menn um jólin. Yfirleitt gætir lipurðar og fyrirgreiðslu. Bros fylgir oft hlutnum, sem seldur er. Margur verzlunarmað- urinn leggur — af góðum hug- óskir um gleðileg jól innan í böggulinn, sem hann gengur frá, og opnaður verður í kvöld með fögnuði. Nágranni einn í þorpinu er alltaf í önnum og alltaf að flýta sér. Hann má víst ekki vera að því að halda jólin, maðurinn sá, ,Býst við að þessar lækkanir gangi nær ýmsum félögum en okkur", segir Kristján Guðlaugsson Montreal 12. des. — AP FORRÁÐAMENN þeirra 18 IATA - flugfélaga, sem halda appi ferðum yfir N-Atlantshaf, hafa á fundi í Nassau á Bahama- eyjum komið sér saman um veru lega fargjaldalækkun á þessari fiugleið. Á lækkunin að ganga í gildi frá og meg 1. apríl nk. að telja. Eftir er þó að fá sanr.þykki annarra IATA-flugfélaga og við- komandi rikisstjórna. Á fundinum í Nassau var stung ið upp á því að miði frá New York til London á fyrsta far- rými, sem nú kostar 476 dollara, verði lækkaður í 375 dollara. Stungið var upp á 53 dollara lækkun á lægri fargjöldum, „tourist-olass“ miðað við ein- faldan miða milli New York og London. Á þessi lækkun að gilda yfir allt árið utan 1014 viku er ferðamannastraumurinn er hvað mestur. Er lækkun þessi *i komin til fraimkvæmda mun einfaldur farmiði milli New York og London á ferðamanna- farrými kosta 210 dollara í stað 263 dollara. Hin svonefndu „21 dags fargjöld“ verða lækkuð úr 350 í 300 dollara. Svo sem sjá má er hér um allverulegar lækk anir að ræða, verði þær sam- þykktar óbreyttar af öðrum IATA-félögum og ríkisstjórnum viðkomandi landa. Þann 12. desember var einnig frá því skýrt í Osló, að fyrx- greind 18 flugfélög hefðu fyrstu 10 mánuði þessa árs flutt alls 2,132,719 farþega yfir Atlants- ■hafið. Sé þetta 6% aukning far- þega miðað við sama tírna í fyrra og jafnframt hefur verið á það bent, að nú hafi í fyrsta sinn verið fluttir fleiri en 2 milljónir farþega yfir Atlantshaf á skemmri tíma en einu ári. En einnig var skýrt frá því að aukning farþegasæta á Atlants- hafsleiðinni hefði á sama tíma numið 12% eða 6% meira en farþegaaukningin. Heildarút- koman er því sú, að sætanýting flugfélaganna 18 er lélegri en árið áður. Mbl. sneri sér í gær til Krist- jáns Guðlaugssonar, formanns stjórnar Loftleiða, og innti hann eftir því hvað Loftleiðir vildu segja um þessar fyrirhuguðu fargjaldalækkanir hjá IATA. Kristján sagði: „Yið höfum vitað að þessar lækkanir voru í vænd- um, og við erum við þessu búnir. Sair.keppnin við SAS hefur skað að okkur í Skandinavíu þótt SAS hafi á vissan hátt ekki bor- ið miki'ð úr býtum varðandi far- þegaflutninga . Hinsvegar hefur SAS fengið mikinn loðskinna- flutning frá SV.andinavíu til Bandaríkjanna, og hefur það hjálpað félaginu“. „Það sem við munum gera, og höfum þegar reynt með góð- um árangri, er að tengja saman ferðirnar frá Luxemburg og Skandinaviu hér í Reykjavík. Þannig fáum. við góða hleðslu vestur um haf, en það eru 2/3 hlutar leiðarinnar frá Evrópu“. „Við erum sem sagt við öllu búnir, og ég býst við að þessar lækkanir gangi nær ýmsum | Evrópufélögum en okkur“, sagði Kristján Guðlaugsson að lokum. Stórgjof afhent heimilissjooi taugaveiklaðra barna Heimilissjóði taugaveiklaðra barna hefur borizt höfðingleg gjöf frá Barnaverndarfélagi Reykjavíkur. Stjórn félagsins af- hentt gjaldkera sjóðsins fyrir skömmu kr. 50.000.000. Er þetta þriðja stóra gjöfin, sem Bama- verndarfélag - Reykjavíkur af- hendir Heimilissjóði taugaveikl- aðra bama. Náttsöngur á jólanótt JÓLASÖNGUR verður í Dóm- kirkjunni kl. 11 á aðfangadags- kvöld. Biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, messar. Dr. Páll ísólfsson ann- ast orgelleik og Dómkirkjukór- inn syngur. Er þetta í fyrsta ( skipti sem efnt er til náttsöngs á jólanótt í Dómkirkjunni. Þróttur á Siglu- firði semur SIGLUFIRÐI, 23. des. — Strax að loknum fundi Þróttar, þar sem samþykkt var að hefja samn ingaumleitanir, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, hófust um- ræður við atvinnurekendur. Náðist samkomulag, þar sem aðalliðurinn er 15% hækkun á launum til 6 mánaða. Samn- ingsuppkast samninganefndanna verður lagt fyrir félagsfundi eftir jólin og reiknað með að það verði samþykkt. aflakló á sjó og landi. Það «• rökkur. Bráðum verður kveikt, aðfangadagskvöld. Heimilisfólk- ið er flest úti við. Einhver geng- ur hljóðlega um. Hann. fæxir gamla blinda vinnumanninum, - sem saknar jólanna á sínu fyrra stóra glaða og góða heimili, jóla- glaðning. Gesturinn hefur einnig fært gömlu konunni í rúminu á móti jólagjöf, en hún grætur einatt, síðan. fólkið hennar fór frá henni til Ameríku. Hann fer, gesturinn, jafn hljóðlátlega og hann kom. Gleðitár falla í kodda. Þau fara ekki lengra, og enginn veit um jólaheimsókn hins önn- um kafina athafnamanns. Hrein tilviljun geymir hana þessum línum. Það er margt um manninn í rökfcri þessa síðdegis, menn láfta gott af sér leiða. Sú mikla mannaferð stefnir sízt tíl rúm- leysis að veita Frelsaranum við- töku. En gleymum því ekki, að fólk- ið, sem var í Betlehem önnum kafið við að veita gestum sinum velvild, átti ekkert aflögu handa sjálfum jólunum nema jötuna. Leitumst við í kvöld að gefa gaum mannaferð himinsins. Leit- umst við að- rýma til í hugum okkar, svo að sjálfur jólagestur- inn geti átt sér þar samastað. Er við gefum jólagjafir, reynum við að vita vilja og þörf þiggj- andans. Er himins opnast hlið, réttum fram tóma hönd þarfar- innar fyrir hann. Færum þá fóm nú, að við getum í öllum okkar vanmætti átt hlutdeild í komu himinsins tíl jarðarinnar á þessu heilaga kvöldi. Marteinn Lúter ræðir í jóJa- prédikun um sólina, er skíni á kyrrlátan vatnsflötinn, þar sjáist mynd hennar og hún vermi vatn- ið frá yfirborðinu og niður í djúp þess. Sé yfirborðið hins vegar úfið og ókyrrt, nái það ekki að hlýna, sé án hinnar björtu myndar. Margt truflar sálarfriðinn, — aldarandinn, ýmiss konar áföll svo sem veikinda og ástvina- missis, við biðjum, að öllum sorgarbörnum veitist fyrir Guðs miskunn gleðileg jól. Fögur er för hjúkrunarkonunnar að sjúkra beðnum með jólaljós í hendi sér. Þannig koma jólin í raunirmi til okkar allra, við getum aðeins veitt þeim viðtöku. „Aðeins,- viðtaka jólanna er einmitt við- fangsefnið, að himinn hjartans opinst. Hið mikla skáld hjartans H. C. Andersen hefur ritað stutta ævisögu snillingsins Alberts Thorvaldsens. Þar lætur Ander- sen íslendinga koma með íslenzk an næturhimin suður til Kaup- mannahafnar til þess að fagna hinum heimsfræga landa sínum, er hann kemur árið 1838 til Dan- merkur með hlaðið skip ódauð- legra listaverka. Skáldið sér ís- lendinga fyrri tíma koma, sveip- aða fegurð himins síns, og fagna hinum góða gesti. Það er margt um menn og engla í kvöld, er fagna gestinum mesta og bezta. Ástvinir okkar, er við köllum dána. og gáfu okk- ur> fyrir Guðs náð, himins hlið jólanna, mitt í ytri þrengslum og myrkrum, koma nú til okkar og vilja enn halda með okkur heilög jól. Latum jól okkar mótast af bjartri för, sameiginlegri, heims og himins aðfangadagskvöldsins. Líf okkar mótist af komu Jesú Krists í mannheima. Guð gefi okkur öllum gleöileg jól. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.