Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. des. 1963 D 2) 3) 4) 5) 6) 7) E RLE NT Á Tristan da Cuhna fannst hlutur, sem benti til sambands við ísland: 1) íslenzkur rokkur. 2) Niðursuðudós frá Matborg. 3) Skipskista. 4) Skjalataska með ís- lenzkum peningum. Ehrenburg var harðlega gagnrýndur í Moskvu: 1) Fyrir dálæti á nútíma- list. 2) Fyrir að hafa ráðizt opinberlega gegn því að listamenn, sem ekki eru á „línunni", verði sendir á geðveikra- hæli. 3) Fyrir að hafa ekki sýnt Krúsjeff nægilega virðingu. 4) Fyrir að trúa enn á Stalín. Þýzkur togarasjómaður stunginn með hnífi um borð í skipi sínu á íslands- miðum: 1) Skipsmenn töldu hann gamlan nazista. 2) Neitaði að sækja kjöt fyrir kokkinn. 3) Hugðist ráða skipstjór- ann af dögum. 4) Hafði komizt upp á milli fyrsta vélstjóra og konu hans. Afríkustúdentar flýja Búlgaríu: 1) Trúðu ekkilengur á kommúnismann. 2) Urðu fyrir kynþátta- ofsóknum. 3) Glaumur vestursins dró þá til sin. 4) Af ótta- við að heims- styrjöld brytist út. Bandarískur félagsskapur vakti heimsathygli vegna þess að stefnuskrá hans þótti æði nýstárleg. Hann barðist fyrir: 1) Að karlmenn hættu að ganga í buxum og klæddust pilsum eins og kvenfólkið. 2) Að Billy Graham yrði næsti forseti Banda- ríkjanna. 3) Að öll dýr, sem hægt yrði að handsama, yrðu klædd fötum að sið manna. 4) Að Rússar og Banda- ríkjamenn skiptust á upplýsingum um hern- aðarmátt sinn. Bidault var neitað um landvist: 1) í A-Þýzkalandi. 2) Noregi. 3) Ástralíu. 4) Portúgal. Kvikmyndin „79 af stöð- inni“ vakti umtal vestur í Bandaríkjunum: 1) Þótti í djarfasta lagi. 2) Frámunalega léleg. 3) Vegna þátttöku Banda ríkjamanns í mynd- 8) 4) Vegna sérkennilegs landslags. Bretar höfðu í hótunum um að neita öllum banda- rískum farþegaflugvélum um lendingu í Bretlandi: 1) Bandarísk flugmála- yfirvöld féllust ekki á samkomulag IATA um fargjöld yfir Atlants- hafið. 2) Öryggisráðstafanir gegn þeim, sem lauma vildu sprengjum í vél- arnar vestra, þóttu ekki nógu miklar. 11) 12) 13) 1) Hver er maðurinn? 3) Bretar töldu banda- rísku félögin vera komin of langt inn á markað þeirra brezku. 4) Bandarískir flugstjór- ar fóru ekki eftir sett- um reglum í Bretlandi varðandi flug að London Airport. 9) 10) Hertogafrúin af Argyll vekur heimsathygli: 1) Synti yfir Ermarsund. 2) Þótti með afbrigðum kynrík. 3) Hélt stærstu veizlu, sem haldin hefur verið á Bretlandseyjum síðan 1875. 4) Flaug einsömul yfir Atlantshaf. Bandaríski geimfarinn Cooper vann sérstakt af- rek: 1) Lenti geimfari sínu sjálfur. 2) Fór út úr geimfarinu þegar það var komið á braut umhverfis jörðu. 3) Gaf betri lýsingu á tunglinu en hingað til 14) 15) 16) hefur fengizt. 4) Fór lengri geimferð en nokkur annar fyrr og síðar. I S-Vietnam voru teknar upp nýjar baráttuað- ferðir: 1) Budda-munkar brenndu sig lifandi. 2) Tekin í notkun hljóð- bylgjutæki, sem lamað geta heila hersveit inn- an eins kílómeters fjarlægðar. 3) Hundar voru sendir með tímasprengjur á bakinu inn í herbúðir uppreisnarmanna. 4) Stjórn landsins ákvað að uppræta Budda- trúna í landinu með því að veita þeim Búddatrúarmönnum, sem köstuðu trúnni, veruleg skattfríðindi. Danskir og sænskir fiski- menn kvarta sáran: 1) Vegna þess mikla afla- og veiðarfæratjóns, sem skæruhernaður þeirra í milli hefur nú þegar valdið. 2) Vegna ágangs rúss- neskra togara. 3) Vegna þess að land- helgin er of víð. 4) Fiskneyzla fer ört minnkandi í þessum löndum vegna aðgerða stjórnarvaldanna til stuðnings kjötframleið endum. Fimm kínverskum komm- únistum var vísað frá Ráðstjórnarrík junum: 1) Höfðu dreift áróðurs- bréfi gegn Ráðstjórn- inni. 2) Sakaðir um að hafa tælt ungar stúlkur. 3) Stunduðu njósnir um flugskeytastöðvar Rússa í Mongólíu. 4) Seldu smyglaða doll- ara á svartamarkaði í Moskvu Friðrik varð 3.—4. á Piati- gorsky-mótinu í Banda- ríkjunum og hlaut í verð- laun: 1) Nýjan bíl. 2) 2.000 dollara. 3) Mánaðardvöl á Florida. 4) 52, þús. krónur. Skömmu eftir lestarránið mikla í Skotlandi fannst upphæð sem samsvaraði 13 millj. ísl. kr.: 1) í poka í skógi utan við London. 2) Á heimili bifreiða- stjóra, sem grunaður var um þátttöku í rán- inu. 3) í flugvél, sem var á leið til Trieste. 4) í kjallara kirkju einn- ar í smábæ á Suður- Englandi. María fegurðardís hafnaði kvikmyndatilboði í út- iöndum vegna þess, að: 1) Hlutverkið krafðist 17) 181 191 20) þess að hún rakaði á sér höfuðið. 2) Þoldi ekki loftslagið í Egyptalandi, en þar átti kvikmyndatakan að fara fram. 3) Átti að leika nakin í kvikmyndinni. 4) Felldi sig ekki við þann, sem átti að leika á móti henni. Togarinn Freyr var seldur til útlanda og hlaut hann þar nýtt nafn: 1) Good Old Viking. 2) Ross Coward. 3) Ross Revenge. 4) Prince Ingvar. fslenzkur vísindamaður, Ari Brynjólfsson, getur sér gott orð erlendis: 1) Framkvæmdi mjög vandasaman hjarta- uppskurð. 2) Lagði fram drjúgan skerf í rannsóknum á norðurl j ósunum. 3) Fann upp nýja aðferð til að eima vatn. 4) Tók þátt í sjníði kobaltbyssu. Tilkynnt var. að Drottn- ingin mundi hætta ís- landssiglingum — og í stað hennar setti Samein- aða gufuskipafélagið ann- að skip á þessa leið: 1) Kronprins Olav. 2) Kong Frederik. 3) Bornholm. 4) Charley’s Tante. Gilchrist — sá, er var sendiherra Breta á ís- landi meðan á landhelgis- deilunni stóð, er enn í brezku utanríkisþjónust- 21) 22) 23) 24) unni og átti nú ekki sjö dagana sæla: 1) Negrar drápu hund hans. 2) Æstur múgur brenndi sendiráðsbygginguna. 3) Brezka stjórnin neydd- ist til að kalla hann, . heim vegna þess að < hann hafði móðgað stjórn þess lands, sem hann sat í. 4) Varð skipreka á Ind- landshafi. Denningskýrslan um Pro- fumo-málið sagði: 1) Profumo-málið stofn- aði öryggi Bretlands ekki í hættu. 2) Ivanov komst yfir mörg helztu hernaðar- leyndarmál Breta. 3) Christine Keeler veit meira um brezk varn* armál en margir af helztu herforingjum ‘ Breta. 4) Engin ástæða var fyrir Profumo að segja af sér embætti. Sendiráð Indónesíu í Kaupmannahöfn flæktist í mikið hneykslismál: 1) Sendiherrann sjálfur stundaði ólöglega verzlun með erlendan gjaldmiðil. 2) Bílstjóri sendiráðsins var meðlimur í bófa- flokki, sem stundaði fjárkúgun. 3) Einkaritari sendiráðs- ins stjórnaði opíum- dreifingu í Evrópu fyr- ir alþjóða smyglara- hring — og var orðinn vellríkur. 4) Fyrsti sendiráðsritari var milligöngumaður fyrir vændiskvenna- hring. Fram kom í danska út- varpinu mikil óánægja með tiltekið ástand á ís- landi: 1) Danir væru kallaðir Baunar. 2) Dönskukunnátta fs- lendinga væri léleg. 3) íslendingar hefðu mik- inn hug á að sölsa Grænland undir sig. 4) Flugfélagið hefði orðið á undan SAS að hefja ferðir til Fær- eyja. Bandarískir sérfræðingar létu í Ijós álit sitt á rann- sóknum Helge Ingstad i Nýfundnalandi — og sögðu: , / «« vWJW'WW- v • ■ ■' 'VW'-X-"> VS'V/.yXr V 2) Hverjum er hjálpað upp á girðinguna og hvar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.