Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1963, Blaðsíða 19
ÞrrSJudagur 24. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 19 Listasafnið lætur geraeftirprentanir íslenzkra málverka í Sviss Til sýnis í glugga Morgunblaðsins LISTASAFN íslands er að hefj- ast handa um að láta geia litlar eftirprentanir af listaverkum safnsins, og eru 11 slíkar eftir- prentanir þegar gerðar. Eru þær hæfilega stórar til að hægt sé að innramma þær og senda vinum og kunningjum við ýms tæki- færL Sex eftirprentanir eru komn ar, eftir listamennina Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jó- hannes Kjarval, Jón Stefánsson, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason, og 5 aðrar eru að koma, eftir listamennina Jón Engil- berts, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristjná Davíðsson, Nínu Tryggvadóttur og Snorra Arin- bjarnar. Fyrirmyndirnar eru allar eigur Listasafns fslands. Fór Selma Jónsdóttir, forstöðumaður safns- ins, með þær í sumar til Sviss, þar sem eru beztu sérfræðingar um listaverkaprentanir, en þeir taka ekki að sér slík verk nema hafa frummyndirnar til að geta borið liti saman. Hefur tekizt frá- bærlega vel eftirprentun lista- verkanna. Prentsmiðjan Guten- berg hefur svo prentað texta á kortin og límt þau upp. Eftirprentanirnar eru um há- tíðarnar til sýnis í glugga Morg- unblaðsins. Þær eru til sölu í Listasafni íslands, Þjóðminjasafn inu og Minjagripaverzluninni í Hafnarstræti 5. Deilt um 44 eða 48 st. vinnuviku á Seyðisfirði SEYÐISFIRÐI, 23. des — Verkamannafélagið Fram sam þykkti 22. desember eftirfarandi ályktun: Fundur í verkamanna- félaginu Fram haldinn 22. des. 1963. felur stjórn félagsins og trúnaðarmannaráði að aflýsa vinnustöðvun og auglýsa nýja kauptaxta félagsins með 15% hækkun frá hinum eldri töxtum Og gildi sá taxti til 15. maí 1964. Jafnframt ákveður fundurinn að banna að vinna á félagssvæð- inu eftir hádegi á laugardögum þá vinnu sem heyrir undir texta félagsins, nema greitt sé fyrir það helgidagakaup.“ Vinnuveitendafélag Seyðisfjarð ar hefur enn ekki haldið fund um málið, en aðalágreiningsefnið mun vera hvort vinnuveitendur samþykkja 44 stunda vinnuviku eða 48 stunda vinnuvika helzt ó- breytt. Yfirleitt liggúr vinna niðri í dag — Fréttaritari. Þessi mynd eftir Snorra Arinbjarnar er ein af þeim myndum Listasafnsins, sem gerð var eftir prentun af. — Rjúpnaskyfta in, sem öll voru útflött og má af því ráða að þau höfðu lent í jörðinni fyrst, en endurkastast síðan. 12 högl varð að skilja eftir, aðallega í handlegg og öxl, 3—4 munu þó enn vera í hægra kálfa. Hjalti er hinn hressasti og virð ist ekki hafa hlotið nein örkuml við óhapp þetta. Telur hann sjálfur það mikla mildi, og svo munu margir mæla. — Sv. P. AÐFARANÓTT mánudags fór Ö 630 út af Hafnarfjarðarvegin- um við Straum. Mjög hált var á veginum og fór bíllinn heila veltu og út af. í bílnum voru 3 Danir og Grænlendingur. — Bandariskur hjúkrunarnemi kom að og fór með fólkið á Slysa- varðstofuna. Dr. Jan Ek, látinn DR. Jan Ek, yfirlæknir við spít- alann í Halmstad í Svíþjóð, er nýlega látinn, tæplega fimmtug- ur að aldri. Hann var sonur Svekers Ek, prófessors í bók- menntum við Gautaborgarhá- skóla og konu hans, Karenar Ek, ljóðskálds. Dr. Jan Ek var kvæntur HaLl- dóru Valgerði Briem, arkitekt, dóttur sr. Þorsteins Briem próf- asts á Akranesi og Valgerðoir Lárusdóttir, fríkirkjuprests Hall dórssonar frá Hofi í Vopnafirði. Þau dr. Jan Ek og Halldóra eiga fimm börn. Útför dr. Ek fór fram í Gauta- borg 19. desember s.l. . Óskum öllum vinum og kunningjum á íslandi gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Mr. & Mrs. Mc Gettigan, 14 Queens Drive, Glasgow. Kynnið yður hinar fjölbreyttu ferðir ÚTSÝNAR á næsta ári. Komið til okkar, áður en þér afráðið ferð yðar. Hótelpantanir, farseð'lar með flugvélum og skipum. Upplýsingar og öll ferðaþjónusta farþeganum að kcstnaðarlausu. jót! FERÐASKRIF8TOFAIM LTSYIM HAFNARSTRÆTI 7 SÍMI 2-35-10 HÓPFERÐ — Brottför; Pálmasunnud. 22. man. SEVILLA 3 dagar á páskahátíöinni, sem er heimsfrægur viðburður, enda einhver þjóð- legustu og litskrúðugustu hátiðahöld, sem fram fara nokkurs staðar í heiminum, ógleymanleg, hverjum sem séð hefur. LISSABON 2 dagar í hinni glaðværu höfuð- borg Portúgals. MADEIRA 5 dagar í sólskinsparadís á hinni blómskrýddu fjallaey, sem nefnd hefur verið „PERLA ATLANTSHAFSINS, „EYJA HINS EILÍFA VORS“ vegna hinnar óviðjafnanlegu náttúrufegurðar og yndislegs loftslags árið um kring. Óskastaður alira, sem ferðast og fegurð unna. LONDON 1 dagur. Pantið timanlega, því að ÚTSÝNARFERÐIR eru jafnan fullskipaðar. SUÐUR UM HÖFIN Enn eru margir kaldir vetrarmánuðir framundan á íslandi. En meðan kaldir vindar næða á norðurhjara heims, getið þér flogið suður í sólskinið á nokkrum stundum og baðað í sjó og sól á blómskrýddum ströndum Suðurlanda. Athugið hin hagstæðu fargjöld ÚTSÝNAR. Fiug: Reykjavík — London — Lissabon — Reykjavík Sigling: Lissabon — Madeira — Lissabon Dvöl á MADEIRA, „Eyju hins eilífa vors,“ er heiisubót og geðbót í skammdeginu. Verð frá kr. 18.000. — Einstaklingsferðir hálfsmánaðarlega. Flug: Reykjavik — London — Nice — Reykjavík Sigling með skemmtiferðaskipi um MIÐJARÐARHAF: CANNES — N4POLI — PALERMO — MALTA — TRIPOLI — TUNIS — PALMA DE MALLORCA — MARSEILLES — CANNES Verð frá kr. 18.500.— Einstaklingsferðir hálfsmánaðarlega í janúar—febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.