Morgunblaðið - 04.01.1964, Side 23

Morgunblaðið - 04.01.1964, Side 23
Laugardagur 4. Jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 - SAS — Ræktunin Framh. af bls. 24 an a5 vera sú, að auka verð- mæti svæðisins og gæzlu þeirra verðmæta“. VÍGLUNDUR MÖLLER, sagði: „Ég álít að þetta sé mjög merkilegt framtíðarmál fyrir reykvíska stangaveiðimenn, og tel jafnframt að þetta yrði mjög gagnlegur samningur fyrir landeigendur, því það er óhætt að segja að það lít- ur ekki vel út með stofninn á vatnasvæðinu, ef áframhald verður á hinni miklu neta- veiði. „Það er skemmtilegt stanga veiðiland víða þarna fyrir austan og allgóður laxastofn og það yrði sjálfsagt mjög á- nægjulegt að veiða þarna. Ef þetta tekst tel ég þáttaskil mörkuð í þessum málum. En auðvitað þarf mikið að rækta, því sumar árnar fyrir austan eru orðnar mjög laxlitlar, svo ekki verði sterkara að orði kveðið“. ÖLI J. ÓLASON, sagði: „Stangaveiðifélag Reykjavik- ur er orðið svo fjölmennt fé- lag að við höfum talið nauð- eynlegt að auka möguleika fyrir félagsmenn að komast í veiði, helzt sem næst borg- inni. Stjórn félagsins hefur því um nokkurn tíma haft augastað á vatnasvæði ölfus- ár og Hvítár. Svæðið liggur íkammt frá borginni, var á sínum tíma laxauðugt, og mun geta orðið það aftur ef rétt er farið með það. Stjórn Stangaveiðifélagsins hefur því í rúmt ár gert ýmsar athug- anir og átt viðræður við for- ráðamenn á vatnasvæðinu og etjórn Veiðifélags Ámesinga. Þessar viðræður hafa í alla etaði verið mjög vinsamlegar og leitt til þess, sem nú er fram komið, að við höfum tal ið rétt og sjálfsagt að gera leigutiliboð í svæðið í einu lagi. „Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að slíkur sáttmáli verði gerður nema að alln netaveiði verði hætt. Eins og fram kemur í greinargerð stjórnar Stangaveiðifélagsins er tilgangslaust að leigja svæð ið nema til langs tíma, þann ig að ræktun geti komið að gagni. Ef hafin er ræktun nú, og síðan koma til nýir menn, eftir 4ra—5 ára samnings- tíma, geta þeir hafið netaveiði á ný, um það leyti að árang ur væri farinn að sjást af ræktuninni. Ræktunin væri þá ekki annað en kostnaður og því tilgangslaus fyrir veiði svæðið í heild. f>að er því ó- frávíkjanlegt skilyrði að leigu tíminn sé nægilega langur til þess að ræktun svari kostnaði. „Ef af samningum verður, hyggjuna við til mjög góðrar samvinnu við veiðieigendur í Árnessýslu, ekki síður en þeirrar samvinnu, sem félag ið hefur notið í Borgarfirði, Kjós og víðar“. GITÐMUNDUR KRISTJÁNS- SON, sagði: „Ræktunarmálin hafa löngum verið helzta áhugamál Lands sambands stangaveiðimanna, og við fögnum því, að tilboð Ihefur nú kwmiið fram frá Stangaveiðifélagi Reykjavík- ur um leigu á vatnasvæði Ölf usár og Hvítár. Þetta er mik ið Grettistak, sem félagið býðst til að lyfta í ræktunar- málum vatnasvæðisins. Það þarf ekki lítið átak til þess að rækta upp bergvatnsárn- ar á vatnasvæðinu, en lax þar er að heita til þurðar geng inn vegna ótakmarkaðrar rán yrkju á ósasvæðinu. Varðandi ósaveiðina höfum við lagt til oð laxveiðilögunum verði breytt, en þau gera nú ráð fyrir að ekki megi veiða nær érósi en 500 metra undan stór straumsfjöru. Við lögðum upp haflega til að þetta yrði auk ið í 1000 metra, en það dugar sjálfsagt ekki til; 2000 metrar væru sönnu nær. Þegar klak- og eldisstöðvar eru risnar um land allt verður að vernda þær. Þess má að lokum geta að möskvastærð ýsuneta, sem lögð eru í fjörðum, virðast af sömu möskvastærð og laxa- net“. — Krúsjeff Framh. af bls. 1 við stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna. í boðskap Krúsjeffs segir enn fremur, að Sovétstjórnin sé sannfærð um, að samningur um friðsamlega lausn deilna um landamæri og landssvæði sé stórt skref í átt til bættra sam- búðar ríkja og verði samning- urinn undirritaður verði þegar í stað auðveldara að finna lausn annarra alþjóðlegra grundvall- arvandamála sérstaklega hvað við kemur afvopnun. Bent er á, að sameiginlegar tilraunir margra ríkja á síðari árum hafi sýnt, að töluverðum árangri megi ná, þegar miðað er að því að bæta ástandið í heiminum. Það sé skylda allra stjórnmálamanna og þjóðarleiðtoga, að reyna að finna raunhæfar leiðir til varð- veizlu friðarins. Meðan unnið sé að undirbúningi algerrar af- vopnunar geti verið nauðsynlegt að reyna að ná samkomulagi á öðrum sviðum, sérstaklega með það fyrir augum að koma í veg fyrir að landamæradeilur geti leitt til styrjaldar þjóða í milli. KREFST FORMÓSU í boðskapnum er lögð áherzla á, að landamæradeilur séu ekki ætíð af sömu rótum runnar og í því sambandi er bent á deil- una um Formósu. Segir, að For- mósa hafi frá fomri tíð verið hluti af Kína og væri það enn, ef erlend öfl hefðu ekki hlutazt til um málefni eyjarinnar. Er þess krafizt, að Bandaríkin láti af því, sem nefnt er ólöglegt her nám Formósu. f boðskapnum segir, að kröfur rikja, sem ný- lega hafa fengið frelsi til lands svæða, sem enn séu hernumln eða lúti nýlendustjóm, séu rétt- mætar og sama máli gegni um sjálfstæðiskröfur þjóða, sem enn séu nýlendur. Einnig er þess krafizt, að allar herstöðvar ríkja á erlendri grund verði lagðar niður og ekki verði beitt valdi til lausnar vandamála ríkja, sem séu skipt og Þýzkaland, Kórea og Vietnam nefnd sem dæmi. í GEÐVEIKRAHÆLI Hins vegar segir, að vísa verði á bug landakröfum sem byggðar séu á hefndarhug hóps manna i ríkjum, sem réðust á önnur ríki í síðari heimsstyrjöldinni. Sýna verði staðfestu gegn slík- um kröfum, því að þær sam- ræmist ekki friðsamlegri sam- búð og geti leitt til nýrrar heims styrjaldar. Serstaklega er varað við beitingu vopnavalds í þeim hluta heims, sem báðar heims- styrjaldirnar hófust í. Sagt er, að Moskvustj ómin sé þeirrar skoðunar, að bardagar, sem bundnir séu takmörkuðum svæð um geti leitt til heimsstyrjald- ar, kjarnorkustyrjaldar, sem tortfmi ÖMu mannkyni. Aðeins geðveikir menn, blindaðir af hatri, geti afborið hugsunina um slíka þróun og væru stjórnmála- menn, sem hefðu þessi sjónar- mið í Sovétríkjunum, yrðu þeir sendir þangað, sem þeir ættu heima, á geðveikralhæli. í lok nýársboðskaparins seg- ir, að stefna kommúnistaríkjanna í átt til varðveizlu friðar í heim- inum sé byggð á þeirri stað- reynd, að þau vilji ekki beita valdi til að leysa landamæra- deilur og séu sannfærð um að valdbeiting í slíkum deilum geti ekki verið í þágu nokkurs ríkis. Boðskapur Krúsjeffs er 21 aíða á lengd. Framh. af bls. 1 DC-7. Sagðist Glöersen þó telja, að þessar ferðir yrðu lagðar niður, því að þær væru tilgangslausar eftir að hægt yrði að ferðast jafn ódýrt með þotum. SAS tók ákvörðunina um fargjaldalækkun yfir N-Atl- antshaf þegar samkomulag náðist ekki um þær fargjalda- lækkanir, sem mælt var með á fundi IATA í Nassau. 18 af 90 flugfélögum innan IATA fljúga yfir N.-Atlantshaf, en þar af voru 3 á móti far- gjaldalækkuninni. Samkomu- lag IATA-félaganna um far- gjöld á þessari leið rennur út í apríl n. k. oir þá geta flug- félögin sjálf ákveðið fargjöld sín. Glöersen forstjóri sagði á fundinum með fréttamönnum, að hann væri bjartsýnn á, að ríkisstjórnir áðumefndra landa samþýkktu fargjalda- lækkun SAS og kvaðst telja, að hún yrði fluginu jafn mikil væg og skipting flugvélanna í tvö farrými fyrir nokkrum árum. Hann sagði, að far- gjaldalækkun sú, sem SAS hyggðisf framkvæma væri í samræmi við vilja meirihluta félaganna innan IATA. Þessi lækkun væri þó ekki eins mikil og SAS vildi, en félagið fylgdi vilja meiri hlutans vegna þess ag það gæfi meiri vonir urn samþykki ríkis- stjórnanna. Glöersen sagði, að ástandið í f argj aldamálum IATA-fé- laganna eftk 1. apríl myndi ekki leiða tll þess að sam- bandið leystist upp, og benti á að þetta yrði ekki í fyrsta sinn, sem slíkt ástand rikti. En hann lagði áherzlu á að SAS vildi sjálft ráða far- gjöldum sínum. Komi fyrirhuguð fargjalda- lækkun SAS til framkvæmda, lækkar farmiði frá Osló til New York um rúmar 2 þús. ísL kr. og kostar 10.800 ísl. kr. Verð miða fram og til baka milli þessara staða lækk ar um 4.300 isl. kr. og kostar hann 20.500 ísl kr. Þessi far- gjöld eru miðuð við annað farrými í þotum. Ef ferðazt er til New York frá Osló og til baka aftur innan 21 dags, kostar miðinn fram og til baka 16.300 ísl. kr. Þetta verð verður á farmiðum allt árið. Glöersen kvaðst gera ráð fyrir, að þessi lágu fargjöld til Bandaríkjanna myndu freista margra, sem áður hefðu talið of kostnaðarsamt að fara til Bandaríkjanna í sumarleyfum og benti á, að nú gætu ferðamenn frá Skandinavíu farig til Banda- ríkjanna fyrir sama verð og til Egyptalands eða annarra mið-Austurlanda. Sagðist hann telja, að farþegaaukn- ing á leiðinni yfir N.-Atlants- haf yrði 20—30% eftir að hin lágu fargjöld væru komin á. MBL. sneri sér í gærkvöldi til Kristjáns Guðlaugssonar, formanns stjórnar Loftleiða h.f. og innti hann álits á þess- um tíðindum. Kristján sagði: BREZKA veðurathugunar- 7 skipið Weather Monitor hefurj verið í Reykjavíkurhöfn til aði gera við bilun í vél. Ráðgertt var að skipið héldi í dag aft- / ur á athugunarstöð sína, semj nefnd er Alfa. \ Á leiðinni til Reykjavíkur ( lenti skipið i hinu versta veðri i og stórsjó á nýársdag. Urðu / nokkrar skemmdir og einnl skipverjinn hentist tii og rif-i brotnaði illa. Hann var fluttur t í Landakotsspítalann. / Weather Monitor, sem er; nýlegt skip, er eitt af f jórum, I sem Bretar hafa á veðurat-i hugunarstöðvunum Alfa og i Kiio. (Ljósm.: Sv. Þ.) J „Samkvæmt tillögu IATA áttu fargjöldin á fyrsta far- rými að lækka um 20% en heldur irjnni lækkun var ráð- gerð á ódýrari fargjöldum. Nú gildir hinsvegar það, sem nefnt er „open rate“ — þ. e. að hvert félag ákveður sín fargjöld að áskildu samþykki viðkomandi ríkisstjórna. Pan American hefur og viljað meiri lækkun, og er ekki ljóst hvaða stefnu málin taka nú. Við hjá Loftleiðum bíðum átekta, og línurnar i þessunt. málum skýrast væntanlega fljótlega.“ Frú Halldóra Sig* urjónsson áttræð FRÚ Halldóra Sigurjónsson varð 80 ára í gær. Grein birtist uon frú Halldóru 1 Mbl., en í fyrir- sögn urðu þau miklu mistök að þar stóð að greinin væri minning um frúna. Eins og glöggt mátti á greininni sjá var svo ekki og biðjum vér alla hlutaðeigandi velvirðingar á þeim mistökum er hjá blaðinu urðu. Sópransönkonan Betty Allen heldur tónleika hér BANDARÍSKA söngkonan Betty Allen kemur hingað í dag á vegum Tónlistarfélagsins. Og er þetta í annað sinn, sem hún heldur tónleika hér. Betty Allen Betty AUeu. er sem kunnugt er ein fremsta sopransöngkona heims. Betty Allen syngur þrisvar hér að þessu sinni, þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn 8. janúar á veg- um Tónlistarfélagsins og loks þann 9., fimmtudag, með Sin- fóíuhljómsveit íslands. Tónleikarnir á þriðjudags- og miðvikudagskvöld verða haldnir í Austurbæjarbíói kl. 7.15 og eru fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins. Á efnisskránni eru óperu- aríur eftir Mozart, Thomas og Bizet, lög eftir Schubert, Brahms, Grieg, Sinding, Virgil Thomson, David Diamond og Howard Swanson og loks nokkur negra- lög. — Árni Kristjánsson aðstoð- ar söngkonuna. JHör0imMaí>ií> NÚ UM ÁRAMÓTIN varð sú breyting á, að Hörður Jóhannesson, Borgarbraut 19 í Borgarnesi, tók við umboði Morgunblaðsins þar í bænum af Verzlunar- félagi Borgarfjarðar. Mun Hörður framvegis annast alla fyrirgreiðslu við kaupendur, sjá um dreifingu blaðsins svo og innheimtu þess. Um leið og þessi skipti verða vill Morgunblaðið þakka forráðamönnum Verzlunarfélagsins og starfs- fólki þess, áratuga langt árangursríkt og ánægjulegt samstarf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.