Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 1
28 siður
Aftökur fcoiaiar
á Zanzibar
Arabar eru ofsóttir
Zanzibar og Dar es Salem,
15. jan. (AP)
FREGNIR frá Zanzibar eru mjög
©ljósar. í dag kom einn af ráð-
herrum byltingarstjórnarinnar
fram í Zanzibar-útvarpinu til að
mótmæla fregnum um aftökur
fyrrverandi ráðherra landsins, en
fregnir þessar voru hafðar eftir
John Okello, yfirherstjóra bylt-
ingarmanna. Segir Okello að
tveir fyrrverandi ráðherrar verði
hengdir, en aðrir tveir dæmdir til
15 ára fangelsisvistar. Einnig
Ekýrði hann frá ofsóknum gegn
arabískum mönnum á eyjunni, og
Dr. Ernest L. Wynder. Myndin
var tekin þegar hann var hér
i heimsókn fyrir nokkrum ár-
um til viðræðna við prófessor
Niels Dungal.
sagði að einn af leiðtogum Araba,
Elek Sailim, yrði ausinn benzíni
og brenndur lifandi. Þá kvaðst
hann hafa fyrirskipað Hilal Ki-
hanga, sem er auðugur kaupmað-
ur í höfuðborginni, að drepa alla
syni sína og dætur, en fremja sið-
an sjálfsmorð.
Hvað, sem rétt reynist í þess-
um fregnum, þá er víst að ofsókn
ir eru hafnar gegn Aröbum. Hef-
ur mörgum þeirra verið fyrirskip
að að krjúpa eða leggjast flatir
á götum úti í nærfötum einum
klæða, og syngja lofsöngva til
dýrðar byltingarstjórninni og
Abeid Karume forseta.
Ekki hafa enn verið birtar ná-
kvæmar tölur um mannfall í bylt
ingunni, en óttazt að um 100
menn hafi fallið og 450 særzt.
Byltingarstjórnin er nú full-
skipuð. Karume er forseti, eins
og fyrr greinir, Hon Kassim
Hanga er forsætisráðherra og
varaforseti, og Abdul Rehman
Babu utanríkisráðherra. — Nýja
stjórnin gaf út yfirlýsingu í dag,
þar sem hún segir m.a. að óráðið
sé hvort landið verður áfram í
brezka samveldinu.
Ted Sören-
sen hættur
Washington, 15. jan. (NTB)
LYNDON B. Johnson, for-
seti, skýrði frá því í dag að
hann hefði orðið við beiðni
Ted Sorensen um lausn frá
embætti. Sorensen hefur ver-
ið sérstakur ráðgjafi forseta
Bandaríkjanna allt frá því
Kennedy tók við embætti í
ársbyrjun 1961. Lætur hann
af störfum í febrúarlok, og
mun hafa í hyggju að rita
bók um Kennedy.
Leiðtogar byltingarinnar á Zanzibar. Til vinstri á myndinni er Abeid Karume, núverandi forseti,
en til hægri Abdul Rehman Mohamed Babu, utanríkisráðherra. Karume er formaður Afro-Shirazi
flokksins, sem stóð fyrir byltingunni á Zanzibar á sunnudag, en Babu er formaður Umma-flokks-
ins. Babu er talinn mjög róttækur í skoðunum og hlynntur Rússum.
Fiskimálaráðstefnan í London:
Fulltrúar Noröurlandanna bíða
frekari fyrirmæla
Landhelgismálin tefj
London, 15. jan. (AP-NTB)
NEFNDARFUNDIR voru
haldnir í dag á fiskimálaráð-
stefnunni í London. Var á
fundi ráðstefnunnar í gær
skipuð sérstök nefnd til að
reyna að samrýma óskir allra
þátttökulandanna varðandi
landhelgi og fiskveiðilögsögu.
Dr, Ernest Wynder:
Hættuminni sígarettur
nauðsynlegar
Sérstakar síur og bætt brennsla geta
dregið úr skaðlegum dhrifum reyksins
Washington, 15. janúar.
— AP-NTB —
Krabbameinssérfræðing-
urinn dr. Ernest L. Wynd-
er, sem starfar við Sloan-
Kettering rannsóknarstofn
unina í New York, sagði í
viðtali við fréttamenn í dag
að unnt væri að búa til síg-
arettur, er væru ekki eins
skaðlegar og þær, sem nú
eru á markaðnum. Skoraði
hann á bandarísku stjórn-
arvöldin og forstöðumenn
tóbaksiðnaðarins að leggja
áherzlu á rannsóknir, er
miði að því að draga úr
skaðsemi tóbaksreyks. Þá
sagði dr. Wynder að sum-
ir sígarettuframleiðendur
hefðu þegar náð góðum
árangri á þessu sviði. Taldi
hann að sumar síur (filt-
ers), sem nú væru á mark-
aðnum, drægju mjög úr
skaðsemi reyksins. Ekki
vildi hann þó nefna neinar
sígarettutegundir í því sam
bandi.
Ummæli dr. Wynders eru í
algjörri andstöðu við niður-
stöður bandarísku vísinda-
mannanefndarinnar, sem sagði
að ekki væri sjáanlegt að síur
hefðu nein áhrif til að draga
úr hættunni af reykingum. —
Hinsvegar hefur einn nefnd-
armanna, dr. James M. Hund-
ley, sagt í blaðaviðtali, að
nefndin hafi ekki kannað nægi
lega gagnsemi síanna, og geti
því í rauninni ekki kveðið upp
dóm um það mál.
Wynder hefur um langt
skeið unnið að krabbameins-
rannsóknum, og er einn
þeirra vísindamanna, sem
tókst fyrst að skapa krabba-
mein í músum með því að
smyrja bak þeirra með „tjöru“
úr sígarettum. Hann segir að
eftir birtingu vísindamanna-
skýrslunnar sé tvennt nauð-
synlegt. f fyrsta lagi frekari
uppfræðsla almennings um
Framh. á bls. 19
a mjög fundarstörfin
Fyrir nefnd þessari lá tillaga
frá fulltrúum Bretlands og
Efnahagsríkjanna sex um sex
mílna landhelgi og 12 mílna
lögsögu, með undanþágum
fyrir hefðbundnar veiðar út-
Jendra fiskiskipa, innan ytri
sex mílnanna. Norðurlöndin
öll eru andvíg þessari tillögu,
og neituðu að skipa fulltrúa í
nefndina. Verða niðurstöður
nefndarinnar lagðar fyrir
allsherjarfund á morgun, en
ólíklegt talið að þær hljóti
stuðning allra þátttökuríkj-
anna.
Umræður um landhelgi og lög-
sögu hafa dregizt meir á langinn
en við var búizt, og stafar það af
því að ísland og hin Norðurlönd-
in hafa neitað að hvika í nokkru
frá 12 mílna landhelgi sinni. En
sendinefndir Norðurlandanna
hafa óskað eftir nýjum fyrirmæl-
um frá ríkisstjórnum sínum, og
ættu þau að berast á morgun.
í frétt frá Ósló segir að mál
þetta hafi verið rætt í fiski- og
utanríkismálanefndum þingsins.
Er talið að Norðmenn séu fúsir
til að gefa eitthvað eftir að því
er varðar þann tíma, sem erlend
fiskiskip njóta undanþágu til
veiða innan ytri sex mílnanna,
og að hugsanlega verði undan-
þágurnar látnar gilda þremur til
fjórum árum lengur, en um var
samið.
Staðan á ráðstefnunni virðist
nú þanngi:
Island: Afneitar algjörlega
samningum um nokkuð annað en
skilyrðislausa 12 mílna lögsögu.
Noregur: Að mestu sammála ís
landi.
Danmörk: Fús að undirrita
brezku tillöguna, ef undanþága
um veiðar innan ytri sex míln-
anna nær ekki til Færeyja og
Grænlands.
Svíþjóð: Hefur í rauninni ekk-
ert út á brezku tillöguna að setja
en neitar ef til vill að undirrita
ef hin Norðurlöndin gera það.
Sennilegast er að eftirtalin
lönd undirriti brezku tillöguna:
Bretland, Austurríki, Sviss,
Spánn, Portúgal, Frakkland, V-
Þýzkaland, Holland, Ítalía, Belgía
og Luxembourg.
Hugsanlegt er að írland undir-
riti tillöguna, en ýmislegt bendir
þó til þess að það standi með
Norðurlöndunum.
Framh. á bls. 2.
Húsið hrundi, fjórtún fórust
París, 15. jan. (NTB)
TÓLF hæða fjölbýlishús, sem
var í smíðum við Boulevard
Lefevre í úthverfi Parísar á
vinstri bökkum Signu, hrundi
skyndilega í dag til grunna.
Vitað er að minnst 14 bygginga-
verkamenn biðu bana í rústun-
um og 10 manna er saknað. •
Utveggir hússinis voru fuill-
steyptir og öill gólf nema það
efsta, sem verið var að steypa
þegar húsið hrundi méð ógnar
gný, er barst langar leiðir. f hi
inu unnu 30-40 menn. Notek:
þeirra, sem unnu á neðri ha
unum, gátu bjargað sér m
því að stokteva út um glugga,
flestir grófust þeir í brateii
Ellefu hinna látnu létust í rú
unum, en þrír eftir komuna
sjúterahús. 16 menn aðrir lig{
þungt haldnir í sjúkrahúsum.
Bkki er vitað um ástæðu fy:
i hruni hússins.