Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLADID Fimxntudagur 16. jan. 1964 Helgi Hjörvar: Ráðhús Reykjavíkur ,,1 dag við skulum skipta um skjótt, skal synd á flótta rekin“ Hallgrímur Pétursson. ENGIN tvímæli virðast nú á því, að úrslitastund í örlögum Reykja- víkur hefur upp runnið við það, að allir forráðamenn hennar snú- ast að einu máli um ráðhús Reykjavíkur. í>ví að heldur mætti þetta vissulega verða heillastund og ótvíræður ham- ingjudagur höfuðborginni sjálfri og allri sæmd þessa lands. Einn var ég af þeim, sem illa trúðu því, að vandinn um ráðhús á þessum stað mundi leystur verða; bæði af því, að hnútur- inn væri í sjálfu sér óleysandi, og svo af því, að lausnarmenn- irnir hafa áður flækt svo marga einfalda hnúta fyrir augum vor- um. Ég hef áður leyft mér segja um þetta efni, að reisa ráðhúsið þarna, „í gamla miðbænum eða á mörkum hans. Ef það kann að lánast, þá væri vel farið — með einum og vægðarlausum fyrir- vara: ráðhúsið má ekki verða svo stórkostlega fagurt, að það ríði slig á miðbæinn. Mér er sem öðrum Reykvíkingum: við göng- um skjálfandi af kvíða við ein- hver heljarstökk í gressilegri list, því að við erum búnir að sjá fleira en við hefðum viljað“. (Mbl. 25/5 1961). Nú þykir mér að mínu leyti skyldugt og rétt að segja afdrátt- arlaust af ákaflega glöðum hug: Ráðhúsnefndin hefur leyst hnút- inn! Þessi þrælslegi þráhyggju- hnútur forgöngumanna að þess- um ráðhússtað hefur verið leyst- ur að fullu, og með ágætum um höfuðatriðið sjálft. Þrautin er leyst með því einu, sem hjálpað gat: að hverfa algerlega til ein- faldleikans, til hinnar hófsömu og látlausu fegurðar og að mjög takmarkaðri stærð hússins. Teikninefndin velur tvo horn- steina að verki sínu; fyrst og fremst fegurð Tjarnarinnar (sem var sjálf frumkvöðin), og þá einkum víðátttu hennar; mun það ekki ofsagt, að víðáttan er notuð með ágætum að hófsemi og látleysi. Hinn annar hom- steinn nefndarinnar er að fella inn í verk sitt, og inn í framtíð miðbæjarins, þau tvö forn og þjóðheilög hús, sem standa við Austurvöll Ingólfs og Hallveigar, Dómkirkjuna (frá 1796) og Al- þingishúsið (frá 1881). Þetta verkefni er á alla grein marg- falt erfiðara en hitt og^ ákaflega torvelt. En hverjum íslendingi mun augljóst vera, að hér var ■> um tvennt að ræða, og aðeins tvennt: að bjarga þessum tveim- ur fátæklegu húsum og fella þau inn í nýja heild, eða þá, að á sama mátti standa um stórt eður lítið ráðhús, og þá gat það stað- ið hvort heldur þarna eða í Blesugróf. Hér vek ég eina spurningu: Dómkirkjan og Alþingishúsið (vonandi framtíðar-dómhús hæstaréttar) skulu nú verða sem hliðsúlur við höfuðinnganginn að ráðhúsinu frá sjálfum Austur- velli, og þar sem hvað mest mun verða horft þaðan á sjálfa fram- hlið hússins, — er það þá ekki rétt séð af þeim, sem horfir þann- ig á líkan hússins, að framflötur tumsins, sjálft andlit ráðhússins, snýr hliðhallt við því eina rétta horni, þ. e. norðausturhorni og austurgafli þinghússins, sem er alveg fyrir auga þess, sem á horf- ir? — Hið sama er um vesturgafl ráðhússins, þar sem í hann sér frá Austurvelli, hornskakkt. — Er annað gerandi en að framhlið hússins fylgi Austurvelli og Kirkjustræti? Því að hégómi einn er það, að hlífa Tjörninni við því, sem þoka þarf suðvestur- horni ráðhússins ofurlítið lengra suður. Einmitt það er hvað bezt í lausn teikninefndarinnar, og það kemur öllum vantrúuðum hvað mest og gleðilegast á óvart, að ráðhúsið skerðir Tjörnina þvínær ekkert. Við höfum aldrei séð hana eins stóra og tæra, aldrei eins fagra og á líkaninu í Haga- skóla. í dag við skulum skipta um skjótt! Enn leyfi ég mér, af góðu til- efni, að minna á það, að Reyk- víkingar þurfa að skipta um skjótt og vakna af syndasvefni sínum. Þeir eiga og ráða hinum helgustu landsréttindum um víða veröld: að eiga í hjarta höfuð- Helgi Hjörvar borgar sinnar bæjartóftir Ing- ólfs, enn ósnertar að mestu. Það verður að teljast sjálfsannað af nýfundnum fornleifum, að fyrsti vetrarskáli Ingólfs hafi reistur verið þar sem nú er „Tjarnar- bar“ í suðurenda Steindórs- prents. En fullgerð bæjarhús hinna fyrstu Reykvíkinga þar sem Skúli fógeti tók við þeim nær níu öldum síðar, gerði sum þeirra að varningshúsum, en reif önnur og reisti ný á hinum sama grunni. Þegar nú Reykvíkingar munu ná þeim sáttum og einingu sem framast má til ætlast í fyrstu um ráðhús sitt, þá er komið að hinni ríkustu heiðurskvöð, sem enn er í skuld og vanskilum. Þá er komið að sjálfu Alþingi að hætta hugarveltum um hina ein- földustu drengskaparskyldu við þjóð sína og við sína eigin sæmd: að það friði þennan helgistað með sjálfu því húsi, sem það má nú ekki lengur undan komast að reisa yfir það þjóðþing, sem Þor- steinn Ingólfsson upphóf og enn lifir og starfar í túni þeirra Ing- ólfs og Þorsteins, hins fyrsta alls- herjargoða, hins fyrsta forseta lýðveldis á íslandi. Ein teikning á vesturvegg i Hagaskóla mundi geta bent til þess, að brotþakið (valmann) á þinghúsinu kynni að bera óþægi- lega yfir hinar strikbeinu þak- brúnir ráðhússins að sunnan séð; einhver gestur hafði orð á því. Hér til vil ég svara aðeins einu: Hið rennslétta þak á ráðhúsinu skal gefa unga fólkinu, því einu umfram allar aðrar kynslóðir. Fáið því þennan opna og víða danssal, til þess að fagna þar lífinu og íslenzkri tilveru um fögur sumarkvöld, um hin ljós- blíðu vorkvöld, um haustkvöld- in, sem engin hinna jafnast við. Með þeim orðum vil ég nú að sinni ljúka þessum línum. Megi blessun fylgja hinum ungu og fögru komandi kynslóðum Reykjavíkur, — megi þær bless- aðar vera fyrir guði og mönn- Nælonsokkarverk- smidjan á Akranesi AKRANESI, 14. jan. Nælonsokkaverksmiðjan EVA hf hér á Akranesi tók að starfa rétt eftir nýjár, og er nú unnið þar allan sólarhringinn í 270 fer metra húsnæði vig Suðurgöru I bezta. í verksmiðju du Veilder verða sokkarnir litaðir, þangað til tilfæringar til litunar koma. Nælonsokkaverksmiðjan EVA getur framleitt einn þrið.ja hluta þeirra nælonsokka, sem íslend- 126. Þarna starfa nú rúml. 20 ingar nota, og þegar fram í sækir manns á vöktum í glæsilegum. hafa forráðamenn hug á því að vinnusölum. Vélakostur verk- j selja eitthvað af framleiðslunni smiðjunnar stendur i engu að utanlands. Vélar EVU hf. eru að baki samskonar vélum, sem tíðk áliti du Veilder hinar beztu og af ast á meginlandi Evrópu, nema kastamestu, sem gerast. Hann litunartækin vantar. Búast for- getur úr flokki talað, þar sem ráðamenn við því, ef allt gengur hann hefur unnið að kvensokka að óskum, að verksir. ðjan reyni gerð, frá því að hann var ungur. að koma upp litunarsamstæðu . EVA hf. framleiðir þrjár gerð- fyrir lok þessa árs. ir af sokkum, crepe-sokka, net- Blaðamannafundur var hald- sokka og lykkjufasta sokka. Hun inn í skrifstofu verksmiðjunnar getur framleitt þá fjórðu. EVU- í kvöld. Auk forráðamanna var sokkarnir munu koma í búðir og þar du Veilder, sem á og stjórn- j verzlanir um næstu mánaðamót. ar nælonsokkaverksmiðju í Garnið er fyrsta flokks og verðið heimabæ sínum, Aalst í Belgiu, I samkeppnisfært. Framkvæmda- skammt frá Briissel. Sagði Ingi Þorsteinsson, viðskiptafræðingur sem hefur verið aðal-driffjöður- in um allan undirbúning við að stjóri er Ingi Þorsteinsson. Hans önnur hönd er Sigfús Davíðsson og lögfræðiráðunautur Haraldur Jónasson. Milos Prokoff, tékk- • Vilja verða 110 ára JÆJA, nú er úr vöndu að ráða fyrir reykingamennina. Banda- rískir sérfræðingar eru búnir að kveða upp dóminn yfir þeim, sem teymast af tóbaks- nautninni, eða því sem næst. Nú er annað hvort að hætta þessu totti eða að sætta sig við að lifa skemur en upphaflega var ráðgert. Nú er ekki lengur neitt ef, ef, sem gildir. Það má telja full- sannað, að tóbakið bætir eng- an, en flýtir hins vegar fyrir útförinni. Þegar reykingamenn hugleiða þetta, þá segja þeir auðvitað allir sem einn, þeir vilji verða hundrað og tíu ára. En hvort þeir treysta sér til að hætta að reykja — ja, þá reynir nú fyrst á það hve mikið þeir vilja gefa fyrir þessi umframár, eins og einn orðaði það. Það, sem ég undrast alltaf einna mest, er, að allir lækn- ar, sem ég þekki, reykja — og það ekkert smáræði. Svo eru Þeir sífellt að ráðleggja sínum hrjáðu sjúklingum að hætta nú að reykja, þetta dugi ekki leng- ur. Þeir segja jafnvel, að það sé ekkert erfitt. að hætta að reykja. En sjúklingur er ekki fyrr farinn út úr dyrunum en lækn- irinn tekur upp sígarettupakk- ann og fær sér reyk — og slappar af, eins og það heitir á máli reykingamanna. Niður- staðan er auðvitað sú, að lækn- ar eru jafnmannlegir og aðrir — og fara senniiega oft í bind- indi — og brjóta, eins og geng- ur. Ég er ekki að segja, að allir læknar reyki — og þeir, sem reyki, geti ekki hætt. Það er nefnilega mjög auðvelt að hætta. Ég hef reynt það sjálfur — og veit að læknar ættu að geta það eins og fjölmargir aðrir. • „Nei, takk!“ En meðan ég reykti undrað- ist ég oft hreysti þeirra lækna, sem ég þekki og veit að reykja duglega. Ég ímyndaði mér, að ef ég ætti að kryfja sjúkling, sem látizt hefði úr lungna- krabba, þá mundi ég fá ógeð á sígarettum upp úr því. Þannig var ég í rauninni að kryfja í huganum, krufði dag eftir dag — sérstaklega á morgnana, þegar ég vaknaði með höfuð- verk eftir næturvöku og pakka koma verksmiðjunni á fót, að neskur maður, kennir á vélarn- du Veilder hefði reynzt þeim hið ar. — Odur ekki vera bifvélavirki, sem reykti tvo pakka af sígarettum á dag. • Leiðir á lífinu En þeir segja, að vindlarnir og pípan skapi ekki jafnmikla hættu. Væntanlega er sama að segja um neftóbakið. Þetta þrennt hefur hins vegar mik’.u meiri ókosti í notkun en síga- retturnar. Dýrar eru sígarett- urnar, en rándýrir eru vindl- arnir. Og svo er það allt stúss- ið í kring um pípuna. Það þarf alltaf að vera að hreinsa hana — og þeim hreingerningum fylgir megn óþefur, sem frún- ar fussa við. Nú, svo er það neftóbakið. Þær eru ekki allar hrifnar af að þvo tóbaksklútana — og margar láta karla sína sjálfa um það. Þar með borgar sig ekki lengur að taka í nefið. Hins vegar má gera ráð fyrir því, að ef allir sígarettumenn færu yfir í neftóbak yrði það míkil lyftistöng fyrir islenzkan iðnað. Saumakonur mundu fara að vinna eftir uppmælingu eins og smiðir — og verða jafneftií sóttar, því þjóðin þyrfti þá ó- grynni af tóbaksklútum. Lokaniðurstaða Þessara bo!la legginga verður því sú, að þeir, sem halda áfram að reykja einn og tvo pakka á dag eftir það, em nú hefur gerzt, séu annað hvort orðnir leiðir á lif- inu, eða að þeir fylgist ekki með fréttunum. Því allir geta hætt að reykja. af sígarettum. Og að lokum var ég búinn að kryfja það marga, að ég hætti að reykja — og síð- an hef ég ekki krufið einn ein- asta. En mörgum er nú sennilega líkt innahbrjósts eftir frétt- irnar frá Bandaríkjunum. Það er ágætt að sofa að kveldi og ákveða að hætta nú að reykja, kveikja ekki i þeirri fyrstu í fyrramálið. En þá er maður líka hálfaumkunarverður, þegar maður er búinn með þá fyrstu — morguninn eftir. Þetta gera sennilega margir dag eftir dag og það ætti að vera aðdragandi algerrar „frelsunar". Því einn góðan veðurdag verur loksins hægt aðð segja: Nei, takk. Sumir hugga sig e.t.v. við Það, sem þýzkir sérfræðingar vilja halda fram, að lungna- krabbi eigi eKki rætur sínar að rekja fyrst og fremst til tóbaks nautnar. Eitrun í andrúmsloft- inu, kola- og olíureykur, sé höfuðástæðan. Og útvarpið lét það fýlgja með, að bifvélavirkj ar, bílstjórar og aðrir slíkir væru þar af leiðandi í sérstakri hættu. Að öllu saman lögðu vildi ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.