Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtuaagur 16. jan. 1964 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Heykjavík. Framkvæmdast.ióri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. (Jtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsíngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakit.. ERLENT FJÁRMAGN ¥ sérhverju fátæku byggðar- lagi leggja íbúarnir kapp á það að fá ný atvinnutæki. Fregn af því, að von sé á nýju fjármagni til atvinnurekstrar er gleðifregn íbúanna. Á sama hátt á það að vera mikið fagn- aðarefni fátæku þjóðfélagi, ef það á von á því að geta fengið fjármagn til stórfram- kvæmda. Þess vegna hafa líka flestar þær fátækari þjóð- ir, sem hraðast hafa byggt upp atvinnulíf sitt síðustu áratugina, leitað eftir erlendu fjármagni. Hér á landi virðast menn sammála um að rétt sé að taka erlend lán í allríkum mæli til framkvæmda, og viðreisn- arráðstafanirnar í efnahags- málum hafa gert okkur kleift að fá hagkvæm lán, ýmist á frjálsum peningamarkaði, eða hjá alþjóðastofnunum, sem miða að því að greiða fyrir lánsútvegunum til fram- kvæmda víða um heim. Á hinn bóginn heyrast enn þær raddir hér á landi, að við eigum ekki að leyfa erlendu einkafjármagni að koma inn í landið. - Sem betur fer gera þó æ fleiri sér grein fyrir því, hve geysilegan hag við gætum haft af því, ef erlendir aðilar fengjust til að taka þátt í stór- iðju hér á landi. í því efni mættum við gjarnan taka Norðmenn til fyrirmyndar, en eins og kunnugt er hafa þeir byggt upp ýmsan stóriðnað á þann veg að heimila út- lendingum þátttöku og reynslan hefur orðið slík, að þeir hafi sótzt eftir meiru erlendu fjármagni og sendu m.a. Tryggve Lie í ferðalag um önnur lönd til þess að Vekja áhuga á fjárfestingu í Noregi, eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri S.Þ. Sumir segja, að hætta sé samfara erlendri fjárfestingu, en sannleikurinn er sá, að auðvelt er að búa þannig um hnútana að engin hætta sé á erlendum áhrifum, þótt stór- iðja rísi á vegum útlendinga. Hins vegar getur veruleg . hætta verið því samfara að taka stórfelld erlend lán, því að aldrei er fyrirfram öruggt með öllu, að þau verkefni, -sem ráðizt er í, skili arði. Þannig getur orðið um stór- felldar tækniframfarir að ræða, sem geri tiltölulega nýtt fyrirtæki óarðvænlegt. Ef slíkt fyrirtæki hefði verið byggt fyrir lánsfé einvörð- ungu eða mestmegnis, gæti slíkt skapað lítilli og fátækri þjóð mikla erfiðleika, en þeg- ar um erlent áhættufjármagn er að ræða, lendir tjónið á fjármagnseigendunum, en eignir þeirra eru samt hér á landi og verða hagnýttar með einhverjum hætti. Hér. á landi verður að rísa stóriðja, ef okkur á að auðn- ast að bæta lífskjörin veru- lega. Samstarf við útlendinga er nauðsynlegt í þeim efnum, bæði með hliðsjón af því, sem áður hefur verið sagt, en einn- ig vegna tæknikunnáttu, markaðsmöguleika o. s. frv. Þess vegna eigum við óhikað að hefja slíkt samstarf og engum er sæmandi að vera á móti því öðrum en — að sjálf- sögðu — kommúnistum, sem hafa það markmið að vera á móti öllum góðum málum. SKÁKMÓTIÐ ótt frami íslands í íþróttum hafi ekki verið mikill að undanförnu, er þó ein undan- tekning, þar sem skákíþrótt- in er, en margir ágætir skák- menn hafa borið hróður lands ins víða og þó sérstaklega Friðrik Ólafsson, stórmeist- ari. Það er þess vegna mjög ánægjulegt, að nú skuli efnt til alþjóðlegs skákmóts hér í höfuðborginni og vonandi eiga þau orð Ásgeirs Þórs Ás- geirssonar, forseta Skáksam- bands íslands, eftir að rætast, að Reykjavíkurmótið muni vinna sér svipaðan orðstír á alþjóðavettvangi og til dæm is skákmótið í Hastings. Morgunblaðið býður hin: erlendu skákmenn velkomn; og vonar að þeim líki ve dvölin hér og óskar þeim, sen ' komið hafa því til leiðar a? Reykjavíkurmótið er haldif I til hamingju. VEÐRÁTTAN yið íslendingar tölum mik * um veðrið og er það að vonum, jafnmikið og við eig-1 um undir veðráttunni, bæði' vegna sjósóknar og landbún- aðarstarfa. En einhvern veginn er það samt svo, að við fárumst meira út af því, þegar illa viðr ar, en við fögnum því, þegar veðursæld er. Mættum við þó gjarnan minnast þess, að veðrátta hefur hér verið með ágætum, þegar illviðri hafa geisað í nágrannalöndunum. Þannig var til dæmis síðasti vetur góður hér á landi, þó að stórhríðar geisuðu um meginland Ameríku og Ev- rópu og af hlytust marghátt- uð vandkvæði. Okkur er hollt að hugleiða 150 m göng sprengd þremur tókst ai flýja 3erlín hefði fundið göngin, var eyðilagt síímakerfi, sem hægt var að tala um milli enda gangaanna. Skömmu síð ar sprengdi austur-þýzka lög- .egílan göngin í loft upp. Lengd ganganna, 150 metr- ir, stafar af því, að á mörkum >orgarhlutanna er 100 metra svæði, sem Austur-Þj óðverjar hafa bannað aðgang að. Göng in voru á átta til tíu metra dýpi og eru þau dýpstu, sem grafin hafa verið frá því að múrinn var reistur 1961. . Eftir að Austur-Þjóðverjar bönnuðu aðgang að 100 metra svæðinu á borgarmörkunum hafa færri tilraunir verið gerð ar til þess að aðsboða flótta- menn með því að grafa göng undir múrinn. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að göngin, sem sprengd voru á dögunum, hafi kostað um 250 þús. ísl. kr. og það hafi tekið níu mánuði að grafa þau. Alls hafa milli 12 og 15 göng verið grafinn undir múr- inn frá því að hann var reist- ur 1961. Hefur austur-þýzka lögreglan fundið þau öll og eyðilagt. Fyrir tveimur árum tókst 59 mönnum að flýja um ein göng áður en þau voru uppgötvuð. LÖGREGLA Austur-Ber- línar komst að því fyrir skömmu, að grafin hefði verið 150 metra löng göng undir múrinn á borgar- mörkunum. Þegar lögregl an uppgötvaði göngin hafði þremur stúlkum tekizt að flýja um þau til Vestur- Berlínar. Fleiri Austur- Berlínarbúar ætluðu að flýja um göngin, en þegar lögreglan fann þau, voru þeir aðvaraðir og talið er, að ekki hafi komizt upp hverjir þeir voru. Þetta er í fyrsta skipti í marga mánuði, sem flótti hef- ur tekizt um göng undir Ber- línarmúrinn. Daginn eftir að stúlikumar þrjár flýðu, gerðu verkamenn, sem voru að vinnu í kolageymslu í Austur- Berlín lögreglunni aðvart um göngin, en þau lágu til kola- geymslunnar frá húsi einu í Vestur-Berlín. Strax og aust- ur-þýzka lögreglan fann opið á göngunum, varpaði hún táragassprengjum niður í þau. Lyktin af táragasinu fannst til Vestur-Berlíínar og varð aðað byrgja opið á göngun- um þeim megin. Strax og ljóst arð, að lögreglan í Austur- Vestur-þýzkir lögreglumenn við op ganganna vestan múrsins. Jóhann Sigurðsson, Tryggvi Blöndal, Jakob Glur og Guðjón Teitsson. Hópferðir Svisslendinga til íslands í sumar S. 1. föstudagskvöld kom til ís- lands þekktur, svissneskur feröa skrifstofumaður, Jakob Glur það, að þótt veðrátta sé stund- um rysjótt hér eiga aðrir við svipuð vandamál að etja, og ekki er veðrið ætíð verst hér hjá okkur. frá Kuoni ferðaskrifstofunni í Ziirich. Glur heldur héðan á morgun, en hingað kom hann til þess að kynna sér aðstæður, en hann hefur í hyggju að hefja hópferðir Svisslendinga og annarra til íslands á sumri kom- anda. Eru ráðgerðar sjö ferð- ir hingað, og búizt er við að allt að 200 manns muni koma á vegum Glurs. Fréttamaðuir Mbl. átti stutt samtal við Jakob Glur, en hann var þá staddur um borð í ms. Esju í hádegisverðarboði Guðjóns Teit&sonar, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins, en hóp- arnir frá Sviss munu m.a. fara í hringferð umhverfis landið með skipum Skipaútgeðarinnar. Um borð í Esju var einnig Jóhann Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.