Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID Fimmtudagur 16. jan. 1964 Oœfður vélstjóri fœrði Víkiug stórsigur yfir KR VÍKINGAR og KR-ingar maett- ust í 1. deildar keppninni í band knattleik í fyrrakvöld. Það var búizt við jafnri og tvísýnni bar áttu, því KR-ingar eru ætíð harðir í horn að taka. En leikur inn varð nokkuð auðveld sigur- ganga fyrir Víking og í raun- inni varð leikurinn aldrei tví- sýnn. Lokatalan varð 37:26 fyrir Víking. hann styrkti lið Víkings ótrú- lega og laðaði félaga sína til betri leiks. Var þessi leikur sann arlega sigur fyrir Jóhann. Hann skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og 5 í þeim seinni eða 12 alls. -- XXX -- í síðari hálfleik héldu Víking- ar uppteknum hætti. Þeir höfðu frumkvæðið í leik og forskotið jókst smám saman. Lokastaðan var 37:26. Víkingur skipar eftir leikinn 3. sætið á töflunni en KR er alls ekki úr fallhættu og má sannarlega lærdóm af þessum leik draga því vörn liðsins var stórlega ábótavant. Barizt af hörku „maður gegn manni44 að Hálogalandi ÁRMANN OG ÍR leiddu saman besta sína í handknattleiksmótinu í fyrrakvöld og varð úr tvísýnni og skemmtilegri barátta en í flest •um leikjum mótsins. Eftir mikl- ar Sviptingar bvað markstöðunni viðvíkur vann ÍR leikinn með 1 marki, 19 mörkum gegn 18. Geti einn maður unnið handknatt- leikskappleik þá vann Gunnlaug ur Hjálmarsson þennan leik fyr ir ÍR. Hann skoraði 12 mörk af 19, sem liðið gerði og var drif- fjöður þess í leik. Ármenningar áttu góðan leik, börðust geysi- lega frá upphafi til loka en urðu eigi að síður að láta í minni pok ann. um reyndust hin snöggu skot Lúðvíks hættuleg ÍR-markinu. • Spenningurinn nær hámarki. En ÍR-ingar voru heldur ekki á því að gefa sinn hlut. Bræðurnir Gunnlaugur og Gylfi skora fyrir ÍR svo staðan er 15:14 fyrir Ármann. Þá fær ÍR dæmd 3 víti með stuttu milli- bili á Ármann enda fengu línu menn ÍR ekki góðar móttökur hjá vörn Ármanns og varð Hörð ur landliðsmaður að sæta 2 mín. brottrekstri. Gunnlaugur skoraði úr öllum vítaköstunum og stað- an var 17:15 fyrir ÍR og eftir það missti ÍR ekki forystu. Spenn- ingurinn var samt mikill því ekki hafði ÍR nema eins marks forystu er dæmt var aukakast á ÍR og merki um fullan leiktíma gefið um leið. Varnarveggur ÍR- inga var þéttur er kastið var framkvæmt og I að hafnaði í varn arveggnum — sigurinn og dýr- mæt stig voru ÍR-inga, þrátt fyrir hina öflugu og góðu bar- áttu Ármanns. Dugði ekki sú leikaðferð sem Ármann síðast greip til „maður-á-mann“ en það jók á spenninginn. Gunnlaugur átti sérstakan leik í ÍR liðinu sem fyrr segir. Einn- ig átti Árni markvörður góðan leik og var auk þess heppinn. Hjá Ármann báru Hörður, Lúðvík og Árni af. Víkingar náðu strax í upphafi tökum á leiknum og innan ekki langs tíma stóð 5:1 fyrir Víking. Þetta breyttist þó fljótt til batn aðar fyrir KR, og komust þeir í 5:4 en síðan ekki söguna meir. Víkingar sóttu jafnt og þétt á og í leikhléi stóð 20:14 fyrir Vík- inga. -- XXX --- Mesta athygli í liði Víkinga vakti hinn gamalkunni kappi þeirra Jóhann Gíslason. Hann hefur ekki sézt á leikvellinum fyrr í vetur, enda vélstjóri á Gullfossi og sjaldan í höfn. En Gylfi Hjálmarsson, IR, er hér kominn í skotfæri inn á síðustu stundu. Vítakast, mark. — en er grip- VeiBimenn æfa sig oð kasta innanhúss Þeir halda mót og sende menn til heimsmeistarakeppni NÝLEGA hefur klúbburinn byrjað innanhússæfingar sínar aftur að loknu jólafríi, og eru 'þær eins og áður í KR-búsinu á sunnudögum kl. 12 tiil 1. Þetta er 6. veturinn sem klúbburinn heldur uppi slíkum æfingum og kennslu innanbúss. Kenndar eru Knatt- spyrna í kvöld í KVÖL.D kl. 8,15 hefst innan húsmót Fram í knattspyrnu en 18 lið mæta til leiks. Keppn in er útsláttarkeppni og það lið sem tapar leik er úr keppni Keppninni lýkur annað kvöld. í gær var dregið um hvaða lið lenda saman í byrjun og urðu úrslit dráttarins þessi: Víkingur B — Fram A KR A — Valur B Þróttur A — KR B Fram B — Þór Víkingur A — Þróttur B Valur A — Breiðablik A Breiðablik B — Týr Keflavík A — Hafnarfj. B Hafnarfj. A — Keflavík B iMMHMmnHiimMi og æfðar allar tegundir af köst- um til sportveiða og kastkeppni. Aðalkennari er eins og áður form. klúbbsins, Albert Erlings- son, en hann er eini íslending- urinn sem tekið hefur kennslu- próf í þessari íþrótt, í Englandi 1946, og ávalt síðan kennt hér, Ennfremur tekið þátt í 6 alþjóða mótum í köstum. Auk hans kenna þeir, Sverrir Elíasson og Bjarni Karlsson, sem báðir hafa tekið þátt í Alþjóðamótum, og eru þekktir kastarar bæði utan- lands og innan. Klúbburinn er eini félagsskapurinn hér í þess- ari iþrótt og á aðild að Alþjóða- kastsambandinu, International Casting Federation (ICF), sem iheldur árleg heimsmót í köst- um.. Á árinu sem leið hélt klúbb- urinn 2 kastmót eins og venju- lega, annað að vorinu, hitt seinna á árinu, og sendi 2 menn á Heims meistaxamótið í Núrnberg, sem haldið var í september, með þáttöiku nokkug á annað hundr- að manns, frá 12 löndum auk Bandarikj anna. Dregið lijá bikar- sigurvegurum DREGIÐ hefur verið um hvaða lönd leika saman í 8 liða úrslit- um í keppninni um Evrópubikar inn í knattspyrnu milli bikarsig urvegara. Armann náði 5-0 gegn IR en ÍR vann leikinn 19-18 • Góð byrjun Ármanns. Byrjunin var góð hjá Ár- menningum og það ieit sannar- lega ekki vel út fyrir ÍR. Ármann skorar 3 fyrstu mörkin, Árni (2) og Lúðvík. Þá fær ÍR vítakast en Þorsteinn markvörður Á ver. Ármenningar bæta svo tveim mörkum við og staðan er 5:0. • Mark eftir 15 mínútur. Það er stundarfjórðungur lið innaf leik er Gunnlaugur skorar 1 mark og bætir öðru við ör- stuttu síðar. Og þá fyrst er eins og ÍR-liðið vakni af dvala. Á næstu 10 mín. jafna ÍR-ingar léikinn svo 5 mín. fyrir hlé er staðan 7:7. — Fyrir hlé bæta svo bæði lið marki við. Jafntefli er í hléi 8:8. Ármenningar vissu til hvers þeir voru komnir inn á völlinn. Þeir hafa enn ekki stig hlotið og bráðum hálfnaðir með leiki sína í mótinu. Þeir eygðu mögu- leika á sigri og börðust sem ljón. Þeir héldu enn frumkvæðinu í mörkum og komust fyrir miðj an hálfleik í marks forskot. Eink Á síðustu mínútu hins spennandi Ieiks Ármanns og IR. Ármann Ieikur „maður á mann“ aðferðina, eins og vel má sjá lengst t. v. Dómarinn er tilbúinn með flautuna 'lengst t.h.) Gunnlaugur er með knöttinn og athugar möguleikana spenntur á svip. Myndir: Sv. Þorm. Manch. U. — Lisboa 26. febr. og 4. eða 18. marz. Hamburg — Olympique Lyon 19. febr. og 4. marz. MTK Budapest — Fehnerbace Istanbul 27. febr. og 6. marz. Celtic — Slovan Bratislava 26. febr. og 4. marz. Leiðrétting DANÍEL Benjamínsson dómari 1 handknattleik hefur beðið blað- ið að birta þá skýringu á úr- slitum leiks Breiðabliks og Þrótt ar í Mbl. í fyrradag, að hann hafi ekki farið eftir markatöflu barna, er hann taldi úrslit leiks ins vera 14 mörk gegn 7, heldur eftir fjórum fullorðnum mönn- um m.a. þjálfurum beggja liða. Viðstaddir blaðamenn sáu þó aldrei skoruð nema 12 mörk gegn 7. KAIRO, 15. jan.: — Arabiska sambandslýðveldið sigraði Uganda í knattspymukapp- leik með 3:1 í dag. Leikurinn var liður í undankeppni Olym píuleikanna í Tokíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.