Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 20
 Augiýsingaráblfa Utanhussaugtýsingar adskonar skilti ofl AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIN SF Bergþórugötu 19 Simi 23442 taypntltifafetfr 12. tbl. — Fimmtudagur 16. janúar 1964 GO GH STERKOG STÍLHREIN Nýtt íbúðar- hverii og nýtl iðnaðarhverii Á ÞRIÐJUDAG samþykkti borgarrá.S skipulagsuppdrátt að tveimur hverfum í Reykja vík, sem skipulagsstjóri Aðal- steinn Richter lagði fram, íbúðarhverfi við Elliðavog og iðnaðarhverfi við Grensásveg. Hér birtast myndir af líkun- um af þessum hverfum. Að ofan sést íbúðarhverfið við Elliðaárvog norðan Njör- varsunds. Við hugsum okkur að myndin sé tekin af Lang- holtsvegi og myndavélinni snú i» í átt að Akrafjalli. Þá mundi strandlínan vera efst til vinstri. Lengst til hægri sést íþróttasvæði þar sem íþróttafélag fær bækistöð. Gert er ráð fyrir knattspyrnu velli, íþróttahúsi, hlaupa- brautum o. fl. Þá eru í hverfinu svo sem sjá má 12 einbýlishús, 42 rað- hús, 16 tveggja hæða hús, og 6 fjölbýlishús, alls 275 íbúð- ir, þannig að ef gert er ráð fyrir 3-4 íbúðum í hverri, þá er þetta 1000 íbúða hverfi. Á neðri myndinni er fyrir- hugað iðnaðarhverfi austan Grensásvegar, efst á mynd- inni n-.illi Miklubrautar (sem sést ekki en á að vera til vinstri) og Suðurlandsbraut- ar, sem er aðeins til hægri við miðja myndina og sést marka fyrir benzínstöð B. P. Stóru sambýlishúsin lengst til hægri eru þegar byggð, við Gnoðarvoginn og Álfheima, en þeim megin við Miklubraut- ina sjást fyrirhugaðar verzl- unarbyggingar. Meðfram Grensásveginum (efst á m.ynd inni) verða þriggja hæða iðn- aðarbyggingar, en aðrar bygg ingar eru yfirleitt einnar hæðar. Byrjað er að byggja þarna. Ljósm. Ól. K. Mag. Alþingi kemur saman í dag ALÞINGI kemur saman í dag, 16. janúar, kl. 2 eftir hádegi, að jóla- leyfi þingmanna loknu. Verður laxinn fluttur á efra svæði Elliðaánna? Nýtt flugfélag í Eyjum líkt og áður var — Þar veiddust aðeins 47 laxar á sl. sumri STOFNAÐ var nýtt flugfélag í Vestmannaeyjum í gær, og nefn- ist það Eyjaflug hf. Að stofnun- inni stendur stór hópur ungra álhugamanna, og er markimiðið að halda uppi farþegaflugi, leigu Fölsuðu úvís- nnirnar sendar vestur um haf ÓLAFUR Þorláksson, fulltrúi yfirsakadómara, hefur verið skipaður rannsóknardómari í fjársvikamáli því, sem upp er komið i sambandi við varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli, eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær. Ólafur sagði blaðinu í gær, að hann hefði þá um morgun- inn fengið skipunarbréf sitt. Þess vegna hefði hann ekki hafið rannsókn í málinu enn sem komið væri og myndi gera það innan fárra daga. Þá er blaðinu kunnugt um, að Bandaríkjamenn hafa gert sínar athuganir og rannsóknir sjálfir, m.a. hafa hinar föls- uðu ávísanir verið sendar vest ur um haf til athugunar hjá ritliandasérfræðingum og öðr- uni sérfræðingum. _____ fluigi og flutningi með flugvélum til og frá Vestmannaeyjum. Stjórn félagsins skipa þeir Sig- fús Johnsen, formaður og fram- kvæmdastjóri, Jón Hjaltason hæstaréttarlögimaður og Ragnar Jón Magnússon, flugvélstjóri. Félagið hefur hug á að kaupa á næstunni 10 sæta flugvél af Beeohcraft gerð, ef tilskilin leyfi yfirvaldanna fást. Höfuðmark- mið og tilgangur félagsins er að hafa vélina staðsetta í Vest- mannaeyjum, svo unnt sé að grípa til hennar við öll tækifæri. Verið er að vinná að þverbraut við flugvöllinn í Eyjum, og eru miiklar vonir um bætt flugskil- yrði bundnar við þá framkvæmd. Ahugi er mikill í Vestmanna- eyjum á hinu nýja félagi. For- stöðumenn þess skýra svo frá að sízt vaki það fyriir félaginu að lasta starfsemi Flugfélags ís- lands, sem haldið hefur uppi áætlunarferðum til Vestmanna- eyja að undanförnu, heldur að- eins að skapa aukið öryggi og bættar samgöngur með stað- setningu vélarinnar í Vestmanna ejrj um. Sæmdur stór- krossi FORSETI íslands hefur í dag sæmt Alexander M. Alexandrov, sendiherra Sovétríkjanna, stór- krossi hinnar íslenzku íalkaorðu. EINS OG menn muna af blaða- fregnum á sl. sumri var veiði í Elliðaánum fádæma léleg fyrst framan af, og voru margar kenn ingar á lofti um ástæður. Svo fór þó að úr rættist, og sam- kvæmt veiðiskýrslu, sem birt er í 63. hefti Veiðimannsins, sem ný Iega er komið út, varð veiðin í Eiliðaánum sumarið 1963, 943 lax ar, eða 87 fleiri en árið áður. í júnímánuði veiddust ekki nema 24 laxar í ánum, og mun það eins dæmi að svo lítil veiði hafi ver- ið þar á þessum tíma. Stærsti laxinn úr Elliðaánum á sl. sumri var 13% pund, en flestir voru laxarnir 5 pund eða minni. Alls veiddust 581 lax af þeirri stærð. Á flugu veiddust 212 laxar, eða 22,5% af heildarveiðinni. Veið- in skiptist þannig að í júní veidd ust 24 laxar, í júlí 358, í ágúst 480 og í september 81 lax. Með alþyngd laxanna var 5,40 pund. Gjöfulastir veiðistaða voru Ár- bæjar- og Breiðholtsstrengur (251 lax), Efri Móhylur (115 laxar), Hundasteinar (70 laxar) og Sjávarfoss eða „Fossinn“ (63 laxar). í grein, sem fylgir skýrslunni, skýrir ritstjóri Veiðimannsins. Víglundur Möller, frá því, að upp fyrir teljarann hafi gengið 3400 laxar, og mikið af fiski hafi ver ið þar fyrir neðan um það er veiði lauk. Efsti hluti ánna, frá Hrauninu upp í Höfuðhyl hafi verið „dauð ur“ allan tímann, en þar hafi til skamms tíma verið aðalveiðin er leið á sumar. Á því svæði veidd- ust á sl. sumri aðeins 47 laxar, „og hefði það einhvern tíma þótt MIKAEL TAL varð einnig í gær- kveldi fyrstur að ljúka skák sinni. Hann tefldi þá við Inga R. Jóhannsson, sem gaf skákina eft- ir 26 leiki. Aðrar skákir fóru þannig: Guð mundur Pálmason vann Magnús Sólmundarson og Svein Johann- essen vann Arinbjörn Guðmunds son. Ingvar Ásmundsson og Frey- steinn Þorbergsson gerðu jafn- tefli. Hinar skákirnair fóru allar í bið. Skák Nonu og Friðriks virtist mjög jöfn. Gligoric á betra Sogn Robert Wade. Skák Trausta Björnssonar og Jóns Kristinsson- ar er flókin og .erfitt að spá um hvernig fer. Mótið heldur áfram í Lido í k.völd kl. 7.30. Þá eigast við Nona og Ingvar, Friðrik og Trausti, Johannessen og Freysteinn, Ingi R. og Arinbjörn, Magnús og Tal, Gligoric og Guðmundux og Jón og Wade. fyrirsögn", segir ritstjórinn. f fyrra veiddust þarna 150 laxar og þótti lítið, þannig að lengi getur vont versnað. Laxinn fluttur á ný? Síðan segir x Veiðimanninum; Framh. á bls. 19 Hér fer á eftir skák Tais og Inga: Hvítt: Mikael Tal. Svart: Ingi R. Jóhannsson. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Iíb3, d6; 8. h3, 0-0; 9. c3, Ra5; 10. Bc2, c5; 11. d4, Rd7; 12. Rbd2, cxd; 13. cxd, Bf6; 14. Rfl, Rc6; 15. Be3, exd; 16. Rxd4, Rde5; 17. Bb3, Rxd4; 18. Rxd4, Bb7; 19. Hacl, Rd7; 20. Rg3, He8; 21. Rf5, Hxe4; 22. Rxd6, HxB; 23. Rxf7, HxD; 24. RxDf, Bd5; 25. HxH, BxB; 26. HxR, gefið. Tokyo, 15. jan. (AP) Sukarno, forseti Indónesíu, kom í dag til Tokyo, en þar hefjast viðræður hans við Robert Kennedy, dómsmála. ráðherra Bandaríkjanna, um deilur Indónesíu og Malasiu á morgun. Kennedy er á leið. inni frá Washington til Xok- yo. Tal vann Inga R. Friðrik á jafna biðskák við INIonu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.