Morgunblaðið - 16.01.1964, Side 2

Morgunblaðið - 16.01.1964, Side 2
2 MORGUNBLADID Fimmtudagur 16. jan. 1964 WA 1» ' ‘i.m'-'mSBfW* m#' iii/íintW mm w , hmm'v&M Þessa mynd tók Steinþór Sigurgeirsson af Vatnajökli árið 1945, þegar Síðujökull hljóp fram. Sést Uluti af honum kolsprunginn milli Laka og Langasjávar. Hagur jöklanna eitt- hvað að vænkast Ákomubreyting ýtir þeim sennilega af stað FLEIRI líkur benda stöðugt til að Síðujökull, sem er í suð- vesturhorni Vatnajökuls, sé eitthvað að ganga fram, þó að það hlaup sé að sjálfsögðu miklu minna í sniðum en í Brúarjökli, sem gengur í norð- ur. í fyrrakvöld veittu menn í vorferð Jöklafélagsins því at- hygli að farið var að springa við Pálsfjall, sem er strýta upp úr suðvestanverðum jökl- inum. í september sl. sáu at- hugunarmenn að sprungurnar höfðu aukizt og nú í janúar að enn voru þser að aukast. — í haust þóttu ár suður úr jökl- inum nokkuð dökkar og nú hafa bændur í Fljótshverfi veitt því athygli að Brunná, Djúpá og Hverfisfljót eru ó- venju gruggugar í frosti. Síðujökull hefur áður hlaup ið fram, svo vitað sé, skv. upp- lýsingum frá Sigurði Þórarins syni. Það gerðist árið 1934 og svo aftur 1945, en þá flugú þeir Sigurður og Steinþór Sig- urðsson þar yfir til athugana. Aður var talið að slík hlaup stöfuðu af eldsumbrotum undir jöklinum, en nú hallast menn að því að þetta standi í sambandi við það hvernig snjór hleðst á jökulinn og það setur hann af stað. Sigurður telur að ástæðan fyrir því að svo miklar um- byltíngar eru í jöklunum nú, hljóti að standa í sambandi við ákomubreytingar, þ.e.a.s. ákomu á jöklana umfram bráðnun. En ekki er vitað hve nýleg sú óvenjulega úrkoma hefur verið eða hve langt aft- ur fyrir sig slíkt verkar. í haust gekk líka Sólheima- jökull ofurlítið fram, 70—80 m, eins og frá var skýrt. Þó hann sé í öðrum jökli, Mýr- dalsjökli, gæti sama ákomu- breyting hafa verkað þar líka. — Það er eitthvað að vænk- ast hagur jöklanna, sem hafa verið að hörfa undanfarin ár, sagði Sigurður. Umskiptin verða bara of snögg hjá þeim. Þeir ætla sér ekki af fremur en mannfólkið. Gildisföku reglanna um lokunartíma sölubúda frestað til I. apríl næstkomandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta gildistöku samþykktar um af- greiðslutíma verzlana í Reykja- vík o.fl. til 1. apríl nk., en hún átti að ganga í gildi 1. febrúar Fór félag söluturnaeigenda fram á þennan frest af þeim sökum að erfiðlega hefði gengið að fram kvæma í fyrirtækjunum þær breytingar, sem krafist er, vegna verkfallanna. Taldi borgarráð ekki ástæðu til annars en verða við þeirri málaleitan úr þvi svona stóð á, en tók fram, að það treysti sér ekki til að mæ!a með fleiri frestunum. Breytingar þær, sem um er að ræða í söluturnunum stafa af því að í reglugerðinni er ætlast til að þetta séu sérstakar verzl unareiningar, alveg stíaðar frá öðrum verziunum og að þar séu salerni, vaskar og annað sem heilbrigðisnefnd mælir fyrir að skuli vera á opinberum stöðum. Samþykktin nær til fleiri á- kvæða um lokunartima sölu- búða, en ekki þykir rétt að lög leiða einstök ákvæði, þar eð það gæti valdið ruglingi og er samþykktinni frestað í heild. Þess má geta í sambandi við söluturnana, að auk opnunar- tíma þeirra er gert ráð fyrir að allmargar verzlanir í hverfunum verði opnar svo til alla daga árs ins og öllum verzlunum sem óska er leyft eftir nánari regl- um að vera opnar til kl. 10 á föstudagskvöldum og á laugar- dögum til kl. 2 á sumrin og kl. 4 að vetrinum. — Fiskveiðiráð- stefnan Framhald af bls. 1. Engar umræður hafa enn farið fram á ráðstefnunni um önnur mál, sem á dagskrá hennar voru, svo sem fiskverndun, eftirlit á miðunum og markaðsmál. ★ MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær staðfestingar á fréttum af fiski- málaráðstefnunni hjá utanrikis- ráðherra Guðmundi í. Guðmunds syni og Agnari Klemenz Jóns- syni ráðuneytisstjóra, en hvorug- ur kvaðst geta gefið upplýsingar um málið. Allt, sem fram kæmi á ráðstefnunni, væri trúnaðar- mál, sem ráðuneytið gæti ekki rætt á þessu stigL Berklaveiki I 17 lagðir á hæli siðan Greinargerð FRÁ ÞVÍ á sl. sumri þar til nú hafa 17 manns í Eyjafirði verið lagðir á. Kristneshæli með berkla þar af 4 fullorðnir og 13 börn. Vegna þessa hefur héraðslækn- irinn í Eyjafirði ritað greinar. gerð, sem hér fer á eftir í heild: Vegna þeirrar berklasmitana, sem hér hafa orðið síðastliðið sumar og haust þykir rétt að biðja blöð bæjarins að birta eftir farandi greinargerð: Þegar menn verða fyrir berkla smitun í fyrsta sinn líða 6—8 vikur frá því smitun á sér stað, 'pangað til menn verða berkla- jákvæðir (þ. e. þangað til berkla próf kemur út). Ef menn sýkj- ast við þessa smitun koma fyrstu sjúkdómseinkennin fram um svipað leyti og berklaprófið verður jákvætt, eða þó stundum nokkru síðar. Þessi fyrstu sjúk- dómseinkenni eru vanalega hita hækkun og stundum nokkur hósti og sézt þá oft jafnframt við gegnlýsingu eða röntgen- myndun nokkur þétting í lungnarótareitlum eða lungum. Frá því í sumar os til þessa dags hafa veikst hér 17 manns af berklum og allir verið lagðir á Kristneshæli. Af þessum sjúkl- ingum eru 4 fullorðnir og 13 börn. 2 hinna fullorðnu hafa verið berklaveikir áður en sjúk dómur þeirra verið óvirkur um árabil þar til á árinu 1963 að hann tekur sig upp aftur og verður smitandi. Börnin hafa flest smitast af sama sjúklingn- um og öll náðst þegar, er berkla próf hefir komið út hjá þeim eða fyrsta sjúkdómseinkenni gert vart við sig. Frá engu þessara barna hefir stafað hin minnsta smithæta og því aldrei verið um ne;na berkla hættu að ræða í samband; við skólaveru né dvöl barna á leik- skólanum. Smitanir sem þær, er að ofan greinir geta komið fyrir hversu öflugar sem berklavarnir eru. Ráðin til úrbóta er að rekja sem allra nákvæmast feril smitber- ans og rannsaka það fólk sem smitberinn hefir verið í snert- ingu við og fylgjast nákvæm- lega með því næstu mánuði eft- ir að smitberinn hefir verið tek- inn úr umferð, svo ekki verði um nýjar nýsmitanir að ræða. Þetta hefir verið gert hér með góðu samstarfi lækna og al- mennings við Heilsuverndar- stöðina, enda er nú orðið svo langt síðan aðalsmitberinn náð- ist úr umferð að ástæða er til að ætla að tekist hafi að ná fyrir þennan berklafaraldur, enda þótt að sjálfsögðu sé ekki alveg útilokað að einhver ný tilfeili eigi eftir að koma. Eyjafirði Kristnes- í sumar héraðslækni Ýmsir hafa spurt um hvort ekki hafi verið ástæga til að framkvæma allsherjar berkla- skoðun í sambandi við þennan berklafaraldur, en það tel ég alls ekki hafa verið tímabært að svo stöddu, þar eð svo stutt er um liðið frá því náðist til aðalsmitberans að óvíst er að sjúkdómseinkenni séu komin fram ennþá hjá öllum sem smit- ast hafa. Náist í sjúkling með berkla á byrjunarstigi, tekst í langflest- um tilfellum að lækna hann að fullu á nokkrum mánuðum, með þeim berklalyfjum sem nú eru fyrir hendi og sjúkdómurinn því ekki svo alvarlegur lengur, sem áður var. Samt er hér um svo alvarlegan sjúkdóm að ræða að sjálfsagt er að teka hann föst um tökum og fólk því alvarlega árninnt um að snúa sér til lækn- is síns eða Heilsuvernadarstöðv- arinnar, ef nokkur grunur get- ur verið um sambandi við berkla sjúklinga. Önnur blöð vinsamlega beðin að birta þessa greinargerð. Jóhann Þorkelsson. Ufvarpsgjald innheimt sem neisknttur? NOKKRUM sinnum hefur komið til tals, að gjaldið fyrir útvarpsnotkun yrði innheimt um leið og opinber gjöld. Nú hefur þetta mál verið tekið til nýrrar cndurskoðun- ar og athugunar og er jafnvel búizt við, að endanlega verði frá málinu gengið á næstunni. Verði af breytingunni mun hætt að innheimta afnotagjöld útvarpsins. í stað þess verður útvarpsgjaldið innheimt sem nefskattur, þ.e. að allir innan greiða hinn nýja útvarpsskatt. ákveðinna aldursflokka, t.d. 16 ára til 70 ára, verða að greiða hinn nýja útvarpsskatt. Gjöf þökkuð BLÓÐBANKANUM hefur borizt peningagjöf til minningar um frú Soffíu Sch. Thorsteinsson frá bekkjarsystkinum hennar úr Menntaskólanum í Reykjavík, að upphæð kr. 15.000,00, er varið verði til tækjakaupa fyrir stofn unina. Með þakklæti móttekið fyrir hönd Blóðbankans. Valtýr Bjarnason, lækniir. [ /* NA /5 hnúitr I y SV 50 hr.útv ¥ Snjókoma • /Vlí 7 wvr 7 Skúrír S Þrumur KuUmtkil H Hm$ 1 W/trmHVLy Hitnk* L i=íl f Á hádegi í gær var mild SA- var ennþá mökikiuð frost og í átt frá Frakblandi um Bret- léttsikýjað. Á Norðurlöndum /■ landseyjar upp að suður- og allt suður til Belgíu var strönd íslands. Á Norðurlandi vægt frost og bjart.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.