Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 19
*' FimmtuðagUT 16. jan. 1964
MORGUNRl AOIÐ
19
10T<
4<ý<
Gylfi Þ. Gíslason ■ Noregi:
ó tollur á ísl. fiski, en
fo á norskum í Brellandi
Launahækkanir munu leysa nÝjcrr
verðhækkanir úr læðingi
Osló, 15. jan. (NTB)
DR. GYLFI Þ. GÍSLASON,
mennta- og viðskiptamálará3-
herra íslands kom í dag til Osló
hina norsku. Sambúð fslendinga
við hið fámenna bandaríska lið
í Keflawk er einnig ágætt, en
ber ekki í sér neina hættu á
í tíu daga Noregsheimsókn ásamt því að íslenzkt þjóðfélag „ameri-
konu sinni.
Gylfi Þ. Gíslason er boðinn
af Norsk-Islandsk Samband og
Foreningen Norden, og á meðan
heimsókn hans stendur mun
ihann flytja fyrirlestra við Osló-
Iháskóla og verzlunarháskólann
í Bergen, opna fyrstu íslenzku
bókasýningu sögunnar í Noregi,
eiea viðræðufundi með norskum
ráðherrum um mál efst á baugi,
halda opinberan fyrirlestur um
ísland, Noreg op Norðurlönd i
Osló, og kynna sér norsk menn-
ingar- og háskólamál.
A blaðamannafundi í hinni srvo
nefndu íslandsstofu í stúd-
entabænum í Sogni ræddi Gylfi
Þ. Gíslason margvísleg efna-
hags- og menninigarvandamál.
Hann undirstrikaði ákveðið að
Íslendingar legðu mikla áherzlu
á að vera áfram norræn þjóg í
eérhverju ti-lliti, og þá ekki sízt
í hinu menningarlega, og að þeir
fvndu til náins skyldleika við
Noreg og Norðmenn. Sem ráð-
herra vildi hann segja það, að
hann hefði ekki haft svo náið
og o’ott samstarf í mörg ár við
nokkra erlend,a ráðherra sem
kaniserist
Viðskiptamálaráðherrann sagði,
að hinar sérstöku aðstæður á ís-
landi sköpuðu sérstaka efnahags-
örðugleika, sem þó hefði tekizt
að yfirstíga að nokkru. Óhagstæð
ur greiðslujöfnuður hefði verið
réttur við, og nú væri fyrir hendi
gjaldeyrisforði, sem nægði til 3—
4 mánaða innflutnings. Þetta er
ágætt, en áframhaldandi verð-
bólguþróun getur stofnað gjald-
eyrisforðanum í hættu. Mikil-
vægasta viðfangsefni ríkisstjórn-
arinmr er því að vinna bug á
verðbólgunni og skapa aukið
— Hópferðir
Framh. af bls. 10
Sigurðsson, fulltrúi Flugfélags ís
lands London, hinn ötuli ferða-
málamaður, en Glur kom til ís-
lands m.a. fyrir tilstilli hans.
Jakob Glur hefur undanfarin
16 ár séð um hópferðir til Norð-
urlanda, þar sem hann þekkir
mjög vel til, og er hann talinn
duímesti sölumaður varðandi
ferðir á Norðurslóðir, sem völ er
á Evrópu. Á fyrsta ári Norðu-
landaferðanna til Lapplands og
vðar fyrir 16 árum, fóru þang-
að 666 manns en á sl. ári 2.200.
Hefur Glur nú áhuga á því að
bæta Islandi við á listann yfir
sumarferðirnar, en á veturna
skipuleggur hann ferðir til sól-
arlandsins Marokko í Afríku.
Jakob Glur tjáði fréttamanni
Mbl. að hann væri viss urn að
þessar íslandsferðir myndu
ganga vel. Sér hefði verið sagt
fyrir 16 árum, að það vaeri óðs
manns æði að reyna að skipu-
leggja ferðir á norðurslóðir, en
reynslan hefði sannarlega orðið
önnur.
Upphaf máls þessa var það að
Jóhann Sigurðsson fór til Sviss
í vetuir og hitti Glur að máli.
Skömmu eftir jól var síðan ís-
landi bætt á þann lista, sem Ku-
oni-ferðaskrifstofan prentar í
dreifiblaði sínu, og leið ekki á
löngu þar til yfir 80 fyrirspurn
ir um íslandsferðirnar höfðu bor
izt.
Glur hyggst nú eyða sem svar-
er 100 þúsund krónum í bækling
og auglýsingar fyrir ferðir þess
ar, og er hinn vonbezti um ár
angur, eins og fyrr greinir.
Ráðgert er að ferðirnar veðri
farnar í júní, júlí og ágúst, og
verði alls sjö talsins. Koma hóp-
arnir með Flugfélagi íslands, en
fara síðan í hringferð með Esju.
Þá verður farið með hópana í
kynnis- og skemmtiferðir í ná-
grenni Reykjavíkur, m.a. til Þing
valla, Gullfoss og Geysis. Loks
er ráðgert, að falli hentug ferð
til Grænlands, verði þessu fólki
gefinn kostur á því að hregða
sér þangað.
Jakob Glur hélt heimleiðis
•unnudag.
— Reykingar
Framh. af bls. 1
skaðsemi sígarettureykinga
og í öðru lagi auknar rann-
sóknir á því hvernig unnt sé
að draga úr skaðseminni.
Rannsóknirnar verða aðal-
lega að miða að tvennu, segir
dr. Wynder:
1. Að einangra þau efni
reyksins („cliatoxic agents")
sem eyðileggja hárin (cilia),
er þekja lungun að innan.
2. Að draga úr þeim efnum
reyksins, sem valdið geta bólg
um. Varðandi fyrra atriðið
segir dr. Wynder að tilraunir
á dýrum bendi til að sérstakar
síur geti dregið úr „cliatoxic"
efnum reyksins. En varðandi
bólguvaldandi efnin sagði
hann að ef til vill væri unnt
að eyða þeim með betri
brennslu lífrænna efna í sígar
ettum.
Dr. Wynder hafði ýmis góð
ráð að gefa reykingarmönn-
um, og eru aðalatriðin þessi:
1. Ekki anda að sér reyknum
(reykja „ofan í sig“)..Að
þessu leyti standa pípu- og
vindlareykingarmenn betur
að vígi, því færri „reykja
ofan í sig“ úr pípum eða
vindlum.
2. Þeir, sem reykja sígarettur,
ættu að forðast að reykja
þær upp til agna. í stubbn-
um safnast saman megnið
af tjörunni og öðrum skað-
legum efnum.
3. Síur (filters) eru til bóta
Veljið sígarettutegund með
góðum síum.
Skýrsla bandarísku vísinda-
mannanna hefur leitt til þess
að heilbrigðisyfirvöld víða
um heim hafa gripið til varúð
arráðstafana. Frá Bonn er sím
að að vestur-þýzku yfirvöldin
hyggist hefja aðvörunarher-
ferð, sem aðallega verði beint
til unglinga. Verður þeim
skýrt frá hættunni, er stafar
af sígarettureykingum, m.a
með kvikmyndum, bæklingum
og fyrirlestrum. í Kaupmanna
höfn var tilkynnt að danska
útvarpið sendi út sérstaka dag
skrá í kvöld. Er þar til dæmis
dáleiðsluþáttur, sem á að
venja þá er reykja meira en
30 sígarettur á dag af reyking-
um. f Belgíu hefur heilbrigðis
yfirvöldunum borizt fjöldi til-
lagna, sem miða að því að
draga úr reykingum. Er m.a
lagt til að reykingar verði
bannaðar í skólum og á opin
berum stöðum, allar sígarettu-
auglýsingar verði bannaðar og
tollur af sígarettum hækkað-
ur.
jafnvægi, en þetta er mjög erfitt
sökum þess að verð einstakra
vöruflokka og einstakir launa-
flokkar eru bundin verðlagi og
þróun launa með vísitölu. Sú 15%
launahækkun, sem veitt var að
loknu allsherjarverkfallinu fyrir
jól, mun því leysa úr læðingi
nýjar verðhækkanir.
Á grundvelli undirbúningsat-
hugana, sem nokkrir norskir hag-
fræðingar hafa gert, hefur verið
gerð heildaráætlun um efnahags-
þróun íslands til langs tíma. —
Eitt helzta viðfangsefni ríkis
stjórnarinnar er að vinna sam
kvæmt þessari áætlun, sagði
Gylfi Þ. Gíslason. Hann benti á
að ríkisstjórnin, samsteypustjórn
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins, væri hin fyrsta, sem
setið hefði við völd heilt kjör-
tímabil síðan þingræði hófst, og
að hún hefði við kosningarnar sl.
sumar fengið umboð kjósenda til
þess að halda áfram starfi sínu
Viðskiptamálaráðherra vildi
ekki ræða fiskveiðiráðstefnuna í
London, en lét þess getið að
hann hefði aldrei haft þá trú
að hún mundi leiða til meiri
háttar raunhæfra niðurstaðna. Að
spurður upplýsti hann að ísland
væri nú farið að finna til óþægi
legra áhrifa vegna hins ytra
tolls markaðsbandalaga Evrópu
á fiski og fiskafurðum. Vegna
þessa mun ísland taka virkan
þátt í samningum um almennar
tollalækkanir i hinni svonefndu
Kennedy-áætlun, einkum að því
er varðar fisk. Efnahagsbanda-
lag Evrópu hefur lagt 18% toll
á frosin fiskflök og 15% toll á
saltfisk. í reyndinni útilokar
þetta að lönd utan bandalagsins
geti keppt við framleiðendur
innan þess. Fríverzlunarsvæðið
(EBTA) hefur einnig komið
íslandi i óhagstæða aðstöðu.
brezkum markaði er íslenzkum
fiski íþyngt með 10% tolli en af
tilsvarandi norskri framleiðslu
greiðist aðeins 4% tollur.
Fyrir hádegi á fimmtudag mun
dr. Gylfi Þ. Gíslason flytja fyrir-
lestur sinn um verðbólguvanda
mál fslands í þjóðfélagsfræði
deildinni og sitja kvöldverðarboð
ríkisstjórnarinnar í ráðherrabú
staðnum. Á föstudag mun hann
heimsækja Muneh-safnið, snæða
hádegisverð í boði ríkisstjórnar
innar og um kvöldið talar hann
á fundi í hinum gamla hátíðasal
háskólans. Hann fer til Bergen
á miðvikudagsmorgun, og held
ur heimleiðis á föstudag.
Eyjabátur
landhelgi
KL. 11:27 á þriðjudagsmorg
un stóð Sif, flugvél Land-
helgisgæzlunnar, bátinn Haf-
örn VE 23 að ólöglegum tog-
veiðum út af Vík í Mýrdal.
Var báturinn um 8,6 milur
innan 12 mílna markanna
sarokvæmt mælingum flugvél
arinnar. Á þassum slóðum
mega togbátar veiða allt að
fjögurra mílna mörkunum.
Mál þetta verður tekið fyr-
ir í Sákadómi Reykjavikur,
ög síðan sent bæjarfógetanum
í Vestmannaeyjum til fram-
haldsrannsóknar og dóms.
Sígarettum
stolið
í FYRRINÓTT var brotist inn
í Ásbúð í Selási. Komst þjófur-
inn um glugga og hafði á brott
með sér 7 lengjur (karton) af
sígarettum Og notaða rafmagns-
rakvél, sem eigandinn geymdi í
verzluninm.
Vegir sem að
sumarlagi
ÞÚFUM, N-ís., 15. jan. — Hér er
nú hin bezta vetrartíð. Undan-
farna daga hefur verið algjörlega
snjólaust í byggð og vegir eins og
að sumarlagi. Þótt mikið rok
gengi hér yfir dagana 9. og 10.
janúar varð ekki tjón af þeim
sökum. — Héraðsskólinn í Reykja
nesi tók til starfa 4. janúar og er
fullsetinn að vanda. Þar eru nú
um 90 nemendur í gagnfræða-
deild og héraðsskóla, og verður
að vísa mörgum frá árlega. — PP.
Hæstu vinningar
Happdrættis H.I.
SÍÐAN aukaflokki var bætt við
Happdrætti Háskóla íslands um
áramótin hefur söluaukningin úti
á landi orðið 50—200% miðað við
það sem var í fyrra og í Reykja-
vík og nágrenni er söluaukningin
um 100%. Þannig virðist sölu-
hlutfallið ætla að verða svipað og
var, eða 90—95%. í gær var dreg-
ið í Happdrætti háskólans og voru
vinningar samtals 1400 að fjár-
hæð 3,7 millj. króna, þar á meðal
tveir hálfrar milljón kr .vinning-
ar. —
f gær var dregið í 1. flokki
Happdrættis Háskóla íslands. Að
þessu sinni voru vinningarnir
1,400, að fjárhæð 3,400,000 kr.
Hæstu vinningarnir tveir, hvor
á hálfa milljón króna, komu á
heilmiða númer 39837, sem báðir
voru seldir í umboði Frímanns
Frímannssonar, Hafnarhúsinu,
Reykjavík.
100,000 króna vinningarnir
tveir komu á hálfmiða númer
23447. Tveir hálfmiðar voru seld-
ir á Stokkseyri og hinir tveir á
Eyrarbakka.
10,000 krónur: 1945 2633 9893
10173 14419 15271 30969 34696
34906 39836 39838 42911 43554
45204 45484 50957 52221 53132
(Birt án ábyrgðar)
Jakarta, Indónesíu 15. jan.
(AP)
Harður jarðskjálfi varð á
suðurhluta Celebes-eyja í
irorgun. Að minnsta kosti
sjö manns fórust og 500 hús
hrundu í bænum Pinrang.
Rangoon, 15. jan. (AP)
Um 30 Indverjar, karlar,
konur og börn, drukknuöu í
á einní við bæinn Nyaugle-
bin í dag. Var fólk þetta á
pramma úti á fljótinu þar
sem uppskeruhátíð fór fram
Um 100 manns voru á pramm
anun’., 0g féllu 40 þeirra í ána.
10 tókst að synda í land.
Flugsýn hyggst kaupa
2ja hreyfla flugvél
— til áætlunarflugs til Norðfjarðar
FYRIR skömmu samþykkti bæj- ið ákveðið um ferðafjölda til
arstjórn Neskaupstaðar að ganga
í bakábyrgð fyrir 800 þúsund
kr. láni sem flugfélagið Flugsýn
hyggst taka til kaupa á flugvél,
sem félagið hyggst síðan halda
uppi áætlunarflug með til Norð-
fjarðar, en þar hefur nú verið
gerður flugvöllur.
Mbl. fékk þær upplýsingar hjá
Flugsýn í gær, að málið væri enn
á byrjunarstigi. Ekki hefði endan
leg ákvörðun verið tekin um
flugvélarkaup, en félagið hefði
augastað á vél af gerðinni Beeoh-
craft C-45, en það er tveggja
hreyfla vél, sem getur flutt 8—10
farþega eftir atvikum. Kaupverð
slíkrar vélar er um eða yfir lVz
miljón króna.
Mbl. fékk þær upplýsingar hjá
Flugsýn að ekkert hefði enn ver-
Norðfjarðar eða hvort flogið
yrði til annarra Austfjarða. Yrði
slíkt að verða samkomulag, sem
byggðist á fenginni reynslu eftir
að flogið hefði verið skamman
tíma til reynslu.
— EUibaárnar
Framh. af bls. 20
„Það virðist auðsætt af reynslu
síðustu ára, að laxinn gengur
tæplega, svo nokkru nemi, upp
fyrir Skötufoss, ef vatnsmagn
ánna er eins lítið og það hefur
verið þessi ár. Má því búast við,
að efsti hluti ánna verði fram-
vegis veiðileysa, nema þá í mikl
um rigningasumrum. Það kemur
þvi vissulega til greina, eins og
stungið hefur verið upp á, að
taka upp aftur gömlu aðferðina
og flytja nokkurt magn af laxi
upp fyrir Hraun, eins og gert
var, meðan hann komst ekki
upp fyrir Rafstöð af sjálfsdáð-
um. Það er ekki mikið unnið
við að fá rennsli ánna frjálst, ef
afleiðingin verður sú, að svo til
ekkert veiðist frammi í dalnum.
Þar er að ýmsu leyti skemmtileg
ast að veiða, og sá hluti ánna
má heita samfellt veiðisvæði,
þegar lax er genginn þangað
upp. Og væri með einhverjum
ráðum hægt að greiða fyrir för
hans þangað, kæmi órangurinn
af frjálsa rennslinu fyrst í ljós,
því þá yrðu Elliðaárnar að kalla
samfellt veiðisvæði frá sjó og upp
í Höfuðhyl. Við það hlyti veiðin
að aukast, því að laxgengd í árn
ar er svo mikil, enn sem komið
er, að þær þola að miklu meira
sé veitt úr þeim en tök eru á
við núverandi aðstæður“.
Hægt að fjölga stöngum?
Síðar í sömu grein segir:
„Ef ráð fyndust til að auð-
velda laxagöngunum að dreifa
sér um veiðisvæðið fljótlega eft
ir að þær koma upp í árnar,
mætti ef til vill fjölga þar stöng
um án þess að skerða veiðimögu
leikana frá því sem nú er. Öll
þróun málanna virðist stefna í
þá átt að fjölga þurfi stöngum og
að sá timi sé liðinn, að hægt sé
að moka upp á eina stöng 20—30
löxum eða meira á dag, enda var
slíkt óhóf, jafnvel þótt það kæmi
ekki fyrir nema í fá skipti á
hverju sumri“. .
t,
Útför mannsins míns
JÓSEFS BJÖRNSSONAR,
Svarfhóli,
fer fram frá Stafholtskirkju, laugardaginn 18. þ.m.
kl. 14. — Bílferð verður frá BSÍ um morguninn kl. 8,30.
Jóhanna Magnúsdóttir.