Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. jan. 1964 GAVIN HQLT: 32 IZKUSÝNING — Ertu viss um, að þetta geti hafi verið tilviijun? — Já, alveg viss. Ökumaður- inn vissi vel, hvað hann var að gera og það var ekkert að bíln um. Þú hefðir átt að sjá, hvernig hann kom honum fyrir hornið. — Gaztu séð hann greinilega? — Nei, ég hafði ekki hugsun á að aðgæta hann vel. — En þú hefur þó séð bílinn. Hvernig leit hann út? Hún hikaði. Allt í einu datt mér í hug langi, svarti bíllinn, sem Clibaud var í og hafði ekið úr Dallysstræti og fyrir þetta sama horn. Þetta var eitthvað einkennileg tilfinning, en ég stillti mig áður en ég nefndi hana á nafn, eða sleppti mér út í frek- ari heilabrot. Clibaud hafði far- ið heim löngu áður en Sally fór úr búðinni. — Hvernig leit bíllinn út? nauðaði ég. — Það var stór, grá drossía, svaraði hún, og það var eins og hún svaraði nauðug. — Þú hefur auðvitað verið of mikið utan við þig til að taka númerið? Hún hikaði aftur. — Það er bezt að segja þetta eins og það var. Þetta var bíllinn hans Benny. Ég gapti af undrun. — Hans Thelbys? spurði ég, enda þótt ég væri andartaki síðar undr- andi yfir að hafa orðið hissa á þessu. Hún sagði: — Lögreglan hlýt- ur að hafa verið að sleppa hon- um áður en ég fór. — Segðu mér nákvæmlega hvað gerðist eftir að ég fór. — Það var nú ekki neitt mik- ið. Einn lögreglumaðurinn kom inn með Schlussberg, og eftir stundarkorn var ég líka kölluð inn til þeirra. Ég var spurð nokkurra spurninga, en þar kom samt ekkert nýtt fram. Þá fór Schlussberg að kVarta yfir því, að hann hefði verið rifinn burt frá matnum og væri svangur, svo að þeir sögðu við hann, að hann gæti fengið sér eitthvað í gogginn og komið svo aftur. Og svo héldu þeir heldur ekki lengur í mig, en þessi vinur þinn frá Scotland Yard sagði, að ég yrði að vera til taks, ef þeir þyrftu að tala meira við mig. Hvar var Thelby meðan þessu fór fram? — Það veit ég ekki. Ég sá hann alls ekki. Hann hlýtur að hafa náð í bílinn sinn úr skúrn- um og svo beðið í blindgötunni þangað til hann sá mig fara út úr búðinni. flutt raftœkjaverzlun okkar að Laugavegi 172 Jfekla — Hvað er langt í þennan skúr? — Ekki meira en ein hús- lengd. Þetta er gamalt hesthús. — Er það opinber bílageymsla með viðgerðaverkstæði og til- heyrandi? — Nei, bara geymsla í einka- notum. Benny og Clibaud hafa hann í félagi. — Þér hefur ekki skjátlazt um bílinn? Það eru nú margir gráir bílar í gangi. — Nei, láttu mig þekkja hann, svaraði hún. — Svo oft hef ég ekið í honum. Hann hefur oft tekið mig upp og líka boðið mér í bíltúr með Lauru. Hann hefur alltaf verið svo almennilegur og. . . . Hún þagnaði snögglega. — Ég gæti alls ekki trúað því á hann. Til hvers ætti hann að fara að gera mér mein? — Kannske heldur hann, að þú vitir eitthvað um hann, sagði ég. — Þegar maður hefur snör- una um hálsinn, getur hann fund ið upp á flestu til að bjarga lífi sínu. Og hafi hann framið eitt morð, er hann ekki að súta ann- að til. Þú skilur, að hann á ekki nema einn háls og engan til vara. Hún sat nú upprétt á legu- bekknum, og var hætt að skjálfa. — Heldur lögreglan raunveru lega, að Benny hafi myrt Linu? — Heldur þú ekki, að hann hafi gert það? spurði ég á móti. — Ef þú ert að liggja á ein- hverju, sem þú veizt um málið, getur það orðið þér dýrt spaug. — Hvað áttu við? spurði hún með óuppgerðum undrunarsvip. Ég_ veit ekkert um málið. Ég horfði fast á hana. Ef til vill var hú.n eitthvað óstyrk enn, en mér fannst ég hafa beðið nógu lengi. — Kannski ertu hrædd við að segja nokkuð? sagði ég. — Mig langar til að hjálpa þér, ef ég get, en ég get ekki hjálpað þér neitt nema þú sért fullkomlega hreinskilin við mig. Hún varð ekki reið, en aðeins hrygg. — Ég hef sagt þér allt, sem ég veit, sagði hún. Ef ég hefði nokkrar upplýsingar að gefa, til hvers ætti ég þá að .ÍM. Jll// 'h/> •i'lv'*# Mir, 01/// >377/___ — Nú veit ég hvað það var, sem við gleymdum. Það var billinn. vera að liggja á þeim? — Því get ég ekki svarað, sagði ég. — Það hefur eitthvað skrítið verið á seyði í búðinni, og einn eða tveir af fólkinu kann að halda, að þú sért eitthvað fróð um það. Þér verður að skilj ast, að þú ert ekki í heppilegri aðstöðu. Þú kannt að hafa verið of trúgjörn, og hafa látið blekkj- ast. Þú getur hafa komið þér í annarskonar vandræði — eitt- hvað, sem er alveg óviðkomandi því, sem gerðist í dag, en þegar fólk á annað borð fer að leggja saman tvo og tvo, er aldrei að vita, hvaða útkomu það fær. — Um hvað ætlarðu nú að fara að ásaka mig? spurði hún. — Ég ætla ekki að fara að saka þig um neitt, sagði ég, — heldur bara vara þig við því, að ég hef heyrt hitt og þetta niðr- andi um þig. — Og trúir auðvitað öllu sam- an. Þú værir víst reiðubúinn að trúa um mig hvaða skömm, sem vera vildi? Mér líkaði nú ekki þessi beizkja hjá henni, en hinsvegar gat ég ekki hlíft henni héðan af. — Mér getur fundizt það ómerki legt, en öðrum getur fundizt það Nú fannst galdramanninum lífið leika við sig. Nú vissi hann hvernig hann átti að fara að því að sigrast a Jumbó, Spora og prófessor Mekki. Hann kveikti á blysi og lagði af stað mður tröppurnar sem lágu niður í jörðina. „í>að er óratími síðan ég hef kom- ið hingað“, tautaði hann. „Mér þætti gaman að vita hvort ég yfirhöfuð get komizt inn héma lengur.... Nei, hér er alveg lokað fyrir ... Hvað á ég nú að taka til bragðs? Hann henti frá sér blysinu, greip járnkarl og losaði stein úr vegghleðsl u.nni. „Skelfing er langt síðan ég hef nokkuð tekið til hendinni“ stundi hann. „Ég er kófsveittur“. „En nú er þetta loks að gefa sig“. KALLI KUREKI ->f' ->f' ->f — Teiknari; FRED HARMAN féoeAV Houe, the OLD-T/MeíL TZACKS H'S , STAMPBDED &UIIIÍO---Í I SUEE HOPE SHE SOT AWAY EEOM THAT LIOW' 11L MEVEE HAVE AWOTHEE , BUREO AS G-EWTLE AM’ WILLIN' AS HEB/ , THIS IS HOPELESS/ SHf’LL KUMTILL SHE PEOPS/ X LL NEV/ER OATCH HER EVEW IF TH’LIOW DIDW’T <S-£T HER? ALL SHE LEFT ME IS MY PISTOL, MY KWIFE AW’TEN DOLLARS.-'AN’ I CAN'T DEINKTHEM.' £0TTA GET T’ THAT WATER HOLE, OR IM COOKED, AM’t MEAM COOKED'_____________^ 1 heilan klukkutíma rekur Gamli plóð ösnunnar sinnar, sem fældist fiallaljónið. Ég vona bara að hún hafi komizt undan ljónsskömminni. Það er ég \iss um, að ég eignast aldrei eins ljúf- an og þýðan grip og hana. Nei, þetta er vonlaust, hún hleyp- ur sér til bana. Ég næ henni aldrei, þó svo Ijónið hafi ekki náð henni. Cg allt sem hún hefur skilið mér ettir er byssan mín, hnífurinn, og tíu dalir í peningum... og ekki get ég drukkið það. Eg verð að komast xil vatnsbólsins þess ama eða verða steiktur lifandi... og ég meina steikt ur: skammarlegt. En hvernig, sem það er, verð ég að heyra sann- leikann. Ég þarf ekki að taka það bókstaflega þó ég heyri, að þú hafir verið að kúga hann Cli- baud. Henni brá, en hún harkaði af sér. Nú fer ég að skilja, sagði hún og röddin var ísköld. — Af því að ég heimtaði peninga af Clibaud og hafði í hótunum við hann — eða var það ekki þannig? Ég get legið á upplýs- ingum, til þess að fá þagnar- greiðslu frá morðingja! Þú hlýt- ur að hafa fallegar hugmyndir um mig! Og ég hélt, að þú værir almennilegur maður! — Þurfum við nú að fara aftur út í þá sálma? sagði ég og reyndi að stilla mig. — Ég er ekki með neinar ásakanir, held- ur aðeins að fara fram á, að þú segir mér allan sannleikann. — Ég veit alveg, hvar þú hef- ur heyrt þetta umtal um fjár- kúgun. Hún stóð upp af legu- bekknum og stikaði yfir að bókaskápnum. — Það er þessi skepna, hún Gussie Ochs, bætti hún við í fyrirlitningartón og sneri sér að mér. — Eins og mér hafi nokkurntíma dottið í hug að fara að taka hann Clibaud frá henni! Eins og ég mundi nokkurntíma líta á hann! Það er ekki nema sfitt, að ég heimt- aði af honum peninga, og það ætla ég enn að gera. Hann fær engar gjafir frá mér. Maður verður að lifa, eða finnst þér það ekki? Ég deplaði augum og vissi ekki, hvað ég átti að segja. Hún sneri sér aftur að bókaskápnum og tók úr honum skjalatösku. — Úr því að þú ert í kjóla- faginu, geturðu kannski haft gaman af að skoða þetta? sagði hún. SHÍItvarpiö FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.00 „Á frívaktinni** sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 14.40 ,,Við, sem heima sitjum": Vig* dís Jónsdóttir talar um borð* hald. 15.00 Síðdegisútvarp. 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Berg þóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á blásturshljóðfærl. 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Skemmtiþáttur með ungu fólki Andrés Indriðason og Markús Örn Antonsson hafa stjórn með höndum). 21:00 Erindi: Katrín frá Alexandríu (Sigurveig Guðmundsdóttir). 21:20 Organtónleikar: Máni Sigurjóns. son leikur á orgel útvarpsins i Hamborg. a) Prelúdía og fúga í E-dúr eft- ir Ltibeck. b) Prelúdía og fúga í E-dúr eftir Ltibeck. c) Prelúdía og fúga í g-moll eftir Buxtehude. 21.40 Á vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: .Oli frá Skuld“ eft- ir Stefánsson; II. (Höfundur les), 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23.00 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson). 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.