Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.1964, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID 11 FimmtudaguT 16. jari. 1964 Björn Ólafsson: Svar til stjörnar Loftleiða ÉG HEF enga hvöt til að hefja blaðadeilur við stjórn Loftleiða út af grein minni um flugmálin í Morgunblaðinu 24. nóvember. Ég leitaðist við að skýra málin ádeilulaust, eins og ég tel að þau horfi við í dag, og benti á, að hætta gæti stafað af því fyrir flugmálin yfirleitt, ef félögin tæku upp harðsnúna samkeppni í fargjöldum á flugleiðum héðan til Evrópu. Mér var þó ljóst, að ekki mundu allir líta sömu aug- rim á þessi mál, enda hefir nú stjórn Lotfleiða sent frá sér svar í Morgunblaðinu 29. desember. En því miður er málið þar rætt á útjöðrunum, án þess að komið sé nærri kjarna þess, sem er hættan af innbyrðis samkeppni félaganna. f greininni gætir nokk urrar vanstillingar, enda er per- sónulegt hnútukast til mín sýni- lega talið sem góð rök. Greinin hefst með því, að bent er á með talsverðu oflæti, að óvíst sé um afstöðu Flugfélags- ins til þeirra tilmæla flugmála- ráðherra, að flugfélögin tilnefni menn í nefnd, er athugi mögu- leika á samstarfi þeirra. Ekki veit ég hvaðan stjórn Loftleiða hefir þessar upplýsingar. En rétt- ar eru þær ekki. Flugfélagið til- kynnti ráðuneytinu 30. nóvem- ber, að það hafi tilnefnt menn í nefndina. Fargjöld og flugvélategundir Uppistaðan í grein Loftleiða er sú, að fargjöld verði að miða við flugvélategundir, svo að smáu félögin með eldri og hæg- gengari flugvélar geti flogið á lægri fargjöldum en þoturnar yfir Atlantshaf og víðar. f grein minni er ekki minnzt á þetta atriði og mér vitanlega hefir aldrei verið um það deilt hér á landi. Ég teldi mjög eðli- legt, að sú meginregla væri upp tekin, að ákveðið væri skynsam- legt hlutfall milli fargjalda mis- munandi flugvélategunda. Hitt er svo annað mál, að það er ekki þetta atriði, sem deilan stendur um milli íslenzku flugfé- laganna, heldur tilraun Loftleiða til að lækka fargjöld héðan til Mið-Evrópu um allt að 50% nið- ur fyrir það sem Flugfélagið hef- ur aðstöðu til að bjóða á sama tíma. Stjórn Loftleiða bendir á það, hvað eftir annað, að loftferða- samningar við Norðurlöndin veiti félaginu rétt til lægri far- gjalda miðað við flugvélagerð. En segir að „ofsóknir" IATA hindri þá framkvæmd. Umræddir milliríkjasamningar heimila að vísu nokkrar undan- þágur, en þeir tryggja ekki fram kvæmd þeirra. Sú framkvæmd er algerlega undir því komin, að önnur flugfélög á sömu leiðum séu samhuga um slíkt fyrirkomu- lag. Loftleiðir hafa undanfarin ár ílogið á lægri fargjöldum yfir Atlantshaf en önnur félög. Að því leyti má segja, að félagið hafi notið milliríkjasamning- anna. En önnur félög hafa að sjálfsögðu sama rétt og einnig þann rétt að lækka þotufargjöld- in, ef þau telja sér það hag- kvæmt, eins og nú er komið á daginn. Þetta sýnir, að sá „rétt- tir“, sem loftferðasamningarnir heimila, vegna mismunandi flug- vélategunda, er ekki mikils virði. Þegar til kastanna kemur verð- ur niðurstaðan sú, að enginn einn aðili er fær um að tryggja ákveð- ið hlutfall I fargjöldum mismun- andi flugvélagerða — nema ef til vill IATA. Þau samtök eru einu samtökin í heiminum, sem slíkt gætu gert. En vandinn fyrir skrúfuvél- arnar væri samt ekki leystur til frambúðar. Þoturnar miklu ódýrari í rekstri miðað við sætis-kílómetera en skrúfuvélarn ar. Að því hlýtur að draga, að þotufargjöldin lækki svo mikið á næstu árum, að hinar eldri hægfara flugvélar geti ekki flog- ið íyrir sömu fargjöld hvað þá lægri. Því til sönnunar má geta þess, að Pan American flugfé- lagið hefir óskað að mega lækka fluggjöld yfir Atlantshaf um 40%, en ekki fengið því fram- gengt. í sambandi við þau tíðindi sem nú berast frá IATA er það næsta broslegt, að því skuli haldið fram, eins og sumir hafa gert hér undanfarið af talsverðum taugaæsingi, að fargjaldalækkun- in yfir Atlantshaf sé bein ofsókn á hendur Loftleiðum, sem hefir aðeins 2% af flutningunum á þessari leið. Af þeim 18 stóru félögum, sem halda uppi ferðum yfir tAlantshaf mun SAS vera eina félagið, sem taldi sér stafa hætta af samkeppni Loftleiða. Hin félögin töldu málið litlu varða, eins og rétt var. •Sum hinna stóru félaga hafa undanfarið haldið því fram, að með lægri fargjöldum væri hægt að stórauka farþegatöluna og bæta þannig afkomu þotanna að miklum mun. Fargjaldalækkun sú, sem gengur í gildi 1. apríl, er árangurinn af því, að þessi skoðun hefir náð yfirhöndinni. Bókað stendur í fyrri grein minni skýrði ég frá bókun flugráðs 29. ágúst 1962, varðandi umsókn Loftleiða um lækkuð faxgjöld. í þessari bókun segir fiugráð „að umrædd fargjaldalækkun mundi brjóta algerlega í bága við marg yfir- lýsta stefnu íslenzkra flugyfir- valda um, að gilda skuli IATA- fargjöld milli íslands og annara Evrópulanda, en einmitt vegna þessarar stefnu hefir tekizt að gera loftferðasamninga við hin Evrópulöndin um flug íslenzkra flugfélaga til þessara landa.“ Varla mun flugráð hafa gert þessa bókun, ef ekki væri rétt frá skýrt. Ég hygg, að formanni flugráðs, sem átt hefir drjúgan þátt í loftferðasamningunum við Evrópulöndin, sé ljósari en flest- um öðrum þeir erfiðleikar, sem verið hafa við þessar samninga- gerðir. Það er ekki alveg að ástæðulausu að í V. gr. Norður- landasamninganna stendur, að við ákvörðun fargjalda skuli taka tillit til samþykkta IATA. Án þessa ákvæðis hefðu að lík- indum engir samningar tekizt. Um þetta segir Loftleiðir: „Rétt er það hjá Birni, að bókað er þetta, en flugráði ferst hér sem honum, að það gleymir V. gr. allra Norðurlandasamninganna.“ — „Sem sagt: Flugráð virðist ekki á þessu stigi málsins gera sér fulia grein fyrir um hvað flugmálastjórnin hefir áður sam- ið.“ Svo mörg eru þau orð. Lítið bólar á þakklætisvotti Loftleiða til flugmálastjórnarinnar fyrir þær mörgu og erfiðu samninga- stundir, sem fulltrúar hennar hafa orðið á sig að leggja, vegna hagsmuna Lotfleiða. Til skýringar má geta þess, að Loftleiðir hafa flogið og fljúga enn á IATA fargjöldum frá ís- landi til Bretlands og Norður- landa, enda mundi lendingarleyfi ekki fást í þessum löndum að öðrum kosti. Sýnir það meðal annars, að ákvæðið í V. gr. í samningunum er ekki alger markleysa, eins og Loftleiðir vill túlka það. Loftleiðir og IATA loftferðasamninga, vegna þess, að erlendis hefði verið litið svo á, að afstaða félagsins til IATA væri í samræmi við afstöðu ís- lenzkra flugyfirvalda. Loftleiðir naut góðs af þessari afstöðu vegna þess, að hún gerði auð- veldari samninga, sem stundum voru mjög erfiðir, vegna sérstöðu Loftleiða. Um þetta segir stjórn félagsins: „Algjör blekking er það einnig, að þátttaka Fllugfélags íslands h.f., í IATA hafi haft nokkur áhrif í þessu efni, aðra en þá, Björn Ólafsson að Flugfélagið leit lengi svo á, að það sem IATA félag mætti ekki eiga vinsamleg samskipti við Loftleiðir h.f.“ Og stjórnin heldur áfram: „Flugfélag íslands h.f., hefur aldrei beitt áhrifum sínum innan IATA Loftleiðum í vil og aldrei beitt þar neitun- arvaldi, þótt íslenzkir hagsmun- ir væru þar í húfi, beint eða óbeint.“ Sú ásökun, að Flugfélagið hafi aldrei beitt áhrifum sínum inn- an IATA, Loftleiðum í vil, og aldrei beitt áhrifum sínum inn- næsta furðuleg og sýnir að langt er seilst til þess að sverta Flug- félagið í augum almennings. Þessu er því til að svara, að Loftleiðir hafa aldrei óskað þess við Flugfélagið, að það beitti áhrifum sínum Loftleiðum í vil innan IATA, enda aldrei gert Flugfélaginu ljóst, hverjir væru hagsmunir Loftleiða á þessu sviði. Ef átt er við það, að Flugfélag- ið hafi ekki beitt neitunarvaldi til að hindra að SAS fengi að fljúga á sömu fargjöldum og Loftleiðir, þá verður varla tek- in alvarlega hin marg-endur- tekna yfirlýsing Loftleiða, að ekkert væri við það að athuga, þótt SAS eða önnur flugfélög hefðu sömu fargjaldataxta á sömu flugleiðum og með sömu eða svipuðum flugvélagerðum. Annars er rétt að geta þess, að innan IATA hefir þeirri reglu yfirleitt verið fylgt, að við breytingar á fargjaldatöxtum og reglum í því sambandi, hafa að- eins þau félög greitt atkvæði, sem halda uppi reglubundnum flug- ferðum á þeim leiðum, sem um er að ræða. Þótt Flugfélagið hafi ekki þurft á því að halda að beita neit- unarvaldi innan IATA, vegna ís- lenzkra hagsmuna, er það ein- mitt íslenzka þjóðin, sem notið hefur góðs af aðild félagsins að samtökunum. Það er vegna bar- áttu Flugfélagsins innan IATA, að fargjöld milli islands og ná- grannalandanna eru svo lág, sem raun ber vitni, og með þeim lægstu í Evrópu. Þá er það einnig verk Flug- félagsins að fá viðurkennd marg- háttuð sérfargjöld, sem gilda fyrir útlendinga, er ferðast vilja til fslands, en einmitt þessi sér- fargjöld hafa átt drjúgan þátt í aukningu ferðamannastraumsins til landsins á undanförnum ár- um. Einnig er það Flugfélagið, sem komið hefir á lágum sérfargjöld- um fyrir þá, sem ferðast í hóp- ferðum ferðaskrifanna til út- landa (,,IT-fargjöld“), sem marg- ir íslendingar hafa notið góðs af. Ráðuneytisbréfið Stjórn Loftleiða vitnar í ráðu- neytisbréf frá því í maí 1952, sem ég vakti athygli á í grein minni, þar sem varað er við far- gjaldastríði milli félaganna, og segir síðan orðrétt: „Þetta bréf sannar aðeins, að árið 1952 hefir flugmálastjórnin ekki skilið, að fargjaldataxtinn hlaut að miðast við misjafnar gerðir flugvéla, miðað við „hraða og þægindi“, svo sem ráð er fyr- ir gert í millilandasamningum.“ Hér er um furðulegan mis- skilning að ræða hjá stjórn Loft- leiða. Aðvörun ráðuneytisins 1952 átti við sama fyrirbæri og verið hefir á uppsiglingu undan- farið — samkeppni flugfélaganna á flugleiðum frá íslandi til Ev- rópu. Ráðuneytið varaði við inn- byrðis samkeppni félaganna. Um það var alls ekki að ræða á þeimf tíma, að fargjaldataxtinn miðað- ist við mismunandi gerðir flug- véla“. Bæði félögin höfðu svip- uðum flugvélakosti á að skipa um það leyti og samkeppni Loft- leiða við erlend félög á leiðinni yfir Atlantshaf gat ekki talizt til innbyrðis samkeppni milli fé- laganna, meðan bæði félögin héldu sömu töxtum fyrir farþega, sem ferðuðust milli íslands og Evrópu. Enda hefir þeirri reglu verið fylgt frá 1952 til 1963, að bæði félögin hefðu sömu taxta á þessum leiðum og hvorugu væri mismunað á kostnað hins. Hjá ráðuneytinu var um engan misskilning að ræða 1952. Hitt er svo annað mál, að að- staðan í alþjóða flugmálum hef- ur mikið breytzt síðan 1952, eftir að þoturnar komu til sögunnar. Samkeppni hinna stóru erlendu flugfélaga við íslenzku félögin er nú að verða mjög áberandi og getur valdið erfiðleikum fyrir ís- lenzkan flugrekstur. En það af- sakar á engan hátt, að íslenzku félögin kroppi augun hvort úr öðru með innbyrðis fargjalda- samkeppni. Það er bæði réttur og skylda ráðuneytisins að hindra slíka óheilla þróun. Samkeppni flugfélaganna Svo virðist af grein Loftleiða, að stjórn félagsins sé staðráðin í því að leiða hjá sér umræður um aðalatriði málsins, en það er hin fyrirhugaða harðsnúna samkeppni Loftleiða við Flugfé- lagið með umsókninni um allt að 50% lækkun á núverandi far- gjöldum til meginlands Evrópu. Varla verður þessi hlédrægni skýrð á annan hátt en þann, að Kaíró, 15. jan. (AP-NTB) FUNDUM var haldið áfram í Kaíró í dag á ráðstefnu leiðtoga 13 Arabaríkja, en ráðstefnan hófst í gær. Aðaltilgangur henn ar er að ná samkomulagi um sameiginlegar aðgerðir til að hindra það að ísraelsmenn veiti vatni úr ánni Jórdan inn á Neg- ev-eyðimörkina. Ekki er vitað um árangur á ráðstefnunni. Hún er haldin fyrir luktum dyrum, og engar tilkynningar gefnar út. Talið er þó að henni sé nú að ljúka, enda einn leiðtoganna, Hassan konungur Marokkó, þeg ar farinn heim. Ein ástæðan fyrir því að álitið er að ráðstefmunni sé að ljúka, er að nú hefst Ramadan — helg- stjórn Loftleiða telji málsstaðinn ekki þola ítarlegar umræður. Sökum þess að greinargerð Loft- leiða er gott dæmi um rökvana málafærslu, leyfi ég mér að taka orðrétt upp eftirfarandi: „Af hagkvæmisástæðum tengja Loftleiðir saman ferðir frá Skandinavíu og Luxemburg, þar sem ætla má og raun hefur sann- að, að samkeppni SAS hefur dregið nokkuð úr flutningum fé- lagsins til og frá Skandinavíu. Með þessu móti fæst betri sæta- nýting vestur yfir hafið, sem eru % leiðarinnar milli meginlanda Evrópu og Ameríku. — Flugfélag fslands h.f., flýgur aðeins til Kaupmannahafnar og London, ef miðað er við endastöðvar. Hvern-" ig í ósköpunum getur nokkrum manni dottið í hug, að flugfar til Luxembourg hafi veruleg áhrif á farþegaflutninga Flugfélags fs- lands h.f., til þessara stöðva? Stríðið er ímyndun ein, en af hálfu Loftleiða er hagkvæmni og almenn skynsemi látin sitja í fyr- irrúmi, öllum að meinalausu.“ Varla var hægt fyrir greinda og gegna menn, sem skipa stjórn Loftleiða að færa fram hlálegri rök til stuðnings kröfu sinni um 50% fargjaldalækkun, sem þeim var ljósar en flestum öðrum, að mundi reynast Flugfélaginu þung í skauti, ef leyfð yrði. Ef Loftleiðir hefðu ekki hugsað sér að ráðast á þá starfsemi Flug- félagsins, sem stendur undir öll- um rekstri þess, hefði félagið beint fargjaldalækkun sinni að- eins til farþega, sem ferðast milli Ameríku og Evrópu, til þess að styrkja aðstöðu sína á þeirri leið. í stað þess er lækkunin sérstak- lega auglýst fyrir Islendinga, sem vilja ferðast til meginlands Ev- rópu. Það sýnir í hvaða skyni lækkunin var ákveðin. Þó vekur meiri furðu fullyrð- ingin um, að 50% lækkun á far- gjaldi til Luxemborgar, sem mið- stöð ferðalaga um alla Evrópu, hafi engin áhrif á farþegaflutn- ing Flugfélagsins, þótt endastöðv ar félagsins séu London og Kaup mannahöfn. Auk þess að flytja farþega til þessara staða, hefir Flugfélagið undanfarin ár flutt fjölda manns, sem heldur áfram ferðinni til Mið- og Suður-Ev- rópu. Með 50% lækkun á far- gjöldum til Luxemborgar mundi Loftleiðir geta undirselt Flug- félagið til flestra staða í Evrópu. Þetta kallar stjórn Loftleiða að láta „almenna skynsemi sitja í fyrirrúmi, öllum að meinalausu." Ég hef nú svarað þeim atriðum í grein Loftleiða, sem ég tel nokkru máli skipta. Eins og ég tók fram í upphafi þessarar grein ’ar hef ég enga hvöt til að elda grátt silfur við stjórn Loftleiða í sambandi við flugmálin og er þessum skrifum lokið frá minni hálfu. Ég óska félaginu alls góðs og vona að því farnist vel. Aðalatriðið, sem ég hef gert að umtalsefni er afar einfalt. Það er, að flugfélögunum sé ekki mismunað í aðstöðu sinni til að flytja farþega milli íslands og Evrópu, og að hvorugu félaginu sé heimilað af flugyfirvöldunum að taka upp óeðlilega samkeppn- isaðstöðu gagnvart hinu. asti mánuður ársins í augum Múhamm edst r ú arman na - Haft er eftir áreiðanleguim heimildum að ákveðnar tillögur hafi verið lagðar fram á ráð- stefnunni um aðgerðir gegn ísra el, og geti þær aðgerðir hafizt etftir tvo mánuði. En ekki fylgir það fréttinni hverjar aðgerðirn- ar eru. í Jerúsalem ræddi Levi Esh- kol forsætisráðherra ísrael við fréttamenn. Varaði hann leið- toga Arabarikjanna við því að taka einhverjar þær ákvarðanir, sem gætu haft hættulegar af- leiðingar. „Við munum hrinda hverri tilraun til að hindra fram kvaamd áveitufyrirætlananna á Negev-eyðimörkinnL“ sagði ráð- herrann. Ég gat þess í fyrri grein minni, að þátttaka Flugfélagsins í IATA eru hefði að ýmsu leyti auðveldað Ráðstefnu Araba að Ijúka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.