Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 2
MOPruuni aÐIÐ i FSstudagur 17. jan. 1964 Nýr Akranesbátur með sérstakan skrúfuútbúnað Þrjár skrúfur til að snúa bátnum út á hlið og í hring NÝR íslenzkur Fiskibátur var sjósettur í Harstad í Noregi í gær, eign Haralds Böðvars- sonar & Co. á Akranesi. í frétta skeyti frá NTB fréttastofunni í Noregi segir að báturinn hafi sérstakan skrúfuútbúnað, þrjár skrúfur, og sé að því leyti ein- asta fiskiskip sinnar tegundar í heiminum. Mbl. spurði Sturlaug Böðvars- UM kl. hálf tíu í gærmorgun varð það slys á Njálsgötu skammt austan gatnamóta Barónsstígs, að ekið var á eldri mann, Þor- lák Guðmundsson, Njálsgötu 80, með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Slysið bar að, eftir því sem Þorlákur tjáði lögreglunni, er hann var að fara heiman frá sér í mjólkurbúð. Gekk hann yfir Njálsgötuna og kveðst haifa ver- ið að heita kominn yfir hana, aðeins átt eftir að stíga upp á son í gærkvöldi um þennan nýja bát, sem á að heita Höfrungur III. og verða undir skipstjórn Garðars Sturlaugar Finnssonar, hins mikla aflamanns, sem hefur verið með Höfrung II. Hann sagði að þetta væri 300 smálesta bát- ur og kvað það rétt vera að hann hefði þrjár skrúfur. Sá útbúnað- ur væri til þess að hægt væri gangstéttina, er slysið bar að. Bílstjórinn hefur borið, að hann hafi ekið á skaplegri ferð eftir götunni, en ekki orðið Þor- láiks var fyrr en um seinan var að forða slysi. Sneri Þor- lákur að bílnum er hann skall á honum. Þorlákur var fluttur í Slysa- varðstofuna en þaðan í sjúkra- hús Hvítabandsins. Hafði hann hlotið alvarleg innvortis meiðsli og var skorinn upp í gær. að sigla bátnum út á hlið og snúa honum í hring á mjög litlum bletti. Miðist útbúnaðurinn við að báturinn geti veitt í snurpu- nót í verra veðri en aðrir bátar, en í vondum veðrum vilja bát- arnir rífa illa í næturnar. Sturlaugur sagði, að svona út- búnaður væri til á stærri skipum, svo sem nýjum olíuskipum og einnig væru nokkrir fiskibátar í Portugal og í Perú a.m.k. út- búnir tveimur skrúfum. Aftur á móti vissi hann ekki um aðra fiskibáta með þremur skrúfum. Þetta væri útbúnaður, sem eig- endurnir gerðu sér vonir um að gæti komið að góðum notum hvað liðleika í erfiðum sjó snerti en tók fram að Þetta sé í raun- inni tilraun. Ein venjuleg skrúfa og tvær knúðar rafmagni í norska fréttaskeytinu er út- búnaðinum lýst þannig, að fyrir bletti. Miðist útbúnaðurinn við utan hina venjulegu skrúfu sé á bátnum önnur skrúfa í þver- göngum undir framskipinu, rúm um meter ofan við kjölinn og þriðju skrúfunni sé komið fyrir á sjálfu stýrinu. Tvær síðast- nefndu skrúfurnar séu knúðar með rafmagni og stuðli þessi útbúnaður að því að hægt sé að vera við veiðar í verri veðrum. Áætlað er að skipið kosti um tvær milljónir norskra króna eða um 12 millj. ísl. og á það að afhendast um mánaðamótin febrúar-marz. Bílslys á IMjálsgötu: Eldri maður slas- ast alvarlega \ANAIShnútor í y SH 50 fmúfsr X Snjókoma % V Skúrir 2 Þrumur Kuldaskil H Hmt fí&tsaVVLs' Hilsild L Las! EINS og kortið sýnir var 80 um á sunnanverðu íslandi og þrýstistiga munur á hæðinni SA-Grænlandi. Mikil hlýindi yfir Norðursjó og lægðinni S fylgdu þessum vindi, víða 8 af Grænlandi. Á beltinu milli stig, mest 10 á Sauðárkróki í þeirra var því mikill SA-loft- gærmórgun og leysir snjó úr straumur og víða rigning, eink fjöllum. Bálstjórar á sér- leyfisleiðum í verkfalli Stöðvast Suðurnesjaferðir? BÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ Frami og bifreiðastjórafélagið í Keflavík höfðu boðað verkfall bílstjóra á sérleyfisbílum i morgun ef samn ingar tækjust ekki milli deilu- aðila á fundi hjá sáttasemjara i nótt, en sá fundur stóð enn yfir er blaðið fór í prentun. Hafi komið til verkfalls i morg un, nær það til sérleyfisferða frá Reykjavík. Þó hagar þannig til að á mörgum leiðum aka eigend- ur sjálfir. Þannig er t.d. um flest ar leiðir í Borgarfjörð og austur um sýslur, þar sem einnig aka víða bílstjórar að austan, sem ekki eru í verkfalli. Munu þær ferðir því væntanlega halda á- fram. Verkfallið kemur þá fyrst og fremst niður á Suðurnesjaleið- unum og Hafnarfjarðarleiðinni, þar sem vafasamara er hvort eig endur geti ekið sjálfir og leyst þannig málið. Sama máli gegnir um Norðurleiðir, en forstjórinn mun hafa ætlað a.m.k. að aka áætlunarferðina norður í dag. * Vinnuveitendur setja verkbann á tré- smiði frá 25. jan. hafi samningar ekki tekizt — Zanzibar Framhald af 1. síðu. ljóst, að allmargir byltingar- manna hafi dvalizt í Kína og á Kúbu við nám og herþjálfun. John Okello hélt fund sinn með fréttamönnum í útvarps- stöðinni í Zanzibar, þar sem hann hefur haft aðsetur eftir að bylt- ingin var gerð. Hann gaf frétta- mönnum þær upplýsingar, að hann væri 27 ára, fæddur í Lira í Uganda. Um árabil kvaðst hann hafa stundað trésmíðar í Nairobi í Kenya og síðan gengið í lið með Mau Mau mönnum. Um hríð hefði hann verið við að túlka drauma Mau Mau-manna, en liðsforingjatign þeirra hefði hann hlotið 1955. Okello kvaðst enga herþjálfun hafa hlotið erlendis og neitaði afdráttarlaust að hafa verig í Kína eða á Kúbu. Hann hefði lagt á ráðin um byltinguna á Zanzibar með 14 stuðningsmönn um sínum. Þeir hefðu haft yfir að ráða 600 mönnum sem hlotið hefðu 14 daga þjálfun. Þegar þeir tóku útvarpsstöðina hefðu þeir ekki haft annað vopna en boga, örvar, hnífa og lunka. ■A- Ljúft afí hafa vald Okello kvaðst hafa komið til Zanzibar fyrir fimm árum og starfað sem framkvæmdastjóri Afró Shirasi flokksins á eynni Pemba. Hann kvaðst ekki ýkja kunnugur forystumönnum flokks ins -— sagði að þeir hefðu stutt sig við byltinguna sökum þess, að þeir gerðu sér ljóst, að hann hfifði til að bera óvenjulegt vald. Hann kvaðst hafa gengizt fyrir byltingunni sökum þess að hann óskaði Zanzibar frelsis og lýð- ræðislegs stjórnarfars. Jafn- framt viðurkenndi hann, að sér væri ljúft að sinna stjórnmálum og finna sig hafa vald. John Okello ræddi við frétta- menn á Zwahili-máli. Hann virt- ist skilja nokkuð í ensku, en ekki tala málið. f einu horni stofunnar, þar sem fundurmn var haldinn stóð uppi hinni nýji fáni Zanzibar, svartur, gulur og blár. Sagði Okello, svarta litinn tákn blökkumanna, hinn gula tákn auðs landsins og hirin bláa tákn sjávarins er umkringdi Zanzibar. Sagði Okello, að síðar yrði bætt á fánann mynd af erni. Rifflar lágu á skrifborði Okello og til beggja hliða stóðu vopn- aðir hermenn. ■A" „Erum vinir allra — nema ... Okello kvaðst fyrst um sinn mundu hafa á hendi embætti herráðsforimgja, en eftir væri að sjá hvernig til tækist um sam vinnu með sér og nýju stjórn- inni. Aðspurður hvort satt væri, að fimm hundruð manns hefðu fallið í byltingunni kvaðst Okello ekki geta um það sagt, en vel gæti verið að tala fallina væri um það bil. Varðandi stefnuna í framtíð- inni sagði Okello, að byltmgin á Zanzibar væri bylting afrískr- ar þjóðar, er vildi koma á fót lýðræðislegu stjórnarfari. „Við munum hvorki taka afstöðu með Vestri né Austri, en að öllum lík- indum verðum við áfram í brezka sambeldinu, því að við höfum haft góð skipti við aðildar ríki þess“. Hann sagði að nýja í KVÖLD kl. 20,30 flytur sendi- kennari Marylandháskóla, FranK Pavalko, fyrirlestur í Bogasal Þjóðminjasafnsins um leiklist vestan hafs. Þar stendur nú yfir bókasýning Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. • Fyrirlestrinum til skýring ar verður sýnd kvikmynd af leik í ritinu „Mary, Mary“, en það hef Vinnuveitendasamband íslands hefur samþykkt að banna öllum félagsmönnum sínum að taka fé- lagsmenn Trésmiðafélags Reykja vikur til hverskonar vinnu eða láta þá halda áfram að vinna frá og með 25. janúar nk. þar til samningar hafa tekizt milli Meist arafélags húsasmiða í Reykjavík stjórnin myndi engum heimila að eiga landsvæði á Zanzibar. Verzlun yrði hinsvegar óheft. Hann fullvissaði fréttamenn um, að föngum yrði ekki misþyrmt, sumir þeirra myndu fá frelsi, en fyrrverndi ráðherrar yrðu dregnir fyrir dómstól, er ákvarð- aði framtíð þeirra. Okello lauk máli sínu með því að segja. „Við erum vinir allra Evrópumannna og annarra útlendinga — það eru aðeins Múhameðstrúarmenn, vissir hóp ar Indverja og fólk af kyni Araba, sem okkur ekki líkar.“ f frétt frá Washington segir að lögð verði niður Zanzibar- stöðin, sem fylgzt hefur með ferðum mannaðra geimfara ur nú verið sýnt alls um 1500 sinnum á Broadway, við dæma- fáa aðsókn. • Leikritið er eftir Jean Kerr, sem gift er einum aðalleiklistar- gagnrýnanda bandaríska blaðs- ins „New York Herald Tribune“. Kvikmyndin er tekin á sýning um leiksins á Broadway, og með aðalhlutverk fara Eddie Reyn- olds og Barry Nelson. og Trésmiðafélags Reykjavíkur í yfirstandandi vinnudeilu. Gildir verkbannið frá 25. janúar á öll- um þeim stöðum sem félagsmenn Vinnuveitendasambands Islands hafa starfrækslu á, bæði í Reykja vík og utan Reykjavíkur. Kl. 21 í gærkvöldi hófst fundur sáttasemjara ríkisins með aðilum í vinnudeilu Meistarafélags húsa- smiða í Reykjavík og Trésmiða- félags Reykjavíkur, Málarameist- arafélags Reykjavíkur og Málara- félags Reykjavíkur, Múrarameist arafélags Reykjavíkur og Múrara félags Reykjavíkur og Félags pípulagningameistara og Sveina- félags pípulagningamanna. Stóðu fundir enn er blaðið fór í prentun og engar fréttir þaðan. Broadway-leikrit sýnt í Bogasal Bandaríkjamanna. Er haft eftir talsmanni NASA, Dr. Robert C. Seamans, að Banda- rikjastjóm hafi góðar vonir um að geta flutt öll nauð- synlegustu tæki sín frá Zanzi- bar. Starfsmenn eftrlitsstöðv- arinnar hafa þegar verið flutt ir brott. — Minning Framhald af 6. síðu. meira var um vert, að eiga hana að virrkonu, og mun sú kynmng seint fyrnast. Frú Arndís var heilsteypt kona, réttsýn og tilfinningasöm, þó ekki bæri hún tilfinningar sínar utan á sér, og svo var hún víðlesin, fróð og minnisgóð, að sjaldgæft mátti telja. það er sár harmur í huga mér, þegar svo ágæt kona sem Arn- dís var, er ekki lengur á meðal vor, og bið ég góðan Guð að varð veita hana á þeim leiðum sem hún nú leggur út á, eiginmanni hennar, sonum, tengdadætrum, á samt litlu barnabörnunum sem voru henni svo kær, og öllu skyld fólki, votta ég mína innilegustu hluttekningu. Eg vil að lokum votta henni virðingu og hjartans þakkir, mín ar og fjölskyldu minnar, fyrir alla tryggð og ástúð, á liðnum árum. í guðs friði. Sigríður Gisladóttir. — Seðlabankinn Framhald af 20. síðu. tékka, sem innlánsstofnanir í Reykjavík og nágrenni eignast. Er ákveðið, að þessi innheimta hefjist frá og með mánudeginum 20. þ. m., og munu þá allir slíkir tékkar ganga beint til Seðlabank- ans, og hann innheimta þá fyrir hönd innlausnarstofnunar með fullum innheimtulaunum. Standa vonir til, að slík samræmd inn- heimta í hendi hlutlauss aðila muni hafa veruleg áhrif til að sporna við misnotkun tékka. Innheimtan mun fyrst og fremst beinast gegn útgefanda tékka, en óumflýjanlegt er, að fullur réttur sé áskilinn gagnvart framseljendum. Jafnframt þessum innheimtu- aðgerðum mun allsherjaruppgjör verða látin fara fram við og við. Þess skal að lokum getið, að tilgangurinn með umræddum að- gerðum er að sjálfsögðu að sporna við misnotkun tékka og um leið að auka traust manna á þeim, svo að þeir geti gegnt því mikilvæga hlutverki, sem þeim er ætlað í viðskiptalífinu. Notkún tékka hefur aukizt gíf- urlega undanfarin ár. Má nefna sem dæmi, að samanlögð upphæð þeirra tékka, sem bankar og spari sjóðir skiptust á í ávísanaskiptum við Seðlabankann, námu árið 1958 um 7.6 milljörðum króna, en á síðasta ári 19.4 milljörðum kr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.