Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 16
MOHn IIN BLADID Fostudaffur 17. lan. 1964 w rnmnmum GAVIN H O L T: 33 ÉZKUSÝNING Hún opnaði töskuna og rétti mér hana. í henni var heilt safn af tízkuteikningum, sumar svart hvítar, aðrar í litum. Kkki veit ég hversu tízkulegar þær voru, en þær voru vel gerðar. — Þú manst ég sagði þér, að ég teiknaði dálítið, sagði Sally. — En nú skal ég fræða þig um Clibaud. Hann er ekki tízkuteikn ari fremur en þú. í París notaði hann listamenn til að hugsa fyr- ir sig, og kom svo fram með hugmyndirnar þeirra, eins og þær væru hans eigin. Ef þú vilt fræðast betur um þetta, skaltu spyrja hana Josette Lacoste. Hún segir, að það eina, sem hann hefur nokkurntíma fund- ið upp sjálfur hafi verið smá- skraut. Og hér í landinu hefur hann verið að koma með breyt- ingar af þessum Parísarkjólum, nema þegar hann hefur getað snapað eitthvað upp frá öðrum. Hún hallaði sér yfir mig og blaðaði í teikningunum þangað til hún fann það, sem hún leitaði að. — Líttu á þessa, sagði hú.n. — Kemur hún þér nokkuð kunnug- lega fyrir sjónir? — Ofurlítið, játaði ég. — Þetta er frumteikningin að kjólnum, sem ég var í í gær. — Áttu við, að þú hafir teikn- að hann sjálf? — Já. Þegar hann frétti, að ég væri stundum að teikna að gamni mínu, þá bauð hann sér hingað sjálfur til að skoða það, sem ég hafði gert. Það var farið að ganga eitthvað erfiðlega hjá honum. Kaupendurnir voru farn ir að segja, að hann væri orð- inn eitthvað aftur úr og þeir vildu ekki kaupa kjóla frá því fyrir stríð. Hann tók að leggja það í vana sinn að koma hingað og sjá teikningarnar mínar. Mér þótti hann nýstárlegur,' enda þekkti ég hann svo lítið þá, svo að ég gekkst upp við þessu. Áður en ég fór að hafa áhuga á kvikmyndunum, ætlaði ég að verða tízkuteiknari, en mér fannst bara ég ekki vera nógu fær í þeirri grein. En þá sá ég eina teikninguna mína, koma fram lifandi í verkstæðinu hjá Clibaud. Örfáar breytingar höfðu verið gerðar, en svo hét hún líka að vera handaverk Cli- bauds! Bíddu við! Ég skal sýna þér það. Hún opnaði kommmóðu- skúffu og tók upp mynd af sjálfri sér í snotrum kjól. Síðan fann hún upprunalegu teikning- una, og þarna var ekkert um að villast. — í fyrsta skiptið fór ég að hlæja, sagði Sally, — en þegar það sama endurtók sig, var mér ekki eins mikið skemmt. Ef verk in mín voru nógu góð handa Clibaud að leggja nafn sitt við, hversvegna ætti ég þá ekki að fá þau borguð? — Svo að þú fórst að ganga á hann? — Já. Það varð samkomulag með okkur, en einhvernveginn gat hann aldrei fundið ávísana- bókina sína. Loksins varð ég vond. Ég hafði gengið inn á að segja engum neitt, en nú hafði hann ekki staðið .við sína hlið samningsins. Ég var farin að vinna meira og meira fyrir hann. Meðal annars var þessi silfur- og hreýsikattarbúningur mín hugmynd, og það, hvernig hann grobbaði af því í búðinni, gerði mig æ verri í skapi. í fyrradag fór ég í skrifstofuna hans til að tala við hann. Ég sagði honum, að ef hann ekki greiddi það,.sem hann skuldaði mér, færi ég beint til Linu. Þá gaf hann mér þrjá- tíu punda ávísun og lofaði mér fimmtíu í viðbót eftir fáa daga. — Það var erindið þitt að tala við hann í gær? — Já. Hún kinkaði kolli. — Ég hafði ákveðið að segja upp, og ég þurfti að fá það, sem ég átti inni. Og, sem meira var: ég fékk það! Ég var vonsvikinn. Hún hafði greinilega getað hrætt Clibaud. Ég hafði verið að koma mér upp sennilegri kenningu, út frá hræðslu hans við Selinu. Hann var félaus og 1 vandræðum, og ef stúlkan segði Selinu allt af létta, kæmist hann í ennþá meiri vandræði. Og það ástand hans hefði verið meira en nóg til þess að hyggja á morð, ekki sízt ef hann gæti látið það líta út eins og sjálfsmorð og ég mundi, að hann hafði sjálfur slegið fram þeirri kenningu, að Selina hefði grandað sér sjálf. En þessi kenn- ing mín var svo götótt og ótrú- leg á köflum, að hún gat alls ekki staðizt, úr því að Sally hafði fengið það, sem hún átti inni. Úr því hann var búinn að gera upp við hana, þurfti hann ekkert að hræðast, að hún færi að hlaupa með söguna í Selinu, svo að nú var ég farinn að telja þetta atvik vera aukaatriði. Ástæðan til morðsins var ein- hver önnur, og þær upplýsingar, sem ég hafði þegar aflað, bentu vissulega til þess. yBLAÐBlRDAFOLK ÓSKAST í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðið til kaupenda þcss. Milli Bankastrætis og Vatnsstígs •Karlagata Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. m JÚMBÖ og SPORI — Teiknari: J. MORA Galdramaðurinn greip aftur blys- ið sitt, skreið inn mjóan ganginn og átt í vandræðum með að komast á- íram því gangurinn var svo þröngur. „Eg vona bara, að ég hitti fyrir banda menn mína“, sagði hann við sjálfan sig, „það er enginn leikur að skreið- ast svona á fjórum fótum þegar mað- ur er farinn að eldast.“ Prófessor Mökkur var ennþá á báð- um áttum um það, hvort hann ætti ?ð vera um kyrrt eða fara aftur heim með vinum sínum. „Komið þér með ckkur“, sagði Jumbó, „við skulum svc undirbúa nýjan leiðangur og koma fljótt aftur hingað. „Ef þið viljið heyra mitt álit á þessu“, sagði Spori, þá er ég að hugsa um að leggja til að við fáum okkur blund.“ í>eir lögðust allir niður og hagræddu sér eftir beztu getu. Svo reyndu þeir að sofna. „Ég er nú samt viss um að mig dreymir rústir í alla nctt“ sagði prófessorinn. KALLI KÚREKI — — >f — -pf— Teiknari; FRED HARMAN JhsTHEOLO-T/MER. PLODS ACROSS THE WASTELAMD, HISTZAIL BECOMESMOZE ANO MORE EZRATIC*'' GOTTA KE6PSOMV I THEEE AIM’T A &3UAR£ J fOOT Of S6ADE IN twentymh.es* C’MOlO, OL’-TIME R. .* ONE MOEE 'j MILE T’ WATEK ••• IPI REMEM&ER L EI6HT AFTER ALLTHESE YEARS/ Gamli veður eyðimerkursandinn Hér er hvergi skugga að fá, ekki inn- mig misminnir ekki eftir öll þessi og slóð hans verður æ reikulli.... Ég verð að komast úr sporunum. an tuttugu mílna. ár. Áfram með þig, Gamli minn. Enn Nei. hún er þá skrælþurr! ein míla og þá kemur vatnið ... ef rín i,l'ii|JM|i;,i 'i'l 'i ©pib ' !i 1 !ii!» - • •1111 »! 11 ■, | I 1111 |,i ;i>!;i.!!,íj! !! !;!!.ii:!i!;!' m i&iii'!! «. I M| lll't1. 11111111 * 11» 111 V'l l' COSPER — Vissi Benton um þessi við- skipti þín við Clibaud? spurði ég. — Nei. Hann vissi um teikn- ingarnar, sem Clibaud tók í leyf isleysi. Laura hafði séð frum- drættina. ið töluðum um þetta ÖOI, og Benny réð mér til að ganga hart að Clibaud. En eftir að ég komst að samkomulagi við hann, sagði ég engum neitt. Það var einn þáttur samkomu- lagsins. — Benny elskar Clibaud ekk- ert óhóflega? spurði ég. — Hann getur ekki þolað hann. Hann var alltaf að rífast við Linu út af honum. Benny vildi kaupa hann út og reka síðan fyrirtækið undir eigin nafni. — En Benny var sjálfur illa séður hjá Linu? — Já, það er ég hrædd um. ' — Hafði hún eitthvert þræla- tak á honum? — Það veit ég ekki. Ég skil ekki, hvað þú átt við. Höfum fluft raftækjaverzlun okkar aí) laugavegi 172 Sfltltvarp: Föstudagur 17. Janúar 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Við vinnuna: Tónleikar 14.40 Við sem heima sitjum 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í esperant# og spænsku. 18.00 Merkir erlendir »amtíðarmenn* Séra Magnús Guðmundsson talar um Herbert Hoover 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Lög leikin á strengjahljóðfæri 18.55 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Eimskipafélag íslands 50 ára! Ávörp og erindi flytja: Ásgelr Ásgeirsson forseti íslands, Emil Jónsson siglingamálaráðherra, Einar Baldvin Guðmundsson for« maður Eimskipafélagsins og Ótt« ar Möller forstjóri félagsin*. Kveðja vestan um haf flytur Grettir Eggertsson. Lesið verður sungið nýtt kvæði eftir Tómaa Guðmundsson við nýtt lag eftir Pál ísólfsson. 21.00 Píanótónleikar: Wilhelm Kempff leikur lagaflokkinn „Kreisleiri^ ana“ op. 16 eftir Schumann. 21.30 Útvarpssagan: „Brekkukotsann* áll“ eftir Halldór Kiljan Lajfi* ness; XXII. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Daglegt mál (Ámi BöðvarssonK 22.15 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 22.45 Næturhljómleikar: Frá tónleik* um Sinióníuhljómsveitar ís« lands í Háskólabíói 9. þ.nu Stjórnandi: Dr. Róbert A. Ottó«* son Sinfönáa nr. 7 í C-dúr eftir ScbUK bert. 2340 Dagskráirlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.