Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 10
10 R G UN B LAÐIÐ Fostudagur 17. jan. 1964 Ctgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom-áð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ctbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 emtakib. SÍGARETTRN, DUNGAL OG ÆSKAN ¥ áratug eða lengur hefur Níels Dungal prófessor rit- að og talað opinberlega um skaðsemi sígarettureykinga. Hann hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri í inn- lend og erlend blöð og vís- indatímarit. í þessum grein- um hefur prófessorinn leitt rök að því, að sígarettureyk- ingar valdi krabbameini í lungum og hafi margvísleg önnur skaðleg áhrif á heilsu manna. Hér heima hefur misjafn- lega mikill gaumur verið gef- inn að þessum aðvörunarorð- um. Haustið 1962 birtu mörg blöð í Bandaríkjunum kafla úr álitsgerð Níelsar Dungals um sígarettureykingar, og þóttu kenningar hans um þetta efni hinar athyglisverðustu. New York Times birti fréttina meira að segja á forsíðu sinni. Nú hðfur bandarísk rann- sóknarnefnd, sem skipuð var til þess að rannsaka áhrif tóbaksreykinga, komizt að sömu niðurstöðu og Níels Dungal. Hún telur sannað að ^BÍgarettureykingar hafi áhrif til myndunar krabbameins í lungum, og sé aðalorsök ó- lækhandi lungnakvefs, auk þess sem reykingar. geti haft margvíslegar fleiri skaðlegar afleiðingar. ¥ Þessi skýrsla hinnar banda- rísku rannsóknarnefndar hef- ur vakið mikla athygli um heim allan, og þá einnig hér á íslandi. Nú muna margir allt í einu eftir því, að einn af þekktustu og merkustu vís- indamönnum íslenzku þjóð- arinnar hefur áratugum sam- án þrumað gegn sígarettu- reykingum. Það ér vissulega tími kominn til þess að ís- lendingar, sem búa við dá- samlega hreint og heilnæmt loft í sveit og við sjó geri sér betur ljóst en áður hin skað- samlegu áhrif reykinganna. Margir, sem hafa reykt í ó- hófi, geta hæglega vanið sig af þessari óhollu og tilgangs- lausu nautn. Hinir, sem ekki hafa ennþá fallið fyrir freist- ingum hennar og þá fyrst og fremst unga fólkið, ættu 'aldrei að reykja fyrstu sígar- ettuna. Reykingarnar eru ekki aðeins skaðlegar þeim, sem reykja. Þær spilla and- rúmsloftinu fyrir öðrum og hafa í för með sér margvís- legan óþrifnað og óþægindi. Níels Dungal prófessor á þakkir skildar fyrir sitt mikla brautryðjendastarf í barátt- unni gegn reykingunum. Sú staðreynd verður íslending- um ljósari nú þegar vísinda- menn úti í hinum stóra heimi taka upp merki hins íslenzka vísindamanns og benda þjóð- um heimsins á skaðsemi reyk- inganna. VARAFORSETA- EFNI DEMÓ- KRATA ¥Tm þessar mundir er mikið ^ um það rætt í blöðum víðsvegar um heim, hvert verða muni varaforsetaefni demókrata í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum á kom andi hausti. Almennt er talið víst, að Lyndon B. Johnson muni verða forsetaefni flokks ins. En demókrötum er mikill vandi á höndum við val vara- forseta. Johnson er eins og kunnugt er frá Texas, sem til- heyrir Suðurríkjunum. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir demókrataflokkinn að fá Norð urríkjamann eða einhvern annan * dugandi stjórnmála- mann úr vestur- eða austur- fylkjum Bandarikjanna í framboð sem varaforseti. Nýlega fór fram skoðana- könnun í Bandaríkjunum um það, hverjir af leiðtogum demókrata hefðu mest fylgi til varaforsetaframboðs. Var Humprey, öldungadeildar- þingm'aður frá Minnesota efst ur í þeirri atkvæðagreiðslu, en næstur honum kom Robert Kennedy dómsmálaráðherra. Margir telja líklegt að Rob- ert Kennedy kunni að verða fyrir valinu. Telja demókrat- ar að framboð hans væri mjög sterkt vegna vinsælda bróður hans, hins látna for- seta. Aðrir benda hinsvegar á, að framboð hans gæti verið tvíeggjað, þar sem stefna hans í kynþáttamálum hafi mætt hatrammri mótspyrnu í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Um framboð repúblikana er ennþá allt á huldu. En al- mennt er nú talið að fram- boðsmöguleikar Barry Gold- waters, öldungadeildarþing- manns frá Arizona, fari held- ur versnandi. Framboð Nel- sons Rockefellers, ríkisstjóra í New York, mætir enn mik- illi andspyrnu. Hinsvegar virðist Scranton, ríkisstjóri í Pensylvaníu, eiga vaxandi fylgi að fagna. 1!»/ J UTAN ÚR HEIMI Götur stórborga heims eru allar yfirfullar af bíium. Ekki dregur úr örri f jölg- un bíla í Evrópu FJÖL.DI bila í Vestur-Evr- ópu fjórfaldaðist á árunutn 1949-1962. Verður fjölgunin jafnör í framtíðinnið þ. e. a. s. 11 af hundraði árlega eða mun draga úr henni eins og átti sér stað í Baandaríkjun- um á þriðja tug aldarinnar, þegar fjölgunin þar var álíka ör? Þessari spurningu er varp að fram í skýrslu frá Efna- hafsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu, ECE. Svar ið er í sem fæstum orðum það, að þenslan í bílaiðnaðinum muni verða óbreytt frá því sem hún hefur verið hingað til, að því tilskildu að ekki dragi úr síhækikandi tekjum almennings. Það hefur í för með sér, að eftirspurnin eftir fólksbílum í Vestur-Evrópu mun tvöfaldast á næstu sex árum eða svo. ECE fjallar um bílamark- aðinn í síðasta hefti af ,,Econ- omic Bulletin for Europe", sem gefur yfirlit yfir efna- hagsþróunina í Evrópu síð- ustu árin. í árslok 1962 var fjöldi bíla í Vestur-Evrópu 122 á hverja 1000 íbúa. Er sú hlutfalls- tala áþekk þeirri sem var í Bandaríkjunum árið 1923. Hin öra aukning í Vestur- Evrópu er hins vegar ólík þróuninni í Bandarfkjunum á þeim tíma, því þar dró smám saman úr hinni öru aukningu sem veríð hafði í upphafi. Nýleg rannsókn Breta á væntanlegri eftirspurn eftir fólksbílum í Bandaríkjun- um og Bretlandi virðist leiða í Ijós, að skrásetning nýrra bíla hafi tilhneigingu til að dragast saman jafnframt því sem meðaltekjur einstaklinga aukast. Samikvæmt ECE- skýrslunni er satnt ekki frá- leitt að búast við árlegri aukn ingu bíla í tíu vestur-evrópsk um iðnaðarlöndum, sem nemi 11 af hundraði. Verði þróun- in hægari en verið hefur, er eigi að síður talið sennilegí, að reikna megi með sömu aukningu og verið hefur í Svíþjóð síðan árið 1959, þ. e. a. s. 9% af hundraði ár- lega. Bilafjöldinn árið 1962. Fjöldi fólksbíla á hverja 1000 íbúa árið 1962 var sem hér segir í eftirtöldum lönd- um: Svilþjóð 190, Luxemborg 160, Frakkland 145, Bret- land 125, Danmörk 120, Vest- ur-Þýzkaland, Sviss og Belgía 110, Noregur 85, Austurríki 80, Holland og Ítalía 60. >f Efnahagserfiðleikar í A-Evrópu, batnandi ástand í Vestur-Evrópu. Efnaihagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, ECE, skýrir frá áframhaldandi sam drætti í útþenslu iðnaðarins í Austur-Evrópu Og Sovétríikj- unum. Jafnframt er frá þvi skýrt, að efnahagslífið í Vest- ur-Evrópu hafi jafnað sig eftir afturkippinn í fyrravet- ur og þenslan sé nú aftur orð- in 3-4 af hundraði árlega. Það er í „Economic Bullet- in for Europe" sem ECE gefur yfirlit yfir efnahagsþróunina í Evrópu á fyrra árshelmingi 1963. Þess er getið að ein af or- sökunum fyrir afturkippnum í iðnaðarþenslu Austur-Evr- ópu og Sovétríkjanna hafi verið hinn harði vetur. í samanburði við sama tímabil árið áður nam aukningin 7 af hiundraði. Bæði árið 1961 og 1962 var aukningin á þessu sama tímabili 9 af hundraði. Framfarir Sovétríkjanna námu eins og áætlað hafði verið 814 af hundraði, en í Austur-Evrópu nam aukn- ingin 314 — 4 af hundraði á fyrra árshelmingi, en gert var ráð fyrir 514—6 af hundraði fyrir allt árið. Tékkóslóvakía, Austur- Þýzkaland og Pólland, sem samanlagt standa að 80 af hundraði allrar iðnaðarfram- leiðslu i Austur-Evrópu, urðu í heild að horfast i augu við minni aukningu á iðnaðar- framleiðslunni en nokkru sinni fyrr eftir seinni heims- styrjöld eða 2 af hundraði í samanburði við árið á undan í Tékkóslóvakíu var uim að ræða samdrátt frá árinu áður sem nam 2 af hundraði. Landbúnaðarframleiðsla Aust ur-Evrópu. Þær ófullkomnu upplýsing- ar sem enn sem komið er liggja fyrir um landbúnaðar- fr^mleiðsluna í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum benda ekki til þess, að á árinu 1963 verði hægt að nokkru ráði að' bæta fyrir hina slæmu afkomu árið 1962. f öllum þessum löndum kom slæmt veður á óheppilegustu árs- tímum. Hið langa kuldaskeið í ársbyrjun hafði íför með sér mikið tjón á vetrarupp- skerunni, og snemma surnars ollu þurrkar uppskerubresti. Enn er torvelt að meta hve víðtækt tjónið hefur verið, en svo er að sjá sem áhrifin hafi orðið- veruleg á suður og miðhluta svæðisins og geig vænleg í Sovétrikjunum. Þeg- ar hafa verið gerðir eða undir búnir samningar um sölu á miklu magni hveitis til um- ræddra svæða. -X HLEÐSLA SÍLDARSKIPA ryllsta ástæða er til þess að *■ fagna því að settar hafa verið reglur um hleðslu síld- veiðiskipa á vetrarsíldveið- um. Áður hafa ekki verið í gildi reglur um þessi efni. — Síldveiðiskip okkar hafa oft og einatt verið ofhlaðin og af því hafa hlotizt slys. Þó má segja að hin mikla hleðsla síldveiðiskipanna hafi miklu síður komið að sök meðan síldveiðar voru nær eingöngu stundaðar að sumarlagi. Nú eftir að vetrarsíldveiðar eru hafnar í misjöfnum veðrum er óhjákvæmilegt að gætá aukinnar varúðar í þessum efnum. Síldin er nú einnig sótt út í reginhaf, jafnvel í háskammdeginu þegar verstu veðra er von. Kapp verður alltaf að vera með nokkurri forsjá. Þótt mikilsvert sé að geta flutt sem mestan afla að landi er hitt þó þýðingarmeira, að þess só gætt að tryggja líf og öryggi sjómannanna, sem á miðin sækja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.