Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.01.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N B LAÐIÐ Fostudagur 17. jan. 1964 Björgunarbáturinn aðeins 2-3 metra frá Hringver — er skipið sökk Vestmannaeyjum 15. jan. í DAG lauk hér sjóprófum vegna bátanna Ágústs og Hring vers sem sukku á síldarmiðun- um snemma s.l. mánudagsmorg- un, og verður hér á eftir rakið það helzta, sem fram kom varð andi mál þessi. í réttinum kom fram að Á- gústa hafði lagt í róður á sunnu daginn og stefnt á síldarmiðin, þar sem flotinn hélt sig, um 25 sjómílur SA af Ingólfshöfða. Var þá ágætt veður, og skipið komið á miðin á áttunda tímanum um kvöldið. Kastað var um kl. 8, og fékkst sæmilegt kast. Úr því voru háfaðar um 400 tunnur og var búið að ganga frá þeim afla um kl. 1 um nótt- ina. Kl. 02:40 var aftur kastað og fékkst enn gott kast, og voru háf aðar úr því ca. 200 tunnur, og með því fylltist lestin. Var síð- an haldið áfram að háfa, og síldin nú sett á miðdekkið. Við þetta unnu allir skipverjar nema matsveinn, sem var í lúkar. Kl. 5 um morguninn kom matsveinninn upp og segir skip- stjóra að sjór sé kominn í Lúk- arinn upp fyrir gólf. Skipstjóri þaut þá til og leit niður í vél- arrúm. Sá hann að þar var einn- ig kominn sjór og náði upp und- ir skrúfuöxul. Skipaði hann þá að nótin yrði leyst niður, kallaði í togarann Þorstein þorskabít, Skipstjóri á Ágústu var Guð- og skýrði frá því hversu komið væri. Skipaði hann síðan skip- verjum að ryðja fram af þil- farinu og gera gúmmíbátana „klára“. Á þessum tíma voru báðar dælur skipsins í gangi, en engu að síður jókst sjór í því. Enn- fremur voru menn við þilfars- dælu, sem er handknúin, og jafn framt var ausið úr lúkar með fötum, en ekkert stoðaði. Gúmmíbátarnir voru báðir í góðu lagi. Sá nýrri, 12 manna far, blés út á svipstundu, en hinn varð aðeins seinni til. Skip stjórinn tók sérstaklega fram í réttinum að seinni báturinn hafi engu að síður verið fuUkomið björgunartæki. Mb. Elliði, sem var nálægur, hafði fylgzt með öllu því, sem fram fór, og hafði látið skipstjóra vita að hann væri til taks. Brátt kom þar að að báðar vélar skipsins stöðvuðust, og jókst þá sjór mjög í því. Var þá ákveðið að fara í bátana, en síð an renndi Elliði að og tók skip- brotsmenn upp. Voru þeir um borð í Elliða í hálfa klukkustund en eftir aðhlynningu fóru þeir tun borð í mb. Kóp, sem flutti þá til Vestmannaeyja. Telja þeir að Ágústa hafi sokkið á sjöunda tímanum um morguninn. Skipstjóri á Ágústu var Guð- jón Ólafsson, en hann hefur ver ið með það skipið undanfarin sex ár. Tók hann fram í réttinum að skipið hefði verið í ágætu lagi í haust og vetur. Þá bað hann fréttaritara Mbl. í Vest- mannaeyjum að skila þökkum til skipverja á Elliða og Kóp fyrir góða aðhlynningu. Varðandi Hringver, var lögð fram í réttinum sjóferðaskýrsla skipstjórans, Richard Sighvats- sonar, og kemur eftirfarandi fram af henni. Kl. 3 aðfaranótt mánudags var skipið statt á Síðugrunni, og hafði fengið 700 tunnu kast. Var síldin sett í lest. Skömmu síðar var kastað aftur, og var búið að háfa um 400 tunnur úr því. Var sú síld einnig sett í lest, nema nokkur slatti, sem settur var bakborðsmegin á þilfar til þess að vega upp á móti þunga nót- arinnar. Veður var gott, en tals- verð kvika og veltingur. í einni kvikunni tók skipið snögga veltu og lagðist skyndi- lega á stjórnborða. Brá skipstjóri þá við og kallaði á hjálp. A meðan gekk skipshöfnin að því að loka lestaropum, svo og hurð á hvalbak, sem var opin. Lestin var að fyllast af síld, er skipið lagðist. Var hún orð- in full að framan, en talið er að fremsta stía stjórnborðsmegin hafi ekki verið alveg full. Við það að skipið kastaðist á Stjóm- borða er talið að síldin hafi kast ast yfir í þá stíu með þeim af- leiðingum að skipið lagðist á hliðina. Skipti það engum togum að skipið hallaðist svo mikið að lestarhlerar héldust ekki á lúgu opinu vegna hallans, og sjór rann í lestina. Skipstjóri gaf þá skipun um að gúmmíbátur bak- borðsimegin skyldi gerður ,,klár“. Um þetta leyti tók skipið að sökkva, og kallaði skipstjóri þá Framhald á bls. 19 Arndís BjörnsdóttKr Minning í DAG verður gerð útför frú Arndísar Björnsdóttur frá Aðal- dal við Nýbýlaveg í Kópavogi. Arndís var fædd 27. septem- ber í Vatnsfirði við ísafjarðar- djúp. Foreldrar hennar voru Ólafía Lárusdóttir prófasts í Selárdal og Björn Magnússon, Steindórsson ar frá Hnausum í HúnaþingL Arndís ólst upp í Reykjavík hjá afa sínum og ömmu, Guð- rúnu Jasonardóttur og Magnúsi Steindórssyni. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykja vík og vann síðan að verzlunar- störfum þar til hún giftist 3. apríl 1926 eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurgeir Jónssyni, bif- vélavirkja. Eignuðust þau þrjá syni. Magnús bifreiðarstjóra, kvænt ur Elínu Ágústsdóttur, eiga þau 3 dætur. Baldur vélstjóri, kvæntur Hrönn Jóhannesdóttur eiga þau einn son. Gunnlaugur prentari ókvænt- ur. Þau Arndís og Sigurgeir voru í hópi fyrstu landnema Kópa- vogs og búin að eiga heima hér yfir 20 ára skeið. Það var mjög fróðlegt að ræða við Arndísi um fyrstu ár hinn- ar vaxandi byggðar í Kópavogi. Þá vantaði þar mörg þeirra þæg inda, sem í dag eru talin sjálf- sögð. En það kom glöggt fram • Nóg komið af sundbolum Þær rússnesku hafa hingað til ekki látið mikið á sér bera á Langasandi eða öðrum kapp- mótum, sem okkar stúlkur hafa tekið þátt í erlendis. Að dæma eftir íslenzkum blaðafrásögnum hefur heldur ekki verið mikið rúm fyrir rússneskar stúlkur fremur en aðrar óislenzkar á fegurðarmótum, því manni skilst, að þær íslenzku hafi bor ið svo af öllum öðrum allt fram til þessa, að flestar hafi fallið í skuggann. í skiptum höfum við látið þeim rússnesku eftir geimferð- ir, kúluvarp og annað því um líkt — en ekki þar með sagt, að við látum þeim allt annað eftir. Nú virðist kominn tími til að rumska. Rússarnir hafa sem sagt sent okkur skákkonu — og er ekki ólíklegt, að margur skák-karlinn vildi heldur, að íslenzkar stúlkur mættu þeirri rússnesku við skákborðið frem ur en að eiga á hættu að tapa fyrir henni sjálfur. Enda er það skiljanlegt, að fremstu skák- menn íslands séu ekkert sólgn- ir í að láta rússneska stúlku máta sig. Rússarnir eru vist nógu sterkir fyrir í karlaflokki. En nú dugir okkar kontun ekki að sýna sig á sundbol. Það er kominn tími til að þær sýni svolitla fjölbreytni, því óneitanlega er þetta snyrtiskóla og „fegurðarsnakk“ nokkuð ein hæft og leiðigjarnt til lengdar. Eftir mánaðar dagblaðalestur og útvarpsauglýsingar á Islandi hefur maður það á tilfinning- unni, að skóli lífsins sé ein- hvers konar snyrtiskóli. • Skrílmennska Góðkunningi Velvakanda, F.E., sendir honum þetta bréf: „Sunnudaginn 12. þ.m. fór ég ásamt karli og konu á fimm- sýningu í Tónabíói, til þess að sjá margumrædda verðlauna- kvikmynd, „West Sids Story“. Ég ætla ekki að dæma mynd- ina, heldur segja frá fjórum ungum piltum, sem sátu næst fyrir aftan okkur, nánar tiltek- ið á 8. bekk 1-4. Þessir „herrar“, sem voru milli fermingar og tvítugs, hófu sígarettureykingar í sæt- um sínum, nokkru eftir að sýn ing hófst. Þá Vttrð mér á sú ósvífni (í þeirra augum) að benda þeim kurteislega á, að ekki ætti að reykja í sýningarsal. Svanð við því lét ekki á sér standa: Sígarettureyknum var blásið fyrir vit mér eftir það. Kunni ég því illa að vonum, en hafð- ist þó ekkert að, fyrr en ég rakst á dyravörð hússins í hlé- inu. Skýrði ég honum frá trufl- un þeirri, sem við hefðum orðið fyrir. Sagðist hann ætla að tala við piltana, sem hann og gerði. Þegar sýningu var lokið, og við stóðum upp, sendu ungu „herrarnir“ okkur tóninn með miður prenthæfum orðum, sem við létum lönd og leið. En nú kemur að því, sem mér hefði aldrei dottið í hug, að gæti átt sér stað. Þegar við ókum á brott frá kvikmyndahúsinu, gengu þessir synir foreldra sinna upp að bifreið minni. Einn þeirra teygir sig að hálfopnum glugg- anuim og hrækir, HRÆKIR, framan í mig, þar sem ég sit undir stýri. Ég varð svo undr- andi og hissa, að ég, hálfblind- aður af óþverranum, missti sem snöggvast vald á bílnum. Þar sem við treystiun okkur til þess að þekkja „herrana" aftur, væri auðvelt að kæra þá, sem þeir eiga fyllilega skilið. Góðir lesendur, ef þið hafið séð kvikmyndina „Sögu úr Vest urbænum", og lesið svo þessa sögu úr Austurbænum, finnst ykkur þá mikill munur á ís- i viðræðum við Arndísi að hún taldi ekki eftir sér að takast á við erfiðleikana og henni fannst Fossvogsdalurinn fagur og frið- sæll og í faðmi hans bjó hún fjölskyldu sinni heimili, sem sýndi eiginleika hinnar ástríku húsmóður. Arndís var hæglát í framkomu en bar með sér festu og einurð, hún var fróð og minnug og var sérlega ánægjulegt að ræða við hana um atburði liðins tíma. Arndís starfaði mikið að fé- lagsmálum, hún var ein af stofn endum Sjálfstæðiskvennafélags- ins „Edda“ í Kópavogi og í stjórn þess félags í mörg ár. Arndís var á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosn ingar í Kópavogi um ára bil og þótti hennar sæti þar sem annars staðar vel skipað. Við sem störf- uðum með Arndísi að málum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi minnumst þess samstarfs með virðingu og þakklæti. Eg votta aðstandendum Arn dísar sálugu mína dýpstu samúð. Axel Jónsson. t ÞEGAR ég nú kveð mína kæru vinkonu, frú Arndísi Björnsdótt ur í hinzta sinni, fer ekki hjá því að minningarnar um þessa gáfuðu ágætiskonu, komi upp I hugann. Ekki skal ég fara að telja upp, eða rekja neina ævisögu, enda var Arndísi ekkert fjær skapi. Þó frú Arndís væri hlédræg kona, og vildi sem minnst á sér láta bera, þá komst hún þó ekki ekki alveg hjá því, að taka nokk- urn þátt í ýmsum störfum, bæði félagsstörfum, og í þágu sína bæjarfélags. Undirrituð átti því láni að fagna, að starfa með frú Arndísi um nokkurt árabil, og það sem Framh. á bls. 2. lenzku glókollunum og úrhraki heimsborgarinnar? Eru þeir ekki langt komnir með að til- einka sér hegðun á almanna- færi, eins og hún getur orðið viðbjóðslegust? — F.E. • Því fer sem fer Það er leitt að heyra, að slíkt skuli gerast í henni Reykjavík. Auðvitað átti dyravörðurinn að fylgjast með þeim og sjá um að þeir hlýddu eða að vísa þess um piltum úr húsinu — og láta legregluna sækja þá, ef annað dygði ekki. Því sjaldnast láta slíkir sér segjast við áminn- ingu. Það þarf ag fylgja fast eftir. Og mér finnst, að bréfritari hefði átt að kæra þá úr því að hann þekkti þá. Ekki aðeins til þess að þeir kæmust undir mannahendur, heldur miklu fremur til þess að foreldrar þeirra fengju vitneskju um þessa hegðun. Ég er ekki í vafa um, að þess konar framkoma ungmenna á að einhverju leyti rætur sínar að rekja til of lítils aðhalds af hálfu foreldra. Það er að vísu orðið fullseint að ætla sér að byrja að ala upp unga drengi, þegar þeir eru komnir yfir fermingu. Þó gæti það eitthvað hjálpað, ef stuggað værj dug- lega við foreldrum, sem eiga slik börn. En svo er líka hitt, að all- margir foreldrar eru ekki fær um að veita börnum sínum sæmilegt uppeldi eða kenna þeim mannasiði — og lítið þýð ir að gera þeim foreldrum að- vart. Því fer sem fer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.